Björgvin Hilmarsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 176 til 200 (af 227)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Neyðarsendir – GPS #52837

    Góður punktur hjá Ingvari. Nú hefur maður ekki svo mikið vit á þessu. Ég veit til að mynda ekki hverskonar búnað þarf í svona langdrægar sendingar. Hélt kannski að málið væri einmitt að þetta væru „langdrægir“ sendar sem þýddi þá að það væri sendir á loftneti einhversstaðar sem næði svo yfir stórt svæði, en að ekki þyrfti að hola niður loftnetum með reglulegu millibili til að dekka, eins og í þessu tilfelli, hálendið. En eins og ég segi, væri gott að fá einhvern til að fræða okkur um það sem veit meira um málið.

    En mikið er ég sammála um að það væri mjög miður ef allir væru sí og æ blaðrandi í símann í miðri ferð og misleiðinlegir hringitónar myndu rjúfa kyrrðina reglulega. En maður vonar að fólk muni í þessum tilfellum hafa vit á að slökkva á þessum andskotum.

    in reply to: ADBTV SÍÐASTA SÝNING #52810

    Vesen að vera ekki á landinu og missa af þessu. En ég spyr eins og fleiri, verður hún ekki fáanleg einhverntíman? Vona það.

    in reply to: Hvað er að gerast ? #52601

    Lúmskan grun hef ég um að montið muni ekki láta á sér standa. Fjallaleyniþjónustan hleraði fréttir af vöskum mönnum sem ekki feta alltaf í fótspor (eða axarför) annarra. Bíð spenntur eftir sögum og myndum.

    in reply to: Rosaleg ny mix leid a Ben Nevis (Skotland) #52595

    Djöfulll eru þeir harðir þessir Skotar!

    Hvenær á svo að skella sér í leiðina Halli? Hlýtur að vera orðinn gallharður eftir allan þennan tíma í skoska háfjallaloftinu.

    in reply to: Festivalið! #52505

    Smá uppástunga… Er ekki málið að koma sér saman um að einhver einn sem er með gallerý, sem virkar sæmilega vel, birti rjómann af myndum helgarinnar? Menn gætu þá sent á viðkomandi bestu myndirnar sínar og hann svo sett allar inn. Þá er hægt að sjá allt það besta á einum stað. Svo getur auðvitað hver og einn sett allar sínar myndir þar sem hann vill.

    Einhver sem býður sig fram í að pósta öllu klabbinu?

    in reply to: Ný lög og stefnumótun #52435

    Verð nú að viðurkenna að maður er ekki mikið stemmdur til að vera blanda sér í þessa umræðu. Í fyrsta lagi þá hef ég ekki mikið vit á svona lagastússi í félagsskap sem þessum og treysti í raun þeirri stjórn sem nú situr alveg fullkomlega til að meta það hvað þarf að gera í þessum málum. Held reyndar að þeir viti það einna best af öllum.

    Ef stjórnin telur að þörf sé á breyttu orðalagi og skerpingu á texta (eða flækingu eins og sumir vilja meina), þá er það að öllum líkindum rétt. En að sjálfsögðu er gott að fá skoðanir annarra, ég tala nú ekki um þeirra sem hafa sjálfir setið í stjórn klúbbsins. Engu að síður tel ég að núverandi stjórn, að öllum ólöstuðum, sé í hvað bestri stöðu til að meta það hvað sé rétt að gera á þessari stundu.

    Sterkustu rökin sem ég hef séð hjá þeim sem gagnrýna þessa tillögu stjórnar, er að það hefði mátt hafa tillöguna í nokkrum liðum svo taka mætti afstöðu til hvers liðar fyrir sig. En það er kannski bara til að flækja hlutina. Draumastaðan væru fullkomin lög sem allir gætu sætt sig við, samþykkt í einum rykk og farið svo út að klifra.

    Málið er nefnilega að þessi klúbbur, eins og þungaviktamaður einn innan okkar raða sagði svo réttilega, gengur út á að vera úti að leika… ekki inni að þrefa um hundleiðinlega lagabókstafi.

    En mikið rosalega líst mér vel á þetta nýja ákvæði um að maður geti látið einhvern skila inn atkvæði fyrir sig ef maður t.d. býr að mestu erlendis, eins og á við í mínu tilfelli. En nú fæ ég ekki að kjósa um þessi nýju lög, grát grát :(

    Þetta er orðinn hudnleiðinlegt hjá mér og allir hættir að lesa svo ég kveð að sinni.

    – Saludos

    in reply to: Sunnudagsmontið #52387

    Thumbs up strákar! Leiðin lítur vel út. Nú bíður maður bara eftir að sjá myndir af henni eins og hún var í dag. Spurning hvenær Gummi kemur einhverju frá sér.

    Ég kveð í bili, hoppa væntanlega upp um hátt í 30 gráður í lofthita á morgun. Geri ráð fyrir að sísonið hér á landi sé bara rétt að byrja.

    Megi ísinn vera með ykkur Ísalparar…

    in reply to: Ísturninn-tilkynning #52283

    Hmmm… vissi ekki að það væri óyfirstíganlegt vandamál að færa einn skitinn vinnuskúr. Þetta er nú bara hlægilegt.

    in reply to: Leiðavísir af Mýrarhyrnu #52281

    Hvernig var það Rúnar, voru þið Olli ekki sammála um að leiðin hafi verið nefnd Abdominalis? Ekki málið halda sig við það sem rétt er svo rangnefnið festist ekki í hugum fólks?

    in reply to: Afrek helgarinnar? #52268

    Þar sem við Skabbi urðum frá að hverfa vegna íss sem ekki vildi tolla a sínum stað þarna um árið, þá langaði mig mikið að reyna að klára Þvergil alla leið upp og freistuðum við Gulli þess því. Þó svo að aðstæður væru ólíkt betri núna en síðast þá var þetta mjög torsótt og gríðarmikill snjór að setja strik í reikninginn, auk þess sem ísinn var verulega varasamur á köflum.

    En þetta var hið mesta ævintýri sem stóð myrkrana á milli og vel það. Höftin urðu skemmtilegri eftir því sem ofar dregur og leiðinlegt að ná ekki að klára þetta. Nokkuð ljóst að maður þarf að reyna enn aftur og þá þegar dagurinn er lengri og minna um snjó og vesen. Reyndar ekki margir dagar eftir af mínu sísoni á Íslandi þennan veturinn en… I’ll be back!

    Þetta svæði er alveg magnað og sagan sem Skabbi og Robbi höfðu að segja af Abdominal gefa góð fyrirheit. Svo fyrir utan þessar ísleiðir allar þá býður Snæfellsnesið uppá þvílíka möguleika í sambandi við fjallamennsku almennt.

    in reply to: Fréttir af Ísalp-klifri? #52109

    Lét Gulla fá myndirnar sem ég tók og hann skellti þeim inn í sama albúm. Eins og sjá má þá versnaði veðrið þegar á leið. Hressandi og skemmtilegar vetraraðstæður.

    Velhepnuðu lokaáhlaupi uppá topp var auðvitað fagnað gríðarlega svo ómaði um allan dalinn að því er fregnir herma. Verst að aðstæður leyfðu ekki myndatökur þarna í restina, enda myrkur og annað og mikilvægara í forgangi en að hugsa um slíkt.

    Eðaldagur á fjöllum…

    in reply to: Jólaklifur um helgina #52088

    Verð að taka upp hanskann fyrir Smára. Vil ekki missa hann yfir á íslenskunámskeið að óþörfu, þegar annað og betra er hægt að gera við tímann. Enda hafði hann á réttu að standa… að hluta til allavega.

    „Snjór“ og „snær“ er ekki samam orðið. Vissulega er „snær“ í eignafalli „snævar“, en þar sem Smári var að tala um „snjó“ þá var hann í fullum rétti að nota eignarfallsmyndina „snjós“ því þær eru í raun þrjár gjaldgengar Auk þeirrar sem hann notaði eru „snjóvarins“ og snjóarins“ líka til. Hljómar asnalega en er rétt.

    Vil benda áhugasömum á þessa síðu: http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/ en þar er hægt að slá inn ýmis orð og fá allar mögulegar myndir af þeim.

    Varðandi „skíðun“. Það lítur oft einkennilega út að sjá sagnorðum breytt yfir í nafnorð eins og í þessu tilfelli. Er ekki tilvalið að notast bara við „skíðaiðkun“ eða eitthvað álíka? Annars finnst mér „skíðun“ ekki svo galið orð.

    Nóg um þetta….

    Vona að það verði eitthvað eftir af ís. Ekki lítur þetta neitt voðalega skemmtilega út í augnablikinu :(

    in reply to: Græjubúðir í Barcelona #51892

    Sæll Bragi… ef þú villt, þá getur þú haft samband við mig þegar þú kemur. Ég barasta bý hérna í Barcelona um þessar mundir. Getum kíkt í La Fuixarda. Já og græjubúðir handan við hornið.

    Bjallaðu í 0034 6868 4 1076 eða meilaðu á bjorgvin [hjá] retro.is

    in reply to: ísaxir #51856

    Hmmm, „ekkert harcore“… bara Cobra :)

    in reply to: Global warming? #51846

    Ojbarasta! Líklega alltof mikið af fólki, enginn séns að komast út frá pistinni… ekkert pow. Verði fólki að góðu.

    Sé eiginlega bara fyrir mér. Eftir að þetta verður reist, þá nennir enginn að sinna gömlu svæðunum og ekkert fjármagn mun heldur fást í það.

    En kannski þetta verði til þess að blessað skíðaliðið geti eitthvað æft. Annars ætti nú bara að leggja niður bæði skíða- og fótboltalandsliðið ;)

    in reply to: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2 #51789

    Heimasíða, ársrit, fræðslufundir (myndakvöldin) og námskeið. Rekur meira að segja fjallaskála, farinn(ið) að bjóða leiðangursstyrki og stendur fyrir viðburðum. Ísalp er greinilega með allt á tæru. Svo eru snillingar eins og Siggi Tommi að setja saman eðaltóbóa og pósta hér á síðunni og í ársritinu. Getum ekki kvartað. Svo er stjórnin svona líka að standa sig. Treysti henni fullkomlega til að móta framtíð klúbbsins… allavega til nánustu framtíðar.

    Aðeinsa eitt sem er ekki coverað… tryggingar. Spurning hvort það sé eitthvað sem ætti að skoða (??)

    – bh

    in reply to: Niðurstöður könnunar liggja fyrir… #51783

    Jú Himmi, ég held einmitt að við séu á mjög svipaðri línu. Vildi bara lýsa minni sýn á þetta með mínum orðum. Kannski bara endurtekning á því sem áður hafði komið fram. Ætlaði að vera stuttorður en það gengur yfirleitt illa hjá mér.

    Cherry 2000 er greinilega eitthvað sem maður ætti að tékka á, hljómar mjög hardcore. Kannski efni í næsta vídjókvöld Ísalp :)

    in reply to: Niðurstöður könnunar liggja fyrir… #51780

    …getum þá eins spurt okkur hvað í fjandanum ALPA-klúbbur hafi yfirleitt að gera á Íslandi með enga alpa. Auðvelt að tapa sér í orðaleikjum og hugtakapælingum, en það er ekki aðalmálið.

    Einn grínari hér að ofan er líklega ekki alveg með það á hreinu hvað er að vera feministi. Nokk þreytandi svona old-school karlrembutuggur.

    En að því sem skiptir máli. Eftir að hafa rennt yfir kommentin í könnuninni og aðrar niðurstöður þá er ég að festast meira í þeirri skoðun minni að hafa alla yfirbyggingu og óþarfa umstang sem minnst.

    Vefsíða og ársrit:
    Fyrir mér er vefsíðan og ársritið algjörlega þungamiðja Ísalp. Vefsíðan grundvöllur skoðanaskipta og ársritið fræðandi annáll. Hvorugt er bundið við ákveðinn stað á landinu og því geta allir notið herlegheitanna. Eins og einhver sagði þá er umbylting vefsíðunnar ekki lykilatriði, en auðvitað má bæta hana tæknilega ef þörf er á, heldur skiptir öllu máli hversu virkir félagsmenn eru í að setja þar inn efni, tjá sínar skoðanir og skiptast á ferðasögum, almennri reynslu og öðru sem kemur að gagni. Nú hefur ársritið líka verið hafið til fyrri vegar og viðringar, glæsilegt!

    Viðburðir og aðstaða:
    Aðstaða til að hittast, halda myndasýningar og annað, er eitthvað sem ég tel mikilvægt. Það má deila um hvað sé hentug aðstaða, en einhver verður hún að vera að mínu mati. Hún er hreint ljómandi sú sem fyrir er, en ég hef ekki hugmynd um kostnaðinn við hana. BANF finnst mér ómissandi og bara verðugt markmið að láta það dæmi koma út í plús. Gekk það ekki annars síðast? Að fá reynslubolta að utan til að tala og sýna myndir er líka gott mál, enn og aftur spurning um aura og áhuga.

    Ís- og klettaklifurfestival, ekki spurning… grunnelement í alpínisma. Sýnist telemarkfestival líka vera að gera það gott þó ég sé ekkert inni í því dæmi. Skálarnir tveir eru á klassískum svæðum sem eru algjörar perlur og að mínu mati fínt að viðhalda þeim en ekki endilega bæta við nýjum.

    Námskeið og nýliðar:
    Samstarf um námskeið við Fjallaleiðsögumenn og Klifurhúsið er gott mál. Hægt að auka efni inni á heimasíðunnu fyrri nýliða og forvitna. Til dæmis QnA eins og einhver nefndi o.fl. Allt spurning um tíma og nennu. Ísalp getur gert mikið gang með því að veita upplýsingar (í gegnum síðu og spjall) og taka vel á móti fólki, án þess að standa mikið í massífum námskeiðum eða ferðum sérstaklega fyrir byrjendur.

    Keep it simple, keep it real.

    Kv. Björgvin

    in reply to: Heft aðgengi að Valshamri #51611

    Já þetta leysist, hef ekki trú á öðru. Það má vel gera stíginn fólksbílafærann. Væri örugglega nóg að fá tíu vaskar konur og menn í nokkra tíma til að týna frá mesta grjótið. Þá væri hæt að keyra nokkuð nálægt. Síðan þarf bara að finna leið í sveig norðan við ystu bústaðina. Bóndinn hefur sjálfur bent á þennan stíg svo þá hlýtur að vera í lagi að nota hann.

    Svo eins og Skabbi segir… algert grundvallaratriði að vel sé gengið um og ekki verið með óþarfa læti. Það er öllum fyrir bestu.

    Reddumessu.

    in reply to: Heft aðgengi að Valshamri #51609

    Kíkti í Valshamar í morgun. Þegar ég kom sá ég einn sitja inní bíl en hann hreyfði sig ekki meðan við fikruðum okkur ofan við grunninn og svo niður með girðingunni og yfir gamla stigann. En þegar við komum til baka, þá var hann að vinna við bústaðinn. Sá strax á honum þegar við nálguðumst að hann var ekkert megasáttur en þó ekkert æstur. Við áttum ágætis spjall saman.

    Beisikklí, eins og fram hefur komið, þá eru þau ekki sátt við og munu ekki líða umgang um lóðina þeirra. Ég get skilið það að þau vilja ekki að klifrarar labbi yfir garðinn sinn, sem á örugglega eftir að vera afgirtur, með trjám og öllu tilheyrandi.

    Ég sagði honum sem er, að við klifrarar værum hið ágætasta fólk og kæmum fram af virðingu við bæði náttúru og menn. Hann hvað mjög mikla umferð hafa verið í sumar (ekki skrítið í blíðunni) og að konan sín væri að verða vitlaus á þessu. Ég benti einnig á að það væri eðlilegt að þar sem fólk hafi lengi farið þessa leið, þá tæki það eflaust smá tíma að venja það af því.

    Hann talaði einnig um þennan umrædda vegaslóða „sem er utan girðingar“ eins og hann sagði og því ættu sumarbústaðaeigendur ekki að geta verið ósáttir við að við færum hann. Að gamni mínu prófaði ég stíginn. Er á jeppa og komst hann því, en á fólksbíl, no way. Svo til að komast gangandi frá slóðanum og upp í klett, þá get ég ekki betur séð en að það þurfi að fara í gegnum sumarbústaðalóðir eftir sem áður.

    Kappinn á líka, eða leigir (?), lóðina fyrir ofan og vonast til að krakkarnir sínir muni byggja þar. Mér datt nefnilega í hug hvort ekki væri hægt að koma með þá hugmynd að gerður væri annar stígur og stigi, töluvert ofar og þannig væri farið fjarri hans lóð. Ef krakkarnir hans verða þar, þá gengur það líklega ekki.

    Svo var hann eitthvað að minnast á að fólk í nágrenninu heyrði í okkur og væri ekki að fíla það. Verð að segja að ef fólk er að setja fyrir sig óm af mannamáli í tuga metra fjarlægð frá bústað sínum (í þau fáu skipti sem mjög hljóðbært er úti) þá er er eitthvað mikið að og bara verið að grípa til hvaða ástæðna sem er til að amast út í klifrara.

    Bottom line. Réttast væri að skipa lítinn hóp nokkurra sem við treystum vel til verksins, til að ræða þetta formlega við landeiganda og sumarbústaðafólk og athuga hvort ekki sé hægt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Það er ljóst að ef verður á endanum reynt að koma í veg fyrir að almennir borgarar geti notið heilbrigðrar útiveru og stundað sport eins og klifur á þessu fína svæði þá er það eitthvað sem þarf að nefna við fólk á æðri stöðum og fá þar liðsinni.

    Ekkert fær mig til að trúa því að ekki sé hægt að sætta hér sjónarmið. Annað væri bara fáránlegt og hreint bjánalegt.

    En pælið í þessu með að senda okkar fólk í formlegar viðræður, gengur ekki að einhver ólga sé að grassera undir niðri sem svo brýst kannski út á þann hátt að við töpum á því til frambúðar.

    in reply to: Thailand #51554

    Já Samui er örugglega fín og vel með establiseraða skóla. En eins og ég minntist á við þig þá þekki ég bara Koh Tao. Held þetta sé bara spurning um hvort þú viljir vera á rólegum stað eða þar sem er meiri túrismi.

    Man að það var mikil snilld að auk þess að borga lítið fyrir að leigja græjur og kafa, þá fengu þeir sem voru að læra ókeypis gistingu. Ég naut góðs af því þar sem frúin mín á þeim tíma tók námskeið.

    En ég verð nú samt að segja að þú skalt ekkert gera þér miklar vonir um massífa kennslu eða stranga kennara. Fer kannski eftir því hvernig fólk lítur á það. Sumir eru að fíla það í botn að námið er aðvelt og kennarinn fer jafnvel út þegar bóklega prófið er tekið. Hálfgert kókópuffspróf held ég (PADI-puffs). En á móti kemur að köfun við þessar aðstæður þarna úti er hvort eð er eins lítið krefjandi og frekast getur verið.

    Fátt kemur í staðin fyrir að læra hér heima, en það er náttlega margfallt dýrara. Auk þess eru flestir sem læra á sólarströnd að hugsa um sólarstrandarkafanir hvort sem er svo það er bara í fínu lagi.

    Ef ef fólk er á annað borð á stað þar sem hægt er að læra að kafa þá er eiginlega bara bjánaskapur að gera það ekki.

    Have fun dude!!

    in reply to: Umgengni við Valshamar #51545

    Ljótt að heyra! Hingað til hefur maður getað fullyrt að þeir sem eru að stunda klifur og aðra heilbrigða útiveru og fjallamennsku, virði umhverfið og skilji ekki eftir sig rusl og viðbjóð. Ef sú fullyrðing á ekki lengur rétt á sér, er mér mjög brugðið.

    Ef einhver er svo mikill sauður að geta ekki týnt upp eftir sig ruslið og gengið almennilega um þá má hann bara halda sig fjarri klifursvæðunum því annars mun það koma niður á öllum öðrum. Það eru nú dæmi um það að svæðum í einkaeign erlendis hafi verið lokað vegna slæmrar umgengni.

    Ef einhver myndi verða til þess að aðgengi, t.d. að Valshamri, yrði heft vegna slæmrar umgengni, þá mun viðkomandi í besta falli missa alla virðingu annarra í sportinu. Leyfi mér að hafa það mína nýju og fullgildu fullyrðingu.

    Ekkert f***ing rugl… Ganga vel um!!

    in reply to: Mynd við festivalgrein. #51529

    Tekin af jörðu niðri, bara inni í skotinu þar sem maður byrjar.

    in reply to: Mynd við festivalgrein. #51527

    Móna Lísa : Cotton Fields

    Svo er spurning hvernig þetta lið skilgreinir „óröskuð svæði.“ Hingað og þangað er búið að vera bora tilraunaholur og raska á annan hátt í til undirbúnings. Svo á maður alveg eftir að sjá hver niðurstaðan verður úr „endurskoðaðri rammaáætlun.“

    Held það sé alltof snemmt að hrósa happi. Sáttmálinn er svo diplómatískt orðaður eins og allt sem pólitíkusar láta út úr sér að þeir geta hæglega lagt annan skilning í orðin en við.

    Við höfum nú öll séð Ingibjörgu Sólrúnu segja eitt en gera allt annað…. sagðist sko ekki ætla á þing og myndi halda áfram sem borgarstjóri út tímann, en fór svo á þing auðvitað og hætti sem borgarstjóri. Bara svona eitt dæmi.

    Gott að losna við steingervinginn Framsóknarflokk. Eitthvað varð að breytast eftir þessar miklu sviptingar í fylgi flokkanna, annað hefði verið ólýðræðislegt. Sjáum hvernig þetta þróast, en höldum okkur á tánum.

25 umræða - 176 til 200 (af 227)