Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Goli
MeðlimurHæ og takk fyrir okkur, þetta var geggjað!
Annars í tapað/fundið – þá tapaðist verðlaunapeningur fyrir 2. sæti karla (sá hann aldrei), en fannst ullarnærbolur trúlega ca medium?
P.s. er hættur að haltra eftir Chineese downhillið !
Goli
MeðlimurAð vanda erum við komin norður að taka út aðstæður. Hérna er yndislegur fagurblár ís í brekkunum og frábært keppnisfæri. Lítur reyndar út fyrir helvítis snjókomu með lausamjöll á fimmtudaginn til að eyðileggja allt. En hafið engar áhyggjur, við skulum skiða allt helvítis púðrið á föstudeginum svo þið hin þurfið ekki að þreyta ykkur á því
Goli
MeðlimurHimmi þarna er ég sammála þér. Reyndar á ég svona telemarkskíði sem koma með insertum þannig að ég get tekið bindingarnar af (K2 Hippy Stinx). Ekkert vandamál með þann búnað og hef þó reynt verulega á þetta. Verst að aðrir framleiðendur hafa ekki farið þessa leið svo ég viti til ennþá þannig að ég get ekki hent bindingunum á hin skíðin mín
Draumurinn væri að eiga eitt par af telemarkbindingum, annað af svigskíðabindinum og svo slatta af skíðum og hægt að henda hvaða bindingum á hvaða skíðapar sem er. Í fullkomnum heimi…..
Goli
Meðlimurp.s. gaman væri að sjá fleiri myndir……
Goli
MeðlimurÞetta var mjög skemmtilegt festival, keppnin í traustum höndum, stemmningin frábær og allir kátir. Saknaði þess reyndar að sjá dvergana í fjallinu svo að staðið væri við þetta mittisdjúpa….
Apré ski-ið var geggjað og hátíðin í torfbænum skemmtileg nýbreytni. Það sem helst má setja út á var verðlaunakynnirinn, sem var mjög einbeittur og hvass ef ekki bara leiðindagaur. Fangbrögð við Evrópudómarann réttu það allt af, en svona til að rétta misskilning af þá voru þau til gamans gerð og glímumenn báðir hinir kátustu að fangbrögðum loknum.
Takk öll fyrir skemmtilega samveru !
Góli, Maggý og restin af Team Garðabær!Goli
MeðlimurKeypti gulan í dag hjá Vidda í Skíðaþjónustunni. Við Maggý erum sem sagt komin norður að taka út aðstæður. Fagna því sérstaklega að dvergar mæti á svæðið, en einhversstaðar sá ég talað um mittisdjúpan snjó
Minni á telemarkreglurnar frá því í fyrra…get póstað þeim hérna ef menn vilja. Þýskur ofuragi og Valli hinn ógnvekjandi er það eina sem dugar á móti gegndarlausu væli sem er jú hluti af keppninni.
Goli
MeðlimurHelvíti sérðu vel Sissi neðan af bílastæði….hmmm.
Þetta er það sem við höfum uppúr þessu bansetta snjóleysi, rífumst eins og tjeddlingar á netinu í staðinn fyrir að rippa púður, svei!
Goli
MeðlimurFlottur dagur á fjöllum strákar, vel gert !
Goli
MeðlimurÞað er bara alltaf að sýna sig betur og betur að það er ekki fyrir hvaða viðvaning sem er að skíða án barnabindinga
Ætli hinir sömu verði ekki fljótlega komnir með hjálpardekk á reiðfáka sína?
Annars er þetta örugglega allt gott í bland og þegar ellin sækir á er aldrei að vita….en það er langt í það !Goli
MeðlimurMæti með tvenna sigtúnsskó; Scarpa T2 stærð 39-40 minnir mig og Garmont í stærð 45 minnir mig (þessir bláu). Aldrei að vita nema við grípum eitthvað fleira með okkur.
Goli
MeðlimurAquaseal átti það að vera….
http://www.mcnett.com/Aquaseal-Urethane-Repair-Adhesive-Sealant-P234.aspx
Goli
MeðlimurHef oft gert við svona með duct teipi að innanverðu og Aquasure gúi að utanverðu, verður fullkomlega vatnshelt en lítur aðeins út eins og einhver hafi misst „barnaefni“ á fatnaðinn.
Goli
MeðlimurMálið er upplýst, þetta var eftir allt leðurhomminn sem hefur verið að sniglast um á háaloftinu hjá okkur hjúunum. Hann heldur nú til síns heima
Goli
MeðlimurAkureyringar sjá um keppnina að ári – það er samþykkt !!! En þetta skot með sunnudaginn er undir belti, eftir að hafa étið egg, beikon og steiktar pylsur í morgunmat og gengið frá íbúðinni var haldið í fjallið. Tókum því rólega í þeirri vissu að fyrir norðan væri alltaf gott veður, en fuss og svei, rok og læti þannig að við hættum við. Stuttu seinna lokaði strýtan.
En maður getur ekki annað en verið í skýjunum eftir helgina. Toppurinn var þegar við Rúnar veltumst niður hlíðina rétt fyrir fimm á laugardag.
Goli
MeðlimurTakk öll fyrir skemmtilega og sérlega vel heppnaða helgi. Mér finnst ég fá of mikinn hluta hróss fyrir það eitt að góla á lýðinn með lúðri og hjálpa til við að leggja braut, það voru Maggý og Sólveig sem kýldu þessa keppni áfram öðrum fremur og gátu ekkert skíðað á laugardaginn (enda önnur þeirra á hækjum). Mikil fórnfýsi fyrir málstaðinn þar.
Við erum að velta fyrir okkur hverja við skorum á næst að reka áfram keppnina, því það getur ekki verið sama fólkið ár eftir ár (ég rétt náði 1 ferð í púðrinu). Tilnefningar eru vel þegnar…… látið heyra!
Takk aftur allir, þetta var geggjað og samantektin hjá Sveinborgu helvíti flott !!!
Goli
MeðlimurÍ ljósi ofangreindra athugasemda hefur keppnisstjórn bæst liðsauki; tröllaukið heljarmenni sem gæta mun öryggis og almenns velsæmis á keppnisstað. Ofurhugi sem náð hefur hæstu hæðum og er þeim kostum búinn að geta gefið dóma um þátttakendur með sínum risavaxna þumli – upp eða niður!!!
Eins og fram hefur komið geta mótbárur við ákvörðun keppnisstjórnar haft slæmar afleiðingar, en það sem ekki kom fram var um hliðarkeppnisgrein sem má best lýsa sem „Epli handa kennaranum“. Það má sem sagt gleðja keppnisstjórn í því skyni að milda hana í dómum sínum, læt ykkur um að finna út úr því en keppnisstjórn finnst kakó, smákökur og herðanudd ósköp gott!
Lifi spillingin (uuuu… eða var það byltingin) !?!
Goli
MeðlimurMatur fyrir okkur Maggý, namm namm!
Goli
MeðlimurÞað munaði ekki miklu að ég keypti mér notuð ScottyBob í fyrra í Colorado, helvíti flott skíði. Annars er þetta fyrirtaksþráður, gaman gaman!
Goli
MeðlimurSæll Árni
Flottustu alhliða skíðin sem ég hef prófað eru Rossignol SickBird, þetta eru feit skíði en samt góð í braut, Maggý á svona skíði. Sjálfur er ég á enn feitari skíðum, K2 HippyStinx, en þau eru ekki að gefa sérlega mikið í braut en eru geggjuð í púðri.
Ég fór í gegn um miklar bindingapælingar í fyrra og endaði á að kaupa BD O1, þetta eru bindingar með möguleika á að velta upp tástykkinu líkt og á fjallaskíðum á uppleið. Mjög stöðugar og góðar bindingar, en kosta sitt.
Í lokin þá tek ég undir þetta með stangirnar í fjallinu, þær sjást engan veginn nógu vel, ég lenti í því í gær að sjá stangir í kross í miðri brekku á síðustu stundu og rétt náði að beygja mig undir þær eins og í 4ra ára brautinni á Andrés. Gott mál að merkja grjót í brekkunni en þarf að vera miklu meira áberandi.
Goli
MeðlimurHeyrðu ég gæti verið meira en til í skíðun, lát heyra ef þið komið upp með plan!
Góli s: 617-6924
Goli
MeðlimurAnnars á maður ekki að vera að eyðileggja góða þræði með skæting, það var bara svo freistandi.
Mér sýnist þetta vera kostaboð hjá Geira fyrir fylgismenn einskíðunga.
Goli
MeðlimurUss – er einskíðungum að fjölga hér?
Snýst þetta split dæmi ekki um að skera bretti í sundur svo þið getið rennt ykkur í plóg?
17. aldar búnaður er málið!
P.S: Sá ég ykkur tvo ekki í rúllusleik á Arnarhóli á menningarnótt?
Goli
MeðlimurOpið hús hljómar vel, en smá klúður að hafa það á sama kvöldi og samæfing undanfara. Getum við ekki haft það í huga næst?
Goli
MeðlimurMyndir frá flutningnum eru komnar á netið:
http://maggy.smugmug.com/gallery/5675890_Bzq9q#349773938_Y42az
Goli
MeðlimurFlottar myndir, jólasveinarnir þakka fyrir sig!
Reyndar vilja þeir sveinarnir þakka Tátunum sérstaklega fyrir að stuðla að framgangi jólanna, þó ekki hafi dugað alveg til efstu metorða. Og já líka fyrir matarstússið, þeir Ketkrókur, Bjúgnakrækir og Skyrgámur voru hæstánægðir. Askasleikir sá svo um uppvaskið.
P.S. Hvar var Sissi?
-
HöfundurSvör