Sissi

Svör sem þú hefur skrifað

10 umræða - 651 til 660 (af 660)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Banff #48623
    Sissi
    Moderator

    Sælir.

    Það má ekki skilja þetta þannig að menn séu bara að vera leiðinlegir. Maður er bara að reyna að hafa áhrif á næsta ár.

    Gönguskíðamyndin í fyrradag, skíðamyndin um Júgó-stelpuna í gær (sem var btw. eftir sama gaur, með sama þul og sömu textum í endann + flugeldunum) og þessi úber grillaða FM-hnakka, Euro techno, spandexgalla gönguskíðamynd í gær eru kannski góðra gjalda verðar en ákveðið spurningamerki í þessari dagskrá.

    Bara af því að maður veit að það er svo ógeðslega mikið af góðu dóti þarna úti. Endalaust af góðum snjóbretta-, skíða- og klifurmyndum. Á climbxmedia heitnum voru að dælast inn geðveikar sportklifurmyndir alla daga. Væri kannski hugmynd að taka besta Banff dótið og lauma svo með einhverjum góðum sem menn hafa rekist á?

    Mér finnst frábært að sjá svona gamlar íslenskar. Endilega halda því áfram. Fimmvörðuhálsmyndin í fyrra eða þar áður var mjög skemmtileg. Vatnajökullinn var ansi magnaður, sérstaklega af því að dótið þeirra var nú bara ekki svo langt frá Eiger köppunum ;) Mögnuð þróunin á síðustu 20 árum miðað við næstu 50 þar á undan.

    Takk fyrir mig.

    Sissi

    in reply to: Banff #48620
    Sissi
    Moderator

    Ég fór og keypti mér klaka meðan gönguskíðamyndin var. Það var mun meira spennandi.

    in reply to: týndir skíðastafir og þelamerkurfestival #48585
    Sissi
    Moderator

    Hmm – aðallega full contact við jörðina. Ég er nú bara brettalúði og ekki talinn upp á marga fiska af svona telemark töffurum en er ekki hefð fyrir því að standa í lappirnar á þessum spýtum? Við gerum það amk. á brettunum sko. Það eru nefnilega ca. 95% af myndunum af löppum upp í loft og góðu contacti höfuðs við jörðu…

    Þetta lítur út fyrir að vera hættulegt. Spyr sá sem ekkert veit…

    in reply to: Hvar er Cameron Smith #48494
    Sissi
    Moderator

    Hið þéttriðna fréttanet mitt hermir að Cameron kallinn hafi mætt labbandi aftur niður í Jökulheima, á laugardaginn síðasta að ég held. Þá var hann búinn að reyna eitthvað en sleðinn víst kominn í eitthvað mauk, virtist ekki lokast almennilega og kjálkarnir sem hann notaði til að festa hann við sig bilaðir/brotnir. Menn reyndu eitthvað að lappa upp á þetta með honum og síðan var víst planið að hinkra þarna, gera við og bíða eftir sæmilegri spá.

    Færið á svæðinu var þokkalegt, krapi inn á milli en hægt að þræða á milli. Fínt að komast að jöklinum, einhverjar smá sprungur og einhver krapi líka uppi á jökli.

    Sizmeister

    in reply to: myndir frá ísklifurfestivalinu #48484
    Sissi
    Moderator

    Hæbb…

    Skellti mínum myndum líka inn á http://www.bjorgunarsveit.is og setti svo albúmin okkar Tryggva saman.

    Það er helvíti nett að hita sér tebolla, fara á bjorgunarsveit.is, hægrismella tengilinn á annað hvort safnið, segja „Open in new window“, velja F11 til að stækka gluggann, velja myndasýning á síðunni og setja svo lappirnar upp á borð.

    Ánægður með málefnalega umræðu um laugardaginn hér að neðan, maður þarf að læra af þessu. Persónulega er ég hálf fúll út í mig fyrir að hafa ekki beilað á þessu eftir fyrra flóðið. En þessi rollutendence er nú víst margrannsakað fyrirbæri, allir að hugsa það sama og enginn gerir neitt.

    Takk fyrir fína helgi, maður þarf greinilega að fara westur og hafa aðeins meiri tíma til umráða, það er af nógu að taka.

    Hils,
    Sissi

    in reply to: Valshamar og Bensínbor #48040
    Sissi
    Moderator

    Góður Palli…

    Sissi

    in reply to: Bláfjöll að opna á ný eftir …. #47869
    Sissi
    Moderator

    …latt

    in reply to: Aðstæður, mannvonska ofl. #47809
    Sissi
    Moderator

    Sælir.

    Þó að ég sé búinn að brenna brettið og fjárfesta í nýjum rennslisgræjum eftir að ég sá ljósið þá var nú ekki alveg jafn hardcore leið og sú sem þið gónduð á í boði á okkar matseðli.

    Við (ég, Freysi, Hemmi, Eva Dögg) tókum norð-austur hliðina í Skessuhorni, ekki hrygginn nota-bene, fundum okkur bara einhverja sniðuga línu þarna og var það hin mesta snilld.

    Toppuðum í blankalogni og sól. Snilldardagur. Þið lúkkuðuð feitt þarna uppi.

    Hils,
    Sissi

    in reply to: Ársritið – on the cover of the Rolling Stone #47760
    Sissi
    Moderator

    Hehe – fyndið plott.

    Annars sé ég núna að það er hommalegt að vera á bretti, jafnvel þó að það sé hægt að setja skinn á split-board og labba á þeim, jafnvel þó að það sé þess virði að burðast með þau klukkutímum saman því það er miklu skemmtilegra að renna sér til baka, og lofa að fá mér telemark við fyrsta tækifæri. Brettin fóru í ruslagáminn í gær og nú verður bara gore-tex og sveifla í fjallinu sko!

    Annars væri nú gaman að sjá nokkra kandídata fyrir forsíður hér á vefnum. Og bara myndir frá mönnum almennt.

    Telemarkkveðjur,
    Sissi

    in reply to: Ársritið – on the cover of the Rolling Stone #47752
    Sissi
    Moderator

    Ég treysti nú því að menn munu finna flotta mynd á forsíðuna og finnst nú reyndar bara spurning um að finna nokkrar góðar og velja svo úr eftir gæðum.

    Hitt er annað mál að mér finnst þessar dylgjur í garð okkar brettamanna FÁRÁNLEGAR. Ef þið haldið að allir sem renna sér ekki á einhverjum prikum með hælinn út í loftið nenni ekki að labba á fjöll er alvarlega farið að slá saman hjá ykkur strákar.

    Brettamenn eru ekki bara bólugrafnir unglingar sitjandi á rassgatinu með sígó uppi í Bláfjöllum.

    Þetta er risavaxið sport og ég leyfi mér að fullyrða að það eru mun fleiri brettamenn að klifra og renna sér flottar línur en telemarkarar (enda 50-100* stærra sport). Spurning um að hlúa að þeim og lokka þá í klúbbinn í stað þess að skjóta á þá.

    Taggfyrir.

    Sissi

10 umræða - 651 til 660 (af 660)