Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
oskararaMeðlimur
Sá vangavelturnar hérna, var í 3ja manna sleðateymi sem fór á eftir strákunum í fyrradag. Þetta eru þaulvanir gaurar en slyddan bar þá ofurliði.
Þeir höfðu verið á ferðalagi í 9 daga, þar af á jökli í fimm að mig minnir, fóru frá Klaustri upp F206 og gengu þaðan að jökli.Strax á fyrsta degi rennblotnuði allt í ekta íslenskri slyddu og þá gerir Gore-tex ekki shit eins og Alex orðaði það. Svo fengu þeir með jöfnu millibili frost og svo slydduskammt og voru þeir blautir frá fyrsta degi. Nóttina áður en við náðum í þá fengu þeir storm og en súlan í tjaldinu þeirra brotnaði og þeir urðu að grafa það að hluta niður til að það fyki ekki af stað. Komandi nótt var svo útlit fyrir skítaveður og storm þannig að ákveðið var að hringja eftir hjálp. Bara flottir gaurar.
Svona er bara að leika sér úti í stóru rólunni, stundum rólar maður bara of hátt.oskararaMeðlimurFinn hjá mér sterka þörf fyrir hönd okkar hérna á S-austur horninu að taka það fram að þessir kappar eru ekki úr okkar sveitum, hvorki björgunarsveitum né hinum eiginlegu sveitum. Þetta eru nú ljótu æfingarnar………“performed by professionals“……hehe
oskararaMeðlimurReyðarfjörður……það á kannski ekki að kjósa hér???
oskararaMeðlimurVið Einar hjóluðum eftir gönguleiðinni, mér finnst þetta svæði henta stórvel til hjólreiða. Vona að menn fari nú ekki að leggja bann við slíku, held nú að hjól marki nú ekki meira í landið en fótgangandi manneskja. Dalbotnin er jú þakinn lággróðri og lúpína á köflum en alveg hægt að fara um án þess að hreyfa við því öllu saman.
oskararaMeðlimurVar hvattur ef einum „gömlum“ úr bransanum að skutla þessu hérna inn. Grunaði svosem að menn hefðu gert þetta í einni bunu………Styttir óneitanlega daginn að grípa í hjólið.
oskararaMeðlimurFrumfarnar voru þrjár stuttar ísleiðir laugardaginn 12.3.11 í Nesjasveit við Hornafjörð. Leiðirnar eru í röð ísfossa sem koma úr dalverpi austan við Krossbæjartind, beint upp af bænum Lindarbakka um 10km frá Hornafirði. Klifrarar Óskar Ara og Haukur Ingi Einarsson.
Fyrsta leiðin er í ísfossi bakvið áberandi stuðlabergsstapa, sem sést vel frá þjóðveginum. Hún hlaut nafnið Larsen og er WI4 og er um 25 m,leiðin var klifinn í einni spönn, góður ís og auðvelt að koma fyrir millitryggingum. Fossinn á skuggsælum stað. Óskar leiddi, Haukur tryggði.
Næsta leið var nefnd Broddgölturinn vegna sérstakra grýlukertamyndana til hliðar við leiðina. Stutt W4 10m leið, í raun tjald sem kemur vel frá klettavegnum á kafla. Frekar kertað og lítið hald í millitryggingum. Góður grjóthnulli til að tryggja í ofan við leiðina Ein spönn. Óskar leiddi og Haukur tryggði.
Þriðja og síðasta leið dagsins fékk nafnið Litli putti, WI4 20-25m mjög kertað og lítið í millitryggingum, mjög frauðað síðustu metrana, hol og sólbökuð í þokkabót ein spönn. Smá brölt við að finna gott „matreal“ í akkeri ofan við leiðina.Óskar leiddi og Haukur tryggði.
Góður dagur í mögnuðu veðri, einn af mjög fáum hér á s-austurhorninu eftri áramót. Fór að hlýna vel er leið á daginn, og bráðnunin fór af stað á ógnarhraða. Mynd Skari og Littli putti
oskararaMeðlimurJá takk, ég googla bara…………..
oskararaMeðlimurSæl veriði!
Óskar heiti ég og er búsettur á Höfn. Ég fór að hafa áhuga á klifri og fjallamennsku fyrir rúmum 3 árum. Þar sem að ég er langt frá höfðuborginni,þar sem sennilega flestir ísalparar búa og kjarni starfseminnar fer fram,hefur maður fylgst með því sem verið er að gera og hvernig menn gera hlutina í gegnum þessa síðu. Ísalpsíðan spilaði alveg risa hlutverk í því að ég fékk bakteríuna. Ég hef verið alltof latur við að setja inn myndir og annað af því sem ég hefur verið að gera, inná síðuna en það gæti breyst. Ég nota síðuna mikið og mér finndist mikill missir af því að missa þennan vettfang í eitthverja facebúkksósu, droppa hérna inna daglega. Kannski eru fleiri draugar eins og ég sem gætu glætt síðuna meira lífi……spurning!!
-
HöfundurSvör