Karl

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 51 til 75 (af 262)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Professionals at work #57354
    Karl
    Participant
    Sveinn Friðrik Sveinsson wrote:
    Kalli, í þessu tilfelli eru yfirgnæfandi líkur á því að fall (factor 2) hefði leitt krafts á eina skrúfu

    Sissi, ég held að lesendur bíði spenntir eftir að heyra þetta með fall faktor 2″

    Jafnvel þó að tryggjarinn hefði ekki hlaupið frá brúninni og hopparinn hrunið í svelginn þá næst aðeins faktor 1 !

    Svo er það þetta með fagmennsku atvinnumannanna:

    Fyrir margt löngu tók mikill snjóflóðagúrú að sér að halda ísklifurnámskeið fyrir klúbbinn.
    Hann valdi námskeiðinu stað hlémegin í mikilli hlíð þrátt fyrir að Veðurstofan hefði verið með stormviðvaranir í 2 eða 3 daga á undan. Auðvitað lenti hópurinn í snjóflóði.

    Það hefur verið sett fram lögmál sem segir að fylgni sé milli þekkingar á snjóflóðum og líkum á að lenda í flóði. Það sannaðist vel þarna.
    Síðan þetta gerðist, hef ég ekki lesið staf um snjóflóð og stefni á að meðfædd gleymska tryggi mér með tíð og tíma algert þekkingarleysi á þessu sviði…..

    Góðar stundir

    in reply to: Professionals at work #57346
    Karl
    Participant

    Andið nú með nefinu drengir! –Það er engin ástæða til þess að fara á límingunum í einhverri pólitískri rétthugsun og upphöfnum heilagleika rauðbláu slysavarnarbrókanna.
    Þetta er ljómandi skemmtilegt myndband og ekki annað að sjá en þeir hafi gengið lítt haltir frá þessu. (Sennilega er þó heilsusamlegra að ger þetta án frambrodda og með hnéhlífar.)
    Ég hef trú á því að fleiri ísklifrarar meiði sig í boltaleik eða úti að hjóla, frekar en þegar menn eru fullir athygli í e-h brölti. Sú var allavega raunin með þann sem sleit á sér hásinina á rennisléttu og stömu íþróttahúsgólfi í gær…..
    -í boltaleik!

    in reply to: Utanbrautarskíðun? #57297
    Karl
    Participant
    Ottó Leifsson wrote:

    Ég er að byrja mína fjallaskíðamennsku, langar að fara á skíði í Móskarðshnúkum. Hvert keyrir maður og hvar er best að byrja gönguna á fjallið.
    kv.
    Ottó
    840 3047

    http://ja.is/kort/#q=hrafnh%C3%B3lar&x=375575&y=414870&z=8
    Oft má aka inn að sumarhúsunum. Restin er beint af augum

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57282
    Karl
    Participant

    Kinnin Rokkar!
    [attachment=369]kinn28.des.jpg[/attachment]

    in reply to: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur #57243
    Karl
    Participant

    Spurning hvort greiða verði gistináttagjöld í Bratta og Tindfjallaskála?

    Það að Ferðafélagið verði undanþegið gistináttagjaldi er nokkuð skondið.
    Ferðafélagið segist ekki stunda ferðaþjónustu og hefur tekist að koma sér undan ábyrgðum og trygginga og uppgjörsskyldu vegna ferðaskrifstofuleyfa sem allir aðrir þurfa að uppfylla.
    Nú hefur ferðafélagið einnig náð að koma sér undan gistináttagjaldinu og skondið að þeir sem gista í Landmannalaugum þurfa ekki að greiða gjaldið en þeir sem gista í Landmannahelli þurfa að greiða það?

    Hin hliðin á Ferðafélaginu er að það telur sig ekki eiga samleið með öðrum útivistarfélögum og hefur sagt sig úr Samtökum Útivistarfélaga.

    Af þessu má ætla að FÍ eigi hvorki samleið með útivistargeiranum né ferðaþjónustunni.

    Ætli þeir eigi höfði sínu að halla hjá Félagi Bókaútgefenda eða Bingósamtökum Lýðveldisins?

    in reply to: Myndir úr seinustu ferðum #57226
    Karl
    Participant

    Páll S. Jeppesen, -brýtur þú fleiri drif en hörðustu jeppakallar?
    (-Eg hef brotið ísexi en aldrei framdrif)

    in reply to: jöklatjöld fyrir kvikmynd #57097
    Karl
    Participant

    Nú veit ég ekkert um hvaða kvikmyndverkefni þetta er að hverjir standa að því.

    En vert er að hafa í huga að stærri kvikmyndaverkefni eru rekin á einnota kennitölum vegna ákæða um vsk endurgreiðslur.

    Ég ráðlegg engum að lána eða selja eitt eða neitt til kvikmyndagerðar nema gegn staðgreiðslu eða góðum tryggingum.

    in reply to: Dagsferð á Þumalinn #57076
    Karl
    Participant
    Björn Oddsson wrote:
    Ég skora á ykkur að googla „Vatnajökulsþjóðgarður“ og „hjólreiðar“. Þá finnið þið ýmsar ályktanir, skýrslur og reglugerðir um málefnið.
    kv.
    Björn

    Þetta er rétt.
    Í fyrstu útgáfunni voru allar hjólreiðar bannaðar, -líka uppi á jökli.

    Það er slæmt að regluverk þjóðgarðsins virðist að miklu leyti vera ættað frá kontóristum sem aldrei hafa stundað útivist.

    Ég hef trú að það megi laga þetta þ.e.a.s ef útivistarmenn gefast ekki upp á að slást við kerfið og geri einfaldlega það sem þeim sýnist réttast, óháð regluverki.
    Það er margbúið að benda á mikið af þessum ambögum en í stað þess að taka þessu sem jákvæðum ábendingum þá fer kerfið alltaf í vörn. Slíkt er yfirleitt dæmi um að menn valdi ekki verkum sínum.
    Í þau skipti sem ég hef strunsað Morsárdalinn þá hef ég alltaf bölvað því að vera ekki á hjóli.

    in reply to: Dagsferð á Þumalinn #57057
    Karl
    Participant

    Er þetta ekki oftast farið sem dagsferð?

    Fór þetta á einum degi fyrir rúmum 20 árum og hef e-h fundist að flestir gerðu þetta þannig!

    in reply to: Ísfestival 2012 ? #57034
    Karl
    Participant

    Ég hef ekki hugmynd um færið norðurfyrir helli, Hlöðver hefur verið með pælingar um via-ferrata en sambúð við ís og salt gæti verið erfið.
    Hinsvegar er ós Skjálfandafljótsins kominn vestur undir kletta og því líklegt að áin fari að byggja upp fjöru út að hellinum ens og var áður.

    in reply to: Ísfestival 2012 ? #57024
    Karl
    Participant

    Ég heimsótti Hlöðver bónda að Björgum í Kaldaakinn í haust.

    Hann er búinna að koma sér upp stóru samkomutjaldi sem tjalda má e-h undir klettunum til að hýsa kjötsúpupottinn og bjórinn….
    Eins er hann e-h að auka gistirýmið.

    Kinnin er vænleg ef markmiðið er að trekkja að e-h erlenda spaða.
    Mér skilst að norðan við hellinn sé töluvert um ófarnar leiðir.

    in reply to: Síðan og spjallið #57009
    Karl
    Participant

    Fínt að síðan sé poppuð upp, -greinilegt að umferðin margfaldaðist.

    -Eg skil nú innslag Sveinbjargar ekki sem aðfinnslu eða neikvæðni, hún er eingöngu að veita upplýsingar sem ágætt er að komi fram.
    Ekkert óeðlilegt að kostnaður sé af heimasíðunni.

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56984
    Karl
    Participant
    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56980
    Karl
    Participant

    Páll Sveinsson wrote:

    Quote:
    Hvernig viljið þið sjá aðgengið að hellinum í framtíðini og fyrir hverja?

    kv.
    Palli (lyftu stjóri)

    Ég get auðveldlega séð það fyrir mér að e-h setji upp byggingarkranagálgan í febrúar og Palli vinni þá sem lyftuvörður fram á vor. Draslið verði fjarlægt á vorin á snjó og ekki sett upp aftur fyrr en bílfært er orðið að hellinum í ca febrúar.
    Það er útfærsluatriði hvort kranagálginn fái að vera yfir opinu allt árið. Hann þyrft þá að vera svipaður á litin og hraunið.
    Líklega er nauðsynlegt að setja tröppur upp gíginn, pall á brúninna og traustar undirstöður undir kranaágálgann.

    Með þessu móti þarf ekki að skemma Strompahraun eða gíginn og leggja vatnsverndarsvæðið undir massatúrisma og pulsusjoppur.
    Almenningur á kost á að fara í hellinn óskemmdan og fjallamenn og náttúruskoðarar geta upplifað Þríhnúkagíg ósnortinn þess á milli.(þó með tröppum o.þ.h. á gígbrún og uppgönguleið)

    Þetta er win-win fyrir náttúru, almenning og fjallamenn.
    Það er einfaldlega töff eða eitthvað sé ekki alltaf tiltækt -sbr skíðasvæði. Ef þetta fær gott umtal þá nýtist það í markaðsetningu allt árið.
    Fyrir atvinnugreinina „ferðaþjónustu“ skiptir hvort eð er mestu að e-h sé í boði utan sumartímans þegar allflest er hvort eð er fullbókað.

    Þetta er sambærileg lausn og að bjóða up á þyrluferðir á Hraundranga hluta ársins, -í stað þess að leggja rúllustiga upp…

    in reply to: Klúbburinn #56974
    Karl
    Participant

    Ísalp er sérstakt fyrirbrigði. -Markmiðið er ekki að starfsemi félagsins sé sem allra mest. Markmiðið er að sú fjallamennska sem hver og einn stundar verði meiri/betri/áhugaverðari/aðgengilegri osfrv. Eitt aðal hlutverk Ísalp er því að vera fjöltengi sem miðlar hugmyndum, upplýsingum skoðunum ofl.

    Í árdaga fólst þetta í áskrift klúbbsins að bókum og tímaritum og „fjöltengingin“ var með beinum hætti , maður á mann, á opnum húsum klúbbsins og lítilega með útgáfu fréttabréfa.
    Í dag má segja að http://www.isalp.is hafi tekið við hlutverki lífræna opnuhúsahittngsins og fréttabréfanna.
    Ég tel mikilvægt að halda þessum vetvangi „innanhúss“ þ.e. á okkar heimasíðu og ná fram þessu lífræna með námskeiðum og festivölum ss Banf, Telemarkfestival. Ísklifurfestival, Hnappavallgleði, e-h myndasýningum, glöggi osfrv.

    Líklega þarf að poppa síðuna e-h upp til að auðvelda miðlun myndefnis og FF.

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56954
    Karl
    Participant

    Það er engin ástæða til að sitja bara heima og lesa.
    Hugmynd Steinars um að síga og júmma í 2 áföngum með neðri línu haldið upp af stálvír er alveg brilliant. Það er þó háð því að vírinn sé ekki líklegur til að losa um grjót þar sem hann liggur á bergi.
    Þá væri auðveldast að taka efra sigið á grigri og það neðra á þyngstu áttunni sem menn eiga. Það er nú ekki flókið að síga tvö sig og taka tvö júmm….

    Verst hvað júmmið er seinlegt og ekki getur nema einn maður verið á ferðinni í einu.

    Ég á ágætan stálvír í þetta sem klúbburinn getur fengið.Þið þurfið þá að kaupa nokkrar víraklemmur og kós í Ísfelli.

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56948
    Karl
    Participant

    Sveinn Friðrik Sveinsson wrote:

    Quote:
    Hér er ég algjörlega ósammála Kalla, í þessar ferðir er að mæta reynslulítið fólk oft á tíðum sem er að stíga fyrstu sporin. Það hefur engar forsendur eða reynslu til að meta áhættu. Þetta eru nánast gædaðar ferðir og fararstjórar ættu að bera ábyrgð á því að fólk sé rétt útbúið og halda í hendina á því. Til þess er þetta. Ég ferðast á jafnréttisgrundvelli í einkaklifurferðum. ekki í nýliðaferðum Ísalp eða björgunnarsveitanna.

    Er það sjálfgefið að allar ÍSALP ferðir séu halarófuferðir fyrir byrjendur? Er klúbbfélögum sem hafa reynslu til að standa jafnt í báða fætur ómögulegt að gera e-h saman undir merkjum klúbbsins?

    Hvað með klifurhelgar á Hnappavöllum? Eru Jón og Dúddi þarmeð á ábyrgð klúbbsins ef þeir meiða sig í einhverri leiðinni? -Hvernig í andsk. á klúbburinn að bera ábyrgð á mönnum sem klifra saman í línu? Verðum við þá ekki að hætta við Ísklifurfestivöl og jólaklifrið? Á klúbburinn að bera ábyrgð á því að tveir Dúddar sem klifra saman í línu setji inn nægar millitryggingar og að þeir hafi munað eftir því að klæða sig í síðu nærbuxurnar?

    Og hvað ef klúbburinn stendur fyrir skíðaferð í Botnsúlur og Dúddi dettur á rassinn og meiðir sig? -Á sá sem skrifaður er fyrir ferðinni að bera ábyrgð á því?

    Ég bara spyr

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56946
    Karl
    Participant

    Hvað ætlar þú eiginlega að æfa í Tintron? -Júmm?

    Það eru tvennt sem er hættulegt við Þríhnúkahelli.
    a). Júmm. Af eigin reynslu og annara þá er ég alfarið á móti því að menn júmmi upp.
    b). Grjóthrun. Þetta er random áhætta. Mestu skiptir að miðja vel línuna svo hún nái ekki útí. Þessi hætta verður alltaf til staðar í þessum helli.

    Það er í raun sáreinfalt að fara í þennan helli að vetri. Ég er hálftíma á staðnum að rigga búnað til sigs og hífinga.

    Það sem þarf er:
    Jeppi
    200m lína
    15 m lína
    30m lína
    10m lína 2 stk
    tvær venjulegar blakkir
    grigri 3 stk
    Traxion 1 stk
    Nokkrar karabínur og slingar
    Analog talstöðvar 3 stk.
    Belti

    2 grigri eru notaðir til að fínstilla stöðu miðjublakkarinnar með 10m línunum, hin blökkin eða rúlluhjól eru á barminum bílmegin. 2 stk grigri eru einfaldlega til tímasparnaðar og þá sleppa menn við margendurteknar hnýtingar.
    Sigmaður er festur í aðallínuna en notar 15m línuna og grigri til að síga af gígbarminum þar til aðallínan heldur honum. 30m lína og traxion er notað til að hífa hann upp á gígbarminn frá þeim stað sem aðallínan nær honum. Með þessu móti er engin hitamyndun á aðal línunni vegna sigbremsu
    Það þarf einn mann til aðstoðar á brúninni og einn bílstjóra.

    Þetta er mikið fljótlegra og auðveldara en að brölta á Hraundranga.
    Engin ástæða til að láta slæma reynslu af júmmi aftra sér frá því að fara þetta.

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56942
    Karl
    Participant

    Guðmundur Freyr Jónsson wrote:

    Quote:
    Það hafa margir Ísalparar farið þarna niður og komið til baka með misjafnar sögur, ég veit ekki um marga sem myndu vilja bera ábyrð á hópferð þangað.

    Í fjallamennsku ber hver ábyrgð á sjálfum sér. Þó svo að svona ferð sé farin undir merkjum Ísalp þá er hver og einn ábyrgur fyrir sér og sínum félaga/félögum, -rétt eins og menn eru ábyrgir fyrir eigin skíðun eða klifri þó svo að ferðin sé á dagskrá Ísalp.

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56941
    Karl
    Participant

    Það segir margt um þetta verkefni að skoða hvaða mannvitsbrekkur lögðu fram þingsályktunartillöguna:

    Árni Johnsen,
    Jón Gunnarsson,
    Róbert Marshall,
    Ásbjörn Óttarsson,
    Björgvin G. Sigurðsson,
    Lilja Rafney Magnúsdóttir,
    Birkir Jón Jónsson,
    Tryggvi Þór Herbertsson,
    Unnur Brá Konráðsdóttir,
    Ragnheiður E. Árnadóttir,
    Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
    Kristján Þór Júlíusson,
    Guðlaugur Þór Þórðarson.

    Það vantar bara að Vigdís Hauksdóttir stingi með þeim „hausnum í steininn og kastaði honum svo út úr steinhúsinu með þeim…“

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56940
    Karl
    Participant

    Ég hef farið nokkrar ferðir í hellinn, júmmað, dregið menn upp á handspili, híft á felgu eða einfaldlega slakað og híft á jeppa.
    Síðast þegar ég fór var ég farinn niður með rafstöð hálftíma eftir að komið var á staðinn svo þetta er ekki stórmál.
    ´
    Þegar sigið er rúma 100 metra þá hitnar sigtólið það mikið að maður þorir ekki að stoppa síðasta kaflann og því sem næst allir sem haf júmmað upp hafa sargað línur illa. E-h af þeim sögum hefur ratað hingað. Ég hef hinsvegar ekki skemmt línu þegar jeppi er notaður til sigs og hífinga.

    Ég er alfarið á móti massatúrisma í Þríhnúkum.
    Hugmyndin er í í raun svo galin að að með óíkindum er að hún sé rædd af ódrukknum mönnum í björtu.

    1
    Þetta er á vatnsverndarsvæði Höfuðborgarsvæðisins.
    Vatnsveitan hefur að sjálfsögðu mótmælt þessu þar sem mikið af urrandi dísilknúnum vinnuvélum, notkun sprengiefnis, málningar oþh er stórhættulegt á vatnsverndarsvæðum.
    Skíturinn úr 200.000 árstúristum er svo annað mál. Vert að minna á að starfsmenn radarstöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli voru alltaf látnir skíta í bréfpoka þar sem hefðbundið klósett og rotþró þótti ógn við vatnsveitu Þórshafnar.
    Bílaumferð vegna heimsókna er svo annað mál.

    2.
    Þetta kostar vegagerð inná útivistarsvæði og mjóg stórt bílastæði. Af þessu er verulegt rask.

    3.
    Mér sýnist að Þríhnúkar ehf séu að nota öll PR trikkin til að selja stjórnmálamönnum hugmyndina og hafa þegar fengið margar millur af skattfé í þetta brölt.
    Mig minnir að 2007 kostnaðaráætlunin hafi verið 700 millur.
    Varlega áætlað er það milljarður í dag. Ekki reikna ég með því að einkageirinn eða Þríhnúkar ehf ætli að hætta miklu eigin fé í þetta.
    Ekki er álitlegt að hætta fé í verkefni með jafn mikla óvissu um framkvæmdakostnað og aðsókn nema gera verulega háa arðsemiskröfu.

    Það er ekki óeðlilegt að alvöru fjárfestir geri 25% ávöxtunarkröfu á jafn áhættumikla framkvæmd. Af milljarði er þetta þá 250 millur á ári
    sem jafngildir því að 250.000 gestir þurfa að skila þúsundkalli á haus í hreinan hagnað.
    Þetta er það óraunhæft að hóa þurfti í tugthúsliminn Árna Johnsen til að tala fyrir málinu á þingi.
    Í þessu samhengi er rétt að minna á að Skaftafellsþjóðgarður fær skitnar 20 milljóna rekstrarframlag á ári, ekki fæst smápeningur til að opna veginn í Öskju í byrjun sumars og fyrst árið 2011 fékkst e-h klink til að gera sæmilega gangfært að Seljalandsfossi.

    4.
    Síðast en ekki síst þá tel ég þetta vera hreina og klára eyðileggingu á merkilegri náttúruperlu.
    Hvers virði er eldgígur með rekkverki úr stáli og námalyftu? -Er þetta ekki bara eins og hver önnur námugöng?
    Mér finnst þetta sambærilegt við hugmynd um rúllustiga uppá Hraundranga, einkaveg e-h framsóknarfrömuðar á Heklu eða áætlanirnar up kláfa og lestir uppá topp Mt.Blanc. -Það þurfti tvær heimstyrjaldir og kreppu til að slá þá dellu útaf borðinu.

    Ég get lagt til 200 metra línu í Ísalpferð þegar kominn er það mikill snjór að akfært sé að gígnum. Ég er viss um að Palli kemur með…

    in reply to: Umhverfis og aðgengismál #56913
    Karl
    Participant

    Ég hætti í stjórn Samút fyrir aðalfund 2011 en er fulltrúi Samút í suðursvæði VJÞ. Í það fór ég nestaður þeirri stefnu Samút að standa gegn hugmyndum um tilkynningaskyldu og aðrar íþyngjandi steypu sem rædd hefur verið þar eystra.
    Jeppavinir voru ekki í Samút síðast þegar ég vissi.

    Mig minnir að Samút hafi e-h tíma sent frá sér ályktun um göngubrú á Markarfljót. Ég hef lengi haft þann áhuga og sýnist að slíkur áhugi hafi verið til staðar hjá forvera ÍSALP:
    http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=79697&lang=gl
    -Grunar að FÍ sjái viðskiptatækifæri í því að vera við syðri brúarsporðinn…

    Aðkoma, umgengnisréttur og vernd eftirsóttra útivistarsvæða kemur að miklu leyti til með að ráðast af skipulagi sveitarfélaga og þjóðgarða.
    Þar gildir að þeir sem ekki hafa skoðun og/eða taka ekki til máls eru ekki með. Ég tel eðlilegt að Ísalp vinni þá heimavinnu sem þarf.

    in reply to: Umhverfis og aðgengismál #56922
    Karl
    Participant

    Ég tel að annar Ísalparinn í Samút eigi að vera stjórnarmaður, -helst formaður. Hinn aðilinn ætti að vera e-h sem er til í að sinna þessu e-h ár.
    Markmiðið með 2 mönnum frá hverju félagi er að annar sé beintengdur stjórn á hverjum tíma en hinn sé e-h sem er tilbúinn að sinna þessu um nokkurn tíma og ná e-h samhengi í hlutina.

    Almennt.
    Samtök útivistarfélaga eru stofnuð vegna fyrirhugaðra nátúruverndarlaga árið 1999 sem settu verulegar skorður við umferð gangandi manna um eignarlönd (þetta var á einkavæðingartrippi Dabba). Þetta frumvarp var gróf aðför að almannarétti og hefði getað lokað aðgengi að mörgum klifursvæðum ef landeigendum hefði dottið slíkt í hug.
    Það náðist að berja þetta til baka og almannaréttur er enn með líku sniði og við landnám.
    Framundan er töluverð vinna við skipulags og vegamál á miðhálendinu.

    Undanfarið hefur mikið púður farið í deilur við yfirvöld um aðgengi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þeir sem nenna geta lesið e-h hér (bannað að tjalda á Vatnajökli etc)http://www.google.is/search?rlz=1C1GGGE_enIS358&gcx=w&sourceid=chrome&ie=UTF-8&q=isalp.is+sam%C3%BAt
    Þessi leiðindi skapast af óvönduðum undirbúningi þjóðgarðsins, ónógri þekkingu þeirra skem skrifa reglur og skort á samráði við útivistargeirann. Hinumegin eru svo ýktar kröfur háværra einstaklinga innan skotvís og 4×4. Þessi mál fóru í bövaðan hnút, Maggi Hall, okkar maður (fráfarndi) í aðalstjórn VJÞ hefur þurft að sitja undir bölvúðu skítkasti ákv hóps jeppa og byssukalla og formaður FÍ hefur einnig að ósekju fengið álíka skammt úr sömu átt.
    Að endingu sagði FÍ sig úr Samút vegna illmælgi ofandgreindra aðila en vert er að minna á að FÍ, FFA og FFF er tvíeggjað batterí, annars vegar „menningarsamtök“ á borð við Ísalp en á hinn bóginn eru þeir á kafi í túrisma með x hundruða milljóna veltu á ári sem að töluverðu leyti er innan VJÞ.
    Það er missir að FÍ úr Samút og allt í lagi að minna á að núverandi formaður FÍ (og Ísalpari) átti stærsta þáttinn í þeim úrbótum sem gerðar voru á núverandi náttúruverndarlögum og náði að smeygja Samút mönnum inn í stjórn VJÞ með skóhorni á síðustu metrunum.

    Ég veit ekki hver framtíð Samút verður eftir brotthvar FÍ, við það þyngist róður okkar gagnvart yfirgangsömum og háværum hópi jeppa og byssumanna sem að mínu mati hafa farið offari.
    Mín tilfinning er sú að vegna viðskiptahagsmuna innan VJÞ hafi FÍ ekki viljað láta spyrða sig við háværa arm Samút og því ákveðið að sigla lygnan sjó gagnvart þjóðgarðinum.
    Mér er í sjálfu sér hlýtt til FÍ en finnst þeir vera eins og homminn í skápnum sem þorir ekki að koma út og viðurkenna opinberlega að hann sé á kafi í túrismanum og eigi í raun meiri samleið með Samtökum Ferðaþjónustunnar en Samtökum Útivistarfélaga og ætti að sækja um ferðaskrifstofuleyfi eins og aðrir í þeim geira. Minna má á að FÍ hefur nýlega keypt öll hús og rekstur í Húsadal í þórsmörk fyrir stórfé.

    Í þessu samhengi er vert að minna á tvennt: Systursamtök Ísalp og FÍ, DAV og Frönsku Alpaklúbbarnir, hafa fyrir löngu stofnað sérstök félög um rekstur fjallaskálanna til að skilja á milli reksturs og félagsstarfsemi.
    Hitt er að einn fyrirferðarmesti þátturinn í starfi aðildarsamtaka UIAA er báráttan fyrir aðgangi að náttúrinni og í því ljósi þarf Ísalp að standa sig eins og aðrir og stjórn þarf að sinna þeirri vinnu.

    Góðar stundir

    in reply to: Herðubreið #56783
    Karl
    Participant

    Nægur snjór á Herðubreið. Nýr snjór yfir allri ösku en nýi snjórinn helvíti gljúpur og betra að hafa sæmilegar kringlur á stöfunum. Nýlegt snjóflóð sem fór yfir veginn að uppgöngunni. Fínn skíðasnjór í Öskju og Löngufönn.

    in reply to: Herðubreið #56750
    Karl
    Participant

    Yfirleitt er orðið vel fært í Herðubreiðarlindir í mai. Leiðin er alfarið á frostfríu efni og því aldrei aurbleyta eða hætta á vegarskemmdum.
    Vegurinn er töluvert niðurgrafinn sitt hvoru megin við Tumba og þar sitja skaflar stundum fram í júní (eru farnir núna).
    Lokun vegarins um Herðubreiðarlindir er því ekki til að koma í veg fyrir drulluakstur og í því ljósi engin ástæða til að virða lokanir. Hinsvegar er lokuninn til að koma í veg fyrir að e-h sauðir aki utanvegar til að forðast skafla og þó fyrst og fremst til að styggja ekki heiðagæsarvarp í Herðubreiðarlindum. Það er hinsvegar hægt að aka að Herðubreið frá Möðrudal án þess að styggja þessa bleikfættu vargfugla.
    Þankagangur Vegagerðarinnar er að setja akstursbann á allann veginn þangað til þeir dratthalast til að ryðja snjóinn af veginum í Öskjuop.

    Samtök Útivistarfélaga SAMÚT eru að vinna að því að fá þessum umferðartakmörkunum breytt í átt að almennri skynsemi.

25 umræða - 51 til 75 (af 262)