Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
BjörkParticipant
Af hverju er þetta ekki borið upp á aðalfundi?
Af hverju var farið í samstarf við FÍ frekar en einhverja aðra?
Hverjar eru forsendurnar og er búið að áætla kostnað við að klára dæmið?
BjörkParticipantSæl öll
Þetta er stór ávörðun og verið að ráðstafa helstu eignum klúbbsins. Þetta ætti klárlega að vera rætt á félagsfundi og gefa þannig félagsmönnum tækifæri á að hlusta á skýringar stjórnar og nefndarmanna ásamt að spurja spurninga. Vonandi verður það gert áður en samkomulag er undirritað, fundur um svona stórt mál um miðjan júlí er erfiður tími fyrir flesta.
kv. BjörkBjörkParticipantHæ
Ég held að það sé ekki verið að tala um að fjallaskíðafestival sé bara fyrir fólk með fastan hælinn. Þessi hugmynd hefur oft komið upp og hvet ég einhvern til að koma þessu í framkvæmd.
Hugmyndin að fjallaskíðafestivali hefur verið meira í þá átt að vera ekki á skíðasvæði að vori, þramma uppá fjöll og skíða niður með fjálsri aðferð. Þar væru eflaust allir velkomnir hvernig sem fólk kemur sér upp og niður, svo lengi sem það er með allt sitt á hreinu.Líkt og nefnt er hér fyrir ofan „… fastur hæll eða laus, gildir einu, mestu máli skiptir að gluða niður snæviþaktar brekkur og hafa gaman af“ og þeir sem vilja vera á hlið geta gert það.
Telemarkfestivalið hefur verið haldið í Hlíðarfjalli frá upphafi, þriðju helgina í mars, held ég, fyrir utan einhver ár þegar þar var snjólaust. Þar hefur telemarkið fengið að njóta sín.
kv. Björk
BjörkParticipantEru ekki leiðsögumenn í ferðum á vegum FÍ á launum?
BjörkParticipanthæ
Vitið þið samt með þessa brodda, þar sem þú ert bara með gadda á hælnum.
http://fjallakofinn.is/?webID=1&p=52&sp=44&item=797Ef maður byrjar að renna þá ætti maður að geta sett tánna niður. Þetta er selt sem rjúpnaskyttubroddar og þeir eru eflaust seint að labba með exi annari og byssu í hinni… eða hvað?
kv. Björk
BjörkParticipantÉg keypti mér þessi af því að þau voru svo falleg og með bleikum botni. Er það ekki annars það sem skiptir helstu máli?
BjörkParticipanthaha já ég átti líka í henni
Veit ekki hvað varð um hana!
BjörkParticipantEn hvað með þá t.d. þegar bæjarfélög eru byrjuð að gera samninga við fyrirtæki eins og þessi hljómar:
„Sá samningur sem gerður er við Bergmenn ehf. tekur eingöngu til þess að lenda þyrlu á landi Dalvíkurbyggðar, með borgandi ferðamenn á þeirra vegum, í þeim tilgangi að stunda skíðamennsku; á skíðum, snjóbrettum eða sambærilegum búnaði, þ.e. að lenda þyrlu til að hleypa slíkum farþegum frá borði og/eða aftur um borð. Þessi samningur skerðir því ekki rétt annarra til að fara um landið ef ekki er notuð þyrla til að þjóna borgandi ferðamönnum.“http://www.dalvik.is/fundargerdir/5492/Baejarstjorn(232);-14022012/default.aspx
Hvað er næst? Getur sveitafélag gert samning við ákveðið fyrirtæki að það megi bara labba eða keyra uppá ákveðið fjall (á ákveðinn stað) og fá borgað fyrir það?
BjörkParticipantJá það væri óskandi að það væri bara hægt að kaupa allar heimsins græjur og þá væri maður öruggur.
En þetta stendur þetta alltaf á því að fólk þarf að kunna að meta aðstæður og framkvæma í samræmi við það til að koma í veg fyrir að lenda í flóði.
Þeir voru heppnir þarna.
BjörkParticipantJá takk fyrir frábæra helgi.
Apre ski uppí Strýtu og skíðaferðin sem fylgdi niður er alveg ein mesta stemmning sem maður hefur lent í
BjörkParticipantEn þarf ekki að breyta aðeins umgjörðinni á þessu með tilliti til óstabíls veðurfars undanfarin ár.
Annað hvort að slá til festivals þegar aðstæður eru góðar á ákv. tímabili í janúar/febrúar með tiltölulega stuttum fyrirvara.
En ef menn ætla að halda fast í 3ju helgina í febrúar sem festivalshelgi að slá þá til festivals þar sem eru einhverjar aðstæður?En frábært Rúnar að útlendingarnir hafi getið klifrað og farið nýjar leiðir.
kv. Björk
BjörkParticipantjú að sjálfsögðu mætir maður á svona.
Um að gera að bæta þessu á dagskránna og þar er líka hægt að bæta við skráningarmöguleika
BjörkParticipantég mæti á Select kl. 08.
BjörkParticipantHæhæ og Gleðilegt nýtt ár.
já klárlega kominn tími til að kalla saman utanbrautarbandalagið!
Ég fór í Bláfjöll í dag og þar var frábært færi og hægt að skíða útum allt, en því miður var skyggni lítið. Mæli allavega með að fólk kíki þangað í vikunni og kannski hægt að plana næstu ferð í stólnum á leiðinni upp!
kv. Björk
BjörkParticipantég ætla að mæta.
BjörkParticipantHæ
samt algjör óþarfi að kalla fólk bjána!Auðvitað á að láta vita af ferðum sínum og sérstaklega ef maður leggur í hlaðinu hjá fólki. Oft er fjallafólk ansi oft snemma á ferðinni og kann þá kannski illa við að banka ef allt er slökkt snemma morguns. Er þá í lagi að skilja eftir miða eða á maður alltaf að banka?
kv.
BjörkBjörkParticipantjá manni finnst eins og allir séu bara að vinna í sínu horni og að reyna að fá sem mest í vasann á „sínum“ stað.
Það er búið að leggja svo marga spurningalista og gera kannanir á ástæðu fyrir komu ferðamanna hingað.
Einhvern tíman las ég að ein stór ástæða fyrir komu fólks væri að hér væri ósnortin náttúra og fólk upplifði að það væri kannski fyrsta manneskjan að koma á viðkomandi stað.
Sú upplifun er fyrir bí ef það eru malbikaðir vegir og skúrar við helstu staði til þess að það sé hægt að skófla sem flestum á staðinn á sem stystum tíma.Íslendingar halda líka áfram að kynna landið sitt sem ómengað og ósnortið land en eru síðan ekkert að huga að þessum málum.
BjörkParticipantgaman að fá nýjar forsíðumyndir
myndin í dag af andra og steppó er alveg ótrúlega skemmtileg.
BjörkParticipantÉg held að allir séu sammála því að við viljum halda í isalp.is enda er þessi síða það sem tengir félaga saman í dag og hér er hægt að miðla upplýsingum áfram til allra. Stundum hafa frásagnir héðan jafnvel ratað í fjölmiðla.
Spjallið hér er fínt (þó það mætti aðeins fínisera það), fólki hefur alveg tekist ágætlega að halda því lifandi miðað við allt sem er í boði á internetinu í dag.
kv. Björk
BjörkParticipantTakk fyrir að deila þessu Guðjón
Já það er alveg snjór á svæðinu og þessi spurning gæti bara ekki verið meira viðeigandi. Vona að sá sem fékk hana hafi vitað svarið!
BjörkParticipanthæ
stjórnin getur t.d. nýtt sér þessa umræðu,
https://www.isalp.is/umraedur/5-almennt/10995-til-hvers-isalpis.html#11066hefur stjórn sem sagt ekki tekið neina ákvörðun um áframhaldandi vinnu á vefnum?
kv. Björk
BjörkParticipantPalli opnar pakkann.
BjörkParticipanthæ
er komin einhver dagskrá fyrir veturinn?kv Björk
BjörkParticipanthehe, er hann búinn að komast í innihaldið?
BjörkParticipantNei auðvitað getur það ekki verið hlutverk fólks sem er bara mætt til að klifra að taka að sér kennslu um klifurferlið og vera að fylgjast með að allir séu að gera hlutina rétt!
Í mínu tilfelli var þetta bara rosalega augljóst og erfitt að grípa ekki inní.
En af einhverjum ástæðum eru til einstaklingar sem eru rosalega kærulausir þegar kemur að þessum hluta.
Maður kennir ekki fólki að tryggja um leið og maður klifrar. Hvað þá þegar manneskjan er að tryggja í fyrsta skipti og viðkomandi er að leiða! Þetta krefst æfingar og leiðsagnar neðanfrá.
Bæði Klifurhúsið og Ísalp í samstarfi við ÍFLM hafa boðið uppá námskeið í klettaklifri.
-
HöfundurSvör