Takk fyrir svörin,Jón og Ólafur Ragnar og viðvörunina Guðmundur, ég fékk mjög góðan rassskell þegar ég reyndi við Pumori þar fengu ég og fleiri þarfa lexíu. Það fórust fimm á fjallinu á meðan ég var þar og ég hef hreinlega átt erfitt með að tala um þetta og ég hefði trúlega ekki sagt orð ef að Bjarni Harðar ritstjóri Sunnlenska væri ekki fjölskylduvinur.Ég er alveg sammála að meta náttúrufyrirbæri með einhverri tölfræði er auðvitað bara bull og að mínu viti ekki hægt. Bæta um betur Já Kannski, ef veður og heilsa lofar,ég er allavega á leiðinni til Tíbet á þriðjudaginn. Þar sem mér var boðið að taka þátt í stærðar leiðangri(Kannski vantar þeim einhvern til að hlæja að)Allavega eru fjöllin sem um ræðir Shisapangma og Cho Oyu. Og vegna þess að ég gat bent á einhverja heimskulega tölfræði gat é snýkt pening út úr atvinnuveitandanum.Ég er nemi í húsasmíði hjá ístak. Svo er bara að sjá hvernig gengur.