Í Botnsá er fossinn Glymur, hæsta vatnsfall á Íslandi, 198 m hár. Gljúfrið sjálft hefur ekki sérstakt örnefni utan að vera kennt við fossin sem myndaði það. Þegar gengið er upp með gilinu að norðvestanverðu er farið um Einistungur næst Glym en fjær Breiðutungu. Sunnan við Breiðutungu er Stóragil, stutt, nokkuð breitt en grunnt gil með skýra austur-vestur stefnu. Í Stóragili eru stutt og auðveld ísþil tilvalin til æfinga. Vestan við Glymsbrekkur er Svartagjá, stutt og þröngt gil, sem býður upp á einhverja möguleika á klifurleiðum við réttar aðstæður.
Glymur og gilið niður af honum verið þekkt lengi þó það hafi ekki náð augum ísklifrara fyrr en veturinn 1994. Þá var Glymur klifinn fyrsta sinn, en fyrir þann vetur höfðu verið kannaðar nokkrar leiðir með auðveldari aðkomu. Sögur fara af fyrri ferðum klifrara til að kanna Glym í vetrarham en þær kannanir féllu fljótt í gleymsku. Í Glymsgili geta allir fundið klifur við hæfi. Þar eru leiðir allt frá 10 m upp í 200 m. Fremst í gilinu eru stystu leiðirnar og aðkoman best, eftir því sem ofar dregur verða leiðirnar bæði brattari og lengri. Aðkoman er að sama skapi erfiðari og ekki nema í miklum snjóa- og frostavetrum að gilið nái að leggja alveg inn að Glym.
Sjálft Glymsgil
1. Ísfossar neðst í gilinu – WI 3
1,1. Stolinn draumur – WI 4+
2. Spönnin – WI 4
3. Kelda – WI 3
4. Krókur – WI 3+
4,1. Hvalbak – WI 4+
5. Hvalur 1 – WI 5
6. Hvalur 2 – WI 5
7. Hvalur 3 – WI 5
8. Þorsti – WI 4
9. Garri – WI 4
10. Svali – WI 4
10,1. Hlynur – WI 5
11. Þrymur – WI 5
12. Glymur orginalinn – WI 5
13. Glymur allur – WI 5
14. Glymur beint af augum – WI 5
14,1. Sacrifice – WI 5+
14,2. Gin Glyms – WI 5
14,5. Draumaleiðin – WI 5+
15. Ísalp leiðin – WI 4
16. Sea sheppard – WI 5
17. Greenpeace – WI 5
18. Laumuspil – WI 5
19. Stuttir ísfossar – WI 4
20. Jónas í hvalnum – WI 3+
Leiðir 1-4,1. Litlu fossarnir
Leiðir neðst í gilinu. Hægt er að komast að þessum leiðum þurrum fótum. Fossarnir blasa við rétt inn við fystu vinstri beygjuna á gljúfrinu áður en það fer að þrengjast.
Leiðir 5-8. Hvalirnir
Aðkoma er upp með Gljúfrinu og getur verið erfið ef áin er ekki ísilögð. Leiðirnar eru þar sem gljúfrið er breiðast í botninn á ca. 150 metra kafla. Hvalur 1 er þar sem gljúfrið byrjar að breikka í botninn og Hvalur 3 þar sem það þrengist aftur.
Leiðir 8-10. Fossarnir á brúninni
Fossar ofan við gljúfrið og í raun beint framhald af Hvölunum. Aðkoma er upp stíg með glúfrinu að norðvestanverðu. Hliðrað er út á syllu þar sem glúfrið hækkar. Eini fossin sem sést af brúninni er Þorsti.
Leiðir 10,1-14,2. Leiðir í Glym
Leiðir sem tilheyra vatnsrennsli úr Glym. Allar leiðirnar eru vinstra megin við fossinn. Meginvatnsfallið fellur í botni gljúfursins. Hluti vatnsins rennur út eftir klöppum á norðvesturbrúninni, þaðan niður á stóra syllu þar sem leiðir 11 og 12 enda. Leiðir 13 og 14 ná alla leið upp á klappirnar við hlið vatnsfallsins. Aðkoma að leiðunum er upp með gljúfrinu eða það er gengið eftir börmum gljúfursins upp fyrir sylluna, þar er hægt að brölta niður á sylluna og síga niður leið nr. 11. Aðkoman að syllunni er varasöm og ber að fara þar með gát.
Leiðir 15-18. Innarlega sunnan megin í gilinu
Flottar leiðir sem eru sjaldan klifraðar. Þegar staðið er undir þeim er aðeins snúið að átta sig á hvaða lína er hvað.
Leiðir 19. Stuttir ísfossar
Þetta nær yfir um það bil fimm áberandi línur yst í suðurvegg gilsins. Margar af þessum línum eru nokkuð vatnsmiklar og þarf því meira frost og meiri tíma til að koma þeim í almenniegar aðstæður. Þessar leiðir eru jafn langar og Krókur, Kelda og Spönnin þarna beint á móti og eiga því skilið að fá sín eigin nöfn.
Stóragil
Áberandi gil rétt áður en komið er í sjálft Glymsgilið. Þegar gengið er eftir gönguleiðinni upp að Glym er farið í gegnum helli sem heitir Þvottahellir. Þegar staðið er uppi á brún áður en farið er niður og í gegnum hellinn þá er Stóragil þar beint á móti. Eitthvað bras er að komast í gilið í gegnum smá kjarr. Hér eru möguleikar á fleiri leiðum.
- Stigvaxandi – WI 3