gunnaratli

Svör sem þú hefur skrifað

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Snjóflóð Eldborgargili #57303
    gunnaratli
    Meðlimur

    Við vorum nokkur að leika okkur þarna uppfrá, Róbert Þór og Jade, Ívar, Björgvin, Guðjón Örn og ég, Gunnar Atli.
    Það er skemmst frá því að segja að við vorum búin að dúlla okkur við að skoða snjóprófíla undir dyggri stjórn Róberts Þórs og ákveða að líklegast væri ekki sniðugt að skíða mikið í hengjurnar þar sem við fundum 2 leiðinleg lög í snjónum og vindáttin búin að vera þannig að hengjurnar eru búnar að safna vel í sig.
    Þrátt fyrir þessa vitneskju náðu bæði ég og Ívar að setja flóð af stað með því að skíða í annarsvegar hengju og hinsvegar í mikin bunka af snjó sem skafið hafði til í brekkunni.
    Semsagt, bæði flóðin sett af stað af skíðamönnum og það seinna mun stærra, það er til í fullri lengd á vídeói þegar ég skíða í snjóbunkann og kem flóðinu af stað og er Ívar með það hjá sér, Guðjón Örn gæti átt vídeó af flóðinu sem Ívar setti af stað.

    Ég, Róbert Þór og Jade fórum aftur í morgun og skinnuðum upp nokkru neðar þar sem við fylgdumst með miklum vélsleðagörpum trylla upp alla brekkuna og nánast inn í hengjuna sem hékk þar fyrir ofan en í það skiptið kom ekkert niður….

    Kv, Gunnar Atli

    in reply to: Ís aðstæðu #55748
    gunnaratli
    Meðlimur

    Vorum nokkrir í Villingadal í gær, fínar aðstæður

    in reply to: Hrútsfjall #55597
    gunnaratli
    Meðlimur

    Það sem kannski gleymdist í þessum pósti var að Geiri fór með 2 kúnna upp á 10,5 klst daginn áður en hann skrapp til að setja tímamet og til að svara Steinari þá fór hann ekki í 2,5 tíma ferð seinnipartinn heldur fór hann í ísklifur með 4 kúnna og ætlaði ekki að fást til að hætta, mig minnir að hann hafi verið frá kl 13 til kl 19 í klifrinu.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)