Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
2502833189Meðlimur
Sæl aftur.
Það er rétt hjá þér Dóri að það kemur alveg fyrir að það komi upp villur í snjólfóðaýlum. Sumir framleiðendur eru verri en aðrir hvað það varðar. Þetta er eftir því sem ég best veit fyrsta villan sem kemur upp hjá BCA. Sum af þessum öryggistækjum hafa verið svo gölluð að þau hafa verið tekin af markaði. Það má m.a. sjá á heimasíðunni sem Sveinborg bendir á.
Varðandi þínar pælingar Sveinborg þá hef ég ekki heyrt þetta með seglana fyrr. En ég get rætt það við rafmagnsverkfræðinga BCA hvort það sé þekkt vandamál.
Nú er hægt að halda jól aftur á þorranum því vefverslunin http://www.freri.is hefur tekið til starfa. Þar er nú hægt að fá höfuðljós frá Princeton Tec sem eru leiðandi í heiminum á því sviði og snjóflóða og snjóvörur frá Backcountry Access.
Þó er enn ekki allt komið inn á síðuna. M.a. bakpokar fyrir bretta og skíðafólk með innbyggðu „frostfríu“ drykkjarkerfi.
Bestu kveðjur um snjóþungann vetur.
Kolbeinn
2502833189MeðlimurSælir Ísalparar.
Ég tók við umboði fyrir Backcountry Access (BCA) nú í haust. Undanfarin ár hafa ekki verið seldar vörur frá BCA á Íslandi. Nú síðar í mánuðinum stendur Ísölpurum og öðru fjallafólki til boða að eignast vörur frá BCA hér á landi.
BCA eru þekktir fyrir að gefa ekki út vörurnar sínar nema þær séu tilbúnar og virki. Því miður kom þetta vandamál nú upp í 10 ýlum sem er að mati BCA allt of mikið þótt það sé í 0,05% af ýlunum. En BCA viðurkenna þetta vandamál fúslega og hafa gert nýja uppfærslu til að koma í veg fyrir þetta.
Sem dæmi um áreiðanleika þá framleiddi BCA fyrsta digital ýlinn „Tracker DTS“ og hann er enn að rokseljast á markaðnum því hann virkar einstaklega vel. En aðrir framleiðendur sem fylgdu í kjölfarið með digital tæknina hafa sett á markað og tekið af markaði jafnvel nokkra ýla síðan þá.
Ef þið vitið um einhverja hér á landi sem eiga Tracker 2 ýli þá endilega bendið þeim á að hafa samand við mig til að við getum leyst þetta mál.
Og Dóri ég held að BCA viti hvað er í gangi með ýlana fyrst þeir eru búnir að gefa út nýja uppfærslu sem kemur í veg fyrir þetta.
Bestu kveðjur.
Kolbeinn Guðmundsson
kolbeinn@freri.isVefsíðan http://www.freri.is verður tilbúin um mánaðarmót fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér vörur frá BCA.
-
HöfundurSvör