Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Arnar HalldórssonModerator
Ég og Tryggvi klifruðum neðarlega í Kjósinni foss sem ég hafði klifrað kringum 2011 og taldi þá vera Dauðsmannsfoss (skv. Leiðavísi Ísalp fyrir Hvalfjörð og Kjós) en var skírður Dingulberi síðasta vetur. Fínasta leið sem við tókum í þremur spönnum (ein stutt) upp á topp. Nokkuð af rennandi vatni í honum en sluppum við sturtu með því að halda okkur utarlega í leiðinni. Fínasti WI3.
- This reply was modified 6 years, 1 month síðan by Arnar Halldórsson.
Arnar HalldórssonModeratorÉg og Tryggvi Unnsteinsson vorum í Bröttubrekku í dag og fórum Single Malt hressir, bætir og kætir. Nóg af ís en samt sumstaðar stutt niður á rennandi vatn í neðri höftunum. Aðkomuhöftin tókum við í 4 fullum spönnum og eftir hlutann í þremur fullum spönnum. Stefnum á að fara aftur út á morgun en e-ð styttra.
- This reply was modified 6 years, 1 month síðan by Arnar Halldórsson.
Arnar HalldórssonModeratorSkíðun í Skálafelli síðust daga.
Á sumardaginn fyrsta var haldinn fjölskyldudagur HSSR. Eftir nokkrar auðveldar ferðir í suðurhlíðunum í sólbráðinni skíðaði ég með öflugu fólki norðurhlíðina niður að svínadalsá. Færið þar var vel hart alla leið niður í dalinn en brekkurnar sléttar og fullar af snjó. Sá nokkrar nýjar og spennandi línur nær Svínaskarðinu á leiðinni til baka.
Daginn eftir (22. apríl) skíðaði ég ásamt Magnúsi Blöndal og Guðmundi P. Guðmundsyni tvær mjög góðar leiðir í NV-hlíðunum í eðalfæri og blíðu. Nægur snjór og fullt af góðum leiðum á svæðinu. Kvöldsólin hélt brekkunum NV-megin mjúkum til kl. 20 en S-hlíðin var orðin hörð fyrr.
Eins og fleiri heimsótti ég og Guðmundur P. Guðmundsson Skálafellið aftur í kvöld. Aðstæður voru hinar bestu og enduðum við á skíða tvær leiðir NV megin, eina ofan af Skálafellsöxlinni til vesturs og svo suðurhlíðina. Mjög gott færi og nægur snjór í öllum brekkum norðan megin.
Myndir úr þessum ferðum má nálgast undir hópnum Fjallaskíðafólkið á FB.
Kveðja,
ArnarArnar HalldórssonModeratorSkíðaði í Móskarðahnúkum í fínum aðstæðum í kvöld. Brekkurnar eru óléttar og kögglóttar á köflum og því mæli ég með að skíða þetta í smá snjóbráð. Tekið hefur upp mikinn snjó þannig að stöku grjót eru farin að standa upp úr helstu brekkunum. Vegurinn inn í Þverárdal er hefur skánað en myndi ekki telja hann fólksbílafærann.
Skíðaði líka í flottum aðstæðum í Bláfjöllum í dag. Gott utanbrautarfæri og slatti af hengjum til að stökkva fram af. Það hafa fallið mikið af stórum flóðum á Bláfjallasvæðinu á undanförnum dögum, þ.á.m. eitt nýlegt við Eldborgargil.
Arnar HalldórssonModeratorÉg og Maggi Blö fórum í Múlafjall í dag ásamt tveimur félögum úr HSSR sem voru að prófa sína fyrstu leiðslu. Fyrir valinu var svæði sem kallast Gryfjan samkvæmt Múlafjalls-topo. Mikið er af góðum ís núna í Múlafjalli og lítill snjór.
Ég bætt inn hugmynd að nafni á þessum hluta Múlafjalls ásamt þremur leiðum, þ.e. þessar tvær sem við klifruðum í Gryfjunni í dag og Járntjaldið sem við klifruðum fyrir viku.
Við erum klárlega á leiðinni aftur í Múlafjall fljotlega og höfum þegar augastað á nokkrum verkefnum.
Kveðja,
ArnarArnar HalldórssonModeratorHæ. Eftir nánari skoðun þá lítur út fyrir að við höfum klifið leiðina Járntjaldið, þ.e. leið XI í topo-drögunum hans Robba. Lýsingin og gráðan á leiðinni heldur engu að síður. Reyni að bæta þessari leið inn á leiðalistann ef ég get.
Arnar HalldórssonModeratorÍ gær sunnudaginn 10. jan. fórum ég og Maggi í Múlafjall. Við vorum ákveðnir í að klifra á svæðinu sem liggur austan megin við Íste og komum fljótlega auga á spennandi leið sem lág næstum beint upp frá bílastæðinu. Greiðlega gekk að fara upp fönnina sem liggur beint upp að fyrsta ísbunkanum.
Klifrið hófst á stuttri brattri línu til að komast upp að aðal fossinum. Hægt er þó að sleppa henni og með því að fara upp vinstra megin við hana. Þar fyrir ofan tók við stíft klifur upp í ágætis helli sem var erfitt stíga upp í. Eftir smá hvíld þar tók við hressandi útkoma úr hellinum út á kertaðan og lóðréttan ís upp á snjó syllu. Í lokin tók svo við um 20-25 m spönn upp á brún. Uppi var ekkert til að tryggja í nema snjór og smá mosi.
Þessi leið er nr. VII í topo-drögunum sem Robbi og tók saman. Segir þar: „Óþekkt lína. Lúkkar vel en viðist enda í einhverju klettamambói“.
Þar sem við höfum ekki geta fundi nafn þessarar leiðar kjósum við að nefna hana Drjúpandi þar til „rétta“ nafn hennar fæst. Nafni ætti að falla vel að nöfnum annarra ísleiða í Múlafjalli en einnig draup nokkuð úr leiðinni í millistansinum sem varð til þess að axir og akkeri ísuðust upp í frostinu.
Við kjósum að gefa Drjúpanda gráðuna WI4 og heildar lengdin um 65 m.
- This reply was modified 9 years síðan by Arnar Halldórsson.
Attachments:
Arnar HalldórssonModeratorÉg og Magnús Blöndal fórum í stutta klifurferð á laugardaginn 9. jan. Fórum í Kjósina og það eina klifranlegt sem við gátum séð frá vegi var Spori. Við bönkuðum upp á hjá bóndanum upp úr kl. 10 og var hann hinn glaðasti. Sagði að minna hefði verið um ferðir ísklifrara nú en undanfarin ár. Hann minntist á að tveir hefið farið í Kórinn um jólin.
Spori var þunnur neðst og þónokkuð af snjó í honum. Hann var því ekki erfiður viðureignar fyrri helminginn en seinni helmingurinn var nokkuð venjulegur. Akkerið uppi var á kafi í snjó og því tryggðum við í sæti. Áður en við fórum heim sigum við nokkurum sinni í hann og æfðum m.a. einnar axar klifur.
Í lokinn klifruðum við Drátthaga ótryggðir og lékum okkur í niðurklifri í litlu gili ofan við hann. Fínn stuttur dagur miðað við aðstæður.
Við bönkuðum svo að sjálfsögðu uppá hjá bóndanum og þökkuðum fyrir okkur.
Kveðja,
Arnar H- This reply was modified 9 years síðan by Arnar Halldórsson.
Arnar HalldórssonModeratorÉg og Magnús Blöndal fórum í 3. jólaklifrið í dag. Stefnan hafði verið tekin á Brynjudal en á leiðinni var okkur litið upp í Búhamra. Það sáum við 55° í að virtist fínum aðstæðum og skelltum okkur þangað í staðinn. Sáum fljótlega spor sem sennilega eru eftir Berg og co. Leiðin sem við klifruðum var nokkuð beint að augum (sjá mynd).
Klifrið var ekki ósvipað og Bergur lýsti þ.e. maus að finna ís sem tók vel á móti skrúfum, snjór undir ísnum og blautt á köflum.
Kv. Arnar
- This reply was modified 9 years síðan by Arnar Halldórsson.
Attachments:
Arnar HalldórssonModerator1. nóvember 2009
Arnar Halldórsson
Jökull Bergmann[attachment=464]Hraundrangur.jpg[/attachment]
Arnar HalldórssonModeratorGleðileg jól klifrara
Ég fann þessa mynd úr ferð Toppfara 6. nóvember 2010. Mér sýnist hún vera tekin í Hvalskarði, norðan megin undir Norðursúlu. Veit ekki til þess að hann hafi verið klifinn. Eða hvað?
[attachment=365]Slufoss.jpg[/attachment]
Arnar HalldórssonModeratorÉg, Biggi Blö og Ottó Ingi mætum á Select kl. 9
Arnar HalldórssonModeratorAnnar þessara jaxla sem klifruð líka Grafarfossinn á sunnudaginn var Einar Stefánsson Everestfari. Einar tryggði félaga sinn upp í sæti bak við stórann stein. Þegar ég spurði út í þessa aðferð sagði hann „ég fer ekki í gegnum þessa steina“.
Okkur tókst ekki að finna nýja sigakkerið en sennilega liggur það undir ís.
Arnar HalldórssonModeratorSæll Ívar
Það var vel hægt að skíða utanbrautar í Bláfjöllum í gær. Fínn snjór en yfirleitt mjög stutt niður á hart. Það var líðið af fólki í gær en fjallið samt mikið skorið.
Mig grunar að suðurhlíðin á Móskarðshnjúkum sé í góð lagi. Það var líka nokkuð gott ástand í Skálafelli um síðustu helgi.
Er á leiðinni í Bláfjöll á eftir en væri til í að skíða einhverjar brekkur utan skíðasvæðann ef einhver vill skinna með mér.
Kveðja,
Arnar (s. 695 1789)Arnar HalldórssonModeratorÉg klifraði á Korputorginu í gærkvöldi og á sunnudagskvöld. Lítið mál að setja upp akkeri í ísinn uppi núna með jafnvel 16 cm löngum skrúfum. Þetta voru fínar æfingar bæði skiptin og fín lausn sem kvöldklifur.
Kveðja,
ArnarArnar HalldórssonModeratorÉg og Birgir Blöndahl fórum í Kjósina í dag til að vígja nýjar half-rope (Beal, 60 m, 8.1 mm, Golden Dry) línur. Þar sem Kórinn (Spori o.fl.) virtist í þynnra lagi tókum við stefnuna á Brynjudal. Stoppuðum neðar í Kjósinni þar sem við sáum álitlega línu. Eftir stutt labb (ca. 10 mín) stóðum við undir henni og enn aftur létum við blekkjast af fjárlægðinni. Við enduðum á að klifra alla leiðina upp í þremur spönnum (næst í 2 spönnum) og sigum svo í tveimur V-þræðingum (alls rúmir 100 m).
Þetta var fyrsta alvöru ísklifrið okkar með okkar eigin búnaði, í half-rope með eigin millitryggingum. Höfðum áður klifið Spora tvisvar í single rope og notast við sigakkerin sem Freysi setti upp.
Skv. leiðarvísi ÍSALP nr. 23 Hvalfjörður og Kjós er sennilegt að við höfum klifið leið nr. 38 Dauðsmannsfoss (Gráða 2-3, 100 m), „Ísfoss í sex þrepum rétt vestan Vindáshlíðar“. Þessi foss þótti okkur meira krefjandi en Spori þrátt fyrir að Spori hafi verið frekar þunnur þegar við klifum hann. Mun styttra er að þessum fossi, óþarfi að banka upp á Fremri-Hálsi, lítil hækkun og svo auðvelt að leggja bílnum á smá slóða (20-30 m) sem liggur að rafmagnsgirðingu (með hliði) og vísar beint á leiðina. Jafnframt er þarna skjól fyrir norðan og austan átt (öfugt við Spora).
Eftir þessa ferð vonumst við til að geta kallað okkur Ísklifrara.
Kveðja,
ArnarArnar HalldórssonModeratorÉg fór í Spora síðasta sunnudag ásamt Birgi Blöndahl. Við vorum einir á ferð þennan dag en bóndinn á Fremri-Háls minntist á stóðið frá Fjallaleiðsögumönnum sem mætti daginn áður. Hann tók ferð okkar mjög vel og við bönkuðum aftur upp á og þökkuðum fyrir okkur áður en við fórum.
Það var ekki mikill ís í Spori þetta skipti og ísinn mjög breytilegur frá því að vera platkenndur í það að vera glerharður. Línan ísaðist hratt og fraus föst á köflum enda 10°C frost.
Birgir leiddi fyrri spönnina eftir upphitun í Skorunni fyrir neðan Kórinn og ég fékk að kljást við þá seinni. Okkur þótti 2. haftið og síðari spönnin ekki auðveld þetta skipti. Nokkuð viss um að WI4 afbrigði hafi verið tekið í síðari spönninni.
Stefnan er sett á Villingadal í fyrramálið.
Hils,
ArnarArnar HalldórssonModeratorÉg fór ásamt Birgi Blöndahl í Spora sl. laugardag. Ísinn var þokkalegur og var ég eingöngu með 16 cm skrúfur sem gengu flestar alla leið.
Spori ætti að vera í góðum aðstæðum næstu helgi.
Hils,
ArnarArnar HalldórssonModeratorÉg sprautaði upp í gær frá Skógum ásamt 3 vinnufélögum. Maður komst í mikið návígi við gosið sem varð enn mikilfenglegar eftir því sem rökkvaði. Fór líka niður á barm Hrunagils á meðan fossinn lifði enn. Þar var mikið að hnullungum sem höfðu þeyst upp úr gilinu og brennt sér leið niður í snjóinn. Magnað!
Þetta var töluvert löng ganga í heildina en veðrið var fullkomið og raunin einn eftirminnilegasti dagur á fjöllum. Óttaðist þó á tímabili að verða fyrir vélsleða þegar menn voru farnir að stökkva fram að hólum og hæðum í blindni.
Kemur á óvart hvað vel má komast að gosinu úr Mörkinni. Gaman að sjá hvernig þetta lítur út „hinum megin“ frá. Takk fyrir myndirnar.
Kveðja,
ArnarArnar HalldórssonModeratorGleðilegt nýtt ár!
Ég fór í dag ásamt Sigga félaga mínum að klifra í Vallárgili. Aðstæður voru mjög góðar og veðrið líka. Við klifruðum neðri fossinn nokkrum sinnum en munum kíkja fljótlega aftur á þann efri.
Ísinn var harður og mér fannst neðri fossinn byrja þægilega en seinni helmingur hans var nokkuð erfiður.
Skabbi (þar sem þú varst þarna fyrir stuttu), hvernig myndir þú gráða neðri fossinn? en þann efri?
Ef einhver hefur reynslu af ísklifri í gilinu ofan við trjáreitinn í Úlfarsfelli væri gott að fá upplýsingar. Mig langar að kíkja þangað á morgun eða e-ð kvöld í næstu viku ef ég finn klifurfélaga.
Kv.
ArnarArnar HalldórssonModeratorTakk fyrir síðast!
Þetta var vel heppnað jólaklifur þrátt fyrir takmarkaðar aðstæður og slæma veðurspá. Það væri gaman að sjá myndirnar sem Arnar og Berlind tóku við tækifæri.
Ég er staddur á Eskifirði þar sem nú snjóar hressilega. Skíðaði í Svartafjalli á miðvikudaginn og aftur í dag. Oddskarðið verður svo opnað kl. 11 á morgun. Mikið fjör….mikið gaman….
Kveðja úr Austfirsku Ölpunum.
ArnarArnar HalldórssonModeratorÉg fór síðast sunnudag ásamt félaga mínum að klifra á Sólheimajökli í blautum aðstæðum. Fundum djúpan svelg (15-20 m) sem bauð upp á rúmlega lóðrétt og krefjandi klifur. Sáum svo enn girnilegri aðstæður á leiðinni niður rétt fyrir myrkur. Glæsilegt djúp svæði í jöklinum með mörgum krefjandi leiðum og áhugaverðum helli.
Ég mæti í ÍSALP skíði eða klifur á laugardaginn. Sólheimajökull fær mitt atkvæði.
Kv.
Arnar -
HöfundurSvör