1402734069

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 26 til 50 (af 69)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Telemark skinn #52533
    1402734069
    Meðlimur

    G3 hafa virkað vel hjá mér.

    Þar áður var ég með 50 mm. skinn úr Skátabúðinni svo BD ég get ekki gefið BD skinnunum einkunn.

    Ef það virkar ….

    in reply to: Telemark skinn #52528
    1402734069
    Meðlimur

    Mér hefur þau fundist virka betur undir AT skíðum …

    ….. síðri undir telemark ….

    in reply to: Fjallaskíðabúnaður #52470
    1402734069
    Meðlimur

    Pakkinn er seldur.

    in reply to: Fjallaskíðabúnaður #52468
    1402734069
    Meðlimur

    Þvert á móti …..

    …. bætti við mig búnaði!

    Sé ekki alveg þörf á að halda úti mörgum settum af fjallaskíðum þar sem maður er á telemarkinu líka :)

    Hvernig gengur sveiflan hjá þér? Verður þú ekki í fjallinu á Telemarkhelginni í mars?

    in reply to: Massa snjór #52295
    1402734069
    Meðlimur

    Ertu á leið uppeftir???

    in reply to: Netverslanir á Ítalíu eða í evrópu #52314
    1402734069
    Meðlimur

    Upprunavottorðið er nokkuð sem T-P láta fylgja en ef ekki er senda þeir það fyrir eitt orð.

    Ef planið er að pikka upp vörurnar í Evrópu útbúa þeir tax-free pappír fyrir smá þóknun sem fer síðan sína leið. Stimplað á leið út úr EB og sent til baka til T-P og þeir skulta summunni inn á kortið.

    in reply to: NTN frankenbinding #52144
    1402734069
    Meðlimur

    Án þess að hafa prófað það sé ég ekki fyrir mér að Dynafit táin sé góð í telemarkið, hvað þá smíðuð fyrir það.

    Ef þú ætlar því að hafa ein-í-öllu skíði til að skíða á líkt og skóna þarftu ntn tá og Dynafit hæl …. en hvar er fjörið í því??? Ein skíðí af hvoru að lágmárki … en að sjálfsögðu fleiri!!!

    in reply to: Búnaðarbazar: Til sölu / óskast #51871
    1402734069
    Meðlimur

    Er með par af BD Prophet öxum m. locdown fetlum og Charlet Mozer monopoint brodda.

    Fer fyrir gott verð.

    Verð þó ekki á svæðinu á fimmtudaginn.

    Áhugasamir geta haft samband í 821 3254.

    Kv.
    Böbbi

    in reply to: komið í sölu í Norge #51829
    1402734069
    Meðlimur

    Fæst líka í Telmark-pyrenees.

    http://www.telemark-pyrenees.com/shop/index.php?cPath=1_10_19_306

    Einnig liggur Dóri með Scarpa skó í stærð 27 á lausu.

    Kv.
    Böbbi

    in reply to: Glæpur á forsíðu ársritsins…. #51760
    1402734069
    Meðlimur

    ÍSALP hefur nú frá fyrstu tíð eignað sér Telemarkhelgina á Akureyri sem hefur verið stærsta samkoma íslenskra útivistarmanna og kvenna.

    Sýnir þetta ekki bara svart á hvítu hverjir innan Ísalp hafa verið duglegastir?

    Kv.
    Böbbi

    es. Alltaf hægt að tölta á fjöll og ganga í hægðum sínum niður … annað að gera það með stæl á skíðum!

    in reply to: Tröllaskaginn #51541
    1402734069
    Meðlimur

    Sæll Smári!!

    Ætla að leyfa mér að kommentera aðeins …. sem Ólafsfirðingur.

    Það er nú vanalegast bara talaðu um Héðinsfjörð. Réttilega talar þú um Ytrárdal sem er hefðbundinn framburður á Ólafsfirði þó dalurinn heiti Ytri-árdalur.

    Svo gat ég ekki betur séð en þið væruð á leið niður skálina sem er þar, ekki gilið :)

    Kv.
    Böbbi

    ES. Alltaf er nú jafn fallegt þarna fyrir Norðan!!!!

    in reply to: Aðstæður á landinu #51531
    1402734069
    Meðlimur

    Mæli með Jökulfjörðunum!!! Snjór niður að sjó.

    Alltaf nægur snjór á f. Norðan …. Hvalvatnsfjörður er pottþétt snjóakista þetta snemma sumars.

    in reply to: Telemark skíði fást gefins. #51450
    1402734069
    Meðlimur

    Þeir fást nýir hjá Vidda í Skíðaþjónustunni á 7.000 krónur ….. og svo nokkur pör í Útilíf á 5.000 kr.

    in reply to: — TELEMARKHELGI 2007 — #50885
    1402734069
    Meðlimur

    Spurning hvort að einhver trúi mér? :)

    Snjórinn er allur að koma aftur! Fínasta færi í brautum og flestar þeirra opnar aftur. Starfsmenn búa til snjó sem aldrei fyrr og magnað að sjá hvað snjóframsleiðslukerfið nýtist vel í Pipe-inu og barnabrekkunni.

    Dalurinn og gil norðan Norðurbakka fyllast þessa dagana af snjó.

    Það verður enginn svikinn af því að koma Norður á skíði ;)

    Kv.
    Böbbi

    in reply to: Frábærar bunur 15. júlí! #50573
    1402734069
    Meðlimur

    Veðurspáin er aldrei betri en fyrir næstu helgi …. hitinn á að fara í 20 stig úr þessum 15 sem við höfum verið að malla í.

    Klassaveður. Sól og gott á daginn og síðan kemur hitaskúrinn um kvöldmatarleitið.

    Ástæðulaust að eiga græjurnar og nota þær svo ekki!? ;)

    Kv.
    Böbbi

    in reply to: Til sölu ….. #50497
    1402734069
    Meðlimur

    Það er nú ekki von að þú hváir!

    Þó hafa þeir telemarkarar sem hafa komið Norður á skíði síðustu 2-3 vetur séð mig ansi mikið á svigskíðum. Það atvikaðist nú þannig vegna vinnu um tíma, skellti mér á fullu röri í Skíðagæslu einn vetur. Síðan var bara gaman að rifja upp aftur gamla takta með tilkomu nýrra skíða.

    En nú er s.s. búið að endurnýja þelamerkurgírinn að öllu lagi! Nýjir skór og skíði ….

    Spurning hvort ég hafi átt að gefa þetta upp f´ra 42 jafnvel ;)

    in reply to: Gormur á Chilli #50414
    1402734069
    Meðlimur

    Kaupa sér bara gormalausa bindinga ….. norska Linken!! :)

    in reply to: Gormur á Chilli #50409
    1402734069
    Meðlimur

    Ég veit að Bassi fer ekki í fjallið án þess að vera með fullan bakpoka af varahlutum í Chili-ana sína ….

    ….. spurning að kaupa bara nýja bindinga ;)

    Kv.
    Böbbi

    in reply to: Íbúðarauglýsing – hvað er í gangi #50371
    1402734069
    Meðlimur

    Haldið aftur af ykkur.

    Þetta er akkúrat og því miður afskaplega léleg aulýsing!!! Getum ekki látið hvern sem er auglýsa á síðunni.

    Kv.
    Böbbi

    in reply to: Forsíðumyndir næstu 3 daga #50373
    1402734069
    Meðlimur

    Ég get hugsað mér margar aðrar fleiri myndir sem eiga skilið að eiga heima á forsíðu ÍSALP þessa stundina …….. t.d. telemark „bannerinn“

    in reply to: Kalda Kinn – ísaðstæður #50238
    1402734069
    Meðlimur

    Því miður urðu myndirnar eftir á mínum gamla vinnustað hjá Verði Vátryggingum. Ég tel líklegt að mínu svæði hafi verið eytt og því myndirnar á tölvutæku ekki innan seilingar (en tölvugrömsurum er velkomið að komast inn á mitt gamla svæði ef það er þá til :)

    En nú verður Helgi Borg að fara að gramsa í draslinu og koma með útprentuðu myndirnar sem við merktum inn á um árið góða!!!

    Verður kjötsúpa og bjór á festivalinu nú?? Borgarbúar komu með hana norður síðast …….

    in reply to: Færið hreinn eðall! #50083
    1402734069
    Meðlimur

    Fannst þeim þjónustan svona góð eða ??? :)

    Team Garðabær ætlar greinilega að taka á því í vetur. Spurning hvort þeir ráði sér ekki stílista í leiðinni??

    in reply to: Snjóframleiðsla á AK #49904
    1402734069
    Meðlimur

    Snjórinn klikkar aldrei á Akureyri … eða fyrir Norðan!!!

    Þessu til staðfestingar má nefna að Telemarkhelgin hefur ALDREI falli niður í þau ár sem hún hefur verið haldin!!

    Sjáumst næsta vetur um miðjan mars!!!!

    Kv.
    Böbbi

    in reply to: „Nýjar“ gamlar leiðir #49882
    1402734069
    Meðlimur

    Flott framtak hjá brottfluttum Norðanmönnum sem ætti að vera til þess að við sveitamennirnir sem eftir eru leiðum aðeins meira!

    Nenni eiginlega ekki að keyra mikið norður til að leiða boltaðar leiðir þar Jökull!!! :)

    kv.
    Böbbi

    in reply to: Bindingar #49877
    1402734069
    Meðlimur

    Síður en svo!

    Þyrfti reyndar að fá mér nýja G3 til að geta sett þessa gömlu aftur á Atomic skíðin góðu og nota í drullumall og útköll.

    Planið er þó að fjárfesta í Fritschi bindingum til að losa hælinn á svigskíðunum.

    Þar sem ég var svo aktívur síðasta vetur er um að gera að fjárfesta í nýjum skíðabúnaði!!

    Hvernig koma 7-TM … eða sjuteme út???

    Kv.
    Böbbi

25 umræða - 26 til 50 (af 69)