FRÉTTATILKYNNING FRÁ FÉLAGI UM VERNDUN HÁLENDIS AUSTURLANDS OG
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖKUM AUSTURLANDS
Í dag, 28.september er sorgardagur á Íslandi. Í morgun hófst herför valdsins gegn vesturöræfum við Snæfell. Ísland verður fátækara í kvöld en það var í morgun.
Félögin standa fyrir athöfn við Lagarfljótsbrú kl. 20:00 í kvöld. Áður en myrkrið skellur á kveikjum við ljós vonar um að snúið verði af braut eyðileggingar.
Fólk er beðið um að hafa með sér kerti til fleytingar á Fljótinu ef
veður leyfir.
Ennfremur verður samskonar athöfn við Tjörnina í Reykjavík kl. 22:00
HH