Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
SkabbiParticipant
Hæ
Ég hef verið með svona græju með snertiskjá, virkar bara fínt. Þú oppereitar það náttlega ekki með dúnlúffum en þú gerir það hvort eð er ekki með GPS12. Þunnir vettlingar eru ekkert mál.
Eina sem ég er smeykur við er að skjárinn skemmist, á mínu tæki er bara „mjúkur“ LCD skjár. Veit ekki hvort nýrri týpur eru með harðgerðari skjá.
Svo er náttlega bara hægt að kaupa sér nýjan gemsa með GPS og Google maps…
Skabbi
SkabbiParticipantHvur grefillinn!
Þá er ekkert að gera en að bíða og vona að kallinn hjarni við.
Allez Kurt!
Skabbi
SkabbiParticipantGaman að fá að fylgjast með þessu strákar, góða skemmtun!
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Leitt að heyra, hljómar eins og mikill snillingur. Ég þekkti manninn því miður ekki en samhryggist þeim sem það gerðu.
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Við Berglind fórum í Pastirnar um daginn. Allar leiðir í fínu ásigkomulagi þó að lítilsháttar aska sé greinanleg í sumum þeirra.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipant*klapp* *klapp*
Vel gert stelpur!
Skabbi
SkabbiParticipantGuðlaugur Ingi Guðlaugsson skrifaði:
Quote:Hlakka annars til að prófa þetta marg umtalaða stykki.Passaðu bara að láta Manu fara á undan og setja tvistana í, annars verður mun minna fyrir þig að toga í.
Ekkert Allez fyrir þig :p
Skabbi
SkabbiParticipantPáll Sveinsson skrifaði:
Quote:Svona var maður vitlaus í gamladaga. Rétt svo klórað sig upp þessar leiðir með fátæklegan rakkin og skellti svo á leiðirnar gráðu eftir bestu getu.
Svo þegar fyrstu boltarnir voru settir inn þá var nú ekki verið að spreða þeim af óþörfu og leiðirnar gáfulega gráðaðar eftir því.Er bara ekki kominn tími á að leiðrétta þessar gráður í munnkanum?
Allavegana þessar elstu.kv
psHæ
Ég veit ekki, mér finnst Munkinn ekkert verr gráðaður en önnur svæði á landinu. Kannski heldur undirgráðað en það er allavega ágætis samræmi á milli leiða. Ég tek bara að ofan fyrir mönnum sem fóru þessar leiðar í dóti á sínum tíma, hreystileg framganga það.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantÁgúst Kristján Steinarrsson skrifaði:
Quote:Ég mundaði mig við Englarykið (nýju leiðina) um helgina og held barasta að hún sé 5.9 eins og smiðurinn spáði…Ég reyndi þó bara einu sinni við hana og náði henni ekki í þeirri atrenu þannig að…Póstaðu endilega aftur þegar þú ert búinn með leiðina. Getur þá borið hreyfingarnar saman við Stuð fyrir stutta, Stóru mistökin, Skóreimarnar, Rauða Turninn og aðrar gamalreyndar 5.9ur á landinu.
Annars er ég sammála þér með Munkann, snilldarsvæði. Hvergi fleiri 5.9ur á jafnlitlum kletti.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantTöff vídjó, og til hamingju Kjartan!
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantGuðlaugur Ingi Guðlaugsson skrifaði:
Quote:Er þetta ekki leiðin sem Siggi og Eiki boltuðu í fyrra sbr þetta:http://www.isalp.net/umraedur/8-klettaklifur/8905-ny-leie-i-munkanum.html#8910
Sjitt hvað ég er mikill gúbbí fiskur, kommnetaði meirað segja sjálfur á þetta…
Prýðileg leið en ekki 5.9 á borð við aðrar 5.9ur í Munkanum (Stóru mistökin, Undir brúnni, Stuð fyrir stutta). Mér fannst hún svipuð og UV, allavega langt frá því að vera tveimur gráðum stífari.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantQuote:Hvað er langt síðan þú varst þarna síðast? Við Jökull settum upp leið þarna til vinstri sem er létt, en það eru kominn þó nokkuð mörg ár síðan!
bkfreon
ps. farinn út aftur á morgun, það var gaman að rekast á þig þótt að hafi bara verið í 3 mín. Alltaf velkominn hjá okkur úti!
Hæ
Þú ert líklega að tala um Talíu sem er leið númer 1 í leiðarvísinum. Þessi leið er ennþá lengra til vinstri og var örugglega ekki þarna síðasta sumar.
Það var gaman að sjá þig um daginn félagi, ég hefði stoppað lengur til að spjalla ef ég hefði verið betur klæddur, hehe.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Þetta er svo fjarlægt manni að maður nennir varla að hafa skoðun á því. Blessunarlega er íslenskt klifursamfélag nægilega lítið til þess að þokkalega vel er hægt að fylgjast með því að hvar bolta ber niður.
Það er hinsvegar umhugsunarefni að engin umræða um siðferði boltunar í vetrarklifri hefur átt sér stað. Er yfir höfuð til e-ð íslenskt siðferði þegar kemur að boltun? Fyrir utan kannski að bolta ekki Stardal. Ástæða þess að ég nefni þetta er fyrst og fremst aukinn áhugi á boltuðu vetrarklifri. Bæði innlendir og erlendi klifrarar hafa sett inn bolta undanfarna vetur og svosem ekkert nema gott um það að segja. Það er væri hinsvegar æskilegt að menn hefðu skoðanir á því hvar heppilegast sé að bolta og hvort til séu svæði sem við viljum halda boltalausum fyrir vetrar (og sumar) klifur.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Breyti hér með nafni þráðarins. Eigandi Bláa Nagensins verður bara að sætta sig við það.
Helginni eyddi ég að fornum sið á Hnappavöllum. Þar var að venju margt um manninn, börn, gamalmenni og allt þar á milli. Klifurveður með besta móti alla helgina, þurt og stillt framanaf en bjart og hvasst undir lokin.
Saknaði reyndar drykkjulátanna sem eitt sinn einkenndu þessa helgi, en tímarnir breytast víst og mennirnir með.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipant[img]https://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/stardalur.JPG[/img]
Berglind í nýju leiðinni, Sædís tryggir.
Fær þessi ágæta leið nafn eða verður þetta enn ein „ónefnd“ í Stardal?
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Takk fyrir samantektina strákar, gott að ekki fór verr. Þetta brýnir að sjálfsögðu fyrir okkur hinum að fara varlega, sérstaklega í okkar yndislega íslenska bergi.
Þegar ég hef farið Heljareggina hef ég reynt að stíga eins varlega og ég get til jarðar og prófað allar handfestur rækilega áður en ég set nokkurn þunga á þær.Eins og svo oft áður tekur maður að ofan fyrir þyrlusveitinni, að koma slösuðum manni niður úr Heljaregginni án þeirra er trúlega vandasamt verk í meira lagi.
Ég óska Erni alls hins besta, vonandi verður hann orðinn klár í slaginn fyrir ferðina ykkar í sumar.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantSigurður Tómas Þórisson skrifaði:
Quote:Þetta er endalaust sniðugt. Snillingur sem lét sér detta þetta í hug…
Þarf að íhuga vandlega hvort vert sé að fjárfesta í svona júniti.Sénsinn, þú smiðar þetta sjálfur í íspinnaprikum og viftureim.
Svo smíðaru handa mér…
Skabbi
SkabbiParticipantSveinn Friðrik Sveinsson skrifaði:
Quote:Þetta hlýtur bara að vera eitthvað feik…Ha!? Í alvöru?? Á INTERNETINU!!!???
NOOOOOOooooooo…..
SkabbiParticipantHæ
Á ásfundi KFR í gær stóð Kristín Marta Hákonardóttir úr stól formanns eftir 5 ára farsælt starf. Við keflinu tók Guðlaugur Ingi Guðlaugsson (Gulli Granít). Úr stjórn KFR gengu einnig Hjalti Rafn og Siggi Skarp, þeirra sæti tóku Arnór og Hrefna, sem ég kann því miður ekki frekari skil á. Hjalti Rafn mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra Klifurhússins.
Fyrir mína parta þakka ég Kristínu, Hjalta og Fjallaskarpnum fyrir þeirra framlag undanfarin ár og óska nýjum formanni og stjórnarmönnum góðs gengis.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Vetur og sumar frusu saman í Stardal í gær en það kom ekki að sök enda hlýnaði hratt undir klettunum í sólinni. Klifur var með besta móti og ekki spillti útsýnið yfir gosmökkinn frá Eyjafjallajökli.
Óli rogaðist með duffelbag úttroðinn af matvælum upp brekkuna, hélt Tupperware kynningu fyrir okkur í matarpásunni á meðan hann smjattaði á baguette með 4 tegundum af ostum, Chorizo Extra, ansjósufylltum ólífur, súrsuðum smálaukum og rækjusalati.
Góður dagur á fjöllum, fóru aðrir út að leika?
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantMarianne van der Steen wrote:
Quote:…I also like to take a look at Chocolat Chaud, just looking and feeling, and maybe even spot some new lines.Hi Marianne!
How’s the arm? I wouldn’t plan any trips along the south coast, as the road is closed and won’t be opened to the public just yet. Thursday next week is a national holiday (first day of summer) and if the weather is dry, I’m going climbing! I’ll let you know how that turns out.
Skabbi
SkabbiParticipantQuote:Þá hafi þeir tjaldað á íslenskum jökli um miðja nótt og horft á norðurljósin saman.En sætt!
SkabbiParticipantSveinborg Hlíf Gunnarsdóttir ritaði:
Quote:kunna norsararnir þetta nokkuð?Stutta svarið er nei
Langa svarið er: Að reiða sig á norskar veðurspár varðandi veður til fjalla á Íslandi er annaðhvort misskilningur eða bull, nema hvort tveggja sé.
Takk fyrir mjög svo áhugaverðan fyrirlestur í gær. Ég taldi mig búa yfir skítsæmilegri þekkingu á íslensku veðurfari en ég lærði heilmargt í gær.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Mogginn segir mér að Ágúst Kristján Steinarsson ætli á 7 alpatinda á 10 dögum í sumar, þeirra á meðal Matterhorn og Eiger. Ef þetta er ekki mission sem vert er að segja frá!
Hvernig ætlið þið félagarnir að undirbúa ykkur undir þetta metnaðarfulla verkefni? Ætlið þið að fara á eigin vegum eða leigja leiðsögumenn?
Mitt eigið markmið er að vera í góðu formi þegar ég fer til Lofoten í ágúst. Boltar eru sjaldséðir á þeim slóðum þannig að maður verður líklega að hengslast upp í Stardal oftar í sumar en verið hefur undanfarin ár. Einnig að reyna við lengri leiðir á borð við Saurgat Satans Vestrahorni og Kerlingareld í Svarfaðardal.
Í Lofoten er draumurinn að klifra Vestpillaren á Presten, 436 metrar, 13 spannir, 5.10 a/b.
Hvers virði er markmið ef maður segir ekki frá þeim fyrirfram?
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Fínt að dusta rykið af þessum þræði eftir festival helgina. Um að gera fyrir stráka og stelpur sem frumfóru nýjar leiðir að skrá þær sem fyrst áður en það snjóar mikið yfir minningarnar.
Skabbi – alveg laus við skráningarskyldu
-
HöfundurSvör