2806763069

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 151 til 175 (af 528)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Nýtt í Búhömrum #53442
    2806763069
    Meðlimur

    Gráðan er í nýskráningum með spurningarmerki.

    Nokkuð viss um lægri mörkinn en alls ekki viss hvort hærri talan er rétt. Leiðin bíður endurtektar af þeim sem hafa alþjóðlegri reynslu af ísklifri en við. Þá kemur í ljós hver gráðan er.

    Nafnið varð að lokum Síamstvíburinn.

    in reply to: Nýtt í Búhömrum #53437
    2806763069
    Meðlimur

    Tvö video komin í viðbót. Allt á user ivarfinn.

    Slöpp gæði, en það þarf víst ekki mikið til að kveikja í þeim sem eru veikir fyrir.

    kv.
    Softarinn

    in reply to: Nýtt í Búhömrum #53435
    2806763069
    Meðlimur

    Smá myndband á YouTube

    http://www.youtube.com/watch?v=mVhLnrpmKfI

    Gæðin eru léleg þar sem þetta er bara tekið upp á venjulega myndavél. En samt kúl.

    Svo er bara að drífa sig og máta sig í leiðina, þetta er alls ekki svo erfitt og mjög öruggt þegar búið er að koma vel inn af dóti.

    kv.
    Ívar

    in reply to: Þjórsárdalur… #53391
    2806763069
    Meðlimur

    Punktmassi – fær atkvæði mitt sem brandari ársins á isalp.is

    MYNDIR ????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    in reply to: Jólaklifrið ! #53371
    2806763069
    Meðlimur

    Frábært, einmitt það sem ég þurfti með kaffinu til að hita mig upp fyrir klifurvikuna. Takk fyrir það!

    kv.
    Hardcore

    in reply to: Búahamrar #53346
    2806763069
    Meðlimur

    Velkominn aftur Andri. Þilið er í solid aðstæðum!

    kv.
    Hardcore

    in reply to: Klifur í dag #53327
    2806763069
    Meðlimur

    Tja, kannski er þetta orðin regla, en reglur eru gerðar til að brjóta þær :)

    in reply to: Klifur í dag #53323
    2806763069
    Meðlimur

    Vona að menn deyi ekki úr leiðindum yfir þessari langloku.

    Hér eru svo nokkrar myndir fyrir þá sem komast í gegnum pistilinn hér að ofan.

    http://picasaweb.google.co.uk/ivarfinn/Ili#

    kv.
    Softarinn

    in reply to: Klifur í dag #53322
    2806763069
    Meðlimur

    Við Viðar fórum sem sagt í Þilið á Sunnudaginn. Byrjuðum daginn á því að setja jeppann hans Viðars í gegnum ís og pikk festa hann þannig. Viðar er nú ekki mikið fyrir það að sleppa úr klifurdögum og við skildum því einfaldlega bílinn eftir til með það fyrir augum að leysa þetta vandamál þegar klifrið væri búið.
    Það var töluverður snjór í brekkunni undir Þilinu og ég ekki með snjóflóða búnað þar sem ég var ekki enn búinn að kveikja á því að það sé kominn vetur. Við drógum því línurnar á eftir okkur eins og menn gerðu í gamla daga. Ef annar lendir í flóði þá eru allar líkur á að eitthvað af línunni sé ofan á og félaginn ætti því að geta rakið sig eftir línunni. Veit svo sem ekki hversu vel þetta virkar, kannski hefur engin lifað til að segja frá því!

    Eftir að hafa skilið eftir annan pokann og auka búnað byrjuðum við að klifra fossana sem maður þarf að klifra til að komast upp í Þilið sjálft. Þessir fossar eru svona lítil höft, maður getur valið hægri og vinstri foss. Ég valdi þann vinstri, að hluta af því að hann er brattari og af hluta af því að sá hægra megin skilar manni beint upp í miðja, mjög stóra, snjóbrekku sem er undir Þilinu. Ég klifraða auðveldlega upp fyrst haftið og lagði í það seinna, sem er lítið kerti. Þegar ég var kominn í toppinn á því þá tók ég kertið í sundur (hljómar kunnulega). Ég fór því niður með kertinu og sá að ég stemmdi hratt á Viðar sem var um 10m neðar. Viðar náði að skutla sér frá og sleppa þannig við að ég gataði hann með nýju broddunum mínum. Ég rúllaði svo áfram niður brekkuna og fram af neðra haftinu. Í heildina varð þessi ferð um 30m og síðustu 5 í litlu snjóflóði. Ég stóð upp óskaddaður, smá tjón á beltinu mínu og gat á buxunum. En annars góður. Við heldum áfram og tókum hægri fossinn, enda lítið eftir af þeim vinstri.

    Við tryggðum svo upp brekkuna vegna þess að við vorum ekki vissir um stöðugleika snjóalaganna.

    Viðar þaut svo upp fyrstu spönnina. Ég tók aðra spönnina og var töluvert lengur á ferðinni. Hellirinn þar sem maður setur upp megintryggingu fyrir þriðju spönnina var mjög þægilegur. Ég gaf Viðari ekki tækifæri til andmæla þegar hann kom upp. Skutlaði í hann því dóti sem ég var með og sendi hann af stað eftir nokkrar kexkökur og kakó sopa.
    Hann leisti málið vel af hendi og var fljótlega horfin úr augsýn. Eftir svona 30 mín losaði ég hann úr tryggingartólinu enda hafði ég fengið vísbendingar um að megintrygging væri kominn upp. Eitthvað af línunni fór upp en svo var allt stopp, ég hreinsaði tryggingarnar mínar og setti svo Viðar aftur í tryggingu því þetta leit ekki út eins og að hann væri tilbúinn að taka mig upp. Eftir drykk langa stund hringdi síminn og hafandi verið í svipaðri stöðu áður veðjaði ég á að Viðar væri að hringja. Hann var að kvarta yfir að ég drullaðist ekki af stað og ég kvartaði yfir að hafa um 20m af slaka. Við toguðum eins og við gátum og Viðar settu upp dobblun á brúninni til að losa línuna sem við gerðum ráð fyrir að væri pikk frosin. Ekkert gerðis. Á endanum sett ég upp júmmun og byrjaði að klifra upp línuna. Vandamálið var hinsvegar það að línurnar höfðu snúist hver um aðra og voru flæktar í tryggingunum. Ég þurfti að klifra upp um 10m á línunni til að losa tryggingar þangað til að Viðar gat tekið inn slakan. Það var töluvert erfiðara að klifra upp línuna heldur en að klifra með öxum og broddum og ég var vægast sagt með allt á hornum mér. Loks gat ég klifrað eðlilega og elti línuna upp í gegnum týpíska Þili ísskúlptúra sem maður gerir ráð fyrir að leggi af stað niður dalinn þá og þegar.

    Við sigum svo niður á prússiki utan um frosin stein. Alltaf gaman að síga þarna niður, yfir regnhlýfar og við hliðina á risavöxnum frí-hangandi grýlukertum sem maður þorir ekki fyrir sitt litla lífa að snerta. Tvær v-þræðingar í viðbót skiluðu okkur alla leið niður að bakpokanum sem við höfðum skilið eftir.

    Vinur okkar Viðars, hann Herman kom svo að bjargaði okkur með bílinn.

    Allt í allt topp dagur á fjöllum með nokkrum áhugaverðum flækjum!

    Þilið er í topp aðstæðum og fæst ekki gefins frekar en fyrri daginn. Þó nokkuð ólíklegt að mönnum takist að brjóta það niður eins og mér tókst um árið.

    in reply to: Klifur í dag #53313
    2806763069
    Meðlimur

    Var ekki í hamborgurum en Viðar stimplaði sig rækilega inn í veturinn með því að leiða síðustu spönnina í Þilinu. Ég hélt í spottann.

    Annars erfiður dagur með föstum bílum, 30m falli, litlu snjóflóði, hefðbundnum símtölum milli manna í efstu spönn og kafaldsbyl á niðurleiðinni.

    En meira um það síðar.

    in reply to: Flottar myndir úr ölpunum #53296
    2806763069
    Meðlimur

    Hér er svo ein mynd úr íslensku ölpunum sem gætu orðið einhverjum til umhugsunar.

    Myndin er tekin af Skeiðarárjökli og sýnir fjöllinn sem ganga út í hann að austan. Þar sem ég hef ekki komið þarna man ég ekki nöfnin á þessum tindum.

    Í öllu falli er þarna nokkuð stór veggur sem er algjörlega í skugganum. Það er ekki ólíklegt að eitthvað klifur leynist í þessum vegg. Í öllu falli ættu að vera þarna íslínur í giljum og maður veit náttúrulega aldrei með klettaleiðir.

    Ef einhver kannast við þetta eða á betri myndir þá má hinn sami gjarnan láta vita.

    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/05/13_svaedi_fridlyst_og_staerri_vatnajokulsthjodgardu/

    in reply to: !! Varúð-Klassísk!! #53286
    2806763069
    Meðlimur

    Klassík, topp 10, skemmtilegustu leiðirnar, erfiðustu leiðirnar, fallegustu leiðirnar! Það er hægt að skipta þessu í ótal flokka.

    Við Freysi formaður og Viðar ræddum þetta reyndar á löngum bíltúr um suðurlandsundirlendið í gær og ég held að helsta niðurstaðan hafi verið að gera lista af leiðum sem á einhvern hátt bera af þannig að þær séu eftirsóknaverðar að klifra. Ekki endilega að þær séu erfiðastar, þeir sem sækjast eftir svoleiðis þurfa engan lista til að vísa sér veginn!
    Þetta yrðu einfaldlega þær leiðir sem fá mann til að brosa, leiðir þar sem hreyfingarnar eru skemmtilegar, leiðir þar sem umhverfið ber af, leiðir sem koma manni skemmtilega á óvart – og já leiðir sem eru virkilega klassískar og hluti af skráðri og óskráðri klifursögu.

    Líklega var samt besta hugmyndin okkar í gær að gera sér flokk fyrir auðveldar leiðir. Þar væri kominn gagnabanki fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref með upplýsingum um nokkrar 5 stjörnu leiðir sem virkilega gaman er að klifra og nýtast vel til að bæta í reynslubankann. Svona framhald á lítill grein í síðasta ársriti.

    Hinn listinn þar sem allar leiðir (eða bara leiðir sem eru aðeins meira krefjandi) fara inn gæti svo nýst t.d. fyrir útlendinga sem koma í heimsókn og vilja fá greinargóðar upplýsingar um hvað er hægt að gera. Listinn hefði svo skemmtanagildi fyrir okkur hin og þau okkar sem eru leiða- og fjallasafnarar munu án ef krossa við listann í huganum.

    Ég sé enn fremur fyrir mér að þessir einstaklingar sem hafa verið öflugir í að gera leiðarvísa væru fengnir til að setja upp staðlað form til að skrá þessa lista niður á þar sem myndir og lýsingar á leiðunum koma fram á Íslensku og Ensku. Þetta væri svo aðgengilegt á netinu. Við hin sem höfum minni tölvu þolinmæði getum að sjálfsögðu lagt okkar af mörkum í texta gerð og með myndum.

    Það væri svo hægt að byrja með ca. 10 leiðir í hvorum flokk og gera það svo að árlegum event á heimasíðu Ísalp að kjósa um leið ársins. Sú leið gæti svo bæst við hópinn.

    Paradísarheimtin er annars alveg við það að detta inn, líklega klifranleg núna!
    Myndir úr bíltúrnum okkar má annars sjá hér:

    http://picasaweb.google.co.uk/ivarfinn/TtARsmRk#

    in reply to: Ís-helgin-aðstæður #53273
    2806763069
    Meðlimur

    Jæja, allir að segja frá aðstæðum eftir ferðir helgarinnar!

    Munið að maður gerir ekki neitt fyrir ekki neinn sem gerir ekki neitt fyrir ekki neinn.

    Annars hef ég ekki margt að segja að svo komnu máli. Þær línur sem á annað borð eru feitar í góðum aðstæðum eru alveg að detta inn og það eru enn túrhestar og ís á Sólheimajökli.

    kv.
    Softarinn – fer hratt harðnandi – eins og vatnið!

    in reply to: skarðsheiði #53271
    2806763069
    Meðlimur

    Flottur dagur á fjöllum, tær öfund úr þessu horni.

    Greinilegt að Skarðsheiðin er kominn í vetrarham – alltaf gott að fá myndir til að sýna aðstæður og kveikja í manni.

    kv.
    Softarinn

    in reply to: gott verður – enginn ís ?? #53235
    2806763069
    Meðlimur

    Sæll

    Tryggingar eru fullnægjandi miðað við erfiðleika. 1. auka spönnin er sú eina sem talist getur tæp (ég tók einu sinni 4m fall í henni). Flestir kjósa líklega að sleppa henni.

    Sum staðar er smá run-out en þá er klifrið líka mjög auðvelt.

    Þú finnur allar upplýsingar um þessa leið og aðrar klassískar klettaleiðir í leiðarvísi ÍSALP um Esjuna sem er annað hvort hægt að nálgast í KH eða á miðvikudögum hjá Ísalp.

    kv.
    Softarinn

    in reply to: gott verður – enginn ís ?? #53233
    2806763069
    Meðlimur

    Já og svo svona smá fyrir græju kallinn í okkur öllum (græju kallinn er líka í ykkur stelpur – hann er bara öðrvísi á litinn).

    http://www.omegapac.com/op_products_linkcams.html

    Guðjón lumaði á þremur af þessum elskum – og það er ekki lygi, þetta er tær snild.

    Kosta bara „arm & a leg“ en ef maður á svona er engin þörf fyrir hendur eða fætur!

    En nú er komið gott af að skrifast á við sjálfan sig.

    Yfir og út,

    Softarinn!

    in reply to: gott verður – enginn ís ?? #53232
    2806763069
    Meðlimur

    Verður = veður. Feitir puttar!

    in reply to: Hetjudáðirnar framundan #53211
    2806763069
    Meðlimur

    Ef ég segði ykkur hvað er á stefnuskránni yrði ég að drepa ykkur!

    kv.
    Hardcore

    P.s.
    Hver er þessi Chuck Norris og afhverju er hann að þykjast vera ég?

    http://www.chucknorrisfacts.com/

    in reply to: Nú fer að styttast í tækifærið. #53111
    2806763069
    Meðlimur

    Ertu með einhverja tímasetningu á miðvikudagsglensinn?

    in reply to: Árbókin #53097
    2806763069
    Meðlimur

    Sammála síðast ræðumanni. Stafrænt klapp á bakið á ritnefnd frá mér. Allir þeir sem lögðu til orð og myndir fá einnig klapp fyrir vel unnin störf!

    Myndasíðu opnan aftast er virkilega skemmtileg hugmynd og þær greinar sem ég er búinn að lesa skemmtilegar og vel skrifaðar. Frábært orkuskot svona þegar veturinn virðist vera við það að skella á – fallegt úti í dag!

    Takk fyrir mig!

    kv.
    Ivar

    in reply to: Mix-boltasjóður #53043
    2806763069
    Meðlimur

    Hvernig var með kamargjaldið á Hnappavöllum? Ætlar Hjalti ekki að minna á það hér líka, svona þar sem maður er nú með heimabankann opinn á annað borð.

    Ívar Góði

    in reply to: Valdi og Marianne gera það gott í Frans #53018
    2806763069
    Meðlimur

    USS !!!

    Það liðu nákvæmlega 22 mínútur frá því þú póstaðir þessu og þar til þú gast ekki stillt þig um að tékka hvort einhver hefði svarað! Menn eiga ekki að kasta steinum úr glerhúsum!

    Get mér til að þú hafir póstað erindinu, farið og náð í kaffi og svo tékkað á hvort einhver væri búinn að svara um leið og þú komst aftur!

    En Valdi er í fanta formi og ég veit um eitt stykki klifurpabba í Hafnafirðinum sem er að rifna úr stollti núna :)

    in reply to: Valdi og Marianne gera það gott í Frans #53016
    2806763069
    Meðlimur

    *+/%#&! hvað drengurinn er sterkur!

    in reply to: 10 Tindar #52993
    2806763069
    Meðlimur

    Einnig Eyafjalljökul

    in reply to: Uppáhaldsfjall? #52936
    2806763069
    Meðlimur

    Skarðatindur

    kv.
    Hardcore

25 umræða - 151 til 175 (af 528)