Tóti Afi WI 3
Leið númer B5.
Austarlega í Kötlugróf liggur lítið þröngt gil með skemmtilegri ísleið. Leiðin er afar breytileg eftir því hve mikill ís er í henni og getur efri hluti hennar orðið mjög krefjandi. Í efri hluta hennar getur myndast myndarleg regnhlíf sem getur verið erfið viðureignar þar sem hún skoðarst af klettunum sem veita nær engar fótfestur. Það getur því þurft að hífa sig upp á öxunum einum á þessum kafla og þá hækkar gráða leiðarinnar.
Um miðbik leiðarinnar getur verið fínt að tryggja með einum vin í áberandi sprungu og einnig getur verið gott að hafa 1-2 stuttar skrúfur.
Heildarlengd leiðarinnar eru um 40m og ofan hennar er steinn sem má nýta sem tryggingu en þó er réttast að tryggja í sæti. Stóra gilið austan við Kötlugróf hentar vel til niðurgöngu .
F.F. Arnar Halldórsson og Magnús Blöndal, 30. janúar 2016.
Klifursvæði | Múlafjall |
Svæði | Kötlugróf |
Tegund | Ice Climbing |