Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Bergur EinarssonParticipant
Dálítið síðbúinn aðstæðupóstur. Létum Grafarfossinn, fjarskafallegan úr Mosfellsbænum, glepja okkur seinasta föstudag (11.2.). Tókum sneiðinginn upp til vinstri þvert yfir hann. Neðri spönnin var eins og við er að búast talsverð vinna við að moka smá og berja skel en alltaf hægt að koma skrúfum í góða bunnka. Efri spönin var svo mjög fín og þá a.m.k. ekki orðin sólbökuð til neinna vandræða. Sigum svo úr boltunum og niður orginalinn en hann er ekkert nema skel, snjór og hengja á miðri leið.
Bergur EinarssonParticipantÉg og Maggi Ólafur Magnússon létum okkur dreyma um að reyna að klára upp úr Stigvaxanda í Stóragili austur úr Glismgili. Fínar aðstæður og fullt af ís í neðri hlutanum en efsta kertið var mikið kertað og í nokkrum mis-samföstum stólpum. Notuðum það því bara til að síga niður frekar en að klifra það.
Bergur EinarssonParticipantÉg og Ági fundum allann snjóinn sem ætti að vera einhverstaðar á suðvestur horninu. Hann er ofan í Svörtugjá í Botnsdal. Það þýðir svo sem að það vantar neðstu ~15 m á Svörtugjárfoss en hann er allur á kafi í snjó og skeljaður. Létum okkur svo sem hafa það að klifra upp úr gjánni en leiðin var tortrygð. Líklega mun betra að velja sér annan tíma fyrir þetta verkefni, þegar ekki hefur skafið svona mikið ofan í gjánna.
Annars nóg af ís að sjá í Múlafjalli og Hvalfirði almennt. Við vorum bara eitthvað að reyna, líkt og allur snjórinn, að fela okkur fyrir norðanáttinni.
Bergur EinarssonParticipantFórum líka nokkrir Hafnfiðringar í Spora hvilftina í gær. Fínar aðstæður í léttari leiðunum, klifruðum bæði Spora og Fara. Smá vatn á ferðinni undir ísnum í Fara en nóg af ís bæði til að klifra og tryggja vel. Konudagsfoss, var ekki kominn í aðstæður, kertaður og ekki alveg heill.
Bergur EinarssonParticipantEnnþá er möguleiki á að finna ís án þess að leita mjög hátt. Við Siggi Richter skelltum okkur í Austurárdal í gær og klifruðum Túristaleiðina. Nóg af ís í henni en smá skel utan á hluta af leiðinni. Skelin hélt vel klifrurum en gerði tryggingar að smá hreinsunarstarfi. Leiðirnar austanmegin í hvilftinni litu líka vel út þó að allt fyrir miðju væri hrunið og orðið að vatnsfoss.
Attachments:
Bergur EinarssonParticipantSkrái mig bara í mat á laugardaginn ef það er ekki orðið of seint.
Bergur EinarssonParticipantBergur Einarsson, gisting föstudag til sunnudags. Matur á laugardag.
Bergur EinarssonParticipantÆtluðum nokkur að fara í Skarðsheiðina norðaustanverða í gær en það reyndist bara verða langur bíltúr til að enda í Skálafelli að lokum. Mjög lítill snjór í neðrihlutanum á Skarðsheiðinni. Ekki einusinni nægur snjór til að ganga upp frá Draganum. Annars fínar aðstæður í Skálafelli til að fara niður af því norðanmeginn.
Bergur EinarssonParticipantStel líka frá Ottó.
Ég mæti, svefnpokapláss tvær nætur, tvo kvöldverði og tvo morgunverði.
- This reply was modified 8 years, 11 months síðan by Bergur Einarsson.
Bergur EinarssonParticipantTeitur var feitur en ekkert sértaklega heitur, ísinn þar af leiðandi harður af sér, dálítið uppstökkur og yfirspenntur fyrir klifri, a.m.k. yst.
Fórum semsagt þrír í hálfgerða ísklifurleiðslu æfingaferð í Teitsgil fyrir ofan Húsafell nú á sunnudaginn. Mikill ís í öllum leiðunum í gilinu en töluvert af snjó fyrir ofan þær. Enduðum á að klifra ekki í aðalskálinni heldur stöllótta leið í vestur hlið gilsins, neðan við skálina sem hinar leiðirnar eru í. C.a. 60m samtals af af II til III+ stöllum klifraðir í þremur spönnum.
Það er alltaf dálítið sérstakt en gaman að klifra í svona miklu frosti en það voru -17°C þegar við byrjuðum. Þetta er samt víst ekki gott samkvæmt fræðunum því ís verður stökkari og togspenna eykst í fossunum þegar kólnar. Fundum vel fyrir hvað allt var stökkt og hart, öxin skoppar miklu meira til baka eftir höggin auk þess sem allt ysta lagið sprakk oft af. Ísinn sem var eftir þegar ysta lagið var farið virtist síðan vera heitari, enda tekur það tíma fyrir frostið að smjúga inn í ísbunkana. Innri ísinn tók síðan mun betur á móti öxum.
Bergur EinarssonParticipantFórum nokkri saman í Miðgil í Vesturbrúnunum í gær. Fínn harðpakkaður snjór og fínn ís í mest allri leiðinni. Snjórinn efst ekki alveg jafn harður og ljúfur en fínnar aðstæður samt. Efri hlutinn af haftinu í Anabasis virtist vera frekar þunnur neðan frá séð. Risa leiðin utan við Vopnin kvödd náði ekki saman.
Bergur EinarssonParticipantFórum orginalinn í 55 gráðunum í dag en hann er í leiðinda aðstæðum, hver skelin utan á annarri. Varla nægjanlega sterkar til að halda manni en samt nægjanlega þykkar til að það var bölvað mau á hreynsa þær ofan af. Betri ís ofan við stallinn en mikið vatn á ferðinni og um að gera að njóta þess betur að fara þessa klassík þegar ísinn er skárri. Það voru víst svipaðar skelaja-aðstæður í Nálarauganu.
Bergur EinarssonParticipantFórum nokkur úr Hafnarfirði í Tvíburagilið í Búahömrum gær. Mikið af ís í gilinu og innri og ytri Tvíburafossarnir í fínum aðstæðum, aðeins snjóskel sumstaðar á ytri fossinum en ekki til vandræða. Töluvert af skafsnjó í öllum giljum þó að lítill snjór væri almennt á svæðinu. 55° dálítið hvítar að sjá en fórum ekki upp að þeim.
Kveðja,
Bergur
Bergur EinarssonParticipantsafalinn.is, Dugguvogi 3, þjónustar Barryvoxinn og ég lét þá nýlega uppfæra hjá mér hugbúnaðinn í ýlinum mínum. Grunar að þeir getir breytt þessu fyrir þig.
Annars var enginn kostnaður við hugbúnaðaruppfærsluna og þjónustan almennt mjög góð.
Bergur EinarssonParticipantBergur EinarssonParticipantÉg og Ragnar Heiðar þræddum okkur í gegnum Nálaraugað í gær. Mikill snjór í efri hluta leiðarinnar og efra haftið er nær alveg hulið snjó. Dálítill snjómokstur fram hjá frekar fönnkí snjódrýlum við brúnina. Neðrihlutinn með mikið af ís og mjög fínn. Þetta er svo sem reyndar allt væntanlega að breytast eitthvað núna og næstu daga með þessum hlýindum.
Bergur EinarssonParticipantVið bröltum tveir, ég og Jósef, upp NNV hrygginn á Lambatind á Ströndum nú um páskana. Skemtileg leið á flott fjall. Mjög svipaður fílingur og NA hryggurinn á Skessuhornið.
400-450 hæðarmetrar af 2. gráðu snjó og íshöftum, léttu klettabrölti og snjósyllum. Allt klifrað á hlaupandi tryggingum.
Ari Trausti minnist á bók sinni 151 tindur að a.m.k. tvær ís/snjólænur hafi verið farnar á Tindindinn en það væri gaman að vita hvaða leiðir menn hafa verið að fara þarna. Flott fjall og fjöldinn allur af möguleikum á skemtilegum leiðum. Sama má líka eiginlega segja um öll hin fjöllin þarna í kring.
Myndir komast vonandi á netið við tækifæri.
Kveðja,
Bergur
Bergur EinarssonParticipantHef reyndar ekki séð þessa mynd í mogganum en Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur sigið í Krísuvíkurbjarg í mörg ár.
Þar er notast við kaðla en ekki static línur. Hefur marga kosti ef maður er ekki mikið að spá í þyngdinni. Ágætt að vera með 25 mm af efni en ekki 11 til að skrapa af á brúnum og fylla af gúanói.
Kerfið er alltaf haft tvöfalt, þ.e. tveir kaðlar og menn eru í þokkalega nýjum beltum og með hjálma frá því eftir síðustu aldamót.
Myndi ekki hika við að nota kerfi sem þetta í bjögun ef ég vissi hvað ég er með í höndunum. Það gildir víst það sama um þetta nylon og það sem er í línunum sem við notum dags daglega að þetta er ekki eilíft og þolir illa sólarljós. Ekki binda bara hvaða kaðal sem er í sig og láta flakka.
Bergur EinarssonParticipantHéldum norður fyrir Bröttu brekku í gær og ákváðum að kíkja á leiðina Single malt og appelsín eftir að hafa rekist á Frey og Styrmi og fengið meðmæli með leiðinni.
Fylgdum upphaflegu leiðinni þar til að hún greinist í þrjá hluta, tókum þar miðhlutann og kláruðum upp úr honum.
Single malt on the rocks
F.F., ef ekki aðrir áður:
04.12.2010
Bergur Einarsson og Jósef SigurðssonLýsing leiðar:
1. spönn – 3. spönn: WI3, 100m.
4. spönn: WI4 – 20m.
5. spönn: WI4 – 15m.
6. spönn: WI4+ – 25m.
7. spönn: WI3 – 10-12m.
8. og 9. spönn WI3 80m.
Leiðin fylgir sömu leið og Single malt og appelsín þar til komið er að skálinni fyrir ofan 5. spönn. Þar er miðlínan valin en 6. spönn er lykilkafli leiðarinnar, lóðrétt aðeins í fangið stóran hluta spannarinnar. Eftir 6. spönn tekur við stór stallur og upp af honum er 10-12 m haft, 7. spönn. Þar tekur svo við annar stór stallur neðan við langan (~80m) samfelldan 3. gr kafla sem þó er með góðum stöllum. Hægt að velja um nokkra stalla í honum til að skipta kaflanum í 2 spannir en við tókum þann efsta þar sem við vorum að vonast til að ná að klára upp úr honum í einni spönn.
Fórum 100-200m til norðurs og niður brekkurnar þar sem er vel bratt. Líklega er betra að fylgja sömu niðurleið og í Single malt og appelsín.
Niðurleið:
Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.
Bergur EinarssonParticipantFór með Jósef úr Hafnarfirðinum og gerðum fræðilega úttekt á því hvort ekki sé hægt að klifra Spora í einni 60 m spönn með því að sleppa fyrsta stallinum. Maður kemst upp en ekki alla leið að nýja boltanum í toppnum.
Fórum einnig línuna í þrönga gilinu NV við spora í mjög skemmtilegum og landslagsmiklum ís þó að hann hafi verið þunnur á köflum.
Maður veit ekki alveg hvernig lægðin í gær fór með þetta en það var töluverður ís í Spora þannig að væntanlega er nóg eftir.
Bergur EinarssonParticipantVildi bara benda á áhugaverða mynd af Snæfellsjökli að hausti til sem finna má í fróðleiksgrein Veðurstofunnar um jöklakortlagningu en á henni má sjá helstu sprungumynstur í Snæfellsjökli.
Bergur EinarssonParticipantVið fórum fjórir úr Hafnarfirðinum, ég, Raggi Þrastar, Tómas og Örvar. Kíktum í fossana í klettabeltinu norðanmegin í dalnum og ætluðum að hafa þetta kósíklifur í sól og sumaryl. Okkur til mikillar mæðu þá er sólin svo lágt á lofti að hún kom aldrei yfir fjöllinn.
Klifurðum tvær augljósar einnaspanna leiðir ofan við eyðibýlið Hrísakot. Kíktum síðan að lokum í hausljósa klifur í næst neðsta haftinu í Húsagili, ánni sem rennur undir brúnna við beygjuna á veginum inn dalinn. Það var svo sem aðalega gert í tilefni af því hversu vel frosið þetta var allt saman.
Bergur EinarssonParticipantHef notað þessar spot græjur aðeins í vinnunni á Jöklunum hér heima (Dranga- Hofs- og Vatnajökli) og þar kemur þetta ágætlega út en djúpir dalir og norðurhlíðar eru væntanlega vandamál. Þeir hjá Haftækni segja að tunglin séu við 23° hæð á sjóndeildar hringnum í suðri sem þýðir að norðan við 1000 m hátt fjall þarftu að vera 2,3 km frá fjallinu til að ná sambandi. Þar með hverfa væntanlega ansi mörg svæði í skuggan.
Bergur EinarssonParticipantVið laumuðumst líka þrír Hafnfirðingar í Villingadalinn seinustu helgi. Fínn ís og ágætis aðstæður en dálítið vatn á ferðinni í fossunum. Fórum syðsta fossinn af þrenningunni í skálinni.
Á niðurleiðinni klifruðum við aðeins í fossum sunnan meginn í gilinu sem er sunnanmegin við aðalskálina. Mikið af löngum léttum leiðum. Finnst eins og ég hafi ekki séð þetta svona mikið áður en líklega fer þetta að stórum hluta undir snjó þegar að það snjóar á veturnar, sem er reyndar að gerast núna!
Bergur EinarssonParticipantFórum tveir Hafnfirðingar upp í skálina í utanverðum Eilífsdalnum. Frekar lítill ís í leiðinni nyrst í henni sem lýst er í Isalp leiðarvísinum svo við létum hálfa leiðina duga. Önnur leið mun brattari og kertaðri fyrir miðri skál var með töluvert af ís.
Séð utan úr dalnum var ekki hægt að sjá annað en að vænir bunnkar af ís væru komnir innfrá.
-
HöfundurSvör