Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
JonniKeymaster
Ég og Rob byrjuðum á endurboltun Hnefa í Hvalfirði. Sem stendur eru 3 af 5 leiðum tilbúnar með nútíma búnaði en Spegillinn og Spegilbrotið eru eftir. Stefnan er tekin á að ná að klára þetta núna í haust en ef veðrið lætur ekki af stjórn þá er vorið til vara.
Einnig erum við búnir að sjá möguleika fyrir alla vega tvær leiðir í viðbót sem verða vonandi léttari en leiðirnar sem eru nú þegar til staðar.
Gömlu leiðirnar eru mjög flottar, byrja allar á stuttu en bröttu yfirhangi og fara svo yfir í aðeins meira jafnvægisklifur. Bergið er ekki ósvipað Valshamri og er mjög þétt og gott.
JonniKeymasterFréttir úr Norðurfirði á Ströndum
Leiðin Grjótkast 5.10a(5.9) var frumfarin um Verslunarmannahelgina af Ólafi Pál. Leiðin var boltuð sumarið 2018 af Finna og Jóni að norðan. Þeir boltuðu einnig leiðina Eldibrandur á sama tíma en hún er enn óklifruð.
Kate og Rob boltuðu og frumfóru Dalalæðu 5.8
Ég frumfór Tyrkjaránið 5.11a og Baskavígin 5.9, boltaðar 2017 og 2018 en ekki klifraðar fyrr en nú.
Daniel kláraði að bolta leiðina sem hann byrjaði á árið 2017. Leiðin er hægra megin við Blóðbað og fékk nafnið Þorskastríðið 5.9.
Ég og Óli boltuðum og frumfórum leiðina Strengjafræði. Leiðin er fyrsta nýja leiðin á Tækni og vísinda svæðinu síðan að Stebbi boltaði Ritvélina 5.10d í kringum 2000.
Um mánaðarmótin ágúst-september fóru ég, Óli og Bjarnheiður aftur í Norðurfjörð. Óli seig niður á nokkra staði að leita af hinni fullkomnu leið á meðan ég og Bjarnheiður boltuðum og fumfórum leiðina Síldarárin 5.8(5.9).
Nýjasta útgáfa af leiðarvísinum er á leiðarvísasíðunni – https://www.isalp.is/leidarvisar. Enn er pláss fyrir fullt í viðbót, frábært svæði!
JonniKeymasterHello Marc
In October the snow cover on Vatnajökull is generally quite thin, though it is likely to be fresh snow starting to build up again.
The autumns in Iceland are generally very wet and windy with a series of low pressure systems hitting the south coast. Still there is a possibility for good days but I think 10 continuous good or ok days are going to be unlikely.Daylight is ok, 23rd of September is the equinox, where day and night are equally long. In October the night is going to be a little bit longer than the day.
Temperature on the Vatnajökull plateau is going to be below 0°C and colder in the night, but probably around or slightly above 0 in the lowlands.
Hope this helps!
JonniKeymasterÉg er mjög fylgjandi boltuðum akkerum í dótaleiðum og myndi styðja þessa útsetningu, þ.e. byrja á akkerum á Hnappavöllum, Falastakkanöf og Norðurfirði og sjá hvaða áhrif þau hafa.
Einn vinkill á punktinum að þeir sem biðja um akkeri sjást lítið í Stardal gæti verið að þar sem klifrið þar er óhagkvæmt, þegar alltaf þarf að smíða toppakkeri, og fara því á önnur svæði.
Ég sé boltuð akkeri sem lyftistöng fyrir dótaklifur án þess þó að það taki frá klifrinu sjálfu.
JonniKeymasterÉg er með prýðis hugmynd sem að mig langar að útfæra í sumar!
Mér finnst skorta góðan göngustíg upp í Búahamra líkt og er í Stardal. Neðst niðri við girðinguna er farinn að myndast smá slóði em hann hverfur um leið og hækkunin upp að Svarta turninum byrjar.
Mig langar að koma fyrir stikum til að marka góða leið upp og til að fá fólk til að ganga á sama stað upp.
Hvað findist fólki um slíka kjarabót?
Hefur einhver reynslu af stikun? Fer maður bara í Húsasmiðjuna og kaupir litla staura og smá málningu?
JonniKeymasterMæti í tvær nætur og kvöldmat á laugardag
JonniKeymasterIt depends on where you are located and what grades you are looking at.
If you are located in Reykjavík then Múlafjall is always a solid option. In Múlafjall there are all levels of difficulty and also some top anchors in case you want to do some top roping (Gísli, Eiríkur & Helgi)
https://www.isalp.is/wp-content/uploads/2017/12/M%C3%BAlafjall-Siggi-Tommi.pdfFor early-mid December conditions it’s really just going to be 50/50 chance if you’ll find ice or not. It’s been 10°C and raining for almost 10 days or so, so if early December is going to work it needs to get colder soon.
JonniKeymasterNý boltuð tveggja spanna leið í Búahömrum!
http://www.klifur.is/problem/tveggja-turna-tal
Það er smá ryk í leiðinni, þannig að hún gæti haft gott af einni góðri rigningu en spennt teymi geta engu að síður prófað stykkið.
Munið eftir hjálminum 😉
JonniKeymasterÉg og Bjartur skruppum í gær á Turna sectorinn og töldum okkur ver að fara í leiðina Loka, en eftir að hafa rýnt í svart á svart 1985 myndina aðeins meira, þá sáum við að Loki er einhverstaðar allt annarstaðar. Ég get ekki séð að þessi lína geti verið Gleymska eða Hvannartak, https://www.isalp.is/problem/gleymska https://www.isalp.is/problem/hvannartak og því get ég ekki fundið neinar upplýsingar um þessa línu.
Við nefndum leiðina því Angurboða og póstuðum henni hér á síðuna https://www.isalp.is/problem/angurboda
En við spyrjum: Þetta er svo augljós lína og í alfaraleið, kannast einhver við að hafa klifrað þetta?
Attachments:
JonniKeymasterTeymi af tveimur Norðmönnum er að klifra hér og þar á Suðvesturhorninu. Samkvæmt þeim er Single malt inni, „Main pillar in good shape, lots of snow in the route and open in places“. Glymsgil ætti líka að vera ágætt, “ (#4 in topo, 100m WI3+ish. In shape). Hvalur 1 seems in conditions, 2 and 3 look thin at the top. Glymur may be doable.“
JonniKeymasterFór með Matteo á Sólheimajökul í dag. Á leiðinni sáum við að allt undir Eyjafjöllum er inni, Paradísarheimt, Dreitill, Bjarta hliðin, Canada dry og fullt af óförnum leiðum. Í kringum Sólheimajökul er fullt af ís allan hringinn, vatnsís þ.e. svo fullt af jökulís eins og venjulega. Fórum tvær áður ófarnar leiðir eftir því sem við komumst næst.
JonniKeymasterÉg fór ásamt Ága og Dóra Danger í Suðurstrandarrúnt á laugardaginn. Dóri var slæmur í maganum og varð því eftir á Shellskálanum í Hveragerði, öskrandi á postulín. Ég og Ági létum það ekki á okkur fá og keyrðum út á Klaustur. Við komum aðeins og snemma og þurftum að bíða af okkur kuldaskil sem voru að ganga yfir. Veðrið fór úr slydduviðjóð yfir í heiðskýrt á hálftíma og við ljósmynduðum allar leiðirnar á Klaustri og létum vaða í eitthvað nýtt innst inni við bæinn Mörk. Sú lína fékk nafnið Dominos. Næst hlupum við upp leið sem blasir við frá bensínstöðinni og gáfum henni nafnið Altarisgangan, þar sem hún er við Kirkjugólfið.
Því næst brunuðum við í Skaftafell, því að sá sjaldgæfi aftburður hafði gerst að Svartifoss fraus, ekki vildum við missa af því. Við urðum fjórða teymið til að klifra hann á þrem dögum og hugsanlega það fyrsta til að ná því í birtu.
Fyrir áhugasama eru komnar nýjar myndir á allar leiðir við Kirkjubæjarklaustur og Svartafoss sectorinn.
JonniKeymasterJónas G. Sigurðsson, fimmtudagskvöld til sunnudags. Verð í kvöldmat föstudag og laugardag.
JonniKeymasterThe first waterfall that gives access is Þröskuldur https://www.isalp.is/problem/throskuldur (Do you have a photo?)
The route you are describing could be Nefbrjótur https://www.isalp.is/problem/nefbrjoturinn but the description sounds more like it is located before you go up Þröskuldur.I think your route might be a first accent based on what is logged on the website.
The website doesn’t have a lot of photos from Grænafjallsgljúfur, can you maybe send me some?
JonniKeymasterPalli: Ekki fékk þessi lína eitthvað nafn? Er gráðan meira WI 4 en WI 5?
Jónas: Ekki áttu myndir af stemmingunni? Hvering eru gilin fyrir ofan bæinn eða Andahvilftin?
JonniKeymasterÉg fór í Grafarfoss og Granna 29. des. Grafarfoss var í geggjuðum aðstæðum, mjúkur mest alla leið og góður ís alveg upp að akkerinu, smá rennandi vatn rétt undir ísnum rétt í toppinn en ekkert alvarlegt. Granni var í skemmtilegum aðstæðum, svolítið af snjó ofarlega en það var ekkert mál að tryggja og koma fyrir öxum þrátt fyrir það.
Granni er núna breiðari en ég hef séð hann, er ekki bara innst í kverkinni heldur er hann orðinn talsvert breitt þil og svo er aðskilin lína búin að myndast andspænis Grafarfossinum. Veit einhver til þess að þetta hafi verið klifrað?
Attachments:
JonniKeymasterMúlafjall var í góðum gír í gær í jólaklifrinu. Allt inni en sumstaðar aðeins þunnt. Mega flottar aðstæður! Í heildina voru 12 bílar á bílastæðinu þegar ég taldi og allt að 30 manns í fjallinu í gær.
Múlafjall was quite good in yesterdays Christmas climb. All the routes were in but maybe a little bit thin in some places. Very nice conditions! Over all there were around 12 cars in the carpark and close to 30 climbers.
JonniKeymasterKomið í lag Halldór, takk fyrir myndina og fróðleikinn 😉
- This reply was modified 7 years, 1 month síðan by Jonni.
JonniKeymasterÉg, Ági og Dóri fórum í Single malt on the rocks í dag.
Öll aðkomuhöftin eru lokuð og allar þrjár leiðirnar eru frekar spikaðar. Dálítið stökkur ís (-10) og aðeins kertað á köflum en mjög gott í heildina. Selgil og Bjargargil eru inni og Austurárdalur leit vel út úr fjarska.
JonniKeymaster…og tvær myndir í viðbót.
Attachments:
JonniKeymasterÉg fór í gær (29/11’17) í Paradísarheimt ásamt Matteo, Þorstein, Bjarti og Berg.
Leiðin var í þrusuaðstæðum, ekki rosalega mikið vatn að flæða, ekki mikið hrun og ísinn var mjúkur og góður alla leið og nánast alstaðar vel þykkur. Það var ekki fyrr en í toppinn, síðustu 8m, sem að okkur fannst ísinn vera þunnur og holrými á bakvið. Hliðrunin meðfram sillunni til að komast úr leiðinni er auðveld en varhugaverð með fall alla leið niður á hægri hönd. Enduðum á að krafsa upp stutt mix haft til að komast alveg upp úr, M 3/4 en bara 4m eða svo.
Geggjuð leið og ég mæli með að fólk stökkvi á hana á meðan hún er inni (ef hún er enn inni vegna hitans)! Það gæti orðið kalt aftur á laugardaginn…- This reply was modified 7 years, 1 month síðan by Jonni.
Attachments:
JonniKeymasterÁkveðnar vísbendingar hægt að skoða hér
http://wayback.vefsafn.is/wayback/19981206010129/https://www.isalp.is/
Mjög áhugavert að geta skoðað starfsemina í gegnum árin svona.
JonniKeymasterGeggjað, vona að þetta haldi áfram á þessari leið
JonniKeymasterÉg og Matteo fórum í Bröttubrekku í gær. Fórum allar Single malt leiðirnar, Single malt on the rocks var í bestum aðstæðum og Single malt hressir, bætir og kætir var eiginlega bara snjóbrekka. Fínar en þunnar aðstæður í það heila.
Attachments:
JonniKeymasterÉg og Matteo fórum í Leikfangaland í Múlafjalli í dag. Aðstæður í öllu fjallinu virka frekar feitar, flestar leiðirnar sem við fórum voru þunnar í toppnum. Nánast enginn snjór í brekkunni, um að gera að skella sér í (Múla)fjallið.
-
HöfundurSvör