Björgvin Hilmarsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 151 til 175 (af 227)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Verkalýðsfélagið og fleira í Tvíburagili #53795

    Já við Siggi mættum um eittleytið uppeftir. Hituðum upp í HFF en þar er ísinn efst farinn að morkna vel og kertin sem maður hliðrar framhjá á hraðri niðurleið. Réðumst svo til atlögu að Símastvíburanum og lögðum hann af velli eftir að hann hafði hrist okkur af sér nokkrum sinnum. Mjög skemmtileg leið.

    Siggi gerði sér svo lítið fyrir og krúsaði upp Himinn og haf í annarri tilraun. Vel af sér vikið. Skabbi mætti eitthvað á eftir okkur og við mátuðum okkur aðeins við leiðina líka en ekki varð mjög mikið úr því. En þessar neðstu hreyfingar eru hressandi, we’ll be back.

    Eftir að Siggi massi þurfti frá að hverfa þá laumuðumst við Skabbi í Verkalýðsfélagið. Langaði að tékka aðeins á henni án þess að gera okkur miklar vonir. Skemmst frá að segja þá gekk það ekki, þessi byrjun er ekkert grín. Líklega ekki það viturlegasta að reyna sig við hana í lok dags. But one day… one day. :)

    Eiríkur mætti uppí gil rétt undir myrkur, þá að koma beint úr Ýringi. Hann eðlilega vildi ólmur fá að berja hið nýa rocodromo Reykjavíkur augum og leist vel á.

    Siggi var með vélina sína og við smelltum af nokkrum myndum. Lofum engu fyrir festival. En svo fer ég að drattast til að setja inn myndirnar af Robba í fyrst uppáferð í Himni og hafi, góðir hlutir gerast hægt ;)

    in reply to: Meira mix – meira stuð. #53713

    Eins og fram hefur komið þá fór ég ásamt Skabba og Robba upp í Tvíbbagil á laugardaginn. Smellti af nokkrum myndum við það tækifæri og hér er eitthvað af því: http://retro.smugmug.com/gallery/7269337_UZen6#467293570_z3FHp

    in reply to: Varðandi bindingar á stálkanta gönguskíði #53680

    Haha, já ætli ég geti ekki bara gengist við viðurnefninu skíðaöfuguggi og það með stolti, það er nú hægt að kalla menn verri nöfnum eð það :)

    En já, ég hringdi í Jóhann. Hann ætlar að skoða þetta mál, reyna að finna bindingarnar sem gæti verið djúpt á eftir tvenna flutninga síðan þær voru brúkaðar síðast.

    En takk kærlega fyrir ábendinguna. Ef þetta gengur upp þá er málinu reddað og ég kátur.

    in reply to: Klippa annarri eða báðum? #53662

    Hollt og gott að pæla í þessu öllu saman. Kannski að menn sleppi því að nota orð eins og „það segir sig sjálft“ varðandi eitthvað svona því þetta segir sig ekkert endilega sjálft við þá sem eru að feta sín fyrstu spor.

    Um að gera að halda stemningunni þannig að menn geti komið með hvaða spurningu eða pælingu sem er án þess að hafa áhyggjur af því að einhver finnist þeir vera einhverjir kjánar.

    Þetta atriði sem við ræðum hér var t.d. ekkert alveg augljóst fyrir mér þegar ég var að byrja en ég tel mig þó alveg sæmilega skynsaman ;)

    En aftur að efninu… þetta er beint frá Beal og takið eftir síðustu setningunni:

    „If you climb on uncertain runners (Pitons, nuts, cams, ice screws…) you must separate the strands to reduce the impact load. In effect the impact load is considerably reduced on one strand as opposed to 2.

    In addition, separating the strands reduces drag, and allows all the rope’s length to help to absorb a fall’s energy, thus reducing the impact force.

    This recommendation is valid even for the first runner above the belay.“

    Annars er hér url á þessar upplýsingar: http://www.bealplanet.com/portail-2006/index.php?page=type_corde&lang=us

    Ef einhverjir eru að velta fyrir sér tæknilegum atriðum sem þessum, þá endilega minnist á þau. Mig grunar að stundum séu menn ragir við að minnast á eitthvað haldandi að það sé nördalegt. Ísklifur og annað álíka er ekki hættulaus leikur og því er um að gera að vera með sem mest á hreinu.

    Þó svo að áður hafi verið minnst á eitthvað hér á vefnum, þá er ekki víst að þeir sem eru að koma nýir inn rekist á það. En þá má líka bara benda á eldri þræði.

    Djöfull snjóar úti núna, þetta er snilllllld!!!

    in reply to: var að berast frá Kanada #53587

    Ég sendi á hann í gær og fékk svar í dag. Hann var að spá í að koma í kringum 14.-15. en er núna að spá í að koma fyrr til að ná festivalinu. Menn halda ekki vatni yfir hinu magnaða festivali Ísalp, orðstírinn enda svakalegur ;)

    Alltaf gaman að fá sterka klifrara í heimsókn.

    in reply to: Ert þú næsta Stella í framboði? #53538

    Kæru kammeratar. Ég hef ekki gerst svo frægur að sitja í stjórn Ísalp en ef ykkur hugnast svo þá breytist það á næsta aðalfundi. Ég hef nefnilega ákveðið að bjóða mig fram.

    Þar sem maður er nú á leiðinni heim og stefnan tekin á að vera helaktífur í ferða- og fjallabransanum, þá finnst mér tilvalið að skella mér í stjórn og hafa þá eitthvað að segja um það hvernig málin þróast hjá Ísalp.

    Fyrir þá sem mig ekki þekkja þá hef ég verið meðlimur í Ísalp um nokkurt skeið, haft kletta- og ísklifur sem aðaláhugamál undanfarin ár og er harðkjarna náttúrusinni.

    Fjallamennskuáhuginn er ekki að gera neitt nema ágerast svo það er um að gera að nýta hann og alla umframorkuna í að vinna að framgangi fjallamennskunnar á sem flestum sviðum.

    C’yah!

    – bh

    in reply to: Klifrað á Kjálkanum #53507

    Snilld! Frábært að vita til þess að menn eru að taka þetta alvarlega og undirbúa festival langt fram í tímann. Get ekki beðið eftir að komast norður (til Íslands) og svo vestur og hamra ísinn. Ísfestival here I come…

    in reply to: Íslenski ísrakkurinn #53382

    Skabbi, maður er hálfhissa að sjá ekki instant sítrónute-ið á rakklistanum, eins óbrygðult og það er orðið að þú takir þann eðalrykk með. Svona fyrir utan að vera þitt klifureldsneyti… er það ekki farið að vera bara ómissandi, einskonar lukkute? :)

    in reply to: WOW ný mynd #53244

    Ha, mæta á Finnann… Joo tottakai mä tulen. Eläköön Suomi!

    in reply to: Ama Dablam – Akureyri #53227

    Ég var úti þegar myndin var sýnd en nú á landinu og langar mjög mikið að sjá hana. Ertu að segja Ingvar að hún verðir sýnd á morgun (hmm í dag réttara sagt) í Regnboganum og að maður geti bara kíkt niðreftir og fengið miða eins og á hverja aðra sýningu? Eða hvernig virkar þetta?

    in reply to: Skíðafæri á Heklu um helgina… #53176

    Haha, þetta gæti orðið spennandi… jafnvel söguleg ferð ef farin verður.

    in reply to: Utanbrautarbandalag Ísalp #53157

    Gott mál… Stimpla mig hér með inn sem hliðarrennslismaður í grunninn en opinn fyrir annars konar rennsli í neyð :)

    in reply to: Silvretta bindingar #53122

    Nú tilheyri ég hliðarrennslishópnum en hef góða reynslu af því að nota skíði til að ferðast í fjalllendi (síðri af því að renna mér niður). Nú megið þið Sissi og Himmi segja mér (okkur) í fullri hreinskilni… hvernig er þetta splittbrettadæmi að virka? Erum við að tala um að þegar þetta er samsett þá sé maður bara með solid bretti undir löppunum með flestum þeim eiginleikum sem prýða gott bretti, eða er þetta gott MIÐAÐ VIÐ að þetta er í tveimur pörtum? Og gerir það sig virkilega að renna sér svo í plastskóm t.d.?

    Mig langar massa mikið til að prófa gott splittbretti, þ.e. labba á því með skinnum, upp slatta bratta og svo njóta þess að renna mér á hlið niður aftur. Það ætti líka að fara minna fyrir þessu á bakpoka en heljarinnar löngum skíðum.

    Komið með endilega með eitthvað um pros and cons…

    Hils,
    BH

    in reply to: Slys í munkanum #53077

    Þú ert heppinn drengur, það er óhætt að segja. Fínt að fá útlistun á því hvað gerðist því það er alltaf gott að fá áminningu um að það er víst aldrei of varlega farið.

    Hef heyrt að í nýja ársritinu sé frásögn af öðru óhappi. Það er hið besta mál og reynslusögur sem þessar verða að fá að koma fram í dagsljósið svo það megi læra af þeim. Legg til að þessi verði skráð í næsta ársrit.

    Óska þér góðs bata…

    in reply to: Mix-boltasjóður #53042

    Fáir eða margir… skiptir svo sem ekki máli. Var nú bara að benda á að ýmsar pælingar sem gengið hafa á milli manna síðustu daga varðandi þetta eru góðar og tilvalið að hafa þær hér. Var fráleitt að bögga neinn.

    Eins og ég segi þá er þetta hið besta mál og ég legg nú bara til að Siggi og Robbi verði umsjónarmenn sjóðsins og ég treysti þeim fullkomlega til að meta umsóknir. Þeir eru líka í hópi þeirra allra öflugustu í þessum bransa í dag vita því sínu viti.

    Eitthvað voðalegt reglubákn er mér ekki að skapi, allavega ekki meðan við erum ekki að tala um einhverjar massaupphæðir. Því er að mínu mati best að hafa þetta einfalt, SiggiRobb ræður og ég sef rólegur.

    I´m in!

    in reply to: Mix-boltasjóður #53036

    Robbi… umræðan um þetta mál hefði nú bara átt að fara fram hér frá upphafi í staðin fyrir að vera í gegnum tölvupósta milli fárra síðustu daga.

    Mix-boltasjóður, bara snilldin ein. Flott að koma þessu sporti meira inná kortið.

    Mix er betra en kók!

    in reply to: 8 farast í snjóflóði á Mont Blanc #53031

    Meira um strákana ef þið hafið misst af þessu: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/27/af_mont_blanc_a_matterhorn/

    in reply to: 8 farast í snjóflóði á Mont Blanc #53029

    Láta ekki slá sig útaf laginu strákarnir, halda rakleitt áfram… sem er gott:

    http://visir.is/article/20080825/FRETTIR01/994589182

    in reply to: Tindfjallaskáli #53025

    Já talandi um gjalddaga… maður er nú vanur að stilla sjálfvirkar greiðslur á gjalddaga sem er nú ekki nærri strax. Svo ég verð líklega merkislaus þangað til.

    Væri kannski eðlilegast að merkin myndu ekki detta út fyrr en eftir gjalddaga, þ.e.a.s. merki fyrra árs.

    En annars ferst nú ekki himinn og jörð þótt nokkra pixla vanti á skjáinn. Merkið er samt fallegt, ekki misskilja mig ;)

    in reply to: 10 Tindar #53003

    Já ég er líka sammála… gott framtak. Einhver minnstist á Snæfell. Eiginlega finnst mér eitthvað vanta ef það er ekki á listanum. Það er hátt, ekki mjög hardcore, en afa mikið bjútí auk þess að veita gríðargott útsýni til allra átta, yfir jökla, niður á vötn og sjó, yfir stærstu mistök okkar íslendinga, inn á hálendi og áfram mætti telja. Spurning um topp 11 :)

    in reply to: 10 Tindar #53000

    HAHAHA, þetta er nú farið að minna á einhverja útjaskaða byggðapólitík… hver reynir að koma sínum landshluta að eins og það sé eitthvað aðalatriði.

    Er ekki málið að skilgreina almennilega hvers konar lista er verið að reyna að ná fram áður en menn fara að setja saman fullt af listum sem eiga fátt sameiginleg annað en að innihalda nöfn á misháum hólum og hæðum? Er þetta bjútí-, hardcore- eða skemmtikeppni?

    Ég bara spyr ;)

    in reply to: Skiltið við Valshamar #52986

    Svona litað rafmagnsgirðingaband svínvirkar á hesta þó svo að ekkert rafmagns sé á því, svo það væri alveg inni í myndinni að setja upp bara létta staura í þetta hólf (og í kringum skiltið) og strengja í kring. Má allavega athuga hvort þetta virkar áður en farið er í massífa girðingavinnu með gaddavír, sverum staurum og öllu því tilsandi sem því fylgir.

    in reply to: Klifurmaraþon #52923

    Þetta var besta klifurhelgi sem ég hef upplifað á Hnappavöllum hvorki meira né minna. Það var í raun frábært að vera með verkefni allan tíman og smá pressu á að klára, það hélt manni við efnið og maður var að gera betur en áður.

    Held að það sé alveg öruggt að margir voru að uppgötva nýjar leiðir og gera eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert nema út af þessu maraþoni. Hið besta mál.

    Svo var þvílík stemning og frábær matur á laugardagskvöldinu. Ekki skemmdi veðrið fyrir sem var snilld alla helgina!

    Húrra fyrir öllum sem mættu, klifruðu, kvöttu, elduðu, spiluðu og skemmtu sér og öðrum. Thumbs up fyrir skipuleggjendum.

    in reply to: Kirkjufell á Snæfellsnesi? #52889

    Fór þarna með Skabba einn veturinn. Gaman að fara þarna upp. Það eru kaðlar þarna á nokkrum stöðum sem hægt er að nota til að styðjast við. Mætti samt alveg fara að endurnýja eitthvað af þessu. Þegar maður kom upp á topp eftir að hafa tosað sig upp síðasta kaðalinn þá kom í ljós haugur af gömlum köðlum og drasli sem allt er bundið um stóran stein. Útúr haugnum lá svo þessi sem er núna í notkun.

    Að sumarlagi þarf alveg örugglega ekki neitt af græjum. Menn með lágmarksreynslu í svona brölti ættu ekki að vera í neinum vandræðum með þetta.

    Mæli með pizzunum á Kaffi 59, sérstaklega með piparosti :)

    in reply to: Victory, victory, we have summit! #52863

    Hæ hó jibbbbíjei!! Til hamingju með þetta Gulli og co. Ekki amalegt að halda uppá þjóðhátiðardaginn með þessum hætti. Vænti þess að íslenski fáninn hafi fengið að blakta við þetta tækifæri.

    Hlakka til að sjá myndir.

25 umræða - 151 til 175 (af 227)