Eris, II 5.5 155m

Gula línan á myndinni.

Leiðin liggur upp gráu slöbbin sem Nemesis byrjar á. Þar sem leiðarlýsingin fyrir þennan hluta Nemesis er ónákvæm getur verið að Eris fari svipaða leið. Í grískri goðafræði er Eris, gyðja ófriðar, stundum talin systir hefndargyðjunnar Nemesis.

1. spönn: 5.3, 35m, 4 boltar
2. spönn: 5.4, 30m, 5 boltar
3. spönn: 5.5, 35m, 8 boltar
4. spönn: 5.2, 35m, 4 boltar
5. spönn: 5.3, 20m, 3 boltar

Aðkoma er sú sama og fyrir Bifröst. Frá byrjun Bifrastar er hliðrað til austurs yfir mjóa skriðu og hefst leiðin þar í lítilli klauf. Fyrsta spönn fer upp bungur og hrein slöbb upp og aðeins til hægri. Lítið eru um grip en viðnámið er gott og brattinn þægilegur. Komið er upp á góða syllu í tveggja bolta stans. Af syllunni er farið beint upp augljósan stromp að næstu syllu sem er stór og þægileg. Frá akkeri er klifrað til vinstri inn undir þak og áfram upp kverk undir þakinu. Þegar þakið fer að minnka er stigið út á slabbið til hægri og klifrað beint upp. Komið upp á litla syllu í tveggja bolta stans. Hér minnkar brattinn til muna og klifrað er beint af augum upp hreint slabb. Seinasta spönnin er heldur styttri og ögn brattari.

Leiðin endar rétt neðan við stóra grasbrekku sem skiptir veggnum í tvennt og það er lítið mál að koma sér upp á hana ef vill. Að ganga niður frá þeirri syllu er ekki jafn lítið mál og sterklega mælt með því að síga leiðina til að koma sér niður. Ef klifrað var á tveimur línum er hægt að síga 4. og 5. spönn saman en mælt með að síga hinar spannirnar eina í einu. Það er hægt að klifra og síga leiðina á einni 70m klifurlínu en tæpt að það sleppi á 60m.

Tveir boltar í öllum stönsum og þar af annar boltinn með sighring. Akkerið fyrir 4. spönn er ekki með sighring heldur galvaniseruðum keðjulás (maillon) sem hangir í línubút. Klifrarar eru beðnir um að færa hann ekki í boltann þar sem það mundi hraða tæringu hans og mögulega boltans. Ef línubúturinn er veðraður má endilega fjarlægja hann og setja nýjan.

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen, 30. júní 2024

Yfirlitsmynd:

Íris kemur upp spönn 1:

Íris í skorsteininum í spönn 2:

Íris undir þakinu í spönn 3:

Íris í fjórða stansi:

 

 

 

Klifursvæði Vestrahorn
Svæði Kambhorn
Tegund Alpine

Festival WI 5

Leiðin er í Núpshlíð rétt austan við Núpstaði, vinstra (vestan) megin við Flott lína.

Leiðin byrjar á stórum fossi og svo er haldið áfram eftir styttri höftum og syllum upp á brún.

FF.: Árni Stefán Haldorsen, Íris R Pedersen, Uri Castell, 21. janúar 2024

30m WI4
25m WI5
15m WI3
8m WI3
8m WI3
15m WI3
8m WI3

Leiðin var farin sömu helgi og ísklifurfestival klúbbsins var í gangi í Haukadal.

Festival er vinstra megin og Flott lína hægra megin á myndinni.

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Lómagnúpur
Tegund Ice Climbing

Formúla eitt

Leið 9

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Daniel Saulite 25. mars 2024

TD, WI4, AI3 700m

Leiðin byrjar upp áberandi ísfoss neðarlega í Vesturtindi, nálægt ísfallinu. Fossinn er um 100m og var klifinn í þremur spönnum í frumferð, allar um WI4. Eftir hann er haldið áfram upp snjógil sem greinist fljótt. Farið áfram upp til hægri og út úr gilinu. Þaðan er hliðrað undir bröttum klettaveggjum inn að hafti (um AI3) og þaðan aftur til vinstri út á hrygginn og eftir honum áfram upp.

Ofan við fossinn eru stórir lausir klettar sem snúa að morgunsólinni. Í frumferð var töluvert ís- og grjóthrun úr þeim niður fossinn og snjógilið. Hrunið og hávaðinn sem fylgdi minnti á að vera áhorfandi á kappakstursbraut og gaf innblástur fyrir nafn leiðarinnar.

 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Hrímkanína

Vinstra megin við suðurodda Vestri Hnapps.

Rime Rabbit, D-, AI3+, 120m

Aðkoma: Frá Sandfelli er hefðbundið eilífðarþramm, líklega best að fara upp á öskjuna, hliðra inn að Hnapp og ganga niður fyrir hann vestan megin. Ef aðstæður og bílakostur leyfir er beinni og styttri leið frá Sléttubjörgum (keyrt upp veginn að mastrinu ofan við Fosshótelið á Hnappavöllum). Eftir því hvað hægt er að keyra langt er aðkoman um 2-4klst og um 700-1200m hækkun. Besta að fara í austur eftir að komið er á jökul (Stigárjökul) og upp á hrygginn sem liggur niður frá Hnapp.

Leiðin liggur upp greinilega kverk rétt vestan við stólpan syðst á Hnapp. Fyrsta spönn var up 50m, nokkuð brött í byrjun (AI3) en brattinn gefur svo eftir og komið í ágætan og nokkuð skýldan stans. Þaðan var farið áfram augljósa rennu í nokkra metra og svo upp til hægri. Þar sést í þröngan skorstein (EK, um AI3+) sem var klifrað upp. Ágætur stans í brekku ofan við skorsteininn, samtals um 40m. Þá er mesta klifrið búið, hrímaðri brekku fylgt áfram upp og svo stutt haft til að komast upp á topp, um 30m.

Af toppi leiðarinnar er stutt ganga á blátoppinn. Þaðan er besta að halda í vestur (í átt að Rótarfjallshnjúk) og niður þá brekku. Ath að það er jaðarsprunga í þeirri brekku og eftir aðstæðum getur verið nauðsynlegt að tryggja yfir hana.

Tryggingar: Ísskrúfur (sem þarf að grafa eftir, gott að hafa skaröxi), Spectrur og mögulega snjóhæll á toppnum og til að komast niður. Bergið er ekkert sérstakt þarna en ef leiðin er klifruð snemma eða seint gætu fleigar og/eða hnetur komið að notum.

Leiðin er nefnd til heiðurs Red.

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Kathryn Gilsson, 2. Mars 2023

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Vestari Hnappur
Tegund Alpine

Gráifoss WI 4

Bratt kerti í lítilli hvelfingu rétt vestan við Blómsturvelli. Akið upp slóðan rétt austan við Brúará og þaðan er stutt ganga að fossinum.

Fossinn þótti minna á Svartafoss og þaðan kemur nafnið.

WI4, 20m. Ofan við aðal fossinn eru nokkur styttri og léttari höft.

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, 10. Jan 2023.

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Tegund Ice Climbing

Dýraríkið WI 3+

Fallegur foss Fossadal í austanverðum Lómagnúp. Akið vestan megin upp með Núpsvötnum í um 15mín og fossinn blasir við. Ef komið er að austan sést fossinn frá þjóðveginum.

Stutt aðkoma, hægt að ganga upp ánna og klifra tvö stutt upphitunarhöft eða fara upp fyrir skorninginn og inn að fossinum þannig.

Leiðin stefnir upp í augljósa skoru og upp á góðan stall. Klifruð í einni teygðri 60m spönn. Fyrri hlutinn er aflíðandi en verður heldur brattari þegar komið er í skoruna. Ofan við stallinn er möguleiki á styttri en brattari spönn til að klára upp en hún var opin og ófær í frumferð.

FF: Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, 10. Jan 2023

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Lómagnúpur
Tegund Ice Climbing

Skaði WI 5+

Hægri leiðin upp úr Geldingagili, byrjar nokkrum metrum frá Beikon og Egg.

  1. spönn WI4, 45m. Stans á stórri og góðri syllu.
  2. spönn WI4/+ 40m, þarna getur myndast áhugaverður blómkálsís í efri hluta vegna spreys frá fossinum fyrir ofan. Hálf hangandi stans í helli vinstra megin við kertið.
  3. spönn WI5+ 35m, bratt og engin hvíld fyrr en rétt neðan við brún.

Eftir fyrstu þrjár spannir má klifra stutt haft og þaðan hægt að fylgja kindagötum til austurs og þá niður í átt að Ungmennafélagslundinum (sjá Kyrrð fyrir lýsingu á niðurleið).

Ef haldið er áfram upp þarf að brölta fram hjá stórgrýti sem loka gilinu. Þá er komið að 40-50m bröttum fossi, líklega WI4+ eða WI5, sem er ófarinn.

Leiðin myndast sjaldan svo ef hún er inni má ekki láta hana fram hjá sér fara.

FF: Árni Stefán Haldorsen, Íris Ragnarsdóttir Pedersen, Daniel Saulite og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, 7.jan 2023.

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Kyrrð WI 4

Gott er að nálgast leiðina frá ungmennafélags lundinum (stóru barrtén) í Svínafelli.

Hægt er að byrja neðarlega með smá brölti eftir læknum og litlum höftum fyrir upphitun.

Leiðin hefst svo á bröttu og mjóu kerti, um 10m, WI4/+. Kertið myndast seint og illa þó efri hluti leiðarinnar myndist vel og hangi lengi inni. Ef kertið tengir ekki er hægt að fara aðeins austar og komast fram hjá því þar (sjá niðurleiðar lýsingu).

Líklega um tvær línulengdir af mest íslausu brölti þar til komið er að næsta fossi. Glæsilegur 25m WI4 foss, brattur í bryjun en gefur svo soldið eftir í seinni helming. Ofan við hann er svo 35m WI3 foss upp breiða rennu.

Lesa meira

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Lof WI 4+

Falleg leið í þröngum skorningi.

Hefst á 6-8m WI3 hafti og þaðan stutt labb inn að aðal fossinum sem skiptist í tvennt með syllu á milli. Fyrri spönnin er um 30m WI4+ og sú seinni um 35m WI3+. Ath að klifra efri spönnina varlega þar sem tryggjarinn er tjóðraður beint í skotlínunni.

Leiðin sést illa úr flestum áttum en snýr nokkrun vegin að brúnni yfir Virkisá. Það er eitthvað dinglumdangl fyrir ofan en það tengir sjaldan eða aldrei. Mögulegt verkefni fyrir ofurhuga.

FF.: 31. des 2022 Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Goði WI 3+

Leið sem byrjar neðst í Goðagili en fer upp úr því til vinstri og svo samsíða því.

Hefst á línulengd af stöllum og brölti, um WI3. Næst kemur um 40m foss sem er breiður neðst en mjókkar niður í axlabreidd efst og er brattari en hann virðist að neðan, um WI3+. Þá tekur við brölt eftir læknum og smá glíma við birkitré. Lækurinn greinist ofar og við klifruðum hægri línunna, frábær 20-25m WI3. Áfram brölt upp lækinn og smá stalla og endað á litlu lóðréttu kerti, um 6m og upp í ísbunka þar fyrir ofan. Þaðan sigið niður og svo gengið út vestan við leiðina.

FF.: 5.feb 2021 Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Eystragil WI 3+

Eystragil í Skaftafelli.

Gengið inn lækinn austan við Lambhaga (ein göngubrú yfir þennan læk). Byrjar á nokkrum stöllum og svo langt ferðalag eftir læknum með minni og stærri stöllum. Það eru þrír stærri fossar í gilinu. Skráð löngu eftir klifur og við munum ekki alveg hversu erfiðir þeir voru en sá erfiðasti kannski 3+ eða léttur fjarki. Má endilega uppfæra lýsingu.

FF.: Mögulega einhverntíman í fyrndinni en ef ekki 31. Jan 2021 Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsheiði
Tegund Ice Climbing

Skjólgil WI 4+

Skjólgil hefst í Lambhaga, litlu stuðlabergsgili ofan við tjaldsvæðið í Svínafelli og heldur áfram nánast upp á topp Svínafells.

Lambhagafoss er fyrstur, um 25m WI4. Tveggja bolta akkeri ofan við hann til hægri.

Næst er stutt 5m WI2 haft og svo um 20m WI2 foss sem endar á að klifra undir stóran skorðaðan stein. Stutt labb að 4m hafti og svo gengið inn í stóra hvelfingu.

Þar er um ýmistlegt að velja en til að halda áfram upp gilið kemur bara eitt kerti til greina. Um 25m WI4+ sem tengir leiðinlega sjaldan almennilega.

Þá er komið inn í gilið sem er þröngt. Ath að héðan er mögulegt að besta leiðin út sé áfram upp, passið upp á að hafa orku og dagbirtu til að klára upp. Smá labb og handan við smá hægribeygju er 10m WI3 haft og svo gengið áfram inn og undir nokkra skorðaða steina. Stutt ísbrölt leiðir mann að smá hvelfingu þar sem gilið greinist í þrennt. Til að elta aðal gilið er farið til hægri upp stutta og mjóa ísrennu.

Lesa meira

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Blika WI 5

Áberandi kerti í stuðlabergshvelfingu ofan við bæinn Lambhaga. Kertið tengir sjaldan og um að nauðsynlegt að nota tækifærið þegar það gefst.

Yfirleitt er keilan undir kertinu frekar lítil og kertið lóðrétt nánast alla leið upp á brún. Um 25m og góður ís fyrir akkeri á stalli beint fyrir ofan.

FF.: 30. des 2022 Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Heimahagi WI 3+

Leiðin er beint fyrir ofan bæinn Lambhaga í Svínafelli. Vinstra megin við leiðina er fallegt stuðlaberg og í því myndast stundum tvær leiðir. Heimahagi er leið númer 1 á yfirlitsmyndinni (vinstramegin). Klifrað í tveimur spönnum, 60 m + 10 m. Skógurinn er leiðinlegur yfirferðar en best er að halda sig ofan í skorningi vestan (vinstra megin) við barð undir leiðunum.

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 15. desember 2019. 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Kaupstaðarferð WI 3

Ekið er inn Hörgsdalsveg undir Keldunúpi í um 5 mínútur en aðkoman að leiðinni er svipað stutt, um 5 mín gengið er yfir lítið tún og tvær girðingar. Fyrri fossinn er stuttur um 6 metrar en sá seinni minna brattur en um 20 metrar. Í sama gili eru nokkrir aðrir auðveldari upphitunarfossar. 

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 12. Febrúar 2020

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Hörgsárgljúfur
Tegund Ice Climbing

Nátthagi WI 3

Leiðin er beint fyrir ofan bæinn Lambhaga í Svínafelli. Nátthagi er leið númer 2 á yfirlitsmyndinni (í miðjunni). Klifrað í einni spönn, 60 m en auðveldast er að síga niður leiðina. Skógurinn er leiðinlegur yfirferðar og því er best að halda sig í skorningi við barð vestan (vinstramegin) við leiðina.  Líklega er leiðin Grjóthrun austan við leiðina Nátthaga. 

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 2019. 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Hrútagil WI 3

Hrútagil í Skaftafelli er nokkuð nálægt Skaftafellsjökli en um 20 mínútna gangur er frá Skaftafellsstofu að gilinu. Klifrið er um 80 metrar og var klifruð í fjórum spönnum. Að klifri loknu er komið upp á gönguleiðina um Austurheiði og því er auðvelt að komast niður að Skaftafellsstofu á ný án þess að ganga utan merktra leiða.

FF Árni Stefán Haldorsen, Daniel Saulite, Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir. Desember 2020.

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafell
Tegund Ice Climbing

Sólstöður WI 4

Á toppi Keifaheiðar er stór, hlaðinn steinkarl og við hann er útsýnisstaður. Handan við Kleifá er önnur minni, ónefnd á. Þar er að finna leiðina Sólstöður. Aðkoman er um 10 mín og er mjög auðveld og þægileg. Leiðin var klifruð í einni 60 metra spönn ásamt stuttu aðkomubrölti. Leiðin fær gráðuna WI4/+.

FF Árni Stefán Haldorsen og Íris Ragnarsdóttir Pedersen 21. desember 2020.

Klifursvæði Barðaströnd
Svæði Kleifaheiði
Tegund Ice Climbing