Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
RobbiParticipant
Tvíburagil 13.jan – Ég og siggi klifruðum Verkalýðsfélagið m8, Himinn og haf m8 og Helv. fokkin fokk m6.
Ágætis ís í toppinn á Verkalýðsfélaginu og Himinn og haf (ef íslaust þá nánast ómögulegt að klára upp á topp).
Megin ísþilin í Ólimpíska og vinstra megin við himinn og haf voru rennandi blaut og ekki spennandi að klifra það, frekar kertað.
Robbi
RobbiParticipantMúlafjall, Brynjudalur og Grafarfoss 29.des 2015.
Múlafjall:
Nægur ís og ekki mikið breyst síðan í jólaklifrinu. Ísinn er mjög blautur og lélegur til vþræðinga í toppinn. Mikið af snjó við brúnina og í leiðum sem eru í litlum halla.Mömmuleiðin: Þunnur ís í kverkinni í byrjun og hægt að klippa í bolta á lykil stöðum. Tæpur ís um miðbik en skánar þegar ofar dregur og þykkur í toppinn.
Íste: Nær niður
Pabbaleiðin: Byrjunarkertið orðið þynnra en vel klifranlegt
Léttu leiðirnar eru feitar
Rísandi og stígandi: Nægur ís séð frá veginum.Brynjudalur:
Ennþá ís séð úr fjarska og að öllum líkindum hægt að klifra léttari leiðirnar
Ýringur: Þunnur ís í byrjunarhöftum og eins og það væri rennsli í höftunum. Efsta haftið lúkkaði gott en kertað. Blá toppur efst í fjallinu leit út fyrir að vera í fínum aðstæðum
Óríon: Kertið leit ú fyrir að vera spik feitt, óvitlaust að bíða eftir meira frosti samt.Grtafarfoss:
Orginallinn er í rusli og rennandi vatn
Miðjan er ekki mikið breytt en hætta á slæmri skel um miðbik, kertið í toppinn ennþá í lagi
Vinstra afbrigði: fyrri partur (40m) blönduð af mjúkum og skeljuðum ís. Efri partur með mikilli skel og mjúkum ís, ís eitthvað farinn að losna frá klettinum á möfum stöðum og erfitt að tryggja.Góða skemmtun.
Robbi
- This reply was modified 8 years, 10 months síðan by Robbi.
RobbiParticipantBrynjudalur 18 des:
Kjaftfullt ís í léttari leiðunum inni við skórækt norðan megin í dalnum. Lítill sem engin ís upp á brún þegar komið er upp úr leiðunum og erfitt að setja upp top rope eða toppa upp úr leiðunum. Brattari leiðir eru þynnir og kertaðar í byrjun en fitna mikið þegar ofar dregur.
Nálaraugað: Frekar þunnt
Snati: Vantar kertið, spikaður að ofan
Kópavogsleiðin (kertið vinstra megin við hana): Virtist vera í æðstæðum úr fjarska,furðu mikill ís þar á ferð.
Ýringur: Megin haftið leit út fyrir að vera feitt. Lítill sem enginn ís í neðripart í gilinu
Leiðin á móti Óríon leit út fyrir að vera í aðstæðum, veit ekki með óríon
Nóngil í Reynivallaháls: Fínar aðstæður í aðal höftunum uppá topp, þynnri ís í giljabröltinu. Leit út fyrir að vera bara í fínum overall aðstæðum.Ef þér fannst þessi þráður gagnlegur og telur að hann hefði kanski aðstoðað þig við að velja þér stað til að klifra á um helgina, hentu þá í sambærilegan póst næst þegar þú ferð einhvert að klifra…
Maður gerir ekki neitt fyrir neinn, sem gerir ekki neitt fyrir neinn!
Góðar stundir og gleiðilegt klifur.
Robbi
RobbiParticipantFórum ég, Ottó og Guðjón upp í Villingadal í dag. Þar voru allar leiðir í topp aðstæðum, grunsamlega mikill ís sem tekur vel á móti tryggingum. Klifrðuðum 2 megin leiðirnar til vinstri og fyrir miðju gili. Eðal stöff, WI4-ish.
Báðar leiðirnar er hægt að klifra einhvert lengst uppeftir í e-u brölti. Hægramegin er WI3 sem fer lengst uppeftir og er með fullt af litlum höftum sem gæti hentað vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu sport í fjölspanna klifri.
Þette lúkkar verf frá veginum, ekki láta blekkjast…
Góðar stundir.
Robbi
RobbiParticipantLokið var við að bolta nýja leið í testofunni í Múlafjalli í dag sem er búin að vera hálf kláruð í 2 ár. Leiðin er eingöngu drytool og afrar ólíklegt að það myndist ís í henni.
Staðsetning: Múlafjall, Hægra næsta leið hægra megin við Mömmuleiðina (byrjar í áberandi yfirhangi) og stór mosasylla klýfur leiðina fyrir miðju.
Gráða: M7+/M8 ? (ekki alveg staðfest gráða)
Fjöldi bolta: 11, +2 boltar í akkeri rétt fyrir neðan brún, vinstra megin við gilskorninginn þegar komið er upp úr leiðinni.
ATH: það þarf 70m línu til að ná upp og niður rétt eins og í Mömmuleiðinni.Leiðarlýsing: Mjög bratt klifur upp fyrstu 3 boltana með desperate klippingu í bolta 2. Eftir 5 bolta er komið á breiða mosasyllu sem gengið er upp. Þaðan tekur við tæknilegt jafnvægisklifur með löngum hreyfingum á milli lítilla kanta. Leiðin endar í dularfullum breiðum skorstein sem snúið er að komast upp í. Fylgja skorsteininum upp í létt brölt og akkerið er á vinstri veggnum fyrir neðan toppinn (áberandi horn sem liggur upp af megin veggnum).
Robbi
RobbiParticipantJá, það er mögnuð tilfinning að taka þátt í svona keppni. Engin smá númer að keppa. Nokkrir sem voru að keppa eru þekktir Ice-world cup geltir. Það var greinilega sigtað stíft út í forvali fyri keppnina ef marka má það sem kom fram á fundum fyrir keppni og hafði skráning aldrei verið meiri.
25 keppendur fengu þann heiður að taka þátt og vorum við Berglind ein af þeim.Hægt er að skoða einhverjar myndir inná http://www.roberthalldorsson.com
Við póstum svo skemmtilegum myndum inn á isalp fljótlega.
Kv.Robbi
RobbiParticipantTakk fyrir mig. Frábær skemmtun, það er alltaf gaman að sósíal klifra.
RObbiRobbiParticipantSorry, tek þetta á mig. Ég er með einhvern bunka í möppu á tölvunni sem er alltaf á leiðinni inn. Lofa að vera duglegur… Ætli ég skuldi ekki einhverja ferðasögu líka, fer beint í það.
Annars er þetta góður punktur hjá ívari meða að skrá leiðir. Í ljósi þess að það voru nokkrar leiðir klifraðar í Múlafjalli í jólaklifrinu þá legg ég til að þeir sem eiga myndir af leiðunum sem þeir fóru pósti þeim í þennan þráð og við reynum svo að komast til botns í nöfnum, gráðum og gömlu kallarnir reyna að dusta rykið af minningunum og sjá hvort þeir muni hvað þetta er.
Ég ætla að pósta mynd af múlafjalli á eftir og merkja inn númer á allar leiðir og það væri gott ef menn gætu merkt eitthvað við það. Það er auðvitað búið að klifra meirihlutann af þessu en vegna skorts á heimildum (er búinna að skima öll ársritin) er nánast ómögulegt að finna eitthvað útúr þessu.
Múlafjall er vinsælt svæði við Reykjavík og synd að ekkert hafi nöfn.
Robbi
RobbiParticipantKlifrðuðum í dag ég, Katrín, Berglind og Helgi Egils í Reynivallaháls í dag. Héldum að leiðin væri ófarin en við nánarin athugun í ársriti 1990 heitir hún Nóngil 3-4gr.
Fullta af ís og sennilega nýtt afbrigði til vinstri klifrað, veit einhver ?
Óríon og múlafjall í aðstæðum, aðkomuhöft í Ýringi of þunn en efsta haftið klifranlegt.
[attachment=482]nongil.jpg[/attachment]
Nóngil, Veit einhver hvort klifrað hafi verið vinstra megin ?[attachment=481]mulafjall_2012-11-19.jpg[/attachment]
Múlafjall[attachment=484]risandi.jpg[/attachment]
Rísandi og stígandi[attachment=483]orion.jpg[/attachment]
ÓríonRobbiParticipantTli lukku, virkileg flott lína. Ég sá reyndar ekki sófann hans Ívars á myndunum…ætli ég sitji ekki bara í honum núna.
Keep up the good work…
robbi
RobbiParticipantVel gert piltar. Tími til kominn að gera eitthvað nýtt á þessu svæði. Bíð spenntur eftir myndum.
robbi
RobbiParticipantEnginn ís er á láglendi frá Eskifirði að Reykjavík. Einhverjar línur eru í Reyðarfirði og Eskifirði í um 700m hæð en aðallega léttari línur á stangli. Ekkert er að hafa í Skaftafelli þó svo að maður vilji labba. Einhvejrar línur sáust í Skarðatindi en lúkkaði frekar rotið með kíkinum. Þetta var á laugardaginn svo það hefur nú ekki bætt í síðan þá.
Kv.Robbi
RobbiParticipantRenndi framhjá Múlafjalli í dag.
Þar er allt löðrandi í ís, en hann virðist loða illa við klettinn og þarf eitthvað frost til að sé allt í góðu.Klifraði í Vesturbrúnum esjunnar í dag. Klifruðum 3ja gil vinstramegin við anarbasis. Tæknilegt illtryggjanlegt klifur í eina spönn yfir lítið klettaþak. Brattur snjór með höftum upp á brún.
Snjóaðstæður eru með besta móti og allt grjót hart. Vil benda á að í vesturbrúnum, kistufelli og virkinu í esjunni er að finna frábærar snjóklifurleiðir. Snjórinn tekur vel við tryggingum svo það er um að gera að fara út að hrista á sér rassinn.
Kv.
robbiRobbiParticipantSeath slippage er skrið á kápu miðað við kjarna og hefur ekkert með prússikinn að gera. Sterling línan er helvíti flott og virkar vel í þetta. Hún er líka snilld í ísklifrið, dregur í sig lítið vatn og er létt.
robbi
RobbiParticipantJá, fannst þetta einstaklega áhugavert video. Hef lesið um þetta áður en þetta negldi það alveg. Hef séð marga sem eru búnir að hnýta sér „daisychain“ úr svona slingum og nota til að klippa sér í akkeri. Gott að hafa þetta á bakvið eyrað. Akkerið á að vera sterkasti hlekkurinn í þessu öllu saman…þá geta menn gleymt því að nota svona slinga til að stilla akkerispunkta saman því skv. videoinu þá tapar slingurinn uþb helming styrks við það að setja hnút á hann. Skrúfan á að þola 11kN, setur inn 2 svoleiðis en slingurinn með hnút þolir svo bara 12kN ? Það eru ekki góð vinnubrögð.
Robbi
RobbiParticipantÓlafsfjarðarmúli 18-21.des
Skellti mér með Jökli og Gumma Dúllara í ólafsfjarðarmúlann. Þar er allt í myljandi aðstæðum og fullt af nýju stöffi til að klifra ef einhver er spenntur. Nóg af ís á einu af flottari klifrusvæðum hér á landi.
Mættum 2 teymum í múlanum en þeir voru ekkert að hafa fyrir því að láta almúgann vita…skamm skamm.Kv.
RobbiRobbiParticipantÆtli Freysi verði ekki að svara því…ég held að annar góður lærdómur sé að ef það er möguleiki á því að ganga niður þá sé það betri kostur. Það er mjög auðvelt að ganga niður úr Orion, sem og Paradísarheimt og fljótlegra. Sérstaklega þegar um 3 klifrara er að ræða. Takk fyrir góða sögu
Robbi
RobbiParticipantJá hver hefði trúað því að einhver mydni fara að klifra í Sólheimajökli þegar allt er í bullandi aðstæðum þessa dagana.
Við Siggi og Palli fórum í mega skíðagöngumissjon að leita af ís lengst upp á Sólheimajökli. Þar er að finna ís í klettunum um 5-6km upp frá sporðinum og hægt að gera fullt af flottu stöffi.
Sá í haust eina svakalega línu þarna uppi en því miður var hún ekki í aðstæðum núna.
Klifruðum eina nýja leið í klettunum vestanmegin þar sem jökullin tekur beygju í skarðinu þar sem hann þrengist.Fyrir áhugasama er ferðasaga og myndir á http://www.roberthalldorsson.com
Kv.robbi
RobbiParticipantTil hamingju…keep up the good work !
RobbiRobbiParticipantMúlafjall 3.des
Klifraði Stíganda í dag. Leiðin var í glimrandi aðstæðum og fullt af ís, mæli með þessu.
Íste nær ekki niður en mjög stutt í það. Aðrar leiðir litu vel út, hægra megin við Íste voru léttu leiðirnar orðnar fínar. Nóg af ís í fjallinu inn dalinn.Brynjudalur (séð og heyrt)
Léttari leiðirnar innst í dalnum norðanmegin (vinstri þegar keyrt er inn dalinn) eru komnar í aðstæður.Brynjudalur:
[attachment=345]brynjudalur_yfirlit.jpg[/attachment]
Brynjudalur1:
[attachment=346]brynjudalur1.jpg[/attachment]
Múlafjall (íste er hægramegin við miðju)
[attachment=347]mulafjall1.jpg[/attachment]
Múlafjall lengra til vinstri frá fyrri mynd
[attachment=348]mulafjall2.jpg[/attachment]
Rísandi
[attachment=349]Risandi.jpg[/attachment]
Stígandi
[attachment=350]Stigandi.jpg[/attachment]Kv.
RobbiRobbiParticipantDjöfulsins snilld !
Ég keyri reglulega þarna inneftir og er búinn að horfa á jökulinn frá gosi og alltaf langað að skella mér þarna upp. Eru þið með einhverja myndasíðu til að skoða?
Gaman að sjá að það eru ekki allir bara að selja dótið sitt…það eru einhverjir að nota það líka
Tveir þumlar fyrir þessu !
Robbi
RobbiParticipantSamkvæmt heimildum þá er Spori í Kjós í aðstæðum. Mér skilst að það hafi verið eitthvað lítið um ís upp á brún og var búið til akkeri í eitthvað mosa drasl með öxum.
Múlafjall lítur vel út á myndinni…
[attachment=335]spori.jpg[/attachment]
Spori
[attachment=336]mulafjall.jpg[/attachment]
MúlafjallMuna svo að deila upplýsingum. Maður gerir ekki neitt fyrir neinn, sem að gerir ekki neitt fyrir neinn.
Kv.Robbi
RobbiParticipantHéðan er allt gott að frétta. Komnir í 14.000 fet, búnir að bíða af okkur mikla snjókomu í 4 daga en notuðum dagana til að renna okkur í fersku púðrinu. Ferðin búin að ganga annars glimrandi vel. Stefnum á að toppa á fimmtudag eða föstudag, fer svolítið eftir veðri.
Minni aftur á styrktaraðila ferðarinnar:Fjallakofinn með Scarpa, Marmot, Julbo, Smartwool, Helsport og Black Diamond
Real Turmat
Kostur
Swiss Miss
Corny
Canon á ÍslandiRobbiParticipantSælir félagar.
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem formaður Íslenska Alpaklúbbsins. Svo ég segi nú aðeins frá mér þá heiti ég Róbert Halldórsson og hef að mestu leyti verið kenndur við ísklifur á Íslandi. Ég byrjaði að klifra í klett 2001 og stuttu síðar fékk ég áhuga á ísklifri. Ég hef verið virkur meðlimur í klúbbnum mest allan tíman, svona þegar ég er á landinu en ég hef verið að elta áhugamálið víða um heim.
Mér finnst mikilvægt að merkjum Ísalp sé haldið á lofti til að gæta hagsmuni íslenskra fjallamanna. Tryggja þarf að nýliðun eigi sér stað og auðvelda aðgengi að klúbbnum, auk þess að fjallamennskan sé kynnt fyrir hinum almenna borgara.
Stutt og laggott,
Robbi
RobbiParticipantFínasta grein. Ég hef einmitt vanið mig á það að setja „typpið“ aftur niður þegar ég er búinn að setja inn skrúfuna einmitt til að koma í veg fyrir svona lagað.
Robbi -
HöfundurSvör