Strandir eru afskektar en ekki ófærar og vel hægt að komast þangað á veturna. Fullt er hægt að gera úti á Stöndum bæði um vetur og sumar. Sportklifrarar standa í ströngu við að setja upp leiðir í Norðurfirði og eitthvað hefur verið klifrað af grjótglímuþrautum í Bjarnafirði, á Gjögri og Skarðsvík. Augljós vetrarverkefni eru fossinn fyrir ofan Djúpuvík, þar sem tveir fossar falla og lenda saman á syllu og falla svo aftur í sitthvoru lagi af henni og mynda stórt X. Fjallið Kambur við Veiðileysu mynnir á Hraundrangann. Síðast en ekki síst má svo mynnast á Lambatind sem gæti vel verið frábærasta klifrur.
Lambatindur
Eitthvað hefur verið klifrað í Lambatindi og á hann ansi fallega norðurhlíð sem mynnir á Skarðsheiðina.