Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
1704704009Meðlimur
Jólaölið súrnaði en það þýðir ekkert að grenja. Næsta ferð er 14. janúar og nýr frostakafli væri vel þeginn. Fylgjumst með veðrum og látum okkur vera sýnileg á umræðusíðunum í aðdragandanum.
1704704009MeðlimurAllir velkomnir. Gott að fá þetta til umræðu. Engin nauðsyn endilega að koma með félaga. Bara vera sjálfum sér nægur með grunnbúnaðinn (brodda, stífa skó, HJÁLMINN, beltið og axarparið) og Ísklifur I eða amk. 2 klifurferðir 2.-3. gr. að baki. (Ekki nauðsynlegt að hafa leitt klifur). Ef einhver er félagalaus, þá bara láta vita duglega af sér. Þannig hefur þetta gengið vel hingað til.
1704704009MeðlimurEngin fjandans spurning. Það mun fara vel á því að taka hann inn á 30 ára afmæli klúbbsins á næsta ári. Og Skabbi, leggðu hann í sófann. Það mun mælt vera að þér þurfið eigi að hafa hvíluþröng af honum að því undangengnu að hann reisi eigi ágreining af því að þú meinir honum fletsins við hlið þér sjálfum, Skarphéðinn.
1704704009MeðlimurIngvar eyðslukló. Varstu þrotinn að skrúfum þegar í stansinn kom? Hvaða ráðstafanir gerðirðu? Notaðirðu lykkjuna?
Maður hefur áhyggjur af þessu unga fólki nú til dags.
1704704009MeðlimurAðeins varðandi sjónarmiðin um kynninguna á Leifi Erni og Leníntindi, þá virðist sem tilkynninging berist Ísalp með ansi þröngum fyrirvara. Það er síðan álitamál hvort sýningin hefði verið send út í fjölpósti, eins og hún kom fyrir, enda var þetta öðrum þræði búð sem var að auglýsa vörur sínar. Ég nota helst ekki fjölpósta Ísalp í því skyni. Hvorki Útilíf né Útivera fengu slíka þjónustu undanfarin en hins vegar var sjálfsagt að segja frétt um hvað væri í gangi hjá þeim og eins var með 66 g og Leníntind. Sennilega hefði vel mátt senda fjölpóst um myndasýninguna eina og sér en skera þá kaflann um vörur verslunarinnar burt. Upp úr stendur að ég get tekið undir að kynningin á sýningunni hefði mátt vera eitthvað betri. Þetta skiptir e.t.v. litlu máli héðan af en allt í lagi að reifa þessi sjónarmið.
1704704009MeðlimurVið látum ekki Huber harmleikinn endurtaka sig. Hilmar, þú stóðst þig vel með silfurfatið en ekki varð neitt úr neinu – hvað sem síðar verður.
1704704009MeðlimurEngin spurning, þetta liggur í löppunum. En þetta var nú húmorískt út af fyrir sig, því verður ei neitað.
1704704009MeðlimurHressilegasta dekkun bara. Gaman að þessu. Snilldarummæli viðmælandans slá allt út.
„Gott er að ganga upp fossa,“ segir Þorvaldur göngugarpur.
-Allir út að ganga (ef gönguísinn heldur)
1704704009MeðlimurVið erum að renna inn í 4 daga hlýindi á morgun og síðan fer að frysta á ný á mánudag. Af vitnisburði þeirra sem hafa viðrað sig og annarra fyrirliggjandi veðurfarsgagna kann að vera fossaklifur þurfi eins og eina viku í viðbót.
1704704009MeðlimurÞetta er í sjálfu sér ágætis ábending. Margir eiga „hjálmasögu“ í pokahorninu og geta vitnað um gagnsemina. Það er hins vegar lítið um að hjálmar séu notaðir á vissum klettasvæðum þar sem hrunhætta er talin nánast engin. Vera kann að myndir af því virki glannalega á fólk.
En að fara hjálmlaus í ísklifur og fjallaklifur er náttúrlega svo glórulaust að það tekur engu tali. Samt hefur það gerst. Þeir sem „gleyma“ hjálminum sínum eiga auðvitað að sætta sig við orðinn hlut og bíða í bílnum. Slys eru ekki einkamál fórnarlambsins heldur vandamál allra í hópnum. Að skrifa út ávísun á slys með annarri eins vítaverðri vanrækslu er hrein og klár ógnun við hópinn. Kannski ágætt að skerpa á þessari umræðu nú í vetrarbyrjun. Það er talsverð nýliðun í gangi (fjöldamet á byrjendanámskeið í ísklifri í fyrra og nemendur sópast nú á fyrirhugað námskeið í nóv.)
Það er því alveg ástæða til að standa saman um það í Ísalpfjaölskyldunni okkar að hamra á örygginu. Það tapar enginn á því.
1704704009MeðlimurÍslenski ályktunarklúbburinn.
1704704009MeðlimurEkki má heldur gleyma því að í fundarhléi voru sýndar mjög áhugaverðar myndir félaga. Það voru þeir Birgir og Skabbi sem sýndu. M.a. voru sýndar myndir af klifri Skabba og félaga hans Bjögga í stuðlabergi Jöklusár á Dal. Stuðlabergið er nú komið á bólakaf í Hálslóni.
Að lokum fá stjórnendur Klifurhússins hugheilar þakkir fyrir afnotin af salnum í gær.1704704009MeðlimurJóe fer sjálfur ekkert í launkofa með það að hann hefur harla lítinn tíma til að tala við fjallaklúbba á þeysingi sínum. Annars stóð starfsfólk KB banka sig ágætlega í því í fyrra að sjá til þess að fulltrúar Ísalp fengju sneið af kökunni.
1704704009MeðlimurÍsalp þarf að verða með fyrstu útivstarklúbbunum til að gefa út yfirlýsingu gegn þessari andskotans vitleysu fyrir austan. Ég minni líka á að það eru fleiri mánuðir síðan ég skrifaði grein í Morgunblaðið (sem formaður Ísalp í aðsendar greinar) þar sem afstaða mín í nafni klúbbsins kom fram í þessu máli.
En ég legg til nú í þessu framhaldi að efnt verði til skjótt til félagsfundar Ísalp og samin ályktun sem lögð verði fyrir fundinn. Tel það vera lýðræðisleg vinnubrögð í okkar ágæta klúbbi.
1704704009MeðlimurLátið gestabókina rata inn í Skútuvoginn.
1704704009MeðlimurÞetta er náttúrlega alveg stórkostlegt hjá görpunum. Óska þeim innilega til hamingju með áfangann.
1704704009MeðlimurÓþarfi. Myndin er komin í ógleymanlegri túlkum Margrétar Vilhjálmsdóttur og Hilmis Snæs Guðnas. Samt lítið minnst á hana Þorbjörgu unglinginn. Forvitnilegt væri að gera mynd með henni sem aðalpersónu og láta hana lýsa lífinu á frægasta bóndabæ Íslands. Fósturpabbinn gömul frjálsíþróttahetja, ekki fyllibytta en þó alltaf að skandalísera og mamman búðarhnuplari…
Já, fyrr var oft í koti kátt.
1704704009MeðlimurGunnar mun nú hafa verið fæddur á Íslandi en skrapp til Skandinavíu á fullorðinsaldri. Hann vildi heim snúa þótt hann væri mikið uppáhald hjá kóngi þannig að hvorki var nú ofríkinu fyrir að fara né flótta undan slíku. Síðan kynntist hann einstæðri móður á fertugsaldri við heimkomuna, sem var tvígift og hét hún Hallgerður. Dóttir hennar var Þorbjörg og orðin unglingur þegar Gunnar kom til skjalanna. En þetta var útúrdúr.
Gunnar yrði afar vonsvikinn með þróun mála hér á 21. öldinni, þróttaáhugamaðurinn sjálfur. Hugsa að hann hefði kunnað vel við sig í ísklifri – með axir á lofti í friðsamlegum tilgangi. Og síðan sund á eftir. En manninn vantaði bara alla sjálfsstjórn jafnt utan heimilis sem innan og því fór sem fór.1704704009MeðlimurVel mælt. Vonandi nær klúbburinn samt að leiða málið til lykta áður en einhver stormar uppeftir með klippur og skæri. Munið að hamarinn er ennþá galopinn öllum klifrurum þótt bílarnir hafi verið læstir úti.
1704704009MeðlimurÞað getur verið að bústaðafólkið sé uggandi vegna innbrota og vilji læsa þarna innfrá tímabundið (þótt það sé engin lausn gegn innbrotsþjófum þannig lagað) en samsæri gegn klifrurum er neðarlega á listanum tel ég. Allra síst að einhver sé að læsa keðjum til að hefndarskyni fyrir hvaðeina.
Þetta byggi ég á því að í vetur átti ég keðjumála samtöl við Eilífsalsbúa þar á meðal Heimi nokkurn í stjórn sumarbústaðafélagsins. Ekkert af þessu liði var illa við klifrara og vildi koma einhverjum skilaboðum á framfæri um að þeir ættu að haga sér svona eða hinsegin – hvað þá að einhver hefði ama af þeim og vildi læsa þá inni.
Líka má benda á að Gísli bóndi á Meðalfelli hefur beinlínis boðist til að sýna klifrurum auðveldasta aðgengið að Valshamri þannig að það er um að gera að nota hann. Og fyrir komandi vetur má líka nota Gísla fyrir ísklifrið.
En það er sjálfsagt að kanna öll þessi mál betur. Þetta er í grófum dráttum staðan í dag.
1704704009MeðlimurÞetta snýst allt um ákvarðanatökur. Hér tók Ísalpfélagi sína ákvörðun og kom heill niður. Ekki óskynsamleg fjallamennska það.
1704704009MeðlimurOG ætlið aftur í sumar..
1704704009MeðlimurStjórnin dirfðist að dreifa sér í einhver sumarfrí og næsti stjórnarfundur er eftir helgi. Þar verður dagskrárhornið matað á ný. Á meðan minni ég félaga á hinar frábæru UHF- talstöðvar sem má fá lánaðar í prívatferðir félaga. T.d. ef einhver ætlar að skella sér nú um helgina að klifra, ganga, hjóla…
1704704009MeðlimurÞá er bara að taka fram gæðinginn. Við hjónaleysin létum okkur gossa yfir Svínaskarðið um daginn. Mig minnir að augasteinarnir einir hafi sloppið við drullumeik að lokinni þessari rómantísku kvöldferð. Enda hentum við okkur út í Meðalfellsvatn til að losna við múrhúðina. Virkilega gaman að þessu. Ætlum aftur í seinna í sumar..
-
HöfundurSvör