Vestrahorn er fjallgarður austan við Almannaskarð, um 10km austar en Höfn í Hornafirði og stendur milli Hornsvíkur og Papóss. Fjallgarðurinn er sérstakur í íslenskri jarðfræði þar sem þetta er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem finna má gabbró og annað djúpberg. Klettarnir þar henta því vel til klifurs og er að finna einhverja hæstu klettaveggi landsins þar. Í fjörunni neðan við hamrana eru steinblokkir sem fallið hafa úr klettunum í fjallinu. Grjótin eru allt frá því að vera smásteinar upp í að vera á stærð við margra hæða blokkir. Frekari upplýsingar um grjótglímu (boulder) á svæðinu má finna á https://www.klifur.is/crag/vestrahorn.
Helstu tindar á svæðinu eru:
Húsadalstindur
Klifatindur
Rustanöf
Litla horn
Leitishamar
- Leitishamar – gráða III
Kambhorn
Veggurinn sem gnæfir yfir öllum grjótglímusteinunum og sá sem hefur flestar leiðir á svæðinu. Hér má finna leiðirnar
- Vesturveggur – III, 5.6
- Boreal – III, 5.7
- Suðurkantur – III
- Suðurkantur – afbrygði – III
- Bifröst – III, 5.9
- Nemesis – III, 5.8
- Ódyseifur – III, 5.8
- Saurgat satans (Hrappsleið) – III, 5.10b
- Dirty Rainbow – 5.10a
Brunnhorn
Afskaplega formfagurt fjall sem fær því miður fáar heimsóknir. Hér er bergið ásættanlega gott og því eru miklir möguleikar fyrir nýjar leiðir.