Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
vikgudMember
Væri skynsamlegt að láta árgerð fylgja með allavega hjálm og belti.
Kv.
ViktorvikgudMemberSmá meiri slóðaumræða.
Ég fór upp í Valshamar í dag, þar var bóndinn á svæðinu að vinna í slóðanum inn að ÍSALP stæðinu. Hann stoppaði mig og sagðist vera laga veginn fyrir okkar og spurði í leiðinni hvort við þyrftum stærra bílastæði. Ég sagði að það þyrfti nú ekki að vera neitt mikið stærra þó smá stækkun væri kannski fín, en aðallega það að fólksbílar gætu lagt í öll stæðin, ekki eins og þetta er nú þar sem fólksbílar geta í raun bara notað svona tvö stæði. (Ég sá 1x síðasta sumar að bíll þurfti að vera lagður fyrir utan girðingu sökum plássleysis).
Annars er bóndinn nú búinn að keyra fullt af efni í veginn og var að reyna vinna og gera þetta gott.
Hann vildi bara að ég kæmi þessum skilaboðum til stjórnar og sagði að það þyrftu kannski nokkrir að rölta allan veginn og grjóthreinsa þetta lausa sem verður eftir ofaná en miðað við það efni sem hann var að setja í veginn þegar ég keyrði hann þá ætti það nú ekki að vera mikið. Annars þakkaði ég honum bara kærlega fyrir hans vinnu.
vikgudMemberÉg hef eingöngu notað MapSource. Fannst það óþolandi þegar ég var að byrja en það hefur vanist, hægt að gera mest allt í því sem maður þarf.
Er eitthvað eitt ákveðið að fara í taugarnar á þér ?
Viktor
vikgudMemberSnilld, þetta fær mann strax til að byrja hlakka til sumarsins.
vikgudMemberFlott frétt á mbl:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/10/konur_klifu_kerlingareld/vikgudMemberÉg hef verið að nota Meindl Island og verið mjög sáttur við hann. Smell passar á mig og hef ég hvorki fengið nuddsár né blöðrur af þeim. Þeir eru líklega í sama verð og stífleikaflokki og Scarpa Ladakh þannig þá er það bara hvor ‘fittar’ betur á hvern og einn. Vatnsheldnin er mjög góð.
Eini gallinn sem mér hefur þótt við mitt par af Meindl Island er að það vantar gúmmí til að hlífa tánum á skónum eins og er á Ladakh, þannig leðrið á tánni er orðið frekar sjúskað. Þetta er hinsvegar búið að laga á nýjustu Island.
vikgudMemberStrákarnir hjá Klifur.is hafa þegar safnað saman ansi miklum upplýsingum um klettaklifur og boulder svæði á landinu.
Þú ert þó líklega að tala um ísklifursvæði?
vikgudMemberVar uppi í Bláfjöllum í kvöld í topp aðstæðum.
Kongurinn var opinn og eitthvað af diskalyftum. Kongsgilið sjálft er ótroðið og eitthvað um steina (lokað) en öxlinni er í mjög góðu standi, nægur snjór og vel troðið.
-
AuthorPosts