Bís Kvöld – Dry Tooling evening

Vetur konungur er handan við hornið og því tilvalið dusta rykið af ísöxunum og hefja æfingar. Ísalp ætlar að efna til BÍS kvölds í klifurhúsinu föstudaginn 13. október klukkan 20:00.

Byrjendur jafnt sem lengra komnir er hvattir til að mæta. Vonumst til að sjá sem flesta!

Everest tvíburarnir taka við verðlaunum á Íslandi

everest-twins-625_625x350_81453292156

Systurnar Tashi og Nungshi Malik frá Indlandi fengu Leif Eiríksson Young Explorer Award í vikunni. Stelpurnar eru þekktar sem Everest tvíburarnir (Everest Twins).

Tashi og Nungshi eru aðeins 25 ára gamlar en eru þrátt fyrir ungan aldur eru þær komnar með glæsilega ferilskrá í fjallamennskunni. Þær eru fyrstu systurnar til þess að klifra heimsálfutindana sjö (Seven Summits). Þær eru einnig búnar að ganga seinustu gráðuna á norður og suður pólunum. Með því að klára það urðu þær yngstu einstaklingarnir til að ljúka hinni svokölluðu Explores Grand Slam.

Indveska sendiráðið á Íslandi bauð stjórnarmeðlimum Ísalp í samkomu þar sem stelpurnar héldu fyrirlestur um ævintýri sín. Við spjölluðum við systurnar og vonandi verður hægt að birta viðtal við þær í næsta ársriti Ísalp sem er væntanlegt í desember.

Lucky Leif WI 5+

Leifur Heppni

Blá lína

Í mars 2016 fóru Spencer Gray og Eythan Sontag frá Bandaríkjunum nýja leið á suðurhlið Hrútsfjallstinda.

Leiðina klifruðu þeir með áhugaverðum hætti. Félagarnir drógu með sér sleða að suðurhliðinni og gistu þar í tjaldi. Daginn eftir klifruðu þeir þrjár spannir í aðalfossinum í leiðinni sem þeir gráðuðu WI5+, WI5 og WI3. Eftir það bívökuðu þeir félagar áður en þeir kláruðu leiðina næsta dag.

Leiðin er vinstra megin við Scotts leið.

Hér er ferðasaga þeirra frá heimasíðu Ameríska Alpaklúbbsins:

In late March, Eythan Sontag and I (both from the U.S.) climbed a new route on the south face of the east summit of Hrútsfjallstindar (“Ram Mountain,” 1,875m) in Vatnajökull National Park. The Hrútsfjalls peaks are situated on a volcanic crater rim at the edge of one of Europe’s largest glaciers, squeezed between outlet glaciers leading toward the coast.

Lesa meira

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

H&M WI 5+

Hægra meginn við B4 – Upprisa Svínanna.

Leiðin H&M var fyrst klifruð á Ísklifurfestivali Ísalp 2016. Leiðin var klifruð í 4 spönnum og er merkt með grænu á myndinni. Leiðin Upprisa Svínanna er merkt með gulu.

FF. Matteo Meucci og Halldór Fannar

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Girnd
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

SV-hryggurinn upp á Vesturtind

Leið A

FF. Jón Geirsson og Snæ- varr Guðmundsson, um hvítasunnu árið 1986.

Gráða: PD. Á myndinni sést sú leið sem oftast hefur verið farin upp suðvesturhrygginn á Vestara-Hrútsfjalli eins og hún liggur nokkurn veginn. Í fyrstu ferðinni fóru Jón og Snævarr aðeins ofar í ísfallið, upp snjóbrekkur og síðan inn á hrygginn.

 

Texti og mynd úr leiðarvísi úr Ársriti Ísalp 2011-2015. Björgvin Hilmarsson.

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Smörfingur WI 5

Leið 2

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 23. apríl 2015.

Gráða: TD+, AI5.

Farið upp frá Svínafellsjökli og upp undir suðurhrygginn í Vestara-Hrútsfjalli. Byrjað á 110 m háum ísfossi. Hann var farinn í þremur spönnum sem voru AI4 (30 m), AI5 (50 m) AI3 (15 m). Eftir það hefðbundin leið eftir hryggnum og upp á topp.

IMG_0777

 

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

10 norskar stelpur WI 4

Leið 3

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 22. apríl 2015.

Gráða: TD, AI4.

Aðkoma eftir Svínafellsjökli. Gengið upp með ísfallinu og að um það bil 125 m háum ísfossi ofarlega og vestan í vestasta hryggnum í suðurhlíðinni. Fossinn var farinn í þremur spönnum sem voru AI4+ (55 m), AI4 (55 m) og AI3 (15 m).

IMG_0718

hrutfjallstindar4

Leið 3

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

Orginallinn

Leið 4

FF. Anna Lára Friðriksdóttir, Einar Steingrímsson og Torfi Hjaltason, maí 1981. Gráða PD, II+.

Lengd: 1400 m (400 – 1852 m).

„Alvarleg og löng leið á jökli.“ Vegna veðurs hliðraði þríeykið út að Vesturtindi og þaðan niður.

hrutfjallstindar4

Leið 4

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Scottsleið

Leið 5

FF. Dough Scott, Helgi Benediktsson, Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn Guðjónsson, maí 1985.

Heildargráða TD. Mestu erfiðleikar, 60 m hár ísfoss, bratti 75 – 90 gráður, 4. gráða.

Tindakamburinn, ein spönn 5. gráða og ein 6. gráða, ís og klettar. Þar á milli klifur í snjó af 1. – 2. gráðu og klettum af III. gráðu.

hrutfjallstindar4

Leið 5

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Myndbönd

Íshröngl WI 4+

Leið 6

FF. Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 3. apríl 2012.

Gráða TD, WI4/5.

Leiðin hefst á ísfossi mitt á milli Scottsleiðar og Postulínsleiðarinnar, sameinast Postulínsleiðinni og svo síðar Scottsleið. Þeir fóru síðan upp lokahaftið í Scottsleið og enduðu uppi á Suðurtindi. Leiðin er merkt með grænni línu.

hrutfjallstindar4

 

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

Postulínsleiðin WI 5

Leið 7

FF. Einar Rúnar Sigurðsson, Ívar F. Finnbogason og Örvar A. Þorgeirsson, 1. apríl 2000.

Gráða TD, WI5.

Eftir fyrstu snjóbrekkurnar er myndarlegur WI4 gráðu ísfoss, um 40 metra hár. Eftir það er farið um snjóbrekkur og styttir ísfoss að erfiðasta fossinum sem er um 50 m af gráðu WI5. Lokahaftið í suðurhlíðinni er ísfoss sem farinn var í þremur spönnum: WI4 20 m, WI5 30 m, WI2/3 30 m. Héldu þeir félagar áfram upp á Suðurtind.

hrutfjallstindar4

Leið 7

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

Stóragil

Leið 8

FF. Arnór Guðbjartsson og Helgi Benediktsson um páska 1983

Gráða: PD. Þeirra leið lá síðan upp á Miðtind ofarlega í gilinu, rétt áður en línan tekur áberandi sveig til austurs, skildu þeir skíðin eftir. Á leiðinni niður var ætlunin að skíða niður en minna varð úr því en áætlað var.

hrutfjallstindar2

Mynd 8

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Three CC WI 3

Þrjú kúbik.

Þessi leið er þriðja leiðin við göngustíginn að Skaftafellsjökli, ca. 1-200 metrum austar en Beta. Ísinn byrjar bara 40 metra frá stígnum.

Frekar léttir 3. gráðu stallar. En fallegt umhverfi, og mjög byrjendavænt. Þægilegt að geta gert megintryggingar og sigið af birkitrjám.

20+20+15 metrar.

FF: Laurent Jegu, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og Einar Rúnar Sigurðsson, 2. feb, 2008.

Öræfingurinn að leggja í hann.
Öræfingurinn að leggja í hann.
Laurent Jegu (Lolo) að koma upp aðra spönn í sinni fyrstu ísleið.
Laurent Jegu (Lolo) að koma upp aðra spönn í sinni fyrstu ísleið.
Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsjökull
Tegund Ice Climbing

The First Lady WI 3

Staðarfjall í Öræfum á suðausturlandi.

Staðarfjall er í landi Hnappavalla, fjallið austan við Hólárjökul og vestan við Kvíárjökul. Leiðin er áberandi neðsta leiðin í fjallinu, sem styðst er að ganga að. Ofar í sama gili er 4. eða 5. gráðu spönn (sem reyndar er hægt að ganga að án þess að klifra.

Fyrst voru 15 metrar af 2. gráðu, síðan smá labb upp að aðalleiðinni sem var 45 metrar af 3. gráðu ís. Skemmtilegt. Hægt að síða niður eða labba áfram upp gilið og ganga niður í vestur.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Leiðin er neðri hlutinn af ísleiðinni sem Matta er að labba að. Eins og sjá má er margt spennandi í Staðarfjalli allt óklifrað. Við vorum svona 15-20 mínútur að ganga að leiðinni frá bíl
Leiðin er neðri hlutinn af ísleiðinni sem Matta er að labba að. Eins og sjá má er margt spennandi í Staðarfjalli allt óklifrað. Við vorum svona 15-20 mínútur að ganga að leiðinni frá bíl.
Einar að brölta upp litla stallinn í byrjun. Hann fékk ekki að vera skrúfu aðnjótandi enda bara 2. gráðu þrep.
Einar að brölta upp litla stallinn í byrjun. Hann fékk ekki að vera skrúfu aðnjótandi enda bara 2. gráðu þrep.
Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Staðarfjall
Tegund Ice Climbing

Á síðustu stundu WI 3+

Klettarnir norð-vestan meginn við mix gilið í Breiðdal

Ekið frá veiðihúsinu á Eyjum í austur eftir Suðurbyggðarvegi. Hægt er að keyra á jeppa langleiðina að henni eftir slóða sem er við afleggjarann að eyðibýlinu Litluflögu.

Nokkuð stutt brött en skemmtileg höft. Var kirfilega kertuð þegar klifruð var fyrst. Er sjálfsagt léttari í betri aðstæðum.

FF: Ágúst Þór Gunnlaugsson og Daði Snær Skúlason, 24. feb 20

Klifursvæði Breiðdalur
Svæði Flögugil
Tegund Ice Climbing

Á heimavelli WI 3+

Raggi sígur af trénu

Norðan og austan við Brúarhlaðabrúnna í Hvítárgljúfri. Ca. 350 metra gangur frá sumarbústaðnum sem þar er niður með ánni og fram á brún. Tryggt í tré, sigið niður og klifið.

Þriggja metra breitt ísþil sem náði niður en breikkaði svo fljótt og úr varð á að giska 8 metra breiður og aðeins stallaður ísfoss

 

FF: Freyr Ingi, Erlendur Þór, Ragnar Þór og Thorsten Henn

Klifursvæði Hvítárgljúfur
Svæði Brúarhlöð
Tegund Ice Climbing