Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
1811843029Meðlimur
Við fórum þrír í Múlafjall í dag. Það vantar dáldið uppá margar leiðirnar en sumar eru í góðu lagi.
Við fórum Rísanda. Ísinn var mjög stökkur,kertaður og brattur en lítið mál að tryggja. Leiðin var talsvert erfiðari en venjulega, en mjög skemmtileg.
Myndir hér: (það vantar reyndar alveg myndir úr annarri spönninni)
http://www.facebook.com/album.php?aid=95093&id=1283765201&l=b51870f753
Kv.
Atli Páls.1811843029MeðlimurFór einhver að skoða ís í bíðunni í dag?
1811843029MeðlimurTakk fyrir, þetta var fjör og við alveg lygilega heppnir með veður. Við deildum toppnum tveimur öðrum strákum en annars var enginn á fjallinu. Leiðin okkar var upp Linda jökulinn og reyndist frekar skerí, þetta fjall er meira og minna að molna í sundur. En gaman samt, komið í heimsókn til nýja sjálands, heitt á könnunni;-)
1811843029MeðlimurJa,hann er pinu spes en fjandi klar kall. A http://www.genswein.com eru nokkrar frodlegar sidur a ensku, synist ad .ch sidan se mest a tysku.
Annars bendi eg lika a http://www.snjoflod.is, fullt af frodleik tar. Einnig heldur Arni Jonsson snjoflodaguru uti „snjor og snjoflod“ a feisbukk,um ad gera ad fylgjast med tar.
1811843029MeðlimurFyrir ca. 2 arum HSSK fekk til landins afar ahugaverdan naunga ad nafni Manuel Genswein. Tappinn sa hannar yla fyrir storu merkin ortovox, barryvox o.s.frv. Vid eyddum med honum talsverdum tima i allskyns yla aefingar og nidurstadan var augljos. To svo teir sem eru vel tjalfadir i notkun analog yla geti verid mjog snoggir ad leita ta gera digital ylarnir leitina miklu audveldari. Tegar vinur tinn er grafinn i flodi ma buast vid panikki og ta er um ad gera ad hafa ylinn sem taegilegastan i notkun. Tad er stadreynd ad mannsheilinn a mun audveldara med ad tulka grafiskar upplysingar a skja heldur en ad hlusta eftir pipi. Einnig er erfitt ad hlusta eftir pipi i analog yli i vitlausu vedri, tad ma reyndar baeta med ad nota heyrnatol, en teim tarf ad koma i eyrun sem getur tekid tima.
Semsagt, ef menn eru ekki ad nota analog yli a hverjum degi eru allar likur a ad teir seu fljotari ad leita med digital yli. Tetta er margreynt. Vid profudum einu sinni a nylidum ad lata ta leita med pieps DSP og mammut pulse, allir fundu tann grafna fljott og vel en voru ad handleika yli i fyrsta skipti. En tad er audvitad naudsynlegt ad kunna vel a sina greaju.
Atli Pals.
1811843029MeðlimurEf Ísalp væri félagi í UIAA og með það merki á félagsskírteininu fá ísalparar lægri skálagöld erlendis. Það munar helling um það. Ég bý um þessar mundir í Nýja sjálandi og hér fá allir UIAA klúbbar 50% afslátt af skálagjöldum. Það er svipaða sögu að segja um skála í evrópu. Þetta er hellings búbót í utanlandsferðum. Margir klúbbar til dæmis í Frakklandi bjóða einnig ódýrt transport, lægri lyftugjöld o.s.frv fyrir UIAA klúbba.
Kv.
Atli Páls.1811843029MeðlimurVið vorum einmitt að ræða það í gær. Ef það verður slys t.d í Eilífsdal þá getur sparað mikinn tíma ef björgunarlið veit hvert menn ætluðu sér.
En svo er líka oft pirrandi þegar dagurinn er stuttur að labba að leið bara til að komast að því að aðrir eru þar fyrir.
Kv.
Atli
1811843029MeðlimurÉg hef doldið stundað þessa iðju að klifra ís í myrkri með ljós á enninu. Öðruvísi upplifun og aðeins strembnara þar sem maður sér ekki mikið hvað er framundan. Mæli með að menn prófi.
1811843029MeðlimurÉg og Doddi fórum í gilið ofan við Gil áðan. Ljómandi skemmtilegt en kláruðum reyndar ekki útaf skafrenningi og tímaleysi. Fín leið með alveg mega þægilegri aðkomu.
1811843029MeðlimurSvipuð saga,bíllinn í loftköstum útaf,Grafarfoss með hagléli og hundgá,bylur á niðurleiðinni. Semsagt alveg ljómandi skemmtilegt.
1811843029MeðlimurDaginn
Áfram um alpaklifur…gaman væri að heyra hvort einhverjir séu á leið í alpana núna í sumar eða haust. Hvert menn ætli þá að halda og hvað á að gera.
Kv.
Atli Páls.
1811843029MeðlimurHefur einhver farið í Grafarfoss síðustu daga? Ætli það sé ekki allt á kafi í snjó…
1811843029MeðlimurFjallaleiðsögumenn voru að kenna ísklifur 2 síðasta laugardag, bæði í Múlafjalli og í Kjósinni, ætli þetta hafi ekki verið Leifur á ferð í Kjósinni. Sjálfur var ég í Múlafjalli með 4 nemendur.
Kveðja,
Atli Páls.
1811843029MeðlimurHSSK á líka nokkuð öflugt batman ljós, höfum einmitt verið að pæla í svona uppákomu!
1811843029MeðlimurBragi!
Mig vantar félaga á morgun…hringdu ef þú hefur áhuga!
Kv.
Atli Páls.
S:69144801811843029MeðlimurJæja,fyrirgefðu, ég gleymdi þessu aðeins enda mikið að gera í eltingaleik við þakplötur.
Hulsan sem er höfð á milli þegar báðir frambroddarnir eru á er 30mm löng.
Stilli hulsurnar fyrir mono point eru 27mm og 8,5mm
Hulsurnar eru með 5mm gati og 9mm að utanmáli.
Vona að þetta hjálpi
Kv.
Atli Páls.
1811843029MeðlimurSæll
Ég er með svona brodda, gæti mælt þetta og látið þig vita á morgun.
Kv.
Atli Páls.
1811843029MeðlimurHæbb
Í fyrra fórum við nokkrir félagar úr HSSK á sama námskeið og þú varst á hjá ISM. Gædarnir sem voru með okkur hafa líka starfað hjá ISM í langan tíma og töluðu um íslendingana sem voru hjá þeim fyrir mörgum árum,mögulega sömu gædar og þú varst með.
Ég rakst einmitt á stutta frásögn í gömlu ársriti þar sem var talað um íslendinga sem fóru til Leysin á námskeið hjá ISM. Það voru að mig minnir Valdimar Harðarson og Guðni Bridde.
Gaman væri að heyra frá þeim sem fóru þarna fyrr á árum.
En ISM er rótgróið fyrirtæki sem óhætt er að mæla með.
Kv.
Atli Páls.
1811843029MeðlimurMikið rétt,það borgar sig að fara varlega í Þríhnjúkagíg eins og reynslusögurnar benda til. En ef rétt er að verki staðið er þetta nokkuð öruggt, okkur tókst þetta um helgina án þess svo mikið sem rispa kæmi á línurnar. Brúnavarnir, meiri brúnavarnir og enn fleiri brúnavarnir er galdurinn. Ef línurnar liggja ekki á tæpum brúnum ætti raunar ekki að vera þörf á back-up línu en allur er varinn góður…
Annars er vert að menn hafi í huga að ganga vel um þarna niðri, ekki skilja eftir spottarusl eða annað drasl.
1811843029MeðlimurVið fórum tveir félagar niður í hellinn í dag,náðum því miður örfáum myndum vegna mikils raka, en hellirinn er alveg magnaður…Veðrið var með versta móti, hífandi rok og skafrenningur,en það skipti auðvitað engu máli þegar búið var að rigga öllu og síga niður. Allt gekk eins og í lygasögu,lögðum af stað um áttaleytið í morgun og vorum komnir heim um uppúr fimm.
1811843029MeðlimurSæll
Í ársritinu frá ’93 er heilmikil og afar fróðleg grein eftir Snævarr Guðmundsson. Svo var líka frásögn af ferð þeirra Kalla í einhverju ársriti,man ekki hvaða.
Kv.
Atli Páls.
-
HöfundurSvör