Gunnar Már

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 26)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Ísklifuraðstæður 2024-2025 #86118
    Gunnar Már
    Participant

    Spori var í góðum aðstæðum í gær (24.11.24)
    Konudagsfoss var mjög þunnur og við lögðum bara í hann í toprope (fínn ís fyrir ofan brún) og það var mjög skemmtileg, örlítið yfirhangandi klifur.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2023-2024 #84778
    Gunnar Már
    Participant

    55 gráður voru í ágætum en sólbökuðum aðstæðum í gær, fórum direct leiðina. Oliver loðflís leit út fyrir að vera klifranlegur. Tvíburagil er fullt af ís.

    Attachments:
    in reply to: Ísklifuraðstæður 2023-2024 #84296
    Gunnar Már
    Participant

    Jú mikið rétt við sáum þennan kósí sector á instagram og stukkum af stað áður en topo-ið kom á vefinn. Skröltum niður einhverja brekku sem er kannski ekkert endilega besta leiðin en líkega sú stysta. Mjög gott æfingasvæði, við leiddum upp einhverja WI 3+/4 línu nálægt miðjunni, settum upp toprope og fórum endalaust af ferðum á stuttum tíma. Geggjuð æfing eftir vinnu og komnir heim í kvöldmat.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2023-2024 #84219
    Gunnar Már
    Participant

    Wierd Girls í Skálafelli var ágætum aðstæðum 9.12. Ísinn tók vel við skrúfum en síðasta haftið virkaði tæpt og laust frá berginu

    in reply to: Nokkrir fisléttir punktar fyrir klifurþing 2023 #83904
    Gunnar Már
    Participant

    Voru einhverjar góðar niðurstöður af Klifurþinginu? Fáum við toppakkeri í Stardal?

    Ég hef ekki neina sterka skoðun hvort það eigi að nota franska kerfið eða það ameríska en tek undir að það er mjög bagalegt þegar það er svona ósamræmi milli gráðukerfanna eins og er núna á klifur.is
    Ég er sjálfur hrifinn af því að nota 8a.nu og þar geta allir stungið upp á sinni gráðu og mér finnst oft gagnlegt að skoða það og allavega taka með í reikninginn, vildi að fleiri Íslendingar myndu nota hana.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2022-23 #81991
    Gunnar Már
    Participant

    Fórum Áslak í frábærum aðstæðum eftir vinnu í myrkri í gær. Aðkoman smá brútal í djúpum snjó.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2022-23 #81884
    Gunnar Már
    Participant

    Fórum 55 gráður í fínum aðstæður – fórum ekki kertið beint upp, fannst það frekar þunnt. Oliver Loðflís nær ekki niður.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2021-22 #78691
    Gunnar Már
    Participant

    Fórum Nálaraugað í dag, 19.2. Sömu fínu aðstæður og þið lýsið í gær. Töluverður vindur (25m/s í hviðum) en ágætt skjól fyrir austanátt þarna í skorunni. Frábær leið og gott að skreppa i þetta.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2021-22 #78565
    Gunnar Már
    Participant

    Fórum Ýring í gær. Mjög mikill snjór í gilinu, alveg upp að mitti á köflum. Ísinn mjög köflóttur. Sumsstaðar þunn himna og frauð undir, annarsstaðar góður en stökkur ís og blautur ís þar á milli. Semsagt frábær dagur á fjöllum.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2021-22 #78493
    Gunnar Már
    Participant

    55 gráður var hálfgert snjógil í dag fyrir utan kertið efst sem var í fínum aðstæðum. Snjórinn fyllti alveg í skoruna bakvið kertið. Tvíburagil leit mjög vel út. Kertin í mixleiðunm milli efri og neðri Tvíburagilsfossa ná ansi langt niður

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2021-22 #78139
    Gunnar Már
    Participant

    Klifraði Grafarfoss 15.1 í fínum aðstæðum. Góður mjúkur ís en en mjög blautur og örlítið opinn efst. Fínar tryggingar. Hefði verið best að vera í pollagalla á tímabili.

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2021-22 #77273
    Gunnar Már
    Participant

    Myndin – Get ekki eytt innleggi eða breytt

    Attachments:
    in reply to: Ísklifuraðstæður 2021-22 #77272
    Gunnar Már
    Participant

    Mynd fyrir áhugasama

    in reply to: Ísklifuraðstæður 2021-22 #77270
    Gunnar Már
    Participant

    Fór Weird Girls í Skálafelli í dag. Frekar mjúkur og aðeins opinn í efsta haftinu. Auð klifranlegur en ekki alveg optimal trygginga möguleikar.

    • This reply was modified 3 years síðan by Gunnar Már.
    in reply to: Drytooling Búahellir #77163
    Gunnar Már
    Participant

    Vel gert Matteo! Ég vil líkja hvetja fólk til að kíkja þetta svæði. Algjört þrekvirki að búa þetta til.

    in reply to: Ingimundur – nyja leið? #70701
    Gunnar Már
    Participant

    Vel gert! Nú þarf maður að fara kíkja á Ingimund.

    in reply to: Þumall #70638
    Gunnar Már
    Participant

    Já, Þumall er alveg frábær ævintýraferð. Örlítið óhagstæð hlutföll af klifri og göngu segja sumir en ég fílaði þetta í botn.

    in reply to: Boreal í Vestra Horni 2019 #69957
    Gunnar Már
    Participant

    Við fórum þrír í leiðina síðasta laugardag og þetta var algjörlega mögnuð upplifun. Þvílíkt afrek að bolta svona svakalega leið. við höfuðum smá áhyggjur fyrirfram af bili milli bolta en það algjör óþarfi, leiðin mjög vel boltuð. Athugasemdirnar við leiðina hjálpuðu líka mikið á lokaspönnunum. Rauða prússikbandið var ennþá i akkeri á 10. spönn.
    Við vorum rétt rúmlega 10 tíma bíl í bíl. Þarf af líklega 1 klukkutími að leita að bláa slingnum í fyrsts bolta. Gengum 2x framhjá honum án þess sjá hann en hann var aðeins nær jörðinni en ég var að skima eftir honum og orðinn svolítið veðraður. Frábær dagur.

    Við tókum nestispásu á góðri syllu eftir 5. spönn og þar setti ég drónann á loft og tók þessa mynd sem sýnir síðustu sex spannirnar. Við erum neðarlega fyrir miðju, hægra megin við snjóskaflinn.

    Attachments:
    in reply to: Skíðafæri á Heklu um helgina… #53175
    Gunnar Már
    Participant

    Og allt kraumandi undir: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/23/hekla_getur_gosid_hvenaer_sem_er/

    Ef það er færi þá er ég alveg til í að skoða þetta.

    Gunnar Már,
    893-3994

    in reply to: Utanbrautarbandalag Ísalp #53146
    Gunnar Már
    Participant

    Mjög gott mál – ég mæti.

    in reply to: Fjallaskíði #52372
    Gunnar Már
    Participant

    Ég er með TLT Vertical og mjóg ánægður.

    Ég virðist hins vegar hafa verið svikinn um stífari tunguna í Spirit skónna mína. Ekki eins ánægður með það.

    in reply to: Fjallaskíði #52366
    Gunnar Már
    Participant

    Ég er að hugsa um að taka Ívar á orðinu og fara á Eyjafjallajökul næstu helgi. Eru einhverjir fleiri að fara?

    in reply to: Fjallaskíði #52362
    Gunnar Már
    Participant

    Ég er að nota Atomic Kongur sem ég held að séu skilgreind sem Telemark skíði, Dynafit bindingar og Scarpa Spirit 4 skó. Þessi búnaður hefur reynst mér mjög vel. M.a. var ég viku í Sviss skíðaði bæði á braut og off-piste á þessu og líkaði það vel.

    Af fjallaskíðabindingum eru Dynafit léttastar sem er kostur í göngu en aðrar bindingar t.d. Fritschi Diamir líkjast meira hefðbundnum alpaskíða bindingum.

    Nokkrir linkar fyrir þig:
    http://www.atskis.com/ – Fullt af upplýsinugm um Alpine Touring og review á vörur.

    http://www.backcountryworld.com/ – Ágætis forum um skó, bindingar og margt fleira t.d. snjóflóð.

    in reply to: skíðajól – aðstæður #52131
    Gunnar Már
    Participant

    Ég er einmitt einn af þeim sem mætti um það leyti sem þið létuð ykkur hverfa. Að vísu á fjallaskíðum en ekki vélsleða.

    Við fundum geggjaða púðurtunnu austanmegin við Suðurgil. Við röltum upp línuna sem þið komuð niður og fórum yfir hrygginn. Þar aðeins í áttina að stólalyftunni var ósnert púður. Við gengum svo þeim megin í átt að Kóngsgili og þar var það sama upp á teningnum, allt fullt af púðri.

    in reply to: Nethornið – RSS fyrir isalp.is #52016
    Gunnar Már
    Participant

    Argandi snilld.

25 umræða - 1 til 25 (af 26)