Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Siggi RichterParticipant
Já er sammála því Íris og takk fyrir innleggið í umræðuna, aðgengismál er klárlega forgangsatriði, grunar að við séum öll á svipaðri blaðsíðu þar svo vonandi fáum við betri yfirsýn eftir þingið.
Tek undir að fyrsta skrefið er að laga til misræmi innan stakra klifursvæða, það ætti líka að vera frekar einfalt, enda sambærilegar leiðir. Ég er sjálfur ósammála því að það sé erfitt að bera saman svæði landsins, það er klárlega munur milli stíls og bergtegunda, en mér hefur samt fundist næg líkindi milli klifursvæða á landinu og yfirleitt auðvelt að bera saman (allavega að mestu leiti, með stöku undantekningu). En jú það er líka klárt mál að það þarf sérstaklega að laga misræmi milli leiða í lægri gráðunum. Hins vegar er mín persónulega reynsla og skoðun á franska kerfinu að það eru alltof margar gráður og gráðuafbrigði undir 6a, og langmesta ósamræmið í kerfinu er undir ca 6b. Þar þykir mér sjálfum Bandaríska kerfið henta betur bæði þar sem gráðubilin eru “stærri”, og auðskiljanlegri fyrir byrjendur (mun auðveldara að skilja gráðurnar ef þetta er bara frá einum og upp í níu, frekar en tala, bókstafur og plús).
Varðandi dótaleiðirnar er ég sammála því, að rétt eins og við viljum ekki vera að bolta auðtryggjanlegar leiðir, þá slær það skökku við að vera með haug af dótaleiðum upp ótryggjanleg fés. Ég kannast vel við kapphlaupið sem þú nefnir 😉 En frá dótaklifursjónarhorninu, hefur þetta kapphlaup yfirleitt orðið vegna þess að margir dótaklifrarar hafa reynt að “bjarga” augljósum sprunguleiðum frá því að vera boltaðar, enda hafa stöku klifrarar síðustu tuttugu ára af og til verið dálítið… fjölþreifnir í boltun autryggjanlegra leiða. Ég hef ekki orðið vitni af því að neinn dótaklifrari keppist um að ná dauða-fés-leiðum til þess eins að halda þeim boltalausum. En á sama tíma þykir mér líka allt í lagi að ein og ein leið inn á milli fái að reyna dálítið á andlega styrk klifrarans. R og X leiðir eiga líka vel rétt á sér og gaman fyrir komandi kynslóðir að geta mátað sig við slíkar manndómsraunir og fundið nýjar og hrikalegri leiðir, enda snýst klifur alls ekki bara um að hnikla vöðvana. Ekki að ástæðulausu að nóg er af slíkum leiðum í öllum okkar nágrannalöndum, leiðir sem oft mikil virðing er borin fyrir og eru á óskalista margra. En eins og þú segir, að sjálfsögðu þarf þetta að vera sjálfbært og þess virði að frumfarandinn pæli í hvar og hvort svona leiðir eigi rétt á sér, en ég hef enn sem komið er ekki miklar áhyggjur þar sem fjöldi slíkra leiða er hverfandi, eins og ég segi, jafnvel teljandi á fingrum annarrar handar.
Viðbótarumræða: Stardalur
Ég hélt að fólk væri búið að gefast upp á Stardals umræðunni svo bjóst ekki við að það yrði rætt. En ég er svo sem enn sömu skoðunar þar, væri ég einráður, yrði dalurinn boltalaus, enda fjallamennskufílingurinn stór hluti af ánægjunni við að sitja uppi á brún í eigin akkeri eftir átökin, að njóta útsýnisins, finna innri ró og tryggja annan mann upp. En engu að síður sé ég ekki stóra vandamálið við stöku topp/sig tryggingu hér og þar, svo fremi sem ekki verða nein keðjukraðök hangandi framan á brún leiðanna, það held ég ekki að sé rétta lausnin. Það er líka á fæstum stöðum mögulegt að vera með akkeri undir brúninni, þar sem á flestum stöðum er engin “brún” sem slík, heldur minnkar einfaldlega halli leiðanna síðustu 3-10 metrana, þar til komið er upp á topp. Svo annað hvort yrði “brúna-akkeri” jafnvel 10 metra fyrir neðan toppinn, óaðgengileg að ofan, eða það hátt upp á brún að þau myndi hvort eð er ekki virka almennilega sem toppakkeri. En ein og ein varanleg topp-/sigtrygging hér og þar inni á brún færi varla í taugarnar á neinum.
Ég er með málamiðlunartillögu fyrir varanleg sigakkeri í Stardal: Fleygar! Komið yrði fyrir tveimur góðum fleygum saman á nokkrum stöðum (kannski 2-4 pör yfir hverjum hamri, um 15 í allt), sem svo væri hægt að binda saman með fábrotnum spotta og sighring. Í einhverjum tilvikum væri líka hægt að koma fyrir varanlegum spotta um grettistök eða aðrar náttúrulegar tryggingar. Fleygar eru mjög oft (ef ekki oftar en boltar) notaðir sem topp/sigakkeri í Evrópu og valda mun minni hugarangri en boltar, en eru samt engu óáreiðanlegri ef þeim er komið rétt fyrir. T.d. er fleygurinn hans Palla í Hvíta deplinum enn á sínum stað, og nú í sumar sá ég fullvaxinn mann taka leiðslufall í fleyginn, 36 árum seinna, án þess að fleygurinn blési úr nös! Fleygar falla betur inn í umhverfið og hafa minni áhrifum á bergið. Svo ef kemur á daginn að fólk vill aftur fjarlægja tryggingarnar, er lítið mál að berja fleygana úr. Eða þegar kemur að því að uppfæra fleygana, er lítið mál að koma nýjum fleyg fyrir í staðinn. Þessi lausn myndi þýða það að við gætum bæði fengið góð, varanleg sigakkeri inni á brún, og við þrjóskunasirnar yrðum stilltar þar sem borvélin kæmi ekki nálægt dalnum 😀 Er einhver ástæða fyrir því að varanlegu sigakkerin þurfi að vera boltuð? Góður fleygur kostar bara eitt þriðjudagstilboð, og aldrei að vita nema að Ísalparar sitji á gömlum ónotuðum fleygum sem vantar gott heimili, svo þetta yrði í þokkabót töluvert ódýrari lausn.
Haha en nú gleymdi ég mér aftur, farinn að röfla, þegar ég ætlaði mér ekki að gera þennan þráð að sér umræðulangloku. Takk aftur fyrir innleggin í umræðuna Íris, það verður greinilega nóg til að ræða um helgina!
Pís át ✌️
– nöldrarinn sem aldrei hættir- This reply was modified 1 year, 3 months síðan by Siggi Richter.
- This reply was modified 1 year, 3 months síðan by Siggi Richter.
- This reply was modified 1 year, 3 months síðan by Siggi Richter.
Siggi RichterParticipantHardcore myndi klárlega vilja hækka gráðurnar miklu meira. Hærri gráður, fleiri stig á 8a.nu.
Mér þykir samt svindlað á okkur aumingjunum sem getum ekki leyft okkur vín, ólífur og vel kalkaðan kalkstein við Miðjarðarhafið. Hér er ég búinn að vera flakkandi með aumu skrílnum fram og til baka um Norður- og Mið-Evrópu, Bretlandseyjar og Írland, og það er sama hvar ég klifra, ég lendi ítrekað í því að glíma við einhverjar fjandans Stardalsgráður hérna… Klifararnir í þessum löndum eru greinilega ekki búnir að fá memóið, að þeirra gráður séu líka rangar, að einu sönnu benchmarkgráðurnar séu á Kalymnos. Og heimamaðurinn í þessum löndum ætlar ekki einu sinni að hækka gráðurnar fyrir mig. Svindl.
Svo ef ég á að fá að vera sterkur klifrari verð ég víst ekki nóg að fara bara til útlandsins, ég verð víst að fara að skrapa saman klinkinu fyrir sólarlandaferð alla leið til El Chorro eða Kalymnos.
Og annað; kippir sér enginn upp við það að búið sé að skipta út yds gráðunum fyrir franskar gráður? En svo verður allt vitlaust þegar ég ber upp eina litla breska gráðu? Það er ekki sama Jón og Séra Jón 😉
- This reply was modified 1 year, 4 months síðan by Siggi Richter.
- This reply was modified 1 year, 4 months síðan by Siggi Richter.
Siggi RichterParticipantJá þú meinar, skil þig. Gott að vita, ég var einmitt ekki viss hversu mikið væri vitað um leiðirnar og pælinguna bak við svæðið. En þetta gæti klárlega verið fínasta svæði. Þar sem þetta snýr í norður þarf eitthvað að skrúbba svæðið, en stór hluti klettanna er skraufaþurr og hentar vel í klettaklifur, ég fór eina nýja leið þarna (meir og minna bara með axirnar klipptar á beltið) og fannst þetta ótrúlega svipað bara klifrinu í Stardal. En svo eru líka línur á milli sem henta eflaust mun betur í mix. Þetta er allavega svæði sem þarf endilega að skoða betur, og það gæti einmitt verið hlutverk einhversskonar umræðu/þings, að taka ákvarðanir um hvað slík svæði henta best í og hvernig best er að standa að því 🙂
Siggi RichterParticipantFrábært að heyra með boltaþingið, vissi einmitt að covid hefði eitthvað hrist upp í þessu en var ekki viss hvort það hefði verið haldið þrátt fyrir það eða ekki. En gott að heyra að það er á dagskrá, ég er sjálfur endilega til í að vera með.
Og já þetta er einmitt kletturinn sem ég á við. Veit heldur ekki hver hugmyndin var og það má eflaust vera að þetta eigi að vera blandaðar leiðir, en mjög undarlega uppsett þar sem það er ekki eins og boltarnir séu á illtryggjanlegum stöðum. T.d. F6 er vel boltuð hálfa leið og svo stoppa bara boltarnir, eins og einhver hafi bara gefist upp á henni, og ekkert akkeri. Og boltaði hlutinn er alveg jafn tryggjanlegur og óboltaði.
Ég er alveg sammála með varasömu lausu steinana í toppinn, sem er einmitt önnur ástæða fyrir því að mér fannst þetta varasamt þar sem maður var að vega salt á einhverjum flykkjum á brúninni, að reyna að finna akkerið sem var talað um yfir F7, sem við svo fundum aldrei (sigum niður og leituðum um allt). Og þá er kannski spurningin, er einhver misskilningur að eigi að vera akkeri þarna, eða er það komið með einhverju grjótinu niður að vegi?Siggi RichterParticipantVirkilega vel gert Matteo! Get ekki beðið eftir að prófa þetta fljótlega!
Any idea of the length of the routes?Siggi RichterParticipantEn ég nenni ekki að láta þetta mál fara út í einhver leiðindi.
Samantekt: Ef er verið að bíða eftir að ég geri eitthvað í akkerismálum, þá þarf fólk að halda upp á akkerisspottana í þó nokkur ár í viðbót (eða vona að ég fái grjót í hausinn og skipti um skoðun). Ég kann ekki einu sinni að bolta, besta sem ég get boðið er handfylli af fleygum. Frekar færi ég sennilega að berjast fyrir byggingu Stardalsskálans í kvosinni undir Vesturhamri (nýr möguleiki fyrir Bratta ef Botnsúlur ganga ekki upp…hmm?).
En það er ekki verið að halda aftur af neinum, fólki standa allar dyr opnar, eina kröfurnar eru að betrumbætur séu ræddar og að þær dragi ekki úr gæðum dótaklifursins.Ef fólk vill ræða akkerismálin frekar bíð ég spenntur eftir fundi, annars verður mig líka að finna uppi í dal þar sem hægt verður að kveðast á 😉
Yfir og út.
Siggi RichterParticipantJá, mér þykir að sjálfsögðu lang eðlilegast að þau sem vilja sjá breytingar hvetji til umræðu um þær sjálf. Það er engin elíta eða einkaklúbbur sem stjórnar Stardal (annar en kannski Ísalp), öllum er meir en velkomið að vera með, kifra í dóti og hafa skoðun á fyrirkomulaginu. Eigum við ekki að segja að einu inntökuskilyrðin í Stardals-klúbbinn eru að eiga klifurskó, lágmarks dótarakk og nógu mikinn áhuga til að nenna að dröslast upp aðkomuna? 😉
Aftur, ég mun aldrei berjast fyrir varanlegum toppakkerum í Stardal sjálfur og því hæpið að treysta á að ég fari að hvetja til þess, en ég hins vegar styð það heilshugar ef er áberandi áhugi fyrir því. Það virðist bara hafa farið frekar lítið fyrir þeim áhuga síðasta áratuginn (líkt og sést á þessari umræðu). En það er um að gera að leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér, þangað til held ég bara áfram að kenna fólki að hnýta sína akkerisspotta.Siggi RichterParticipantJæja, mér sýnist áhuginn hjá fólki vera það lítill að þessi boltaumræða slær sig eiginlega sjálf út af borðinu.
Það virðist hafa gagnað lítið að hvetja til umræðu um þetta síðustu tvö ár og allur vindur úr fólki, svo persónulega sé ég ekki ástæðu til annars en að halda bara fyrirkomulaginu eins og það er, þ.e. algjörlega boltalaus dalur (en þetta þýðir að ég hef engan áhuga á að heyra röfl um akkeri í Stardal, umræðan er reglulega búin að standa fólki til boða).Næsta mál á dagskrá:
Í bígerð er uppfærður leiðavísir um Stardal. Svo ef einhver veit um eldri leiðir í Stardal sem ekki hafa verið skráðar enn, eða hefur sterkar skoðanir á gráðum einstakra leiða má endilega samband við mig. Eða ef fólk er með góðar sögur eða flottar myndir, allt efni er vel þegið.
Sömuleiðis þýðir þetta að ef fólk vill sjá breytingar á einhverju í Stardal er um að gera að drífa sig í slíkar umræður ef slíkt á að eiga sér stað fyrir útgáfu nýs leiðavísis.Að lokum vil ég bæta við að að öllu óbreyttu verður Stardalsdagurinn líklegast haldinn þriðju helgina í júlí og boðið verður upp á dótakifurnámskeið í sömu viku. Nánar um það fljótlega.
Siggi RichterParticipantGaldurinn er að lofa sem mestu, en á sama tíma að lofa engu 😉
Siggi RichterParticipantLaukrétt 😉 Sjáðu til, ég sé ekkert að fyrirkomulaginu eins og það er í dag. Þess vegna væri frekar einkennilegt fyrir mig að fara að hvetja til fundar um breytingar sem ég styð ekki sjálfur. Málið er hins vegar að samkvæmt minni loðnu tölfræði virðast þau sem bæði eru sátt við fyrirkomulagið í dag og klifra (oftar en einu sinni á áratug) í Stardal eru teljandi á fingrum annarrar handar. Hins vegar þegar Stardalur er dreginn upp í umræðum virðast allir aðrir einróma um að það eina sem íslenska þjóðin kemur sér saman um í dag eru akkeri í Stardal. Þar sem lítur út fyrir að umræðufundur muni fjalla um lítið annað en akkerismál, er ég einfaldlega að hvetja þau sem krefjast þess að fá upp akkeri til þess að skipuleggja fund og gera eitthvað í málunum annað en að bíða eftir að þau birtist með nýrri stjórnarskrá. En þó svo ég segist ekki styðja akkeri, þýðir það ekki að ég sé andvígur þeim ef er meirihlutastuðningur fyrir uppsetningu þeirra. En ég vil fyrst fá að sjá hvort er raunverulegur áhugi fyrir þessu og hvort sé einhver hópur fólks sem muni nota þau eða hvort þetta muni bara verða skraut í pakkningunni uppi í dal. Ef tekst hins vegar ekki einu sinni að efna til fundar um það geri ég einfaldlega ráð fyrir að áhuginn sé ekki til staðar og ég held áfram að klifra sáttur með mínum örfáu sérviskupúkum sem enn nenna að byggja akkeri sjálf.
Svo nei, ég er ekki að peppa sjálfur akkeri, ég er að peppa fólk til að gera eitthvað í málunum er það telur ástæðu til.
Það er svo vert að bæta því við að um leið og Jón Viðar hefur ásamt öðrum verið að taka Hnappavelli bókstaflega í gegn upp á síðkastið, tók hann einfaldlega málin í sínar hendur þar og hefur verið að setja upp akkeri með sighringjum í margar af augljósustu dótaleiðunum á svæðinu (auðvitað í samráði við frumfarendur leiðanna). Frábært framtak og virkilega gaman að fá að heyra af því að það hefur strax aukið umferð í sumar leiðirnar.
- This reply was modified 4 years, 7 months síðan by Siggi Richter.
Siggi RichterParticipantÉg bíð spenntur eftir fundarboði ef einhver fjöldi fólks ætlar að hittast og ræða málin!
Þar sem mér sýnist þetta aðallega ætla að snúast um boltun topptrygginga yfir leiðum, ef á að verða einhver raunveruleg umræða um þetta langar mig að koma með nokkur mótboð á móti akkeristillögunum.
Þetta snýr að sjálfsögðu bara að boltun akkeristrygginga, persónulega tek ég ekki undir nokkrum kringumstæðum í mál að verði settur einn einasti bolti í klifurleið, sama hversu illtryggjanleg leiðin er! Ef leið er það illtryggjanleg að einhver þorir ekki að klifra hana án bolta, þá á sá einfaldlega að skoða einhverjar aðrar leiðir, nóg er nú í boði af auðtryggjanlegum leiðum í dalnum. Sama á við um ófarnar illtryggjanlegar leiðir, en þá er bara að láta leiðina vera og leyfa seinni kynslóðum sem kannski verða minni hænuhausar að gefa leiðunum séns þegar að því kemur.
Tillögur fyrir topptryggingar:
1. Ég er almennt frekar mótfallinn akkerum fyrir neðan brún af nokkrum ástæðum:
– Oftar en ekki sem brúnin er laus/vandræðaleg og býður sjaldan upp á augljósa/örugga staði fyrir akkeri.
– Oft er hluti af klifrinu að komast upp fyrir brún, þar sem margar leiðanna eru alls ekki búnar þó klifrarinn geti stungið nefinu í toppskófina.
– Þetta er enn dótaklifursvæði. Þó sportklifurvæðing svæðisins sé slegin út af borðinu þýðir ekki að næsta lausn sé að gera þetta að ofanvaðs-svæði.
– Ljótt.
– Töluvert magn af boltum sem þarf í slíkt þar sem erfitt er að nýta slík akkeri í meira en eina leið.
– Engu að síður er ég alveg sammála því að einhverjar leiðir séu vel til þess fallnar að hafa akkeri rétt fyrir neðan brún (sem mögulegt er þá að leyfa byrjendum að æfa sig í ofanvaði úr), en þau akkeri ættu að vera vel ígrunduð og algjör undantekning (mér dettur í mesta lagi í hug 10-15 leiðir sem henta vel í slíkt, þá nær eingöngu í Miðvesturhamri og Austurhamri).2. Ég legg til að þetta yrði frekar á borð við fyrirkomulagið eins og það er í Gerðubergi, þ.e. að hafa bolta rétt ofan við brún. Á þann hátt er hægt að samnýta akkeri fyrir nokkrar leiðir í einu, lítið mál er að nýta boltana í ofanvað með slitþolnum akkerisspotta sem nær fram yfir brún, akkerin sjást ekki að neðan og þau gera um leið klifrið einnig öruggara og fljótlegra fyrir þá sem vilja enn klifra leiðir í klassíska stílnum, þ.e. að annar leiðir og tryggir næsta mann upp á topp að ofan. Á þennan hátt er einnig lítið mál að nota akkerin sem sigakkeri ef annar maður ætlar sér ekki að elta og hreinsa, en þá sígur sú/sá sem leiddi einfaldlega á tvöfaldri línu með eigin tóli (líkt og á v-þræðingu í ísklifri) og hreinsar, án þess að slíta línunni eða skilja búnað eftir á toppnum.
3. Engar keðjur eða karabínur. Legg til að í mesta lagi verða notaðir tveir sigboltar með hring sem akkeri til að gera akkerin minna sýnileg (og ódýrari), enda þungavigtar-sportakkeri með keðju og karabínum óþarfi; ef fólk getur ekki á annað borð þrætt í gegnum tvo sigrhringi í lok klifurs er dótaklifur því líklega einnig ofviða.
4. Hreinsa leiðir: legg til að farið verði fram á að þær leiðir sem fái bolta í akkeri verði í það minnsta yfirfarnar til að fjarlægja varasama steina, helst hreinsaðar ef þarf. Að minnsta kosti að þær leiðir sem fá “ofanvaðs”-akkeri fyrir neðan brún verða vel hreinsaðar og öruggar.
5. Skýrar reglur um boltun: legg til að það verði skýrt samkomulag um hvar verði akkeristryggingar, hvernig tryggingar og að nákvæmlega ekkert verði boltað umfram það fyrr en að ég geispa golunni. Einnig að skýrt tekið fram að þetta er EINGÖNGU fyrir akkeri (ekki svo mikið sem stakur byggingasaumur sem fær að vera í klifurleið, sama hversu illtryggjanleg leiðin er) og að þetta verði á ábyrgð Ísalp/Klifurfélagsins, þ.e. að enginn annar komi að boltun á svæðinu.
- This reply was modified 4 years, 7 months síðan by Siggi Richter.
- This reply was modified 4 years, 7 months síðan by Siggi Richter.
Siggi RichterParticipantJá, akkeri gæti einmitt verið áhugavert umræðuefni ef fólk telur það bæta eitthvað aðgengi að klifrinu (hvort sem það eru boltar, fleygar, vírar um steina eða annað). Um að gera að thvetja til fundar ef er einhver hópur fólks sem telur það hjálpa.
En áður en einhver fær einhverjar andstyggðar hugdettur, vil ég bara taka fram að boltun klifurleiða er út úr myndinni og mun ég persónulega sitja fyrir fólki í dalnum með slípirokk. Enda væri boltun klifurleiðanna til að auka áhugann á dótaklifri álíka rök og að breyta handboltavelli í fótboltavöll til auka vinsældir HSÍ.
Siggi RichterParticipantVel gert og gaman að sjá leiðina úr lofti, það er sjaldan sem maður sér þessi slöbb frá góðu sjónarhorni.
Ég get vel tekið undir það að leiðin er mjög vel til fundin og uppsett.Siggi RichterParticipantTakk fyrir þessa samantekt, frábært að fá smá yfirlit fyrir þá sem ekki eru sjóaðir í þýskunni. Og vonandi veðrur einhver örlítil vitundarvakning í boltamálunum í kjölfar þessa máls (og annarra), frábært að sjá umræðurnar bæði hér og meðal Landsbjargar.
En fyrst við erum búin að býsnast nóg yfir boltunum í bili, þá langaði mig líka bara að dáðst að leiðinni, mögnuð leið á mögnuðum stað, er ekki baða að bíða núna eftir einhverjum kempum sem leggja í leiðina boltalausa?
- This reply was modified 4 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
- This reply was modified 4 years, 10 months síðan by Siggi Richter.
Siggi RichterParticipantAllur pakkinn í tvær nætur. Bæti mögulega sunnudagsnótt við ef veðrið hagar sér vel.
Siggi RichterParticipantÖnnur viðbót við umræðuna, nú er Jón Viðar einnig búinn að koma fyrir boltuðu akkeri í 5.6 dótaleiðina Skúmaskot í Miðskjóli. Stórgóð byrjendaleið sem ég mæli hiklaust með, og það er líka hægt að koma línu í akkerið að ofan fyrir ofanvaðsklifur ef fólk vill reyna á leiðina en treystir sér ekki strax til að leiða.
- This reply was modified 5 years, 2 months síðan by Siggi Richter.
Siggi RichterParticipantSmá uppfærsla á akkerismálum, mig langar að minnast á það að Jón Viðar, Stebbi og fleiri eyddu helgi á Hnappavöllum í september vegna viðhalds á svæðinu, en ásamt því að hressa upp á gömul akkeri o.fl þá var boltuðum sigakkerum einnig bætt við í leiðirnar Vöfflujárnið og Svart regn.
Báðar eru þriggja stjörnu dótaleiðir á Hnappavöllum og nú er bæði auðvelt að koma fyrir línu í ofanvað í leiðunum og hreinsa tryggingar eftir leiðslu!
Siggi RichterParticipantHaha, ég skaut mig greinilega í fótinn… þetta tók ekki langan tíma að snúast yfir í Stardalsumræðu.
Ég er algjörlega sammála því að örfáir vel ígrundaðir sigboltar kæmu sér mjög vel í Stardal og ég er sammála þessum punktum, en mér finnst samt þess virði að stíga rólega til jarðar í þessu máli. Þess vegna datt mér í hug að byrja á tilraunaverkefni á fyrrnefndu svæðunum og sjá hvort þetta hafi raunverulega þessi tilætluðu áhrif sem menn lofa.
Annars varðandi bolta í Nöfinni þá held ég að boltuð akkeri myndu bara auka þægindi. Það er aldrei vandamál að koma fyrir akkeri og allar tryggingar eru jarðsprengjuheldar, ég held að það sé frekar hægt að bera þetta saman við t.d. akkeri í fjölspannaleiðum í Indian Creek (sparar tryggingar og eykur þægindi í stans þar sem sprungan sem er klifin er eina akkeristryggingin). Og svo myndi það líka bæta við möguleikanum að bakka þægilega úr leiðunum án spotta- og fleygakraðaks.
En efasemdir mínar á að veitingu veiðileyfis á Stardal hafa ekkert dvínað, ég er enn fullkomlega sáttur við boltalausan dalinn. En ég er einfaldlega að draga þessa umræðu upp til að fikra okkur mögulega í átt að sátt og hinum gullna millivegi þessara blessuðu boltamálum (Já, ég vil bara sjá hvort fólki sé treystandi). Og miðað við stöðuna held ég að besta lausnin til að gera sem flesta sátta væri að skoða möguleikann á nokkrum vel földum en gagnlegum sigboltum yfir helstu hömrunum/leiðunum til að auðvelda hreinsun leiða og bjóða upp á fljótleg og þægileg toppakkeri, þó með skíru samkomulagi um að halda boltum með öllu frá leiðunum sjálfum. En það er ykkar að selja slíkar hugmyndir, svo nú reynir á sannfæringarmáttinn.
Siggi RichterParticipantHvað er þetta, allur vindur úr fólki? Ég verð allavega í Skaftafelli næstu tvær vikurnar ef fólk vill að útræddu máli skoða boltun akkera á þessum stöðum, en ef áhuginn er ekki til staðar er það ekki vandamál af minni hálfu (ég á nóg af vinum og kann ekki að bolta).
Siggi RichterParticipantHelgi! Svona virka ekki málamiðlanir… Þar að auki er boltun í Stardal ekki einu sinni umræðuefni 😉 Það eru eflaust margir sem vilja gjarnan malda í móinn gegn boltum í Stardal, en það aldrei að vita ef fólk hegðar sér vel í kringum boltun akkera á fyrrnefndum svæðum hvort við mildumst mögulega eitthvað í afstöðunni gagnvart toppboltum í Stardal.
Siggi RichterParticipantEngar áhyggjur, ég vildi vera dálítið dramatískur til að espa upp blóðið í mönnum hérna (höfum enga sjóðheita umræðuþræði fengið hér lengi), en þú ert alltof yfirvegaður 😉
Ég get kannski ekki sagt að mér finnist boltuð akkeri ávalt lausnin, en jafnvel bara að hafa einn/tvo vel falda bolta með reglulegu millibili yfir brúninni (eins og í gerðubergi) flýtir ótrúlega fyrir. Þess vegna finndist mér ágætis samfélagstilraun að sjá hvort „betrumbætur“ á leiðum á fyrrnefndum svæðum myndu verða til hins betra eða verra.
Siggi RichterParticipantUppfærsla:
Við Samúel Þór Hjaltalín fórum upp í Stardal eftir vinnu í gær, með réttu verkfærin í fórunum og gengum endanlega frá boltunum (eða eins og hægt var). Þar sem boltarnir voru laflausir í hulsunum og hringsnerust bara, var nær ómögulegt að bora þá út. Og að sjálfsögðu var ekki hægt að reka þá inn heldur, svo við náðum bara að skera ofan af þeim og hylja eins og við gátum með epoxí.Við uppgötvuðum líka þrjá mun eldri (en þó vandaðri) bolta ofar á brúninni (spurning hver tilgangur þeirra hefur verið?), en þar sem þeir voru orðnir ryðgaðir og slappir, og mögulega einhverjar óhentugar málmblöndur, tókum við þá í leiðinni. Mun auðveldara að ganga frá þeim og fylla í holurnar, og varla hægt að sjá að nokkurn tíma hafi verið ráðist á klettinn með borvél.
Attachments:
Siggi RichterParticipant[Mynd af „nýju“ leiðinni]
Attachments:
Siggi RichterParticipant[Myndir]
Attachments:
Siggi RichterParticipantVeturinn bara kláraðist…
En við áttum samt leið um Grafning og Hvalfjörð um helgina og flest allt er í henglum eftir bræluna. Villingadalur og Eilífsdalur voru daprir í drullunni, en samt nóg af ís sem ætti vel að endast ef þessari hlákutíð lýkur fyrir Verslunarmannahelgi.
Óríon er enn þokkalega spikaður, en miðað við spánna er óskhyggja að treysta á að hann endist, og Múlafjall búið í bili, kannski að undanskildu Leikfangalandi.
Flest annað er svo gott sem kaput. -
HöfundurSvör