Sissi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 126 til 150 (af 660)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Snjóflóð í Troms 19. mars #57588
    Sissi
    Moderator

    1) Baker risaflóð

    2) Bridger bowl

    Þarna fara risaflóð á svæðum sem er búið að skíða í drasl við hitabreytingu. Ótrúlegt að sjá þetta veika lag undir svona miklum snjó eftir langan tíma.

    Og klifrarar hafa verið að velta ýmsum hlutum fyrir sér eftir öll þessi stóru flóð upp á síðkastið, t.d. Will Gadd

    in reply to: Tryggingamál #57631
    Sissi
    Moderator

    Mér sýnist þetta vera víðtækari trygging en mér hefur verið boðið með svipuðum fjárhæðum á innan við 50% af árlega gjaldinu.

    Held að nú ættu þeir sem hafa verið að velta þessu fyrir sér í mörg ár að leggja vel við hlustir.

    Vel gert Gummi.

    in reply to: Bláfjöll #57622
    Sissi
    Moderator

    Skálafell 21. mars

    Sama saga, greinilega töluverð úrkoma, þungur blautur snjór, og þetta hefur frosið. Ansi hart en þetta var samt worth it, gott veður og svona.

    in reply to: Barryvox Pulse – þjónustuaðili á Íslandi? #57614
    Sissi
    Moderator
    Quote:
    Getur það verið að ég geti ekki leitað að kollegum mínum þegar maður er að leika sér í US af því maður er með EU ýli?

    Nei, standard leitarfídusinn er allstaðar sá sami eftir því sem ég best veit, þeir segja t.d. um þennan ýli:

    The PULSE Barryvox® receives signals in the range of 457KHz +/- 180 Hz.

    W-link dæmið er fyrir annarskonar samskipti milli Barryvox Pulse ýla, ef félagar þínir eru með þannig getur þú séð hvort einhver er þegar að leita að öðrum ýli, lífsmörk og eitthvað slíkt stöff. Aukafídusar sumsé.

    in reply to: Barryvox Pulse – þjónustuaðili á Íslandi? #57607
    Sissi
    Moderator

    Takk fyrir það Bergur, tékka á þeim.

    in reply to: Professionals at work #57363
    Sissi
    Moderator

    Óska DGJ til hamingju með fyrstu færsluna á Ísalp. Á maður ekki að vera þægur þegar fólk póstar í fyrsta skipti?

    Quote:
    þótt þeir séu í Landsbjargargalla

    Rétt, um að gera að djamma létt flipp undir merkjum, totally.

    Quote:
    meiri áhyggjur af því að línan slitni en að þessi ísskrúfa gefi sig

    Flestir reyna að hugsa svona í ísklifri líka, góður punktur. Það er ekki breik að skrúfur gefi sig í vatnsís eða sólbökuðum jöklaís, man satt að segja ekki eftir að það hafi gerst.

    in reply to: Professionals at work #57359
    Sissi
    Moderator
    Quote:
    Jafnvel þó að tryggjarinn hefði ekki hlaupið frá brúninni og hopparinn hrunið í svelginn þá næst aðeins faktor 1 !

    Vá hvað ég steig alveg sjálfur í þennan forarpytt. Ég ætla samt að reyna að snúa mig aðeins út úr honum.

    Það er rétt, ef þetta væri klifrari væri hann með 10 metra úti og dytti 10 metra = factor 1. Og ég hefði í raun aldrei átt að fara nálægt þessari skilgreiningu.

    En hinsvegar er þetta miklu verra fall en factor 1

    1) það væri ansi ólíklegt að klifrari væri með 10 metra af slaka í megintryggingunni og dytti þaðan

    2) Hann er ofar en tryggingin svo þetta er >1

    3) Hann er á syngjandi siglingu, ekki kyrr

    4) Það myndu tveir kallar hrynja á þessa einu skrúfu full force = mun meiri kraftur

    Eigum við ekki bara að segja að við höfum báðir rangt fyrir okkur? Nei djók, þá myndi heimurinn tortímast þannig að við hljótum báðir að hafa haft rétt fyrir okkur!

    in reply to: Professionals at work #57351
    Sissi
    Moderator

    PS – rétt samt að allir hafa gert (mjög) heimskulega hluti. Ég er klárlega ekki undantekning á því. Held samt að þetta falli mjög langt vinstra megin í normaldreifingunni.

    in reply to: Professionals at work #57350
    Sissi
    Moderator

    Kalli, í þessu tilfelli eru yfirgnæfandi líkur á því að fall (factor 2) hefði leitt krafts á eina skrúfu (að mér sýnist) sem er mjög ólíklegt að hún hefði haldið, þ.e. þegar þeir lenda báðir á henni í einu, annar kominn 10m ofan í svelginn. Þeir hefðu endað báðir í hrúgu þarna niðri og við hefðum þurft að sækja þá og það er ekki gaman.

    Þetta er svo arfa-vitlaust að meira að segja non-klifrarar sjá það.

    Svo í þessu tilfelli á pólitískur rétttrúnaður rétt á sér. Bendi á það máli mínu til stuðnings að Ívar er orðlaus, hvenær hefur það gerst?

    Uppbyggileg gagnrýni: betra hefði verið að sleppa þessu og ef menn vilja endilega hoppa í ísvegg að gera það ekki yfir svelg?

    in reply to: Professionals at work #57344
    Sissi
    Moderator

    Ef sá sem á þetta er að lurka hérna má hann endilega taka þetta vídeó niður áður en það kemur einhver skítafrétt um SL á Pressunni eða DV.

    in reply to: Gufunesturninn #57325
    Sissi
    Moderator

    Snilld að slökkva á turninum fyrir hláku Nils, við vorum einmitt að ræða þetta áðan félagarnir. Takk fyrir það.

    Frábært hvað er verið að sinna þessu vel, er búinn að nýta mér þetta nokkrum sinnum í vetur. Snilldaraðstaða í alla staði.

    Sissi

    in reply to: Glymur – Jan 2012 #57320
    Sissi
    Moderator

    Alveg ossalega skemmtilegt!

    in reply to: Gufunesturninn #57293
    Sissi
    Moderator

    Turninn er SPIKFEITUR, eins gott að konur og menn séu dugleg að nýta sér þessa einstöku æfingaaðstöðu sem við höfum aðgang að.

    Hægt er að nálgast lykla í klifurhúsinu, skellt í top-rope, bara gaman.

    Skora á stjórn að blása til samhliða-klifur-hraðakeppni, eins og var í gamla daga, fá DJ Retro til að blasta eitthvað gott eðal-hús beint frá Kúbu, skella nokkrum búrgerum á grillið, jafnvel spurning hvort við getum fengið afnot af salnum þarna við hliðina og gert eitthvað skemmtilegt. Gæti þessvegna verið á virkum degi.

    Koma svo!

    https://www.isalp.is/frettir/15-%C3%8Dsklifurkeppni%20%C3%8DSALP%202002.html

    in reply to: Bláfjöll #57281
    Sissi
    Moderator

    Skinnaði 2 ferðir í gær í Bláfjöllum niður Kóngsgil með konunni. Hart efst, síðan skafið og loks púður í restina. Vegurinn var sennilega fær svona 35″ bílum. Splitboard og Light and Motion hafa gjörbreytt leiknum.

    Beisið í Bláfjöllum er orðið massíft. Þessi úrkoma um helgina sýnist manni að gæti nú alveg komið að miklu leyti sem snjókoma það er rétt spáð yfir frostmarki þarna í nótt.

    Væri gaman að fá fréttir af Móskarðahnjúkum og öðru utanbrautarstöffi, spurning hvort það fer ekki bara að detta inn eða hvort það er allt fokið.

    in reply to: Klifurbíó í kvöld #57265
    Sissi
    Moderator
    in reply to: Gufunesturninn #57248
    Sissi
    Moderator
    in reply to: skemmtilegt myndband til að minna mann á hætturnar #57235
    Sissi
    Moderator

    Svona í sama þema, rakst á þessa mynd síðan í gær frá Helvellyn í Lake District í Bretlandi – fínt að hafa í huga hversu ótrúlega langt aftur hengjur geta poppað, þetta er ekki bara lippið heldur örugglega 5-6 metrar inn.

    [img]http://www.lakedistrictweatherline.co.uk/__data/assets/image/0018/182313/The-Summit-Plateau-showing-the-recent-avalanche-181211.JPG[/img]

    in reply to: Jólaklifur #57233
    Sissi
    Moderator

    Sömuleiðis. Og sjitt hvað mig langar í svona litríkan galla eins og Freysi á. (Ástrík eða Steinrík)

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57209
    Sissi
    Moderator

    Snjóflóðaaðstæður á SV-landi

    Við Skabbi fórum í hausljósaklifur í Vallárgil á Kjalarnesi í gærkvöldi. Fjöll á SV-landi eru orðin frekar snjólétt að sjá eftir töluverðan vind og litla úrkomu upp á síðkastið.

    Þegar við vorum að koma nálægt skálinni sjálfri undir leiðinni breyttist færið úr hörðum vindpökkuðum snjó yfir í smá fleka ofan á því undirlagi og brotnaði svolítið í fótsporunum okkar.

    Við tókum lítinn prófíl með öxunum og sáum strax að þetta var engan veginn í lagi. Fundum 2 veik lög með sykursnjó, grjótharða skriðfleti og þétta fleka ofan á því. Þar sem snjórinn hafði safnast hressilega þarna inni í skálinni og ekki var í boði að komast örugga leið að ísnum ákváðum við að klifra frekar seinna en að lenda í rugli og héldum heim.

    [img]https://lh4.googleusercontent.com/-r-8bocgxAak/Tup2UwcSMPI/AAAAAAAAD6g/nWNFaxsMOIA/s720/P1030306.JPG[/img]

    Vil hvetja fólk, sérstaklega nýgræðingana, til að snúa við eða fara á annað svæði ef aðstæður eru slæmar, það er engin skömm að því. Held að alltof margir, þar á meðal við Skarphéðinn, séum með óhagstætt hlutfall af því að snúa við / lenda næstum í rugli. Þetta ætti náttúrulega að vera öfugt (snúa oftar við en lenda í rugli).

    Hér eru myndir:

    Passið ykkur um helgina á skálum / snjósöfnunarsvæðum.

    Sissi

    in reply to: Ævintýri í Óríon #57173
    Sissi
    Moderator

    Ok hér eru menn að commenta sem vita greinilega ekkert í sinn haus. Í svona stöðu eru tveir möguleikar.

    1) Alvöru alpinisti væri alltaf með viský í stað te-sulls í kaffibrúsa (viský frýs ekki sjáið þið til). Klára viskýið og sjá svo til.

    2) Ef ekkert viský -> hringja bara strax í 113

    in reply to: Aðgengi í hættu vegna bjánaskapar #57167
    Sissi
    Moderator

    Ef menn eru að klifra stutta leið sem tekur 10 min að labba í og er í hlaðinu á bóndabæ ætti einfaldlega að stefna á að vera ekki þarna fyrr en eftir fótferðatíma, um 10-leytið t.d.

    Þetta er ein fárra leiða hérna á SV-horninu sem er basically í hlaðinu hjá einhverjum, ef menn vilja taka alpastart er bara hægt að velja eitthvað annað.

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57142
    Sissi
    Moderator

    Held að vörin á Stymma eigi heiðurinn af því, ekkert alvarlegt. Þeir geta kannski sagt betur frá því.

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57141
    Sissi
    Moderator

    Fór með Bjarnasyni í Nálaraugað, spikfeitar aðstæður. Bræðurnir Styrmir og Jón Haukur voru nýlagðir af stað þegar við mættum á svæðið, sjálfsagt ekki gerst oft áður að það sé biðröð í Nálaraugað.

    Í Tvíburagili er mikill ís og í 55° sýndist mér líka.

    Gaman líka að Kjarri sé farinn að daðra við ísklifrið.

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57124
    Sissi
    Moderator

    Klifraði í turninum áðan með Skabba og Hrönn, Jón Smári og Karvel félagi hans voru þar fyrir. Turninn er orðinn fínn vinstra megin en má bunkast aðeins betur hægra megin. Skabbi færði rörið aðeins til að reyna að bæta það og við klifruðum síðasta gó í sturtu.

    Gaman!

    in reply to: jöklatjöld fyrir kvikmynd #57091
    Sissi
    Moderator

    Tékkaðu á http://www.mountainguides.is/ samanber hinn þráðinn sem þú startaðir. Þeir eiga slatta af jökla-túrhestatjöldum sem eru ekki í notkun núna og hugsanlega hægt að díla við þá.

    Jöklatjöld eru býsna dýr (sjálfsagt yfir 100 þús kall týpan sem flestir nota, TNF VE-25) og auk þess aðeins meira trikkí í uppsetningu og umgengni = auðvelt að skemma eitthvað sem getur skipt miklu máli. Mér þykir því afar ólíklegt að einstaklingar láni sinn persónulega búnað.

25 umræða - 126 til 150 (af 660)