Siggi Tommi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 101 til 125 (af 438)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Aðstæður #55094
    Siggi Tommi
    Participant

    Enginn átt leið um Kjósina til að glugga upp í Eilífsdal?
    Helst að maður hafi trú á að þar hafi eitthvað verið að gerast síðustu 2-3 vikur en þó sennilega á mörkunum (kalt á nóttunni en funheitt á daginn oftast).

    in reply to: Polar Cicus #55086
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, spurning hvort ungstirnin í Golden hafi tök á að smakka á þessari skemmtun. Er í Banff sem mér skilst að sé ekki ýkja fjarri þeim kumpánum… (rétt hjá Weeping Wall sem á að vera skíturinn líka)
    Hafa einhverjir mörlandað skrölt þarna upp annars? JB, Friðjón, Ísfeld, GHC?

    in reply to: Worldcup climbing in Europe #55056
    Siggi Tommi
    Participant

    Já hæ, takk fyrir að spyrja.
    Ísinn hérna er alveg stórkostlegur, verst að hann er takmarkaður við frystikistur landsmanna og jökulhetturnar… ;(

    Enginn sennilega brölt neitt frá því ég og fleiri fórum norður og þar áður nokkrir í Skaftafell og svo fjöldaklifrið í Eyjafjöllin þar áður.
    Septemberveður þessa dagana, +5-10°C og rigning. Svaka stuð.

    Vonandi að það fari nú að kólna aftur og það nógu snemma fyrir ísfestivalið…

    Gangi þér sem best á HM, Marianne.
    Kíkir kannski yfir til Austurríkis að horfa á handboltann og hvetja okkar menn þar – ekki veitir af!

    in reply to: klifur í dag #55048
    Siggi Tommi
    Participant

    Myndir frá mér úr Múla og Kinn mættar á vefinn.
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuliOgKaldakinn#

    Einnig komið frá Palla Sveins fyrir nokkru síðan (man ekki hvort hann var búinn að tilkynna það):
    http://picasaweb.google.com/pallsveins/NorUrferJan2010#

    in reply to: Óska eftir framtönnum á Grivel Rambo brodda #55038
    Siggi Tommi
    Participant

    Annað hvort hef ég ekki leitað nógu vel um daginn eða Útilíf hefur bætt á hillurnar, því í dag fann ég tvö pör af Rambo tönnum og fjárfesti í öðrum þeirra á tæplega 4 kúlur.
    Mæli með að menn sem vantar slík stell drífi í að kaupa því þetta er torfundið. Er búinn að vera að leita að þessu á netinu undanfarið. Kostar bæði slatta og fæst óvíða.

    in reply to: Óska eftir framtönnum á Grivel Rambo brodda #55034
    Siggi Tommi
    Participant

    Hmm, athyglisvert. Ég var þarna um miðja síðustu viku og gaurinn sagðist ekki eiga von á neinu svona dóti á næstunni.

    Hvað varstu annars að kaupa í broddana (og hvaða týpu af broddum)?

    in reply to: Óska eftir framtönnum á Grivel Rambo brodda #55030
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór þangað um daginn og þeir áttu ekkert svona.
    Áttu reyndar hliðartennurnar í Rambo og einhverjar framtennur í BD brodda minnir mig.

    in reply to: klifur í dag #55024
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór í norðurlandsferð ásamt gömlu brýnunum Guðjóni Snæ, Palla Sveins og Viðari. Óvenjulegt að ég sé allt í einu orðin ungstirnið í hópnum (áratug yngri en næsti maður)… :)
    Tókum einn dag í nýju leiðunum hans JB í Múlanum og einn dag í Kinninni.
    Báðir dagar voru í plúsgráðunum og bleytan eftir því en klifrið tær snilld. Til stóð að klifra á sunnudag líka en +12°C spá var ekki alveg að gera sig – 6-7°C í Kinninni var með því allra mesta sem pumpan þolir…
    Tvær töff nýjar leiðir í Kinninni og nokkrar endurtekningar á allerfiðum leiðum í Múlanum.
    Myndir og skráning nýju leiðanna í vinnslu.

    in reply to: Bloggsíðan hjá Ameríkuförunum #55023
    Siggi Tommi
    Participant

    Sknilld. Hlökkum til að sjá snælduna.
    Gangi ykkur vel í püðrinu…

    in reply to: Nýjar leiðir 2009-2010 #55022
    Siggi Tommi
    Participant

    Tvær nýjar leiðir voru farnar í Kaldakinn þann 9. janúar 2010.
    Eru þær báðar í háu klettunum nálægt sjónum, við hliðina á Drambi.

    Reiði, WI5, 90m
    FF: Sigurður Tómas Þórisson, Guðjón Snær Steindórsson, 9. jan 2010
    Leiðin er næsta leið vinstra megin við Dramb (WI5).
    Byrjar á stuttu léttu slabbi en svo taka við stífir 20m af samfellt bröttum ís. Síðustu 20m upp á snjósylluna eru WI4 eða svo og spönnin samtals um 55m.
    Seinni spönnin er um 35m af WI4+/5-.

    Leti, WI5-, 85m
    FF: Páll Sveinsson og Viðar Helgason, 9, jan 2010
    Bratt breitt kerti fyrstu 20m en síðan slaknar á brattanum upp að snjósyllunni, samtals um 50m spönn. Efri spönnin er 35m og heldur léttari en sú neðri en þó vel stíf.

    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuliOgKaldakinn#5425588235097358114

    Hvort tveggja fantaleiðir sem líklega eru ekki í aðstæðum á hverjum degi.

    Þar með hafa allar leiðirnar í þessum sektor verið farnar nema hrikalega flotti dildóinn lengst til hægri. Einhver spenntur?
    Þarf að henda 4-5 boltum í þetta og þá er málið dautt…

    in reply to: Myndir úr Kinninni #55012
    Siggi Tommi
    Participant

    Meiri ís þarna núna en hefur verið í allnokkur ár sýnist mér.
    Verð að drífa mig norður…

    in reply to: klifur í dag #55006
    Siggi Tommi
    Participant

    Svekk, Jón Heiðar… :)
    Það er svo sem ekki það að ég hefði ekki verið til í að klifra þennan foss (því það munaði minnstu þangað til ég fann Sægreifann). Vandamál hans í samkeppninni var að hann virtist heldur í léttari kantinum, var rennandi blautur og það voru mjórri flottari línur sem heilluðu meira…

    En án efa prýðilegur foss.
    Þurfið þið ekki að henda nafni og gráðu á dýrið?

    in reply to: klifur í dag #55003
    Siggi Tommi
    Participant
    in reply to: Nýjar leiðir 2009-2010 #54998
    Siggi Tommi
    Participant

    Tvær nýjar leiðir voru farnar syðst í Ólafsfjarðarmúla (Dalvíkurmegin) milli jóla og nýárs (28. des 2009 nánar tiltekið). Eru þær sitt hvoru megin við leiðina Hart í bak sem farin var jólin 2008.
    Aðkoma er frá flötum mel þar sem vegriðið inn að Ólafsfjarðargöngum byrjar. Gengið til austurs niður lítil gil niður í fjöru og þaðan áleiðis norður eftir grýttri fjörunni (10-15mín labb)

    Sægreifinn, WI5, 50m.
    FF: Sigurður Tómas Þórisson, Jökull Bergmann
    Vinstra megin við stóra fossinn ofan við fjöruna (50-100m sunnan við Hart í bak). Stífir fyrstu 20m en léttari 10m upp á stóra syllu. Val um nokkrar WI4-5 útfærslur (<10m) upp á brún
    Freyr Ingi og Gregory Facon ofanóðu svo aðeins stífara afbrigði vinstra megin við skerið sem klýfur fossinn upp.

    Landkrabbinn, WI4, 65m.
    FF: Sigurður Tómas Þórisson, Jökull Bergmann, Eiríkur Geir Ragnars
    Mjó þunn 10m buna í litlu horni leiðir upp í tvö WI3/4 höft upp á brún.
    Leiðin er staðsett nokkur hundruð metra norðan við Hart í bak og co og þarf að þræða framhjá tveimur klettanefjum sem gætu orðið vafasöm í háflóði.

    IMG_7897_linur_sm-20100105.jpg

    Gregory Facon ofanveður afbrigði (græn lína) af Sægreifanum, WI5 í Ólafsfjarðarmúla. Upprunalega leiðin er merkt með rauðri línu

    Fleiri myndir á http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuli28Desember2009#

    in reply to: Nýj leið í Eyjafjöllum #54978
    Siggi Tommi
    Participant

    Jáseisei. Sennilega ekki svona margir klifrað á Eyjafjöllum á einni viku síðan sautjánhundruðorsúrkál (ef einhvern tímann).
    Vonandi að maður geti komist í að bragða af þessum fágæta elexír þennan veturinn.

    in reply to: Meira af flottum ís. Allt að gerast. #54958
    Siggi Tommi
    Participant

    Myndir úr Óríon komnar á
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Orion31Des2009#

    Fyrir áhugasama þá varÝringur víðs fjarri því að vera í aðstæðum. Nánast enginn ís í stóra haftinu uppi. Sennilegar stórfellt vatnsleysi að hrjá greyið.

    in reply to: Meira af flottum ís. Allt að gerast. #54955
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, síðasta ísklifur ársins á mínum bæ var prýðileg ferð á gamlársdag í Óríon í Flugugili í Brynjudal með Arnari og Berglindi Shivlingtröllum.
    Ansi athyglisverðar aðstæður en nóg af ís, bara ekki sérlega samfelldur eða samvaxinn…
    Hendi inn myndum á morgun.

    in reply to: Meira af flottum ís. Allt að gerast. #54949
    Siggi Tommi
    Participant

    Palli greyið að reyna að hoppa inn í nútímann með því að sleppa fetlunum en svo grýtir hann bara tólunum niður fossinn… :)

    Maður verður kannski að fara að drífa sig þarna austureftir meðan frostið hangir svona.

    in reply to: klifur í dag #54947
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór í árlegt brottflutta-norðanmanns-ísklifrið á Eyjafjarðarsvæðinu í gær. Með í för voru Eiki Tvíbbi, Jökull Bergmann, Freysi formaður, Gregory hinn fránski og spúsa hans.
    Ólafsfjarðarmúli naut nærveru okkar þennan daginn og var það vel. Fórum tvær nýjar leiðir og ein eldri frá í fyrra (Hart í bak, WI4/M4) var endurtekin ítrekað. Góður slurkur af ís og bjartur hressandi dagur í -12°C við sjávarsíðuna varð raunin…
    Myndir væntanlega á næstunni.

    in reply to: Fjör á Baffin #54927
    Siggi Tommi
    Participant

    Sjitturinn titturinn með þetta fall hjá gaurnum fyrir mitt vídeó (1:20 rúmlega).
    Við erum að tala um 10m+ runout með línuna í klofinu -> alla vega 20-30m fall, lína í pung, líklega head-plunge…
    Þeir klipptu haganlega á þetta áður en stekktist á spottanum.

    Töff stöff!

    in reply to: Hvar eru leiðirnar #54919
    Siggi Tommi
    Participant

    Athyglisverð ferðasaga…
    Ekki oft sem svona ævintýri gerast á litla Íslandi. Gaman aðessu.

    Takk fyrir að deila þessu með okkur.
    Menn eru leiðinlega feimnir við að deila svona reynslusögum og það þýðir bara að aðrir læra þá ekkert af reynslu viðkomandi.

    Hef svo sem engin ráð eða gagnrýni á takteinum. Maður áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum útfrá svona lýsingu til að geta komið með einhver besservisser komment. :)

    Farið varlega næst og passið að reynslan í hópnum sé í takt við metnaðinn í klifrinu. Svona ferðir eru óneitanlega besta leiðin til að ná sér í reynslu þannig að ekki láta þetta fæla ykkur úr sportinu heldur bakkið bara eitt skref eða tvö og haldið áfram á sömu braut.

    in reply to: Brasilian gully. Skálagil. Haukadal #54879
    Siggi Tommi
    Participant

    Fyrsta vídeóið frá helginni í Haukadal.
    Hljóð og annað í smá mínus enda kann ég ekkert á þessi vídeóforrit en ágætis byrjun fyrir því.

    in reply to: Fyrirsætan á Mynd dagsins #54874
    Siggi Tommi
    Participant

    Djöfulsins naglar… Usss.

    in reply to: ísalög og aðstæður, uppl. #54860
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór ásamt Robba og Danna kúlu í Haukadal yfir helgina.
    Gistum í góðu yfirlæti að Stóra-Vatnshorni að vanda og stemmarinn rífandi

    Fórum með bjartsýnina að vopni í Skálagil á laugardeginum en þar virðist ekki hafa vantað frostið en vatnið sennilega frekar. Þennan dag var reyndar 4-5°C sem er með mesta móti fyrir þetta sport en það slapp til.
    Trommarinn var langt kominn með að myndast en annað heldur í þynnri kantinum. Aumir fingur (WI3-4) hægra megin í gilinu var með þokkalega mikið af ís og fékk heimsókn en var helvíti blaut. Engar aðrar leiðir hægra megin voru í aðstæðum en stutt í að Arctic Storm kæmi inn (hefði verið klifranlega fyrir harðhausa en var orðin mega bráðin frá klettinum og því vafasöm).
    Eftir hádegið fórum við svo frábæra leið næst vinstra megin við Trommarann og heitir hún Sharpening your teeth. Ágætis ísmagn í neðri 2/3 sem svo þynntist í skæni og smákerti og endaði í um 5m þurrum strompi sem var mikil upplifun að brölta. Frábær leið með ca. WI5 klifri og M5 mixi. Sennilega hefði verið hægt að klifra Traktor og Í fótspor fræðimanns þarna vinstra megin í gilinu en þær voru í þynnra lagi og hefðu falið í sér eitthvað mix og etv. tæpar tryggingar.
    Það er kominn tími á að endurnýja sigakkerið. Það er orðið vel ryðgað og mikið suffer að draga línuna í gegnum augun tvö. Næst verður rokkurinn tekinn með og sett eins hrings akkeri.

    Lok dagsins vörðum við í að skópa út aðstæður utar í dalnum. Sáum að
    það var töluvert meira af ís í Bæjargili, Svellagjá og Stekkjargili.
    Renndum yfir að Austurárdal og horfðum þangað inn með kíki en þar var ís mjög stutt á veg kominn. Þarf örugglega mánuð í viðbót og var því ákveðið að fara í Stekkjargil í dag.

    Vöknuðum hressir og mættum upp í Stekkjargil skömmu eftir birtingu. Veðrið var frábært, rétt kringum núllið þarna uppfrá, heiðskírt og bjart. Fórum þar leiðina Aðrein (WI5) í skemmtilegum aðstæðum, aðeins blautum en nóg af ís. Fórum svo ofar í gilið og skoðuðum. Þjóðvegur 66 var klifranlegur en ekki samfelldur og því frekar erfiður líklega. Mjóa leiðin vinstra megin við hann (ekki í leiðarvísi) var blaut en klifranleg og með nóg af ís. Fjölmargar leiðir í léttari kantinum ofar í gilinu voru bunkaðar af ís og erfiðu (óförnu?) leiðirnar efst til vinstri voru komnar með voldug kerti og orðnar spennandi.
    Völdum að fara leiðina Frárein (WI3) og halda áfram alveg upp á brún. Efri parturinn er ekki í leiðarvísinum (stóri fossinn efst í gilinu, sem nær upp á brún) en hún hefur oft verið farin er ég viss um (Skyler/Bjöggi/Skabbi held ég um árið og gömlu kempurnar án efa í denn). Er til nafn á þennan foss?
    Fórum þarna mello erfitt afbrigði upp miðjan fossinn, teknískt WI5 (hefði hugsanlega verið hægt að þræða sig upp WI4/4+ í sitt hvorum jaðrinum). Fullt af massagóðum og þéttum ís, fullt af regnhlífum og kertum – s.s. tóm hamingja. Minnti á efstu spönnina í Þilinu fyrri part vetrar.
    Kölluðum þetta dag að þessu loknu enda farið að rökkva.

    En s.s. þá er Hamrasvæðið (Stekkjargil, Svellagjá og Bæjargil) í hörkuaðstæðum þó ekki séu allar leiðir orðnar feitar og óhætt að mæla með að menn leggi leið sína þarna uppeftir á næstunni því fá önnur svæði virðast vera í aðstæðum. Robbi póstar vonandi myndum af þessu fljótlega.
    TU þá eru ekki nema 140-150km þarna uppeftir frá Sódómu.

    in reply to: ísalög og aðstæður, uppl. #54838
    Siggi Tommi
    Participant
25 umræða - 101 til 125 (af 438)