Ágúst Þór Gunnlaugsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 26 til 50 (af 193)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Ísaðstæður 2012-2013 #57951

    Við Védís fórum í Villingadal á laugardag. Þar er góður ís og nóg af honum.
    Um morguninn hittum við landeiganda sem var að fylgjast með rjúpnaskyttum. Við lofuðum að fara varlega og kvöddum hann.
    Nema hvað að þegar að við vorum að labba til baka í lok dags (um 17:30) fæ ég hringingu frá lögreglunni í Borgarnesi sem spurði hvort að ekki væri allt í lagið hjá okkur. Þá var landeigandinn farinn að hafa áhyggjur þar sem hann sá ekki til okkar og stutt var í myrkur.
    Auðvitað var allt í lagi og við þökkuðum bara fyrir eftirfylgnina. Segiði svo að ekki sé vel fylgst með manni!

    in reply to: Villý á Suðurpólinn #57905

    Töffari.

    in reply to: Hraundrangi -uppáferðasaga #57875

    30. maí 2004

    Sigurður Tómas Þórisson
    Gunnar Magnússon
    Ágúst Þór Gunnlaugsson
    Elmar Orri Gunnarsson
    Halldóra Magnúsdóttir

    in reply to: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? #57838

    Ég er nú ekki mikill skíðaspegúlant en ætla samt að leggja orð í belg.

    Er með Black Diamond Drift skíði eins og Guðjón. Mjög fín í púðrið og virka vel í braut sem og blandað færi. Eru samt í það mýksta ef þú ætlar ekki bara að skíða púður.

    Á þeim hef ég Dynafit bindingar og er mjög ánægður með þær.
    Kostir
    -Léttar
    -Þægilegt að stíga í bindingarnar þegar að maður kemst upp á lagið með það. Mér finnst ég þurfa að stíga léttar í bindingarar til að þær smelli fastar en á Fritschi. Mikill kostur ef maður er að stíga í bindingarnar í bratta.

    Ókostir
    -Ís getur safnast undir spennnuna á framstykkinu sem þarf að hreinsa út
    -Götin á skónum fyrir bindingarnar eyðast með tímanum.

    kv. Ági

    in reply to: Í fréttum er þetta helst #57825

    Ætli hann Libecki sé ekki bara á leiðinni til Grænlands. Hann hefur alla vega verið að gera einhverjar mega leiðir þar.

    Ági

    in reply to: BÍS mót í klifurhúsinu #57700

    Já sæll og blessaður hvað þetta var gaman. Þetta setur alveg nýjan standard í Bís klifrinu.

    Kærar þakkir til allra sem skipulögðu þetta. Það væri gaman að hafa næsta mót aðeins fyrr um veturinn svo að það verði fleiri ferskir Bís-arar sem mæta.

    kv. Ági

    in reply to: Ísaðstæður #57604

    Hérna er smá video frá laugardeginum

    https://vimeo.com/38747686

    Ági

    in reply to: Ísaðstæður #57589

    Já við settum hann upp við hliðina á endurvarpanum sem er þarna uppi.

    in reply to: Ísaðstæður #57586

    Fór í dag ásamt Arnari Emils og Grétari í norðurvegg Heiðarhorns. Við keyrðum alveg upp að veggnum án þess að hleypa úr og stytti það gönguna umtalsvert þó ekki sé meira sagt. Klifruðum lænu sem er ekki í leiðarvísi, 3 fullar 60 metra spannir upp klettabeltið vinstramegin við Jónsgil. Klifrið var um 3+, nægur ís en stökkur og harður. Kláruðum svo langa snjóbrekku upp á topp og í sólskynið. Skokkuðum á toppinn og svo niður og vorum komnir í bæinn um kaffileitið. Allir norðurveggirnir eru í svakalega góðum aðstæðum.

    [attachment=421]leid.JPG[/attachment]

    in reply to: Professionals at work #57355

    Ignorance is bliss!

    in reply to: Professionals at work #57338

    Nei hver andsk…

    in reply to: Kinnin – Að Björgum #57316

    Læk!

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57315

    Við Védís fórum í Múlafjall í dag. Veðurspáin sem lofaði björtu og köldu veðri gekk eftir. Rigning og suddi einkenndi daginn en það kom ekki að sök því ennþá er nóg af góðum ís.

    in reply to: Aðgengi í hættu vegna bjánaskapar #57184

    Bændur og búalið geta lumað á góðum upplýsingum um frosna fossa og aðstæður.
    Hitti einmitt bóndann í Mörk á rúntinum við Klaustur í síðustu viku og hann bauð mér í bíltúr um landareignina. Hann sýndi mér alskonar stöff sem ég vissi ekki um áður.
    Samkvæmt honum er ísinn við Klaustur og Geirland með mesta móti núna. Allir eru velkomnir að koma og klifra og hann hefur bara fjandi gaman af því að fylgjast með, bara ef fólk fer ekki
    að tjóna sig.

    kv. Ági sveitakall

    [attachment=358]PC091057–b.jpg[/attachment]
    Fossarnir ofan við Mörk við Kirkjubæjarklaustur. Ekki besta mynd í heimi en gefur smá hugmynd um aðstæður.

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57134

    Kirkjubæjarklaustur og nágrenni, 7.-9. desember.

    Mikill ís og flestar leiðir komnar í mjög góðar aðstæður.

    Myndir koma fljótlega.

    Ági

    in reply to: NM ungmenna í grjótglímu #57123

    Vel gert!

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57121

    Klifraði Grafarfoss í dag. Fínar aðstæður þó ísinn í Orginalnum hafi verið frekar loftkenndur og smá bras að gera góðan stans eftir fyrstu spönn.

    Kíkti líka á turninn í Gufunesi. Það er eins og það sé ekkert rennsli hægra megin miðað við hversu þykkur hann er orðinn vinstra meginn.

    Allt að gerast!

    [attachment=351]PC051027_w.jpg[/attachment]

    Ági

    in reply to: Ísaðstæður 2011-2012 #57109

    Klifraði Hrynjanda í gær og hann er í aðstæðum líkt og Spori. Samt töluvert ennþá af rennandi vatni á bakvið ísskelina.

    Við James reyndum að fara í Villingadal í dag. Vegurinn yfir Geldingadraga er ófær og fengum við að kenna á því en við pikkfestum bílinn og honum varð ekki haggað fyrr en hjálp mætti á svæðið. Vegagerðin ætlar ekki að moka veginn fyrr en á sunnudag í fyrsta lagi.

    Eftir fýluferð á Dragann fórum við inn í Brynjudal og kíktum inn í Flugugil. Þar var allt fullt af snjó en minna af ís.
    Það hefur aðeins bætt í ísinn í Múlafjalli síðan að Robbi setti inn mynd þó enn séu flestar leiðir frekar þunnar.

    Kv. Ági

    in reply to: Rifið í Skessuhorni #56911

    Upphrópanirnar sem fuku á meðan að klifrinu stóð voru ekki sérlega jákvæðar . Ef horft er framhjá lausa draslinu þá ætti þessi leið að vera algjör klassík miðað við staðsetningu og útlit leiðarinnar. Ég hef samt enga þörf fyrir að fara þessa leið aftur í bráð nema þá kannski að vetri til þegar að fjallið er frosið fast saman. Klifrið var tæpara og tímafrekara en við bjuggumst við og erfiðleikarnir voru eiginlega jafnir alla leið. Annars fundum við allskonar drasl á leiðinni, slinga, prussik, karabínur, fleyga og hnetu.

    Setti nokkrar myndir inn hérna.

    Ági

    in reply to: Þjálfun ÍFLM fyrir gæda #56819

    Halló

    Hér eru mínar myndir úr ferðinni : agust.smugmug.com

    kv. Ági

    in reply to: Öræfin #56742

    Var á Hrútfjallstindum í dag. Færið var alveg eðal og veðrið eins og best var á kosið. Það er aska yfir öllu og skítugi snjórinn verður fljótt að drullu eftir hádegi. Töluvert er þó af nýjum snjó ofan við 1000 metra sem er þó að bráðna hratt. Lækir í Hafrafelli og Sandfelli eru hreinir og vatnið vel drykkjarhæft. Sveinborg sagði hins vegar að vatnið í Hnútudal sé skítugt.

    Veðurspá næstu daga er flott þannig um að gera fyrir fólk að bruna austur að spræna upp tindana.

    Kveðja úr Skaftafelli
    Ági

    in reply to: Þarf einhver að grjóthreinsa klifurleið? #56701

    Það mætti svosem kíkja upp í Búhamra með svona kúlu.

    Já eða…

    in reply to: Hrun i Postinni #56656

    Talandi um hrun þá hefur hrunið stór stuðull í Stardal í vetur.
    Við félagarnir skruppum í dalinn í dag, og tókum eftir hruninu. Þetta er á sama stað og hrundi fyrir nokkrum árum ofan við gönguleiðina.

    kv. Ági

    [img]https://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/P5050299.JPG[/img]

    in reply to: Innlegg í La Sportiva #56635

    Ég lét sérsníða fyrir mig innlegg hjá Stoð í Hafnarfirði. Það hefur virkað mjög vel og ég sé ekki eftir þeim pening sem fór í þau innlegg.

    Ági

    in reply to: Skyndi- Ísalpkvöld á mánudag !? #56622

    Verður þetta í kvöld? Er komin tímasetning?

25 umræða - 26 til 50 (af 193)