Eilífsdalur fékk sína fyrstu heimsókn á þessum vetri á laugardag en þar voru á ferðinni Gabriel og Eyþór sem heimsóttu Einfarann.
Sunnudaginn nýttu þeir einning en þá inni í Brynjudal. Ísleiðirnar framarlega í Flugugili reyndust þunnar og ekki beint tilbúnar svo að stefnan var þá tekin innar í dalinn og þar urðu fyrir valinu leiðirnar vestast í Skógræktinni. Samkvæmt leiðarvísi voru þar klifnar leiðir B1 sem ber nafnið „Árnaleið“ og annað nokkuð þétt ísþil sem þyrfti nú að merkja inn í annars metnaðarfullan leiðarvísi um Brynjudal. Snati var orðinn síður en samt ekki að ná jarðtengingu. Þyrfti fleiri góða daga til þess.
Þrándarstaðafossar voru stórir en ekki alveg lokaðir enda vatnsmiklir.
Leiðin var klifruð upprunalega þannig að hún sameinaðist leið 46. Virkinu undir lykilkaflanum. Árið 1986 kláruðu Jón og Snævarr leiðina beint upp og heitir hún Miðrif.
Í heild er Miðrif af lV. gráðu en með hreyfingum af V. gráðu og A1 í lykilkaflanum.
Miðrifsafbrygði er gráða: 4+, 200m
FF.: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 4. mars 1984.
Brekkukambur
Stök leið eins og er, hugsanlega leynast þarna fleiri gersemar.
Litlasandsdalur og Gljúfurdalur
Litlasandsdalur er rétt vestan við Þyril, dalurinn fyrir aftan Þyril og fyrir ofan tankana. Beygt er af vegi yfir á malarveg við GPS hnit 64°23’39.8″N 21°26’04.8″W. Sjá kort fyrir neðan. Flestar leiðirnar eru austan megin í dalnum en ein stök leið er vestan megin í dalnum, Flöskuháls. Í dalinn renna tvær ár Gljúfurá og Bláskeggsá. Til að komast í Gljúfurdal þarf að ganga eins og verið sé að stefna á Flöskuháls en fylgja síðan Gljúfuránni upp gljúfrið rétt hægra megin við Flöskuháls. Gangan upp í Gljúfurdal tekur um klukkutíma.
Sögusagnir herma að á tímabili hafi þessi dalur verið einskonar leynisvæði klifrara úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Engar upplýsingar hafa hinsvegar fengist um þessa laumupúka og því höfðu nær engar leiðir verið skráðar hjá Ísalp. Hefur á síðustu árum verið gerð bragarbót á því.
Þyrill Áberandi hamrar ofan við Þyrilsnes, sem er mjög áberandi kennileiti í Hvalfirði. Hér er nokkuð af ís og snjóleiðum en líka fjölspanna dótaklifurleiðir sem hafa ekki verið farnar á síðustu árum eða áratugum, hugsanlega vegna þéttninar í berginu.
Glymsgil Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Glymsgil
Múlafjall
Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Múlafjall
Brynjudalur Fær sér síðu vegna vinsælda, sjá Brynjudalur
Reynivallaháls
Stakar leiðir hér og þar yfir ágætlega stórt svæði
Hvalfjarðareyri
Skemmtilegt æfinga- og byrjendasvæði í fallegu umhverfi. Aðkoman er þægileg og einföld.
Beygt er til norðurs af Hvalfjarðarvegi (47) þar sem skilti vísar á „Hvaleyri“ (64°19’53.8″N 21°44’34.6″W). Hægt er að keyra niður að stóru bílastæði á Hvalfjarðareyrinni og ganga í 10-15 mínútur í flæðarmálinu að klifursvæðunum. Gönguleiðin getur þó lokast á háflóði. Hægt er að keyra meðfram girðingu alveg að brún á svæði B og nota bifreiðina sem akkeri fyrir sig. Einnig er hægt að síga niður í svæði A þar sem töluverður ís safnast ofan við það (sjá mynd). Athugið að gangur á milli svæðis A og B er varla mögulegur á flóði; skipuleggið ykkur með þetta í huga.
Þar sem svæði B er samfelldur ísveggur af erfiðleikagráðu 3-4 þá skráum við það bara sem eina leið. Svæði A er hins vegar fjölbreyttara, með aðskildum leiðum frá WI2 upp í 4+/5. Þar gætu menn skráð einstakar leiðir.
Hægra megin í öðru gili vinstra megin við Íste. Greinilegur strompur í efri partinum.
Þétt boltað og þrír boltar í akkerinu (2 á stalli og einn ofar til að auðveldar brölt niður ef menn ætla að TR).
Þessi leið var farin á miðöldum af GHC og PS án aðstoðar borvélar.
Öræfajökull er þriðji hluti Öræfasvæðisins, ásamt Öræfi, Vestur og Öræfi, Austur og Suðursveit. Hér undir setjum við nokkrar leiðir sem eru landfræðilega í Breiðamerkurjökli, þ.e. Leiðir í Mávabyggðum og Esjufjöllum ásamt Karli og Kerlingu í Kálfafellsdal.
Þumall
Nánari lýsingu á aðkomunni er að finna í lýsingunni á Klassísku leiðinni. Aðeins eru þekktar tvær leiðir á Þumli en líkur leiða að því að hægt sé að klífa tindinn á fleiri vegu.
Klassíska gönguleiðin upp á Miðfellstind er að nestu leiti sú sama og upp á Þumal, en þegar komið er upp á Vatnajökul er spíralað utan um Miðfellstind og hann toppaður að norðanverðu. Miðfellstindur á eina þekkta alpa klifurleið sem fer beint upp suður austur hlíðina og eina ísklifurleið sem er við gönguleiðina.
Viltu kíkja hjá fjallinu áður en þið farið út? Hann er hér í þrívidd!
https://v3geo.com/model/417
Tindaborg
Gengur einnig undir nafninu Fjallkirkjan, Kirkjan eða janfvel Tröllkirkja. Tindurinn er úr afar lélegu bergi og er aðeins fær í vetraraðstæðum, sem þó geta varað fram í maí.
Svínakambur
Þessi kambur hefur ekki neitt skráð eða viðurkennt örnefni, en hann hefur verið nefndur Svínakambur af fjallamönnum sem þarna hafa ferðast um og passar það frábærlega þar sem að þessi kambur stendur fyrir ofan Svínafell og Svínafellsjökul.
Dyrhamar Dyrhamrarnir eru tveir, sá efri og sá neðri og á milli þeirra eru Dyrnar. Sá efri er auðveldur uppgöngu en sá neðri er erfiður uppferðar.
Frá Dalvík er keyrt inn Svarfaðadal. Hægt er að fara hvort sem er veg 805 eða 807. Þegar komið er inn dalinn er beygt til suðurs (vegur 807) inn Skíðadal. Leiðin er beint ofan við bæinn Dæli (ysta bæ í dalnum). Fjallið Kerling (1114m) skilur að Svarfaðadal og Skíðadal.
Leiðin er nefnd eftir frönskum félaga klifraranna Armundar og Jökuls, honum Romanic Dupoint sem lést haustið 1995 við klifur í Buoux í Frakklandi. Leiðin er í fjallinu Stóli sem skilur að Svarfaðardal og Skíðadal, í gili ofan við bæinn Dali. Leiðin er all glæsileg og um 250m löng. Hún samanstendur af 30m íshafti af 4. gráðu og tveimur 40 m háum frístandandi kertum. Er hún af 5. gráðu.
Leiðin var fyrst farin af Jökli Bergmann og Ásmundi Ívarssyni árið 1995 og var fyrst endurtekin á gamlársdag 2008 af Sigurði Tómasi, Frey Inga og Jökli Bergmann