Skabbi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 201 til 225 (af 386)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Klifurleiðir í Kjarnaskógi #54418
    Skabbi
    Participant

    Palli Sveins er sá sem þekkir þetta svæði líklega best. Talaðu við hann, ég er viss um að hann er til í að gefa góð ráð varðandi frekari þróun á svæðinu.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Vatnajökull í s/h #54406
    Skabbi
    Participant

    Margar mjög skemmtilegar myndir í þessari seríu. Takk fyrir að pósta þessu Gummi.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Reisugilli Tindfjallaskála #54405
    Skabbi
    Participant

    Það var alveg ótrúlegt að sjá þanna fjölda gamalla Ísalpara og Fjallamanna sem mættu í gærkvöldi til að votta skálanum og þeim sem stóðu að þessari endurbyggingu virðingu sína. Meðalaldurinn á samkomunni hefur líklega verið nálægt sextugu. Loksins fékk maður að sjá þessa kappa í eigin persónu eftir að hafa lesið um ævintýri þeirra í gömlum ársitum.

    Það er alveg á hreinu að samheldni og virðing eldri kynslóðanna fyrir skálanum og sögu hans er meiri en margur áttar sig á. Vonandi eykur þessi stórmerkilega framkvæmd áhuga nýrra kynslóða á skálanum, svæðinu og fjallamennsku yfir höfuð. Þeir sem stóðu að endurbyggingunni, skipulagningu hennar og framkvæmd eiga gríðarlegar þakkir skildar. Gutti yfirsmiður var heiðraður sérstaklega í gærkvöldi, enda hefur hann, að öðrum ólöstuðum, verið þungamiðjan í þessari framkvæmd.

    Og Hardcore H þarf ekki að skammast sín lengi fyrir að hafa ekki lyft litlafingri á meðan þessari framkvæms stóð, hann getur unnið það allt upp þegar Bratti verður fluttur til byggða ;).

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: 85 ára klifrari – and still at it! #54400
    Skabbi
    Participant

    Þeir virðast týna tölunni nokkuð um þessar mundir, stóru nöfnin í klifurheiminum. Í fyrradag varð klifrarinn, rithöfundurinn og verkfræðingurinn Craig Luebben fyrir íshruni í North Cascade fjöllunum og lést.

    Sjálfur á ég lesefni eftir Luebben sem ég fletti reglulega í gegnum, mér til ánægju og yndisauka.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ný leið í Munkanum #54399
    Skabbi
    Participant

    Snillingur!

    in reply to: Nýjar leiðir á Hnappavöllum og í Pöstunum? #54374
    Skabbi
    Participant

    Til að svara spurningu minni benti formaður Klifurfélgs Reykjavíkur mér á eftirfarandi frétt á heimasíðu Klifurhússins:

    Hjalti Rafn Guðmundsson skrifaði:

    Quote:
    Pöstin undir Eyjafjöllum.

    Pöstin er klettur norðan megin við þjóðveginn í landi Hvamms undir Eyjafjöllum. Þar hefur verið klifrað frá því um það bil 1989 og voru þar þrjár boltaðar leiðir sem Stebbi Steinar, Bjössi og Árni Gunnar gerðu 1990 og 1991. Leiðirnar voru Perestrojka, Geirvartan og Langi seli, allar 5.10. Boltunin var í anda þess tíma þegar þær voru gerðar. Þá var farið sparlega með bolta því þeir voru handboraðir og sumarhýran rétt dugði fyrir tíu fimmtán augum og boltum. Því var oft á tíðum langt á milli bolta og þar sem var möguleiki að berja inn fleyg eða setja hnetu í skorning var það gert. Því voru bara þrír boltar í Geirvörtunni, 20 metra leið og fyrsti bolti í átta metra hæð. Langi seli var lengi vel bara boltaður fyrstu tíu metrana og lína með lykkjum fyrir tvista látin hanga úr akkerinu. Perestrojka þótti ansi runní. Þangað til núna.

    Núna eru komnar átta boltaðar leiðir í klettinn og von á fleirum. Bæði hafa upprunalegu þrjár boltuðu leiðirnar verið endurboltaðar með nútíma búnaði og góðum akkerum. Og nýjum hefur verið bætt við þar sem hafði áður verið tryggt með fleygum og dóti eða klifrað hafði verið í ofanvað.

    Leiðirnar eru allt að 25 metra langar og í mjög skemmtilegu bergi. Það tekur um einn og hálfan klukkutíma að komast í Pöstina frá Reykjavík og því alveg hægt að bruna eftir vinnu. Klettarnir eru rétt austan við bæinn Hvamm (bæinn með bröttu grasbrekkunni og furutrjánum fyrir ofan bæjarhúsin). Beygt er inn afleggjarann að Hvammi og svo lagt á slóða sem liggur nær alveg að leiðunum.

    Leiðirnar heita frá klifrara vinstri talið til hægri (horft er í norður):
    Svarta leiðin 5.10 ca. 18 m.
    Perestrojka 5.10 ca. 18 m.
    Prins póló 5.10 ca. 20 m. Fyrstu tveir boltar sameiginlegir næstu leið til hægri.
    Geirvartan 5.10 ca. 25 m.
    Sóley 5.8 ca. 25 m.
    Gleym-mér-ei 5.6 ca. 20 m.
    Langi seli 5.10 ca. 25 m.

    Ein stök leið í klettinum beint á móti stærri klettinum:
    Heyvagninn á horninu 5.6 ca 10 m.

    Leiðirnar hafa verið boltaðar, endurboltaðar og hreinsaðar af Stebba Steinari, Kristínu Mörthu og Hjalta Rafni í júlí 2009.Bóndinn á Hvammi hefur gefið klifrurum góðfúslegt leyfi til þess að klifra í klettunum að því gefnu að umgengni verði góð.

    Prýðilegt framtak hér á ferð. Hægt er að nálgast myndir af leiðunum á heimasíðu Klifurhússin.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Svarti turninn í Búahömrum #54332
    Skabbi
    Participant

    Takk fyrir daginn Palli.

    Svarti Turninn olli engum vonbrigðum, prýðileg skemmtun. Fórum okkur að engu óðslega við klifrið, vorum rétt um tvo tíma að klára.

    Tek aftur að ofan fyrir piltunum sem nenntu að hreinsa leiðina og bolta.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: John Bachar kveður #54327
    Skabbi
    Participant

    Já, þetta er skrýtinn heimur.

    Michael Reardon var annar frægur sólóisti. Hann lést í fyrra þegar honum skolaði á haf út við Írlandsstrendur. Hann var að pósa fyrir myndatöku eftir vel heppnað sólóklifur í sjávarhömrunum.

    Svo kaldhæðið að það er næstum því fyndið. Samt ekki…

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Svarti turninn í Búahömrum #54325
    Skabbi
    Participant

    Þetta er kúl strákar. Eins og Siggi sagði þá (b)röltum við aðeins um svæðið og töldum að þar rúmast líklega nokkrar leiðir í viðbót.

    Ég á allavega hot date í Turnunum Tveim á morgun, læt vita um stemminguna eftirá.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Munkinn um helgina #54317
    Skabbi
    Participant

    Það fór svo að við byrjuðum helgina á því að keyra inn í Vatnsdal og kíkja á leiðirnar í Skinnhúfuklettum. Stórskemmtilegt svæði þó lítið sé og trúlega vannýtt.

    Við fórum:

    „Hilti-Brand“ (5.8) – snúin í byrjun og skítlétt að ofan, pínu ójöfn en sæmileg leið.

    „Erfiðasta 5.5 í heimi“ (5.9) – Stórskemmtileg slab leið, vel boltuð og löðrandi góð í alla staði.

    „Pálsleið“ (5.10a) – Önnur perla, létt yfirhangandi á kafla á góðum tökum. Gamlir boltar í bland við nýja sem er pínu spes, væri líklega ráð að fjarlægja þá elstu.

    Daginn eftir keyrðum við í Munkann. Ofan í gilinu var rjómablíða eins og svo oft áður. Í hitunum undanfarna daga hafði reyndar áin vaxið verulega, var kolmórauð, ófrýnileg og hávær eftir því.

    Eitt af því sem gerir Munkann að skemmtilegu svæði er ágætis safn af hágæða leiðum í léttari kantinum. Talía (5.6), UV (5.7), Sófus (5.8), Stuð fyrir stutta (5.9), Bláa Ullin (5.9), Stóru mistökin (5.9) og Undir Brúnni (5.9). Sú síðastnefnda er reyndar albesta 5.nía á landinu að mínu mati. Hinar reyndar allar stórfínar.

    Við klifruðum í Munkaþverárgili seinnipart laugardags og frá hádegi fram að kaffi á sunnudag í glaðasólskini og steikjandi hita. Urðum ekki vör við mannaferðir í gilinu. Ég hirti tvist úr leiðinni „Bláa Ullin“, ef e-r saknar hans má sá hinn sami hafa samband.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Klifurslys í norður Noregi #54293
    Skabbi
    Participant

    Þetta eru sannarlega ömurlegar fréttir. Fær mann óneitanlega til að hugsa aðeins um hvað það er sem dregur mann upp í fjöllin aftur og aftur. Það hangir meira á spýtunni en eintómt grín og glens.

    Ég samhryggist þér í þessu. Ef það má vera e-r huggun harmi gegn þá hljómar eins og vinur þinn haf fengið meira út úr sínu 21 ári en margur sófasekkurinn á heilli mannsævi.

    Skabbi

    in reply to: Ísalpfáninn #54292
    Skabbi
    Participant

    Skarphéðinn Halldórsson skrifaði:

    Quote:

    Ég bendi á þann möguleika að skrifa grein ef menn vilja koma myndum og texta á framfæri. Svona nokk endist talsvert betur þar en hér á síðum spjallsins.

    Greinar þurfa allsekki að vera heisteypt meistarastykki í þremur þáttum, þær eru líka kjörin vettvangur fyrir stuttar ferðasögur, td af skíðaferðum norður í land þar sem skíðað var á stuttbuxum og hlýrabolum, eða bara til að geyma nokkrar vel valdar myndir.

    Allez!

    Skabbi

    Hæ aftur

    Það kom víst í ljós að greinaskrif félaga hafa ekki verið virkjuð að fullu ennþá, þannig að þeir sem vilja skrifa greinar eða setja inn myndir verða að bíða um sinn. Vert er að biðjast velvirðingar á því. Gengið verður í að klára það mál hið fyrsta.

    Skabbi

    in reply to: Suður Ameríka og víðar – ferðafélagar #54291
    Skabbi
    Participant

    Andesfjöllin eru alltaf á langtíma To-do listanum, þegar maður á pening og tíma. Ég keypti í fyrra helvíti flotta bók um Cordillera Blanca fjöllin í Perú og langar óskaplega að koma mér þangað. Fínt að vita af þér í álfunni þegar maður lætur loksins af því verða.

    Það væri gaman að heyra frá þér síðar, sjá hvernig gengur.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ísalpfáninn #54290
    Skabbi
    Participant

    Ég bendi á þann möguleika að skrifa grein ef menn vilja koma myndum og texta á framfæri. Svona nokk endist talsvert betur þar en hér á síðum spjallsins.

    Greinar þurfa allsekki að vera heisteypt meistarastykki í þremur þáttum, þær eru líka kjörin vettvangur fyrir stuttar ferðasögur, td af skíðaferðum norður í land þar sem skíðað var á stuttbuxum og hlýrabolum, eða bara til að geyma nokkrar vel valdar myndir.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: This profile does not exist or is no longer availa #54256
    Skabbi
    Participant

    Þetta er e-ð cookie vesen. Það er hægt að komast í kringum það með þessu:

    Skarphéðinn Halldórsson skrifaði:

    Quote:

    Það hefur verið e-ð pikkles með heimsvæðið, sumir komast inn á það en aðrir ekki. Verið er að vinna í að laga þetta en í millitíðinni er hægt að gera eftirfarandi:

    Í vafranum þínum þarftu að fara í Tools (eða e-ð álíka, fer eftir vafra) -> delete cache eða temporaty internet files, og delete cookies.

    Virkaði hjá mér í Firefox og Internet Explorer

    Skabbi

    prófaðu þetta

    Skabbi

    in reply to: Myndasýning og grill #54253
    Skabbi
    Participant

    Það er full ástæða til þess að hvetja fólk til að mæta í kvöld. Þetta er stórmerkilegur náungi, verður eflaust hörkusjóv hjá honum. Það er komin frétt efst á síðuna með frekari upplýsingum um kauða.

    Svo ekki sé nú minnst á grillið!

    Skabbi

    in reply to: Stardalsdagurinn 17. júní #54250
    Skabbi
    Participant

    Hörður Halldórsson skrifaði:

    Quote:
    Ég og félagi minn fórum um daginn og skemmtum okkur hrikalega vel. Er leiðarvísirinn ekki enn til hérna á Ísalp netinu, það er mjög gott að hafa hann með í fyrsta sinni.

    Kv
    Höddi

    Það er unnið að því hörðum höndum að koma leiðarvísamálum í skikkanlegt horf. Að sjálfsögðu eiga allir leiðarvísar klúbbsins að vera aðgengilegir félögum hér á vefnum.

    Í millitíðinni geta menn nálgast öppdeitaðan leiðarvísi að Stardal hér.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Kerling Norðurhliðin #54245
    Skabbi
    Participant

    Þetta var ekki illa meint. Gangi ykkur vel, þú lætur vonandi vita og hendir inn myndum ef Kerling Nordwand fellur.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Kerling Norðurhliðin #54243
    Skabbi
    Participant

    Hörður Halldórsson skrifaði:

    Quote:
    Takk fyrir

    Þannig að það má ætla að þetta sé ágætir hnetuleið fyrir tvo (vangaveltuspurning)

    Bara fyrir forvitnissakir, hvað áttu við með hnetuleið fyrir tvo?

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Til lukku með nýjan vef!!!! #54235
    Skabbi
    Participant

    Það hefur verið e-ð pikkles með heimsvæðið, sumir komast inn á það en aðrir ekki. Verið er að vinna í að laga þetta en í millitíðinni er hægt að gera eftirfarandi:

    Í vafranum þínum þarftu að fara í Tools (eða e-ð álíka, fer eftir vafra) -> delete cache eða temporaty internet files, og delete cookies.

    Virkaði hjá mér í Firefox og Internet Explorer

    Skabbi

    in reply to: Stardalsdagurinn 17. júní #54233
    Skabbi
    Participant

    Þetta er einmitt ætlað fólki sem hefur lítið eða ekkert klifrað í dóti. Við setjum upp topptryggingar, þetta er kjörinn vettvangur til að læra þá forboðnu list.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Til lukku með nýjan vef!!!! #54226
    Skabbi
    Participant

    Þetta með kennitölurnar á að sjálfsögðu ekki að vera svona, við erum að vinna í því að fá þetta rétt.

    Ég hvet fólk eindregið til að koma með fleiri ábendingar um það sem betur má fara.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Til lukku með nýjan vef!!!! #54219
    Skabbi
    Participant

    Til hamingju Ísalp með nýja vefinn!

    Það hefur hópur fólks lagst á árarnar til að koma þessum vef í loftið. Að öðrum ólöstuðum hafa þeir Gulli go Óli, nýráðnir vefstjórar klúbbsins lagt gríðarlega vinnu í gripinn.

    Eins og títt er með nýja vefi sem þessa eru ýmsir vankantar á vefnum enn sem komið er, en unnið er að því að snyrta og snurfusa svo að allt komi rétt út og verði þægilegt í notkun.

    Góða skemmtun!

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Skíðahópur í Jökulfjörðum? #54216
    Skabbi
    Participant

    Fáránlega töff vídjó!

    Ég var fyrir norðan um helgina, það er rugl mikill snjór í fjöllunum í Eyjafirði ennþá.

    Yezzmmm….

    Skabbi

    in reply to: Beil bína #54210
    Skabbi
    Participant

    Freindinn hans Steve House er ennþá í Tjaldinu ef vil ná í hann….

    Skabbi

25 umræða - 201 til 225 (af 386)