2401754289

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 51 til 75 (af 125)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Heli Skiing á Íslandi? #51409
    2401754289
    Meðlimur

    Fórum nokkrir í svona Botnsúluferð um árið…held 1996. Fórum þá nokkrar bunur með Ranger-vélinni sem krassaði svo seinna!
    Ef ég man rétt þá borgaði maður 5.000kall…ekki slæmt fyrir góðan dag!
    freon

    in reply to: Ljósmyndasamkeppni #51345
    2401754289
    Meðlimur

    Væri ekki ráð að hafa samkeppni frá öllum vetrinum og þá í mism. flokkum?
    Einn sem komst ekki á festivalið

    in reply to: Helgarmontið aftur #51238
    2401754289
    Meðlimur

    Þetta er ein besta leiðarlýsing sem ég hef heyrt í allann dag!!!

    in reply to: Myndasýning í kvöld #51222
    2401754289
    Meðlimur

    Flott sýning í gær. Svalir strákar!!!

    in reply to: Nauðsynlegt fyrir Telemarkhelgina #51215
    2401754289
    Meðlimur

    Hef heyrt af því að fólk er að æfa sig fyrir telemark/fjallaskíðakeppnina sem verður á sunnudeginum!!! Sá nokkra í spandexinu hlaupandi með I-pod-inn á fullu!!!
    Sjáumst í Hlíðarfjalli

    in reply to: Aðstæður á sv-horninu #51190
    2401754289
    Meðlimur

    Jamm, ok! Fór í gær með einn kúnna í Hvalfjörð, allt sem er í neðri hlutum fjalla er ekki frábært og þarf því að labba uppí Eilífsdal. Við klifruðum 3 leiðir í ekki frábæra hluta fjallanna sem voru í 3-4gr flokknum og snéri ég við úr einni vegna sprungu sem kom vegg-í-vegg (það var reyndar alveg lóðréttur hluti). Það gerðist reyndar tvisvar áður í öðrum leiðum við að setja skrúfu inn og eftir ísöxi (glænýtt blað).
    Ísinn brotnaði yfirleitt auðveldlega og kom á óvart að hann var ekki blautari…kannski kaldara en ég bjóst við?

    Fer í Skessuhornið á morgun og verð þá með tilkynningarskyldu á fimmtudaginn!!!
    freon

    in reply to: Leiðangurstyrkur Cintamani og Ísalp #51030
    2401754289
    Meðlimur

    Höldum þeim plönum fyrir okkur…fullt af óklifruðum leiðum í góðu aðgengi og allt það…er að taka til myndefnið til að byrja að plana!!!

    in reply to: Leiðangurstyrkur Cintamani og Ísalp #51027
    2401754289
    Meðlimur

    Fær maður þá ekki styrka á The Ridge of No Return á Denali? Ein sú allra erfiðasta sem til er…
    Annars er þetta frábært framtak og vonandi fær fólk til að hætta að tala og fara að gera meira!

    Einn liggjandi yfir bókunum

    in reply to: Ískönnunarflug stendur nú yfir #51023
    2401754289
    Meðlimur

    Jamm, þessi 2 flóð sem ég minntist á voru víst „heimatilbúinn“ og hafði rignt það mikið að engin ummerki voru fyrir því…var frá æfingu LÍV frá fyrr í vikunni, svona skeikar manni stundum! Enn samt, annað var markvert!

    in reply to: Ískönnunarflug stendur nú yfir #51021
    2401754289
    Meðlimur

    …og einhver snjór fyrir ofan?
    Hvernig eru flóða aðstæður í Skíðadalnum?

    Var að kenna blautasta fjallaskíðanámskeið ever um helgina. Og þá spyr fólk hvar! Við fórum í Elborgarsvæðið svona til að geta hlaupið inní bíl til að þurka sig á milli atriða.
    Sáum 3 flóð; 2 þeirra 3daga eða eldri og 1 7 eða eldra! Gamla var greinlilega vindflekaflóð sem rann ca 50m. Hin 2 voru líklega að falla föstudagsmorgun frekar en fimmtudag og voru niðrá jörð (rennslisflöturinn orðinn rennandi blautur).
    Það er lítið eftir af lögum í snjónum þannig að þegar e-ð fer er það allt niður á jörð.
    Passið ykkur á ísleiðum með snjóskálum fyrir ofan!!!

    in reply to: Gullna reglan #51000
    2401754289
    Meðlimur

    Hef séð tugi falla með brodda á sér. Og ekki séð nema eitt brot, og það var ca. 25m fall í mjög slæmum ís, 3 tryggingar rifnuðu út!!
    Það er list að falla…kannski er best að klifra bara nógu yfirhangandi!!!!

    in reply to: Glaumur og gleði í Glymsgili #50979
    2401754289
    Meðlimur

    Sammála Karli! Hitinn var stígandi hægt og rólega allann þennan dag og maður var alltaf að spá í hvað var fyrir ofan sig…og við vorum nú bara rétt í mynni gljúfursins!
    freon

    in reply to: snjóflóð og hættulegar mítur! #50964
    2401754289
    Meðlimur

    ó já, nú er tími breytinga…hitinn að rísa og því ekki ólíklegt að snjórinn verði „tötsí“ næstu daga

    in reply to: snjóflóð og hættulegar mítur! #50963
    2401754289
    Meðlimur

    Góð umræða og tímabært að tala meira um snjóinn! Það er rétt hjá Örlygi að farið er þokkalega vel í snjóflóðapælingar og viðbrögð í Vetrarfjallanámskeiðinu.
    Fer líka yfir þetta efni á fjallaskíðanámskeiði íflm á morgun og laugardaginn þannig að það er ekki eins og ekkert sé pælt í þessu, sem er bara af hinu besta.

    Held að enn sé verið að vinna í flóðinu fyrir norðan en svokallað „propegation“, eða leiðni í snjó, er líklegri kandídad en hávæði mundi maður halda!!! Vélsleði er þungt tæki og fullkominn snjóflóða-startari!
    Svo féllu víst 4 flóð í Hlíðarfjalli helgina áður en enginn á svæðinu tjáði sig neitt um það svo ég viti til hérna á síðunni…

    Ekki vera feimin/nn með upplýsingarnar

    in reply to: Hakkarar hrella #50940
    2401754289
    Meðlimur

    Gerðist svona mikið í Haukadal um helgina að það tekur tíma að skrifa? eða gerðist ekkert??? Koma með fréttir!

    in reply to: Gufunesturninn #50926
    2401754289
    Meðlimur

    Fimmtudagskvöldið var massað! Mættum 4 til leiks og var hópur búinn að vera rétt á undan okkur…svo Skarphéðinn og Atli þegar við vorum að fara!!!
    Ísinn er mjög góður og fínn til allskyns æfinga.
    Er ekki hraðakeppni í byrjun næstu viku???

    in reply to: Ís á austfjörðum #50931
    2401754289
    Meðlimur

    Best að klifra og skíða fyrir austan! Eða er ekki best á heimaslóðum? gamall nobbari!

    Annars, fór ég ásamt Hauki Haff í skíðatúr í gærkveldi á fjallaplönkunum. Við fórum nú ekkert merkilegra en í hlíðar Skálafells, en það er góður ferðasnjór og ef maður getur rennt sér í myrkrinu án mikilla áfalla þá eru aðstæður bara bærilegar!
    Við kíktum á norðurhliðarnar og reyndu hvað við gátum til að koma einhverjum flekanum af stað en ekki gekk það…líka orðið of dimmt til að hoppa á einhverju sem maður sér ekki of vel.
    SA sterkur vindur og -9.2°C í skjóli. Snjóþykkt frá 5sm til ca.150sm og snjóflóðahættan töluverð…mest í þessum landslagsgildrum sem ég minntist á í síðustu viku!

    in reply to: aðstæður á suðurlandi #50889
    2401754289
    Meðlimur

    Var með tvo á Snæfellsjökli í gær. Held að allur snjór á nesinu hafi skafið í leiðina upp og er hægt að skíða alveg niður í 200m hæð og kannski lægra fyrir þá sem nenna að vaxa skíðin eftir hverja ferð!!!
    Bullandi snjóflóðaaðstæður hlémegin í „landslags gildrum“ og forðaðist ég allar stærri hlíðar sem voru í brattari hlutanum snúandi í suður áttirnar (ekki gleyma ýlinum, skófluni og stönginni ef þið farið að leika í snjónum!)
    Skíðaaðstæður fínar en vindbarni snjórinn er frekar stífur sum staðar….íslenskt púður sem sagt
    -7 til -13.3°C, mikið af hljóðinu WHOMPF (kann ekki íslensku þýðinguna á þessu orði) sem er vísir á MJÖG óstöðugt lag í snjónum…skoðaði það ekki vel en það var yfir leitt 5-10sm undir yfirborðinu.

    Langloka en það er næstum glæpur að tilkynna ekki aðstæður þegar eitthvað er í gangi.

    Einhver tilkynti bílinn minn líka til lögreglu sem ætlaði svo að senda björgunarsveit á svæðið…kannski góð regla að setja miða í framrúðuna með smá betu og kannski símanúmerum (þínu og einhvers sem veit hvar þú ert og hvað þú ert að gera)

    in reply to: Mikilvæg lesning……. #50833
    2401754289
    Meðlimur

    eru ekki vel flestir enn með gamla gula Pípps hvort sem er?
    Hvernig er 3 loftneta tækið þitt að virka í segulsviði nútímans Jökull???

    in reply to: Kannast einhver við kauða? (frh) #50826
    2401754289
    Meðlimur

    Hvar leggur maður inn Himmi????

    freon

    ps á ekki að koma skíða-eða brettasaga úr Ölpunum? svo mikill snjór!!! eru ekki annars allir að fara norður?

    in reply to: Áhugaverð síða #50819
    2401754289
    Meðlimur

    Jamm, þessi fótalausi gerir lítið úr manni. Við Einar Ísfeld klifruðum þennan vegg í fyrra og var það nægilega mikil áreynsla með báða jafnfljótana!
    freon

    in reply to: Kannast einhver við kauða? #50798
    2401754289
    Meðlimur

    Steve House,aka Farmboy!
    Hann kann að sveifla tólunum og sést það á fleiri stöðum en bara með Mr T og á Nanga Parbat. Var tilnefndur til Gullnu axarinnar líka árið áður fyrir sólóið á K7…má deila um hvort það sé flottari leið en NP-leiðin! Hann gaf skít í verðlaunin eftir K7 og sagði þessa seremóníu bara vera rugl…virðist hafa skipt um skoðun
    Verður gaman að sjá hvaða stóra verkefni hann tekur sér fyrir næst
    freon

    in reply to: Tilkynningar um ísklifur … #50790
    2401754289
    Meðlimur

    Allur ís farinn úr Eyjafjöllunum við þjóðveginn…ef einhver hafði ekki giskað á það í þessu hitastigi!
    Kannski Leifur og Skúli geti bætt inní betuna, sá að þeir voru að ferðbúast í gærmorgun.
    Annars er að koma tími á að renna sér
    Freon

    in reply to: Grafarfoss #50771
    2401754289
    Meðlimur

    Það var frost á Fróni…rigning núna. Kannski betra að vera með þér, Ingvar, að éta „special Brownies“ í Hollandi!!!
    Annars fór ég ásamt öðrum í Ýring á laugardaginn og bara fínn ís og svo í léttari leið á sunnudeginum utar í Hvalfirðinum…veit ekkert hvað þessi leið heitir. Kannski þeir tveir sem voru neðst í leiðinni þegar við komum niður viti hvað hún heitir???

    Fullt af ís og vonandi kemur frostið aftur fyrir helgi…hvað segir belgingur um það?
    Freon

    in reply to: Hvernig fer? #50757
    2401754289
    Meðlimur

    Fórum í fossana tvo fyrir ofan Innri-Skeljarbrekkur, einn í 5 gr aðstæðum og mjög stökkur en hinn 3gr og bara fínn dagur í hörkufrosti. Samt blautur ís inn á milli!
    Fór líka í bíltúr á föstudeginum og sá inní fullt af ís í Eilífsdal, áin galopin í Glymsgili(samt hægt að klifra fullt í byjun gljúfursins), Múlafell fínt eins og allir vita sama með Villingardal, Kjalardalur kjaftfullur af ís líka.
    Sá í gær að það er hellingur af ís kominn í Eyjafjöll og verður flott klifur í vikunni ef frystingin kemur!!!

    freon

25 umræða - 51 til 75 (af 125)