Sissi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 526 til 550 (af 660)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: — TELEMARKHELGI 2007 — #50886
    Sissi
    Moderator

    Ég lét náttúrulega platast, og að sjálfsögðu sögðu norðanmenn:

    „Þú hefðir átt að vera hérna í gær veeenur, ég fékk köfnunartilfinningur það var svo mikið púður“ ;)

    En annars var bara eðall í Hlíðarfjalli fyrir brettamenn, við vorum í vindpökkuðu púðri í Suðurdal á laugardaginn í góðum fíling. Gott skyggni en töluverðar snjóflóðaaðstæður, þannig að toppaferðir voru offaðar. Enda kom á daginn að nokkur flóð féllu seinnipartinn.

    Sunnudagurinn var svo tekinn rólega, enda fengu lærin að kenna á því í krefjandi færi á lau.

    Alltaf gaman að skreppa norður, og komið fínt undirlag á svæðið.

    Vonandi að eitthvað fari að gerast sunnan heiða.

    Siz

    in reply to: — TELEMARKHELGI 2007 — #50883
    Sissi
    Moderator

    Ég skrifa nú undir þessum telemark-perra þræði til að spjallborðið hreinlega springi ekki undan nýjum þráðum. Ætla samt ekki að tilkynna þátttöku né staðfesta lygar í þeirra norðanmarða.

    Hver hefur ekki fallið fyrir línum á borð við: „Rosalegt púður og sól veeenur.“

    Svo er keyrt norður og þá heyrist: „Heeefðir átt að vera hérna í gær veeenur.“

    …eeeeen – gerði góða ferð í Bláfjöllin í kveld með Óla Júl og fleiri góðum mönnum í Saumó. Í gilinu er búið að troða eina línu upp sem er prýðileg til göngu og allt gilið er bókstaflega að drukkna í eðal púðri. Frostið niðri var um -12°, og sæmilegt logn í gilinu.

    Nóg af grjóti í troðarafarinu, en í 2 unaðslegum ferðum náðum við bara hreinlega ekki að finna neitt slíkt. Púðrið eins og hveiti.

    Príma aðstæður, gó for itt.

    Siz

    in reply to: Marðará fljótshlíð #50861
    Sissi
    Moderator

    Skilgreindu þetta nú endilega aðeins betur. Hverjir, hvenær og hvað þýðir allt? Meginfossinn, MXX leiðirnar í klettabeltinu og einhver kerti líka?

    in reply to: tilkynningarskyldan! -aðstæður #50845
    Sissi
    Moderator

    Ég er að borða píbí&jei Lobster – viltu koma í mat?

    Siz

    in reply to: Vetrarkort með góðum afslætti sunnan heiða #50807
    Sissi
    Moderator

    Já, nú er spurning hverjir taka þátt í „Ársgjaldalottó“, skemmtilegum leik sem hefur verið að þróast síðustu árin.

    Ef þú kemst oftar en 6 sinnum vinnur þú ;)

    Siz

    in reply to: Kannast einhver við kauða? #50800
    Sissi
    Moderator

    Ég segi það – hvað ertu að fara með þetta? Voruð þið í Bláa lóninu í Sviss saman eða…?

    Siz

    in reply to: Junior Nordisk #50781
    Sissi
    Moderator

    Vá!

    Gott að Kristó er lélegur í morðingja, annars væri ekki hægt að vinna hann í neinu – hehehe…

    Siz

    in reply to: Aðstæður um helgina #50747
    Sissi
    Moderator

    Freysi var víst búinn að taka Ráðhústraversuna fyrir ansi löngu síðan í skjóli nætur, og eitthvað annað í ís sem ég man ekki hvað var.

    Svo var náttúrulega Alþingi, Pósthúsið (það er boltað), Hegningarhúsið og eitthvað fleira skemmtilegt tekið í fótósjút fyrir KH í fyrra, allt fínt til klifurs.

    in reply to: Telemark og fjallaskíðaskór #50719
    Sissi
    Moderator

    Halldór reddaði Scarpa Omega, tveggja laga súperléttum plastskóm, fyrir okkur Hálfdán áður en við fórum til Pakistan í sumar. Þetta var á súperverði hjá honum, topp þjónusta.

    Um að gera að tékka á Halldóri.

    Siz

    in reply to: Fjallakyrðin rofin… #50687
    Sissi
    Moderator

    Ég myndi nú alveg styðja létt „Free Tibet“ lógó hérna á síðuna.

    Siz

    in reply to: Kárahnjúkar- nei takk! #50641
    Sissi
    Moderator

    OK – eins og ég hef sagt áður, voða fínt að sýna opinberum aðilum smá aðhald og fínt að berjast á móti því sem maður er ekki sáttur við.

    En af hverju fara allir resourcar í að berjast á móti þessari virkjun en sem er langt komin? Ég geri mér grein fyrir því að menn eru ekki sáttir við þetta, en heldur einhver í alvöru að þessi framkvæmd verði stöðvuð? Ætti þetta ekki að vera meira táknrænt til að sýna að menn séu ekki búnir að gleyma þessu?

    Á meðan er verið að klippa útivistarsvæði Reykvíkinga á Hellisheiði í 1000 mola, raskið þar er margfalt það sem talað var um. Það er hræðilegt að horfa upp á þetta.

    Einnig er verið að byggja jarðgöng í Héðinsfirði sem eru harmleikur og algjörlega absúrd framkvæmd frá náttúruverndar- og peningasjónarmiðum. Sjálfsagt óarðbærasta framkvæmd allra tíma á Íslandi.

    Meðan allt púðrið fer í Kárahnjúka sigla svona slys, sem enn er hægt að stöðva, undir radarinn.

    Það finnst mér slæmt.

    Kveðja,
    SF

    in reply to: gestabók á hraundröngum #50632
    Sissi
    Moderator

    Ætli Jetinn ógurlegi gangi í Fruit of the Loom og hafi þann sið að bera sig að ofan áður en hann töltir á drangann og ber á sér brjóstið?

    in reply to: gestabók á hraundröngum #50629
    Sissi
    Moderator

    Er ekki málið að hýsa hana í Skútuvogi?

    Svo mætti nú reyndar benda á það líka að fólk er búið að eyðileggja viskýið með því að bæta allskonar gutli ofan í það. Ég verð aldrei samur maður eftir að hafa smakkað þennan óbjóð. Veit æska landsins ekki að Ópal skot og Breezer á ekkert erindi í Finest Blend?

    Þannig að einhver nýr eðalfleygur með einmöltungi væri málið líka.

    Svo er miðjustansinn stórvarhugaverður (reif út fleyg), og athugandi hvort ekki er hægt að síga af toppnum, sem er eina heillega stykkið í þessum drulluhaug. Það er svona á mörkunum en gæti gengið með 2×60.

    …og bóndinn þarna fyrir neðan er eðalmenni, býður í kaffi og kökur. Ekki verra að hafa eitthvað meðferðis fyrir hann.

    Sissi

    ps – ef einhver saknar Fruit of the Loom bolsins þá er Skabbi enn með hann http://gallery.askur.org/sissi_hraundrangi/DSC04535

    in reply to: Læknablaðið #50628
    Sissi
    Moderator

    Gunnar er algjör snillingur og ótrúlega gott að geta leitað til hans varðandi háfjallaferðir. Klárlega langöflugastur á þessu sviði hérlendis.

    Sissi

    in reply to: Gaman að fylgjast með Útiveruvefnum! #50622
    Sissi
    Moderator

    Jamm – congrats drengir. Töff stöff.

    Sissi

    in reply to: Valshamar aðgengi #50611
    Sissi
    Moderator

    Ljott ad heyra. Thurfum vid ad fara ad stofna Access fund? Aetlar Skuli Magg ad taka til sinna rada? Aetlar Isalp ad selja talstodvarnar og kaupa sumarbustad?

    Thegar stort er spurt…

    SF

    in reply to: Einfarar #50557
    Sissi
    Moderator

    Ég hef hitt einhverjar steikur í útlöndum sem stunda svona, en bara af því að þeir eiga enga vini.

    Áður en þú ferð að kaupa grigri og bora það út mæli ég með að þú reynir að eignast vini.

    Það er líka frítt.

    Þegar þú ert búinn að því getur þú svo keypt þér fleiri vini og tekið þá með þegar þú og vinur þinn farið út að klifra.

    Þá verður sko gaman!

    Þið vinirnir getið líka fengið ykkur hnetur, en ég vara þig við; Þær eru afskaplega þungar í maga.

    Með beztu kveðju,
    Sizmeister

    in reply to: Bínur í Rauða Turninum #50555
    Sissi
    Moderator

    Minni líka á hvíta Fruit of the loom bolinn (stærð medium) sem Skabbi bjargaði á Hraundranga í fyrra. Enn hefur enginn vitjað hans.

    http://gallery.askur.org/sissi_hraundrangi/DSC04535

    Kveðja,
    Sveinn

    in reply to: Netbúðir í Þýskalandi #50537
    Sissi
    Moderator

    Graci!!!

    in reply to: Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. #50516
    Sissi
    Moderator

    Æi – mér hættir til að vera langsóttur ;)

    Point being að yfirgefinn bíll kl. 23:30 á planinu við Sandfell er mun snjallara system en að tapa sér í einhverju tilkynningaskyldubulli. Þessi hugmynd hefur margoft verið rædd varðandi rjúpnaskyttur, sleðamenn (sbr. nokkur útköll á Langjökul ofl) og allan fjandann. Ávallt hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé bull.

    Staðreynd málsins er sú að besta leiðin til að tryggja öryggi sitt til fjalla er betri þjálfun og útbúnaður. Þá er tilvalið að fara á námskeið hjá ÍSALP eða Björgunarsveitum.

    Að öðrum kosti ættu menn að fara með Fjallaleiðsögumönnum og styrkja gott málefni (ferðasjóði starfsmanna)

    SF

    in reply to: Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. #50514
    Sissi
    Moderator

    Hugsanleg lausn…

    Forsendur
    1) Ímyndum okkur að bílaplön í Öræfum séu svona segultöflur. 2) Ímyndum okkar að bílar tákni litla segla fyrir fjallgöngumenn á ofangreindri „töflu“.
    2) Ímyndum okkar að hver af þessum litlu seglum beri einkvæma tölu sem táknar eiganda segulsins (t.d. tveir bókstafir og þrír tölustafir) sem síðan væri hægt að fletta upp hjá yfirvöldum.

    Notkun
    Ef seglar væru eftir á töflunni síðar en eðlilegur uppgöngutími gæti talist, væri hægt að grennslast um hver ætti einkvæma númerið og gera viðeigandi ráðstafanir.

    Þetta fyrirkomulag gæti verið affarasælla, enda ber almennt að forðast að hamla frelsi einstaklingsins of mikið með boðum og bönnum. En það getur dómarinn frætt ykkur betur um ef þið bókið tíma hjá honum ;)

    Siz (fann upp hjólið)

    in reply to: Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. #50512
    Sissi
    Moderator

    Jamm, hann kom mjög vel fyrir og kom þyrlusneiðinni til skila á smekklegan hátt. Mættti nota þennan mann oftar í fjölmiðlum.

    Þetta þyrlumál er náttúrulega klikk. Og reyndar öll þessi spenna hjá LHG, SHS og Lögreglunni, að vilja helst ekki nota þessar blessuðu björgunarsveitir.

    Er þetta ekki spurning um að veita sjúklingunum sem besta þjónustu, ekki einhverja PR pissukeppni?

    SF

    in reply to: Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. #50510
    Sissi
    Moderator

    Einmitt – eins og allir skrá sig í Chamonix áður en haldið er upp í gleðina *hóst*

    Téður aðili er nú líka ekki alveg nægilega balanceraður til að vinna í þjónustuhlutverki, þvílík og önnur eins fúkyrði sem látin eru fjúka yfir gesti staðarins. Ef Sr. Heimir hefði heyrt slíkt frá sínum starfsmönnum þegar ég vann á Þingvöllum hefðu þeir verið látnir fjúka á staðnum.

    Annars vel leyst hjá Arnari Kópi / ÍFLM uppi á Hnjúk, þó að vissulega hafi verið gaman að FBSR fengu loks að hoppa.

    Snjóaðstæður þarna uppi á föstudaginn voru nú þannig að ég hefði alveg verið til í að skíða, eðalpúður, fyrst menn eru eitthvað að skjóta. Miklu betra en þegar ég hitti þig þarna um daginn Skúli. En hlutirnir eru fljótir að breytast á gervihnattaöld.

    Friður,
    Sizmeister

    in reply to: Klifurblída #50505
    Sissi
    Moderator

    Eruð þið Skabbi búnir að gera eitthvað annað en að drekka brennivín og elta hnátur ;)

    Siz

    in reply to: Eftirmiðdagsbrölt í gær #50468
    Sissi
    Moderator

    Óborganlegar myndir, tilvitnanir í fræga menn, þessi klassíska og síðast en ekki síst postulín – vantar ekkert ;)

    Siz

25 umræða - 526 til 550 (af 660)