Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Gummi StParticipant
Jæja, hvernig fannst ykkur svo Banff hátíðin í ár ??!!
Við vitum að Björk er nú orðin himinlifandi eftir að hafa séð skvísu gera svakalegan hlut.
En hvað stóð uppúr? Var það mega-rennibrautin, sóló klifrið, Will Gadd eða skíðaklámið í lokin?
Gaman væri að heyra frá ykkur
Gummi StParticipantFlottir,
Við skruppum þrír til Grundarfjarðar og skelltum okkur á Kirkjufell í glampandi sól og flottheitum, frekar kalt á toppnum, snjór efst og í austurhlutanum. Frábær sumardagur
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantNice, djöfull væri nú gaman að vera á suðvesturhorninu…
Gummi StParticipantDjöfull er gaman að sjá þetta svona… mig langar bara strax út að mynda!
væri ekki töff að taka svona mega myndatökur í Orion? Eru ekki einhverjir sjálfboðaliðar til í módelstörf ?
Gummi StParticipantFrábært, rosalega skorar þjóðgarðurinn hjá mér núna fyrir að bjóða okkur gistingu… algjörlega til fyrirmyndar.
Við komumst vonandi þrír eftir vinnu á föstudagskvöld, hvar er þá þessi gisting? við tjaldstæðið?
Gummi StParticipantTakk fyrir,
Þessi hellir er í austurhluta Breiðamerkurjökuls.
Gummi StParticipantEr eitthvað verið að klettaklifra þarna austan við brúna þar sem ísinn er? Allavega eru engir boltar þar. Væru það reyndar í dag ef ég hefði verið kominn með boltana þá…
Gummi StParticipantÞað er nóg af ís hér á Seyðisfirði, fórum eina góða leið í gær og erum að fara í allavega tvær minni leiðir í dag.
settum nokkrar myndir frá bleytutíma vikunnar á http://www.climbing.is fyrir forvitna. Setjum fleiri og nýrri myndir inn þegar við megum vera að því.
kveðja,
Gummi, Addi og Davíð
Óðinn flaug í bæinn í morgunGummi StParticipantwow, Snilld að ná þessu á video og mjög heppilegt að þú ert ennþá heill!
Gummi StParticipantÞetta er flott hjá honum, ætli það þurfi að binda bolta í fangið á honum til að hann komist í íslenska fjölmiðla?
Gummi StParticipantGummi StParticipantPalli flottur með heitustu græjurnar í dag!
Flott sería úr Óríon Siggi.
Vildi láta ykkur vita að það er bröltfært alveg inn að Glym, vorum að príla aðeins í gilinu í dag og fórum alveg innað hinum stóra, þar er allt hvítt af ís. Mikið stallað í svona sveppum auðvitað, hendi kannski inn mynd af þessu á eftir.
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantGeggjaðar myndir hjá þér Palli!
Við hinsvegar héldum jólin hátíðlega í gær og fórum árlega ferð á Skessuhornið, http://www.climbing.is/lesa_frett.php?cat=2&id=142
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantÞetta er flott fyrirtæki, ég hef verið að láta prenta og ganga frá myndum eftir mig þarna og þeir eru mjög góðir, sanngjarnir og liðlegir.
Þeir hafa séð um prent og frágang fyrir mig á þónokkrum stórum Panó myndum, 180×60 cm og lúkkar vel! Hægt er að velja milli þriggja glansstiga á varnarfilmunni sem sett er yfir, en það er matt, milliglans og háglans og henta þau í misjöfn verk.
Endilega prufið, þið getið líka séð myndir hjá mér sem þeir hafa gengið frá ef þið viljið, gæti jafnvel komið með eitthvað meðferðis eftir Jólaklifrið/skíðunina.
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantsetti nokkrar myndir inná http://www.climbing.is undir „Fyrsta ísklifur vetrarins“ Fyrir þá sem hafa áhuga.. þetta er nú bara úr Spora í gær.
-Gummi St.
Gummi StParticipantFórum þrír saman (undirritaður, Addi og Ingvar) í Spora, það var vel blautt en ísinn greinilega að gerð Mjúkís, hugsanlega er byrjað að búa til jólaísinn… Semsagt heitt og blautt!
Gummi StParticipantVið ætlum nokkir í Múlafjall á sunnudag, klifrað verður í ís ef hann er til staðar, mixað ef ísskán er til staðar, en þurrtólað ef engin ís er til staðar.
Gummi StParticipantGott að fá þessi mál í umræðu, kominn tími til !
Þegar ég fór út á sínum tíma keypti ég sérstaka tryggingu af sjóvá með aukaákvæði um ‘fjallaklifur’ eins og þeir orðuðu það. Þetta keypti ég bara fyrir þessa viku eða 10 daga sem ég var úti og kostaði einhverja þúsundkalla.
En hér heima er ég með myndavélatryggingu fyrir allt draslið sem maður ber með sér í ferðirnar en ég hef ekki ennþá fengið neitt vit í slysatryggingu.
Spurning um að fá viðtal við fulltrúa tryggingafélags sem er vonandi ekki að fara á hausinn og athuga hvað þeir séu tilbúnir að gera fyrir samfélagið. Fá hann í heimsókn á hópfund eða velja einhverja góða fulltrúa okkar til að fara til þeirra og ræða málin.
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantNA-Skessuhryggurinn er bara snilld, eftir að ég fór þetta á 2. í jólum í fyrra held ég að þetta gæti bara hreinlega orðið partur af jólahaldinu! Mjög auðvelt, þægilegt, flott, fótógenískt og bara magnaður staður.
Gummi StParticipantúff….. næzari !
Gummi StParticipantSnilld, það verður flott að sjá einhverja sveifla nýju kræsingunum í vetur!
annars er spurning hvort maður endi svona ef maður hættir ekki að nördast yfir búnaði:
http://www.youtube.com/watch?v=EVcyNANK5cY
eða jafnvel svona (step 2)
http://www.youtube.com/watch?v=15S0g8pG6HU&feature=fvw* edit:
afhverju koma videoin sjálfkrafa inní spjallið?Gummi StParticipantHæbb,
Ég hef verið að nota Freney, en þeir eru rosalega þröngir á alla kanta. LaSportiva IceEvo var ég að nota dáldið líka, þeir eru aðeins rýmri, en eru frekar fyrir lengri lappir og mjóar, þó ekki eins mikið og Scarpa Freney. Eftir að ég fékk mér hinsvegar LaSportiva Nepal Extreme er ég nánast ekki í öðru, ég held að þú eigir klárlega að fara og máta svoleiðis, mátt prufa mína ef þú notar nr. 47 eins og ég.
Þeir eru einnig hrikalega sterkir, það stórsér á Freney skónum mínum og vel á Ice Evo, en þrátt fyrir að ég hafi notað NepalExtreme skóna meira eru þeir alveg gallharðir enn.
Annars er önnur hugmynd ef lappirnar á þér eru mjög afbrigðlegar, að kaupa vel rúma skó og láta smíða fyrir þig innlegg sem laðar skóna að þínum þörfum, pabbi lét gera þetta við Freney skóna mína og hann segir að þeir séu nú snilld.
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantTakk fyrir
Gummi StParticipantHæ,
Heyriði, ég fór svarta turninn aftur í kvöld og lagði þá bílnum beint undir leiðinni og sá að það er búið að klippa í sundur girðinguna sem liggur þarna á milli, ég vona að ef þetta er eftir einhvern úr okkar samfélagi að þetta hafi verið gert í samráði við landeigendur en ekki hreint skemmdarverk !
kv. Gummi St.
Gummi StParticipantHæbb, ég dúndraði myndaseríu inná http://www.climbing.is frá ferðinni þarna upp ef þið hafið áhuga. Einnig stærri útgáfa af ungakvikindinu hehe…
geggjuð leið, þrususkemmtileg, vel boltuð og bara thumbs up !
Takk fyrir mig -
HöfundurSvör