Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
1704704009Meðlimur
Allt í lagi Kristján og góða skemmtun. Annars er spáin fyrir morgundaginn að versna ef eitthvað er og nú segir Veðurstofan 25 m/sek í strengjum við fjöll. Smárok og rigning skaðar engan en við verðum víst að játa okkur sigraða ef það er beinlínis spáð stormi á morgun. Botnssúlur eru ekki ákjósanlegur staður í stormi. Ferðin er því í uppnámi sem stendur. Tökum síðasta veðurtékk í kvöld og athugum hvort þetta lagist eitthvað. Tilkynni ákvörðun á vefnum fyrir kl. 19 og hringi í skráða þátttakendur.
-Ö1704704009MeðlimurVeðurspáin fyrir sunnudag: Sunnan 10-15 m/s og rigning, en talsvert rigning suðvestantil.
Já, það verður þá rok og rigning, en færi maður nokkurn skapaðan hlut ef maður léti skítaveður alltaf eyðileggja fyrir sér?
Ég er til í tuskið á sunnudag. Hvað með aðra?1704704009MeðlimurUpp af Bolungarvík er 3 spanna stölluð ísleið af ca 2. gráðu í Tungudal minnir mig. Þar gerðist svipað hjálmadæmi og ROK lýsir um páskana 2000. Í umrætt skipti var það stærðar hnullungur sem rúllaði niður skriðu, hlunkaðist síðan fram af hafti og skall í höfði mér. Hjálmurinn hreinlega maskaðist. Á hausinn kom golfkúla, enda keyrðist hjálmurinn niður í hvirfilinn af miklu afli. Eyrun sjóðhitnuðu og þetta var í raun hin versta upplifun. Hjálmurinn er ónýtur en hauskúpan í fínu lagi – veit ekki með drullið inn í henni.
1704704009MeðlimurÓska öllum hlutaðeigandi til hamingju með ritið án þess að hafa séð það. Trúi bara vitnisburði hinna sem hafa gert það. Eins gott að drullast líka til að borga þetta árgjald.
Hefur annars enginn tjáð sig um Skessuhorn um síðustu helgi og óskað Ívari til lukku með Norðurfésið? Hann einfór fésið. Undirrituðum þykir það nú bara vel gert.
-
HöfundurSvör