0902703629

Svör sem þú hefur skrifað

9 umræða - 26 til 34 (af 34)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Hlíðarfjall,aðstæður? #48341
    0902703629
    Meðlimur

    Í Hlíðarfjalli eru ágætis aðstæður. Síðustu tvær vikur snjóaði óhemju mikið og því nægur snjór. Hinsvegar var hiti yfir frostmarki í gær og um -3 í dag þannig að ég geri ráð fyrir harðfenni í brekkunum í dag og „púðurdagar“ taldir í bili.

    Ég minni hinsvegar á snjó/slydduspá á vedur.is fyrir Norðurland eystra á morgun og laugardag og sól og frost á sunnudag. Þannig að þetta lítur allt stórkostlega út.

    Sjáumst á skíðum,
    Kristín

    in reply to: Hvernig er staðan í Hlíðarfjalli #48291
    0902703629
    Meðlimur

    Jú, jú það er alltaf sama blíðan hérna fyrir norðan!

    Það er ekki hægt að kvarta undan snjóleysi þar sem það er langt síðan maður hefur séð jafn mikinn snjó á svæðinu!

    Í gærkvöldi var opið til 21:00 en þá náðist einungis að vinna brekkurnar við Fjarkann, Hjallabraut og Hólabraut og því var Strýtan lokuð. Í augnablikinu eru hinsvegar tveir snjótroðarar við Strýtuna þannig að ég geri fastlega ráð fyrir að Strýtan verði opnuð í dag. Skálin fyrir neðan klettana (á syðri hluta svæðisins) er ekki lengur skál heldur hóll og klettarnir ekki lengur sjáanlegir.

    Einhver hluti svæðisins verður alltaf opinn þó að snjóflóðahætta sé fyrir hendi og veðurspáin er ágæt fyrir svæðið einsog er. Það er frábært færi og nægur snjór….gaman, gaman.

    Sjáumst á skíðum,
    Kristín

    in reply to: skíðafestival #48290
    0902703629
    Meðlimur

    Telemarkhelgin verður 12. – 14. mars. Böbbi og Bassi eru þegar byrjaðir að undirbúa einstaka liði og aldrei að vita nema bryddað verði upp á nýjungum. Dagskrá helgarinnar verður kynnt síðar, en nú eru þeir félagar í æfingabúðum í Colorado og skíða grimmt, þykjast ætla að taka sunnan- og westan-menn í bakaríði á þessu ári!

    Sjáumst á skíðum,
    Kristín

    in reply to: Boulder í Eyjafirði #47907
    0902703629
    Meðlimur

    Grjótin sem voru á forsíðu isalp.is í gær eru vestan megin við Eyjafjarðará undir fjallinu Möðrufellsfjall og hugsanlega hrun úr því fjalli. Á svæðinu eru óteljandi hnullungar af öllum stærðum og gerðum og ná þeir reyndar alla leið niður að Eyjafjarðará og dreifast því á nokkrar eignir/bæi á svæðinu. Nú þegar hefur verið fengið leyfi til að brölta á grjótinu hjá heimilisfólkinu á Torfum en þau „eiga“ aðeins lítinn hluta. Enn á eftir að „semja“ við ábúendur á Ytra- og Syðrafelli. Það er varla hægt að segja „að glímt“ hafi verið við grjótin þó að við höfum vissulega prófað aðeins fyrir okkur. Þau virðast til dæmis mjög misjöfn að gerð, sum of lin og laus í sér á meðan önnur standa undir væntingum.

    Grjótið sem Böbbi þjösnast á á forsíðu dagsins í dag er hinsvegar Grásteinn sem staðsettur er austan megin Eyjafjarðarár. Ekki eru allir á eitt sáttir um hver „eigi“ steininn þó að heimilisfólkið í Háagerði telji hann sína eign og jafnframt álfastein sem ekki beri að hrófla við á einn eða annan hátt.

    Að lokum má benda á skemmtilegt klettabelti austan við bæinn Rifkelsstaði í Eyjafjarðarsveit. Klettabeltið er 300 – 700 m. að lengd, undirlendið er gras og mosi og það er óneitanleg þægilegt að hvíla sig á árniðnum í Munkaþverá með því að skella sér á þetta svæði. Ekki væri úr vegi að bolta nokkrar leiðir með leyfi ábúenda.

    in reply to: Aðstæður fyrir norðan #47898
    0902703629
    Meðlimur

    Í Flateyjardal eru hlíðarnar hvítar og nægur snjór til að skíða í af toppi og niður í dalverpið. Fjörðurnar eru líka hvítar og það sama má segja með Kaldbak, þó að ekki sé hægt að skíða fjallið alveg niður í byggð. Snjórinn minnkar hinsvegar eftir því sem austar dregur og fjöll í Mývatnssveit eru til dæmis nánast snjólaus þó að fjalladrottningin Herðubreið skarti fagurlögðum hvítum brekkum einsog hennar er von og vísa á þessum árstíma.

    Á Tröllaskaga eru nægur snjór fyrir sannkallaða vorskíðun en spurning hversu langt lænurnar ná, sumar niður að bæ en aðrar styttra allt eftir staðsetningu. Þó kemst maður alltaf á snjó á milli fjarða þar sem landið liggur það hátt á svæðinu.

    Á Vindheimajökli (Kista, Blátindur, Strýta o.fl. fjöll) og inn í Glerárdal (Tröllafjall, Kerling, Glerárdalshnjúkur, Súlur, Kambshnjúkur o.fl. fjöll) er nægur snjór til að leika sér í. Það ætti að vera hægur leikur að skella sér upp á Súlumýrar og rölta inn dalinn upp á tindana og/eða fara með lyftunni upp á Brún Hlíðarfjalls og rölta á tindana þaðan.

    in reply to: Flokkapólítík – kemur hún okkur við? #47787
    0902703629
    Meðlimur

    Kammerat Helgi,

    Þú mátt ekki taka öll skrif sem persónulega árás á þig.

    Áður hef ég farið mikinn og lofað verk þín í tengslum við uppbyggingu og vefsíðugerð http://www.isalp.is og þau orð standa og munu reyndar alltaf standa.

    Þegar ég sló því fram í hálfkæringi hér að ofan að dúettinn fjalla- og tölvumennska færu ekki vel saman var ég aðeins að hugsa upphátt, muldra með sjálfri mér, tauta og ergja mig á því að íslensk fjallamennska á, þegar öllu er á botninn hvolft, allt sitt undir loforðum, bellibrögðum og klækjum örfárra ráðamanna. – Og eina ráðið til að ná til umræddra ráðamanna er að setjast niður við tölvuna með orðin að vopni. – Það gefur líklegast lítið í aðra hönd að klöngrast í gegnum lúpínubreiður, fjalladrapa og íslenskt birki í rómantískri leit að tilgangi lífsins.

    Hinsvegar má velta því fyrir sér hvort að það sé skemmtilegt verk eða öfundsvert að berja saman óendanlegar skýrslur og greinagerðir um ágæti og mikilvægi íslenskrar fjallamennsku, þegar árangurinn af slíkum átökum er sjaldnast í samræmi við erfiðið sem þar liggur að baki. Því verð ég að játa að ég DÁIST að þeim sem það gerir og prísa mig sæla á meðan ég GET verið stikkfrí.

    Kristín Irene

    in reply to: Flokkapólítík – kemur hún okkur við? #47785
    0902703629
    Meðlimur

    Fagleg vinnubrögð eru alltaf til fyrirmyndar.

    Hér að ofan er rætt um raunhæf markmið og verkefnalista núverandi stjórnar sem gera má ráð fyrir að eigi að stuðla að framgangi og framsókn Ísalp á innlendum og ekki síður erlendum vettvangi. Ekki væri úr vegi að fá slíka verkefnalista, fundargerðir og ráðabrugg birt á http://www.isalp.is þar sem félagsmenn hafa ekki allir jafna aðstöðu til að mæta á áður auglýsta “félagsfundi” eða mannamót. – Hluti af sterku félagi er jú að halda félagsmönnum vel upplýstum.

    Svo er aftur annað mál hvort að vel fari á því að stunda fjallamennsku fyrir framan tölvuskjáinn með skíðastafinn í annarri hendi en músina í hinni. Með öðrum orðum, á maður að eyða tíma og kröftum í skriffinnsku, betl og leiðindi fyrir nokkrar krónur í kassann og illa efnd loforð? – Er ekki einfaldara að skila auðu og nota tímann í alvöru lífsins; óklifin fjöll, fagurlega skornar skíðabrekkur og glæsilegt berg, áður en hluta landsins verður sökkt eða það endanlega jafnað við jörðu?

    in reply to: Bindingar #47705
    0902703629
    Meðlimur

    Ertu búinn að fá þér bindingar?

    Kristín

    in reply to: Ársritið – on the cover of the Rolling Stone #47748
    0902703629
    Meðlimur

    Bíðum nú við!

    Hvar endar þessi óendanlegi hroki í garð annarra skíða- og brettamanna, – sem eru jú meirihluti landsmanna. Nægir ekki að segja „skíðamynd“ þarf að gera Telemarkinu hærra undir höfði? Vissulega er telemark íþrótt sem sækir á og ef til vill stundar meirihluti félagsmanna Ísalp laushæla og lausbeislaða skíðamennskuna sem ættuð er frá frændum vorum Norðmönnum. En hinu má ekki gleyma að stór hluti fólks stundar skíða- og brettamennsku af ýmsu tagi og frá mínum bæjardyrum séð er munurinn á þessu fólki og TELEMÖRKURUM sáralítill.

    Ég styð eindregið tillöguna um grjótglímumynd, stigaklifurmynd eða skíðamynd, og ég móðgast ekki ef það verður telemarkmynd en mér finnst allt í lagi að benda á að telemark er þegar öllu er á botninn hvolft skíðamennska. – Þó að margir telji íþróttina heyra undir annan flokk, – trúarbrögð. En þá er maður kominn út í aðra sálma. Hallelúja!

9 umræða - 26 til 34 (af 34)