Siggi Tommi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 326 til 350 (af 438)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: MOB (Man Over Board) #50364
    Siggi Tommi
    Participant

    Góðir punktar hjá mönnum.
    Klárlega pottur brotinn í þessum málum hjá landanum…

    in reply to: Djúsí myndir á Banff #50349
    Siggi Tommi
    Participant

    Verð að vera óþolandi í nokkrar sekúndur!

    Ágúst Jarðköttur fær prik fyrir að koma heilum tveimur málfarsvillum inn í tveggja setninga skrif. :)
    Dagskrá er kvenkynsorð og maður segir „ég hlakka til“…

    Rétt hefði því verið að segja:
    Dagskrá Banff er komin á netið… Alla vega hlakka ég mjög mikið til.

    Málfarsráðunauturinn Sigfried!!! Múhahahaha

    Annars bara gott mál með Banff. Þarf að kynna mér þessa dagskrá við tækifæri.

    in reply to: Er ekki komið nóg? #50340
    Siggi Tommi
    Participant

    Það er nú synd að segja frá því að þjóðfélagið er að blómstra (ja, nema útflutningsgreinar náttúrulega) einmitt út af þessu stóriðjufylleríi öllu saman.
    Ég er ekki mikill stuðningsmaður stóriðju en því miður þá virðist álvinnsla vera eitt af því fáa sem Ísland hefur náð að gera vel í samkeppni við aðrar þjóðir.
    Málið er því ekki svo einfalt að ætla bara að hætta þessu áldóti og fara út í ferðaþjónustu, því öfugt við ferðamennsku þá veitir álvinnsla atvinnu og tekjur árið um kring.

    En ég styð alveg yfirlýsingu frá Ísalp um málið. Gott að hagmunaaðilar láti í sér heyra, þó ekki sé nema til að sýna að öllum sé ekki sama…

    in reply to: Dry-tooling í hádegisfréttum NFS/Stöðvar 2 #50348
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta er á ca. 21. mínútu. Ágætis frétt svo sem…

    in reply to: Teflonspray? #50318
    Siggi Tommi
    Participant

    WD-40 skilst mér (las einhvers staðar) að standi fyrir „Water Displacement“ og að sé kallað WD-40 af því að þetta var 40. tilraunin til að gera þennan undravökva. Hinar 39 hafa væntanlega ekki staðið undir væntingum…
    Hefur verið óbreytt formúla í ansi langan tíma (áratugi jafnvel?).

    in reply to: Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn #50335
    Siggi Tommi
    Participant

    Lélegar heimtur á þessum ungmennum í dag.
    Það hefur alla vega ekki sést til hans hér á Fróni í 3 daga þannig að hann hlýtur að hafa fundið sína norrænu frændur í Norðurvegi…

    in reply to: Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn #50330
    Siggi Tommi
    Participant

    Við hljótum að láta frumferjunum það eftir að ráða hvort menn vilja WI eða P gráða þetta.
    Leiðirnar eru nú á bilinu ein spönn upp í tæpa 200m þannig að ég hefði nú haldið að fyrir einfaldleikans sakir verði þetta allt með WI gráðum.
    Lengd leiðar er jú getið líka í upplýsingunum þannig að það segir sennilega flestum nóg um alvarleikann og allt það…

    Auk þess þá er ég ekkert inni í þessum alpagráðum og hef því ekkert fram að færa í þeim málum. :)

    in reply to: Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn #50323
    Siggi Tommi
    Participant

    Ja, nú þykir mér að verði að spyrja heimafólk.
    Tengdamóðir mín er alin upp á Þóroddsstað í „Kinn“ og ég ætla að spyrja hana um þetta mál við tækifæri.

    in reply to: Myndir frá Ísklifurfestivali #50288
    Siggi Tommi
    Participant

    Þetta labb er nú stórlega ofmetið þó þetta sé nú ekki beint „roadside“.
    Á góðum degi er maður ekki nema rétt um 1,5 tíma að labba þarna inn. 45mín inn að brekku og 45mín upp að leiðunum.
    Menn hafa bara gott af því fyrir þá snilld sem þarna er oftast að finna.
    Svo er jú oft hægt að príla þarna fram í apríl og jafnvel fram í maí á köldum dögum. Fórum bæði á sumardaginn fyrsta og á 1. maí fyrir 2 árum síðan.

    Vonum að þetta festival dragi fleiri í Dalinn en hingað til…

    in reply to: Útivistarveslanir í Oslo eða Rjukan #50297
    Siggi Tommi
    Participant

    Mér skilst að þetta hafi byrjað sem 17 manna hópur en síðustu tölur sem ég heyrði var upp á 10-11 manns.
    Robbi og Freysi fara fyrr en flestir koma um næstu helgi að ég held.
    Sissi, Steppó, Halli G og fleiri eru að fara. Þú ættir endilega að heyra í þeim…

    in reply to: Myndir frá Ísklifurfestivali #50284
    Siggi Tommi
    Participant

    Sknilld. Góður dagur á laugardaginn alla vega.
    Greinilega eitthvað fámennara á sunnudag og öllu hlýrra, eða hvað?
    Alltaf gaman að klifra samt…

    in reply to: Eðal dry-tool mót #50270
    Siggi Tommi
    Participant

    Þú verður þá að þora að vera fetlalaus, Olli! :)

    in reply to: Eðal dry-tool mót #50267
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, þetta var gríðarlegur stemmari. Þakka öllum fyrir komuna.

    11 manns skiluðu inn stigablöðum en ég taldi 16 sem prófuðu. Hlýtur að teljast gott.

    Nokkrar myndir og (nokkurn veginn) úrslit á Mínum síðum:
    https://www.isalp.is/art.php?p=424#g1

    Auglýsi eftir fleiri myndum af herlegheitunum…

    Getur formaðurinn ekki komið frétt í Moggann um þetta?

    in reply to: Dry-tool mót á fimmtudaginn hjá HSSR #50247
    Siggi Tommi
    Participant

    Minni fólk á að mæta með sundföt til að smella sér í brennheitt gufubaðið.
    3 sturtur í boði með því…

    in reply to: Dry-tool mót á fimmtudaginn hjá HSSR #50245
    Siggi Tommi
    Participant

    Varstu ekki örugglega að skoða fimmtudaginn 9. feb, Olli?

    in reply to: Dry-tool mót á fimmtudaginn hjá HSSR #50243
    Siggi Tommi
    Participant

    Hmmm, já ég átti nú eftir að skamma þig fyrir að kalla þetta „óformlegt Íslandsmót“ í dry-tool, Herdís. Það var aldrei gefið í skyn en skaðar kannski engan. Ó well.

    Annars bara fínt að sleppa við viðtalið við mig… :)

    Mótið er á fimmtudaginn kl. 20:00

    in reply to: Kalda Kinn – ísaðstæður #50236
    Siggi Tommi
    Participant

    Ég var í sjálfu sér bara búinn að finna textalýsingu af leiðunum en það vantaði að tengja þær við línur á myndum. Bassi, Jón Haukur, Helgi Borg og fleiri voru að reyna að grafa upp gömlu myndirnar frá festivalinu um árið en það hefur gengið illa.
    Mínar myndir voru teknar í svo litlum ís að þær eru sennilega ekki mjög hentugar því miður…

    in reply to: Heimsins hæsta stökk á skíðum/bretti? #50233
    Siggi Tommi
    Participant

    Þessi lýsing er eiginlega of ítarleg til að geta verið uppspuni.
    Mér heyrist Skabbi ekki þora að stökkva svona hátt, eller hur?

    in reply to: Naustahvilftin á laugardaginn #50217
    Siggi Tommi
    Participant

    Greinilega eitthvað bogið við þetta allt saman.
    Stefnum þá á Gígjökulinn frekar…

    in reply to: Naustahvilftin á laugardaginn #50214
    Siggi Tommi
    Participant

    Fínar myndir. Greinilega nóg af ís þarna fyrir vestan ennþá.
    Sennilega eilítið meira en hér nær Sódómu…

    Mann kitlar í fingurna að komast í alvöru príl aftur en ætli maður verði ekki að láta sér skriðjöklana nægja um helgina. :(

    in reply to: Skessuhorn #50198
    Siggi Tommi
    Participant

    Sjá myndir frá Skessuhorni á http://www.hssr.is/adminimages/myndir.asp?flokkur=155

    Þar sjást m.a. aðstæður á NV-veggnum þokkalega. Annars á Robbi betri myndir sem teknar voru nær veggnum.

    in reply to: ísinn #50171
    Siggi Tommi
    Participant

    Myndir úr Eilífsdal komnar á mínar síður. Myndir í boði mín og Bjögga.
    https://www.isalp.is/mypages.php?op=page_review_entry&id=414

    Engar myndir úr Vesturbrúnunum?

    in reply to: ísinn #50169
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór við sjötta mann í Eilífsdal í 13 tíma maraþonferð í gær. Óðum gríðarlegt magn af snjó upp í fínar aðstæður hjá Einfaranum og Tjaldsúlunum.
    Ferðin inneftir, sem venjulega tekur ca. 1,5 tíma, tók núna rúma 3 tíma og rúma 2 að koma sér til baka. Hefðum betur haft vaðið fyrir neðan okkur og farið á skíðum…
    Ísinn fínn en snjófargið náði óþarflega hátt upp í vegginn. T.d. náði skaflinn nokkurn veginn alla leið upp Einfarann og hengjan þar fyrir ofan var ca. 10m há.

    Sökum snjóflóðahættu létum við okkur nægja að brölta í neðri parti Einfarans en allar Tjaldsúlurnar eru í þokkalegum aðstæðum, þó sú lengst til hægra klárlega sverust (meira að segja Tjaldið náði 2/3 niður). Þilið náði ekki saman en var samt á góðri leið.

    Snilldar dagur þrátt fyrir söffer labbið. Aðkoman ævintýri út af fyrir sig en óþarflega mikið af deginum fór vissulega í töltið…
    Myndir vonandi í dag frá einhverjum okkar.

    in reply to: Hvernig var færið? #50077
    Siggi Tommi
    Participant

    Ætluðum að glugga í ís á sunnudaginn en vegna hláku var ákveðið að sleppa því í bili. Ákváðum að dýfa jeppanum í gegnum klakabunka á lítilli á í staðinn og eyða deginum í að losa hann…

    Kíktum þó í kíki upp í Kistufellið á leið okkar framhjá Grafarfossi.
    Fossin sjálfur var heldur aumingjalegur en þó heill að því er virðist upp á brún eftir orginal leiðinni (lengst til hægri), eitthvað þynnri annars staðar en þó til aðrar línur upp á brún.
    Kókostréð (nokkur hundruð metra ofan við Grafarfossinn) er orðið hálfvaxið, komið ca. niður á stallinn í miðju hvelfingarinnar en verður vonandi komið með fulla reisn eftir nokkrar vikur.
    Vonum að það fari að frysta fljótt aftur svo þetta hverfi ekki allt saman…

    in reply to: Fleiri myndir frá Grænlandi #50063
    Siggi Tommi
    Participant

    Mikil snilld drengir.
    Takk kærlega fyrir þetta!
    Vakti ómælda lukku og löngun í ís og snjó hjá undirrituðum …

25 umræða - 326 til 350 (af 438)