Austurveggur Þverártindseggjar

Leið beint upp miðjan Austurvegg Þverártindseggjar þar sem hún rís hæst.

Aðkoman hefst frá Eggjardal sem er inn af Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að keyra alla leið inn í dalsbotn en það er þó eftir mjög grófum slóðum og því aðeins fært fyrir jeppa, helst hækkaða. Aksturinn tekur um klukkustund.

Gengið er upp brattar og lausar skriður til suðurs úr Eggjardal og þaðan hliðrað yfir bratta hlíð inn að skriðjöklinum Skrekk. Þaðan er gengið upp bratta snjóbrekku undir vegginn.

Fyrstu 320m eru blandað snjó- og ísklifur með brattari höftum á köflum (WI3-4) og má fara stóra hluta á hlaupandi tryggingum. Brattinn þó svo mikill að sveifla þarf öxunum. Lykilkafli leiðarinnar eru seinustu 80m þar sem veggurinn er alveg lóðréttur og yfirhangandi á köflum. Rétt vinstra megin við miðjan vegg er áberandi renna sem býður upp á einhverjar hvíldir en einnig 5 yfirhangandi kafla. Af toppnum er um 100m taugatrekkjandi línudans eftir egginni inn að söðlinum við vesturtindinn.

Númerin á myndinni segja til um hvar við settum upp megintryggingar. Milli 1 og 3 er 2 1/2 spönn og milli 3 og 4 er 1 1/2 spönn svo þetta voru 8 spannir í það heila, og alla vega 400 metrar. Erfiðasti 5 + kaflinn er frá megintryggingu 5 (og síðustu 25 metrarnir upp að henni), samtals um 80 metrar. Megintrygging 6 er hinum megin við Eggina, línan lá yfir hæsta topp Þverártindseggjar. Síðan þurftum við að línudansa ca. 100 metra norðvestur eftir hrygg af austurtindinum yfir að söðlinum við vesturtindinn.

Gráða: TD+, WI3-5+, 400m.

Áhugaverða frásögn úr ferðinni má finna í Ísalp ársriti frá 2006

FF.: Ívar F. Finnbogason og Einar Rúnar Sigurðsson, 3. maí 2003.

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Þverártindsegg
Tegund Alpine

Addams fjölskyldan WI 3

Feitur ísveggur í blautu bergi ca 100m vestan við Sláturhúsið. Oft mikill og auðtryggður ís. Leiðin liggur hægra megin í fossinum þar sem hann er hæstur og brattastur. Fyrsta skiptið sem („Addams“) fjölskyldan klárar nýja leið sameiginlega. 15m.

FF.: Einar Sigurðsson, Matthildur Þorsteinsdóttir og Aron Franklín Jónsson, 2001.

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Hnappavellir
Tegund Ice Climbing

Ísklifrarar eru líka fólk WI 4

Í fossinum vestan við Leikið á als oddi. Stutt leið, tryggjanleg í ís. Var klifruð fyrst á gamlársdag 2001. 12m.

FF.: Hjalti Rafn Guðmundsson, Einar Sigurðsson og Ívar F. Finnbogason.

Videoið er mest megnis af Gamlárspartý, en Ísklifrarar eru líka fólk bregður fyrir á loka sekúndunum

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Hnappavellir
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Öræfi, Vestur

From Lómagnúpur to Hof. For info on the alpine routes in Hvannadalshnúkur and Hrútfjallstindar see Öræfajökull. For routes in Öræfi east of Hof, see Öræfi, Austur og Suðursveit

Lómagnúpur
Svæðið í kringum Lómagnúp, aðallega rétt vestan megin við hann og í kringum bæinn Núpa.

Skeiðarárjökull
Aðeins ein leið á svæðinu, upp Súlutind.

  1. Súlutindur

Morsárdalur
Nokkrar leiðir í austanverðum dalnum, beint undir Kristínartindum og Skaftafellsheiði.

  1. Þrír plús – if Ági is not lying – WI 3+
  2. Bara stelpur – WI 3
  3. Frumskógarhlaup – WI 3
  4. Handan við hornið – WI 4

Kristínartindar
Fyrir ofan Morsárdal í vesturhlíð Kristínartinda hafa verið farnar nokkrar alpaklifurleiðir og möguleiki á fleirum!

  1. IceHot1 – D+ AI 4/M 4
  2. Endurfundir – WI 3+
  3. Blunt Points – WI 4

Sandasel
Ef ekið er inn meðfram Skaftafellsheiði frá þjónustumiðstöðinni þá er komið að litlu þorpi þar sem starfsmenn á svæðinu eiga aðsetur. Ein leið hefur verið klifruð á þeim slóðum.

  1. Fokkaðu þér Ívar, þú ert ekkert búinn með þennan – WI 1-2

Skaftafellsheiði
Skaftafellsheiði, aðallega Svartifoss og nágrenni. Hægra megin við Svartafoss eru flottar ófarnar línur.

  1. The Hernicator – WI 3
  2. Svartafoss hásætið – WI 4
  3. Svartifoss – WI 4
  4. Moving Heart – WI 3
  5. Hundafoss – WI 4

Skaftafellsjökull
Allt frá þjónustumiðstöðinni út Skaftafellsjökull og að Skarðatindum.

  1. The Intimidation Game – WI 3
  2. Beta – WI 3+
  3. Three CC – WI 3
  4. Shameless – WI 4
  5. Risa þristur – WI 4(+)
  6. Glacier Guides – WI 3+
  7. Break a Window – WI 4

Svínafell

-1. Lambhagafoss – WI 4
0. Grjóthríð – WI 3
1. Myrkrahöfðinginn – WI 5
2. Beikon og egg – WI 5
3. Egg og beikon – WI 4+

Grænafjallsgljúfur
Gil milli Sandfells og Grænafjalls. Besta leiðin til að komast þarna inn er að fara af þjóðveginum verstan við litla brú á Falljökulkvísl. Ef þú ert á fjórhjóladrifnum bíl, þá er hægt að keyra að fjallinu og ganga aðeins um 1,1 km að gilinu. Ef gengið er frá þjóðveginum, þá bætist við 1,5 km. Grænafjallsgljúfur skiptist aðallega í tvö undirsvæði. Efra svæðið er talsvert stærra og með meira úrvali af leiðum. en til þess að komast frá neðra svæðinu á það efra þarf að klifra leiðina Þröskuldur WI 3 sem tengir þar á milli. Leiðin hefur samt verið í mjög mismunandi aðstæðum, allt frá snjóbrekku og upp í WI 5. Á sumrin hindrar þessi leið að efra svæðið sé aðgengilegt. Talið er að síðustu 70 árin hafi heimsóknir á efra svæðið verið frekar fáar. Ívar Finnbogason, Dan Gibson og Einar Sigurðsson fóru þangað í mars 1999. Í kringum 1950 fór bóndi upp á efra svæðið til að bjarga kind í svelti og varaði fólk við að reyna ekki að fara  þangað eftir það. 1987 fór Hallgrímur Magnússon og annar maður þangað inn í stórri leitaraðgerð.

  1.  Grænafjallsfoss (óklifinn)
  2. The Road to Nowhere WI 4
  3. Þýsk-Íslenska leiðin WI 4+
  4. Tíðindalaust af austurvígstöðum WI 4

Sandfell

Hofsfjöll

 

Hof

Á Hofi eru tveir sectorar, annarsvegar Bæjargilið og hinsvegar Gasfróði. Stök leið er einnig uppi í fjalli fyrir ofan Hof, leiðin Þrettándagleði. Bæjargil er aðeins afsíðis, svo að það fær að vera sér sector.

  1. Vinstri grænir – WI 4
  2. Gasfróði Direct – WI 4+
  3. Gasfróði – WI 4
  4. Blóðmör – WI 4
  5. Lifrapylsa – WI 3
  6. Mosafróði – WI 3

Bæjargil

1. Rammstein – WI 5+
2. Palli’s Pillar – WI 5 (6+?)
3. Mútter – WI 4+
4. Gardínugerðin – WI 4+

Nóngil WI 3+

Leið númer 30

Skemmtileg ævintýraleið upp gil innarlega í firðinum í Reynivallahálsi, skömmu áður en komið er að Brynjudal. Byrjunin og endirinn bjóða upp á stífasta klifrið en miðkaflinn er nokkuð léttur.

FF.: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 29. des 1986.

líklega hefur Jón Geirs et al. klifrað vinstra afbrygði af Nóngili fyrir 1990.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Reynivallaháls
Tegund Ice Climbing

Heljaregg

Leið númer 5

Heljaregg Vesturbrúnir Esju – 5.6 – 435 metrar – trad

Falleg klettaleið upp greinilega egg sem endar í klettanál og þaðan upp á öxlina. Nokkrir boltar eru í leiðinni fyrir meginakkeri og á tortryggðum stöðum. Leið nr. 5 á mynd.

FF.: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 17. nóv 1984

Aðkoma: Lagt er við Skrauthóla á Kjalarnesi og gengið upp að Vesturbrúnum þaðan. Það liggur slóði upp í gegnum túnið sem gott er að ganga upp fyrir girðingu og setja svo stefnuna þaðan á Heljaregg.

Tryggingar: Tryggt með dóti. Boltar og akkeri á illtryggjanlegum stöðum.

Búnaður: Vinasett, hnetusett og tvistar í bolta. Þægilega klifurskó og aðkomuskó eða jafnvel hálfstífa gönguskó (skriðan undir Vesturbrúnum er gróf). Hjálmar!

Nýir boltar: Í lok júlí 2019 var bætt við boltum í fyrstu spönn, einn í krúxið og einn ofar, og akkerum í þriðju spönn og fjórðu spönn. Einnig var bætt við sigbolta uppi á turninum með hlekk. Í raun ættu þá ekki að vera illtryggjanlegir staðir í leiðinni lengur. Boltar eru í stönsum þar sem erfitt er að tryggja en annars dótaakkeri.

Athugið: Heljaregg er ævintýraleið og þó hún hafi hreinsast er enn laust grjót. Mikilvægt að klifra með hjálm og treysta berginu hæfilega. Slys hefur orðið í leiðinni.

Byrjun leiðar: Brölt upp gilið hjá Anabasis. Byrjun leiðarinnar er í söðli við klettadrang og fyrstu boltar greinilegir. Hægt er að bæta einni spönn neðan við en mjög lógískt að byrja frekar þarna.

Leiðarlýsing:

P1. 50m 5.6. Beint upp frá akkeri (einn bolti) er krúxið (5.6 hreyfingar og bolti). Upp hægra megin við hrygg (bolti). Inní blauta gróf og þaðan til hægri upp ramp (bolti). Áfram upp rampinn (bolti). Beint uppá hrygg, passa að halda sig til vinstri við toppinn á hryggnum. 2 bolta akkeri.

P2. 60m 5.6. Frá akkeri er farið yfir hrygginn og upp meðfram hryggnum inní skarð. Þaðan beint upp hrygginn 5.6 og uppí boltað akkeri. Ath laust berg!

P3. 60m 5.6. Upp hrygginn 5.3. Svo verður hryggurinn brattur 5.6 uppá brún. Boltað akkeri.

P4. 60m 5.5. Upp fésið (2 boltar). Upp laust brölt. Boltað akkeri.

P5. 45m Class 3. Brölt upp að topp egginni.

P6. 60m 5.5. Upp eggina sjálfa uppá topp. Vandasamar tryggingar, mikið laust. Bolti og fleygar á toppi turnsins.

P7. 25m sig niður í skarðið af einum 12mm bolta með keðjulás. Áður var sigið af tveimur fleygum. Gott er að fara af sigboltanum í skarð/dæld ca. 2 metrum sunnan við og standa á lítilli syllu til að leggja línuna í góða átaksstefnu fyrir boltann. Sigið niður í skarðið (Climbers left)

P8. 50m 5.4. Beint upp úr skarðinu. Auðvelt stallað klifur. Dótaakkeri.

P9. 50m 5.4 Áfram upp stallana uppá brún. Bolti við brúnina + vinur.

Lengd: 4-6 tímar í klifri, 3-4 tímar uppá turn. Ca. 6-8 tímar bíll í bíl miðað við að allt gangi vel / stærð teymis.

Mæli mikið með því að fara á turninn, stór hluti af karakter leiðarinnar. Alls ekki freistast til að síga niður Anabasis, teymi hafa lent í vandræðum þar.

Niðurleið: Auðvelt brölt inn á megin fjallið. Haldið aðeins til norðurs, út fyrir Vesturbrúnir og gengið niður nokkuð þægilegar skriður norðan við Vesturbrúnir.

Klifursvæði Esja
Svæði Vesturbrúnir
Tegund Alpine

Myndbönd

13. Glymur allur WI 5

Leið 13
180-200 metrar, 4 spannir

Fyrstu tvær spannirnar eru þær sömu og í leið 12. Þaðan er hliðrað upp til hægri og fossinn klifinn á enda. Þriðja spönninn er af 3. gráðu og við af henni tekur lokaveggurinn rúmir 40 metrar.

FF: Dagur Halldórsson og Karl Ingólfsson, 11. feb. 1995.

Glymur original fer upp kverkina. Skiptist þar í Glymur origina til vinstri og Glymur allur til hægri. Glymur beint að augum er svo á face-inu hægra megin á myndinni.
Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

12. Glymur originalinn WI 5

Leið 12
150 metrar – 4 spannir

Leiðin liggur lengst til vinstri í Glymshvelfingunni. Eftir tvær spannir er hliðrað til vinstri yfir Þrym og leiðin kláruð hægra megin í þeirri rennu. Fyrsta spönnin er klifruð innst í kverk og í annarri spönn er farið hægra megin við kverkina upp í stans. Í þriðju spönn er svo hliðrað til vinstri undir lóðrétt kerti.

FF: Magnús Gunnarsson, Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 13. Mars 1994.

Glymur original fer upp kverkina. Skiptist þar í Glymur origina til vinstri og Glymur allur til hægri. Glymur beint að augum er svo á face-inu hægra megin á myndinni.
Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing