Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
0801667969Meðlimur
Kl: 17:00 Status report.
Hér er farið að snjóa duglega í mátulega hvassri sunnanátt. Færið svo sem búið að vera ágætt en skyggni farið að daprast. Ívar flúinn úr Fjallinu.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurÞriðjudagur kl. 9:00
Fjallið lítur feikna vel út. Hér hefur snjóað í nótt og utanbrautafæri lítur snilldarvel út. Þessa dagana byrja sumar lyftur að snúast löngu fyrir hádegi vegna æfinga skíðafélaganna. Status report seinna.
Kv. Árni Alf.
P.S. Skv. spánni gerir skítviðri seint í kvöld.
0801667969MeðlimurKl. 18:00 Status report.
„Awesome“ færi eins og maðurinn sagði. Draumi líkast að plægja gegnum gyllta skaflana sem reyndar eru á fleygiferð vegna lágarennings. Þeir eru auðvitað gylltir vegna sólarinnar. Svona Sahara stemmning í þessu. Einn fallegasti dagur vetrarins.
En að öðru. Sennilega ekki verið jafn mikill snjór a.m.k. sunnan heiða í áratug eða meira á þessum tíma árs. Menn hljóta að vera að farnir að plana magnaðar skíðaferðir í vor eða þegar lagðir af stað. Reyndar er spáin fyrir páskana herfileg sunnanlands sýnist mér. Slagveður sem byrjar á hádegi skírdag og nær fram yfir helgi a.m.k. En slíkt þarf ekkert að stoppa menn. Páskana 2004 fór ég Suðurjöklaferð í svona herfilegri spá. Frábær ferð blaut á köflum en frábært þess á milli.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurMán. 18. apríl kl. 16:00
Talsvert snjóað í nótt og dag. Fínt utanbrautarfæri og færi almennt. Búið að vera blint í morgun en er að birta til eins og spáði. Helgin búin að vera ágæt a.m.k. hægt að skjælast utanbrauta með þokkalegu móti.
Allar skíðaleiðir á kafi í snjó og langt niður á snjógirðingar. Nú vantar örfáa daga uppá að hér hafi verið smekkfullt af snjó samfellt í þrjá mánuðuði. Samt ekki opið nema 28 daga það tímabil. Ekki nóg að hafa snjó segir máltækið. Hvassviðri hefur því hamlað opnun í ca. 2/3 tímans.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurEinu stóru breytingarnar eru eins og Þorvaldur nefnir, ofan í gígskálinni sjálfri og svo rásin niður sunnan megin. Langvarandi sunnanáttir í vetur hafa skammtað jöklinum vel af snjó. S.l vor meðan á gosinu stóð var jökullinn reyndar óvenju sprungulítill. Öskuflóð sunnan í jöklinum s.l. sumar voru hins vegar áhugaverð. Eflaust ekkert óvitlaust að hafa í huga þetta mjög þykka öskulag þegar fer að hlána verulega á jöklinum.
Kv. Árni Alf.
P.S. Ath. að sprungulítið í þessu tilviki þýðir ekki að það séu ekki sprungur til staðar heldur að þær séu lokaðar af snjó.
0801667969MeðlimurBláfjöll Sunnudagur 3. apríl
Þriðji dagurinn og líklega sá besti í vetur hvað utanbrautarfæri snertir. Hef reyndar haft Fjallið út af fyrir mig í morgun því Kóngurinn opnar ekki fyrr en kl. 14 fyrir almenning (vegna landsmóts á skíðum).
Það er hins vegar alveg þess virði að mæta þá. Almenningur eða svonefndur pöpull hefur lítið látið sjá sig þessa bestu daga vetrarins.
Skíðagöngubrautirnar eru þó líklega það sem toppa allt. Hægt að velja úr snilldarvel lögðum brautum um Strompana en svo nefnast gígarnir við skíðasvæðið. Mesti snjór og besta færi og veður í manna minnum.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurInnilega sammála þér Sissi. Lýsingar af færi og veðri eru stundum í litlu samræmi við raunveruleikann. Hvað er annars frábært færi? Glerhart eins og margir góðir svigskíða og keppnismenn vilja hafa það eða er það mjúkt nýsnævi eða púður eins aðrir vilja?
Fyrir utan að nota standard lýsingar þá þarf að uppfæra bæði veður og færi mun oftar. Endilega moka inn kvörtunum til skíðasvæðanna. Dropinn holar steininn.
Ég man hér í gamla daga þegar tölvunnar naut ekki við þá var þetta meir og minna tóm lygi á símsvaranum. Með tilkomu tölvunnar þá er þó myndavél sem er eilítið hlutlausari. Hún er reyndar svo léleg í Bláfjöllum að erfitt er að lesa í veður.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurBúið að snjóa mjög mikið í dag hér í Bláfjöllum. Haugur af nýsnævi ofan á hjarnlagi og utanbrautarfæri gott en skyggni hins vegar ekkert.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurGott þegar menn hafa nákvæmlega á hreinu um hvað þeir eru að biðja. Ætla Kalla nú ekkert illt í þessu. Gallinn er sá að þegar menn biðja um bætur á vegi þá er erfitt að segja til um það hvenær á að stoppa og hvað telst nóg.
Vegagerðin og fleiri stór og sjálfstæð ríkis- og sveitarapparöt leyfa sér að nefnlilega skilja og túlka hlutina nokkuð frjálslega sér í vil. Óska alltaf eftir meiri framkvæmdum.
Vegbætur og bætt aðgengi er almennt túlkað sem uppbyggðir heilsársvegir. Menn sem biðja um slíkt mega því ekki aðeins búast við einu vörubílshlassi af möl eins og Kalli biður um heldur vinnubúðum og tilheyrandi.
Mér finnst aðgengi að öræfunum alveg nógu gott og óþarfi að stuðla að útrýmingu þeirra til handa ferðaþjónustunni.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurUm að gera að kynna sér málið og mynda sér skoðun.Varðandi það sem Kalli nefnir um að „lagfæra lítillega“ bílvegi að stöðum eins og Kverkfjöllum o.s.fr. til að aðgengið sé betra þá er það tvíeggjað sverð út frá sjónarmiði náttúruverndar.
Ferðaþjónustuaðilar og ferðafélög óskuðu á sínum tíma eftir „vegbótum“ inn á Þórsmörk. Það þýðir einfaldlega uppbyggður heilsársvegur á mannamáli. Þessu fylgja venjulega miklar landskemmdir og viðkomandi áfangastaður verður eins og að koma að Geysi.
Áðurnefndur uppbyggður heilsársvegur inn á Þórsmörk var á sínum tíma stöðvaður með einni blaðagrein við litla þökk ferðaþjónusuaðila. Buið var að brúa og byggja upp 5 km. kafla. Að flestir vilji uppbyggða heilsársvegi um öll öræfi efast ég um.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurTakk fyrir þetta. Maður yngist allur upp. Hvar fær maður svona videovél á hjálminn?
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurHæfilega bjartsýnn á morgundaginn. Smálægð á Faxaflóa gerir allar spár mjög ónákvæmar. Í gær var t.a.m. spáð hæglætisveðri og úrkomulausu. Reyndin varð allt önnur. Spár eru spár en við reynum allt til að opna.
Færði út kvíarnar í dag og fór alla leið í Heiðmörkina á skíði. Fyrst yfir mjög úfið hraun og svo yfir golfvöll. Svo inn með Vífilsstaðahlíðinni inn að Búrfellsgjá umvafinn ilmi barrtrjánna.
Af skíðalyftum innan borgarmarkanna er það að frétta að það á að reyna að opna á mánudaginn. Mér sýnist skv. veðurspá að mestallur snjór verði farinn úr borginni í síðasta lagi á miðvikudag. Dálítið dæmigert fyrir Reykjavíkurborg.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurLaugard.5 feb. kl.9:00
Það má segja að hér í Bláfjöllum sé allt á kafi í snjó. Enn er mikil ofankoma og skafrenningur svo lokað er í dag. Vegurinn hér upp úr er meira að segja aðeins jeppafær sem er sjaldgæft. Frábær dagur til að fara út að leika sér en hafa snjóflóðahættu í huga sem er eðlilega mikil.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurMætti svo sem koma fram að útlit er fyrir að við opnum í Bláfjöllum á laugardaginn. Göngubraut var lögð í dag og renningur af fólki. Hér eru útsynningsél, bjart á milli og talsverður lágarenningur. Eitt fallegasta vetrar- og skíðaveður sem til er.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurSmá off piste fróðleikur.
Hermennirnir sem æfðu vetrarhernað í jökulröndinni við Dagmálafjall ofan við Stóru-Mörk í seinni heimstyrjöldinni ku hafa tjargað skíðin.
Timbur og tjara eru sennilega ekkert nýtt sem fúavörn t.d. á trébáta ef ég man rétt. Kannski maður hefði átt að nota C-tox á skíðin líka.Kv. Árni ófróður um timbur.
0801667969MeðlimurÉg byrjaði á Graasshoppe tréskíðum á sínum tíma, keyptum í Noregi. Þau þurfti að tjarga af og til, til hlífðar botninum. Tjaran kom í stauk líkt og áburðurinn og var brædd undir með nokkurs konar straujárni hitað upp með gasi.
Það var alltaf til siðs að fara á skíði með allar græjur, hitamæli, tugi tegunda af áburði og rennslisáburði. Tíu tegundir af sköfum og gasið var alltaf við hendina sérstaklega fyrir rennslisáburðinn en mismundani færi og hitastig þýddi mismunandi, áburð og rennslisáburð. Íslenskar aðstæður eru talsvert ólíkar norskum og því var allta þetta vesen oft á tíðum tóm tjara.
Klístrið sem nota þurfti í blautum snjó eða harðafenni og ís var hreint ógeð. Virkaði hins vegar ágætlega. Væri örugglega fínt í ísklifur.
Þetta rugl svínvirkar raunar í keppni og góðri braut.
Fyrir hálfvita sem ekkert vita um gönguskíði eða nota rifflur þá er áburður (spyrnuáburður) borin rétt undir fótinn og rennslisáburður á restina á skíðinu.
Ef menn eru utan brauta þá geta menn alveg gleymt þessum rennslisáburði því hann fer af um leið í íslensku harðfenni. Ein tegund af áburði dugar í flestum tilvikum. Ef ekki þá skinna menn bara.
Kv. Árni Alf. fyrrverandi Reykjavíkurmeistari í tréskíðagöngu
0801667969MeðlimurÞó lítið hafi snjóað sunnan heiða þá er alveg ástæða til að vera á varðbergi. Víða er að finna gamlan glerharðan snjó og svellbunka. Mikill skafrenningur var í gær þannig að töluvert snjómagn getur hafa safnast í gil og hvilftir. Nýlegur snjór getur því víða setið á flughálu undirlagi. Slíkt efni þolir átroðning illa.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurSko í gamla daga var allt miklu skemmtilegra og einfaldara.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurÓska Bjögga bata sem fyrst. Hann getur vonandi huggað sig við að það er hláka í kortunum. A.m.k. vel fram yfir helgi.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurReyndar eru bestu troðaramenn í heimi víst í Bláfjöllum, a.m.k. að eigin sögn. Gott framtak þetta pallavesen.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurNafnið á gilinu er ekki beinlínis uppörvandi. Af hverju skyldi það draga nafn sitt? Vonandi eru meiðsl klifrarans eitthvað sem grær áður en viðkomandi giftir sig.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurEkki amalegt þetta. Landinn er að standa sig betur í þessu en fótbolta. A.m.k. miðað við fjárstuðning skattborgaranna.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurTil sölu Scarpa T-1. Stærð 9. Eitthvað komnir til ára sinna en líta vel út. Stendur ónotað engum til gagns hér inn í skáp og búið að gera lengi. Verð 10.000. Sækist helst í Bláfjöll.
Kv. Árni Alf.
gsm, 862-5559
0801667969MeðlimurVar að enda við að tala við glöggan mann sem staddur var í Húsadal inn á Þórsmörk þennan dag. Skyggni var víst með afbrigðum gott. Þannig tóku menn strax eftir þegar flóðið féll eða var nýfallið. Það er ekki á hverjum degi svona gott veður og skyggni.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurÁhugaverð mynd þarna frá Birgi. Eins gott að vanda leiðarvalið.
Hef nú bara átt leið norðan við Ýmu í Suðurjöklatúrum. Man að 1983 þá hafði gríðarmikið flóð farið yfir hálfan skriðjökulinn og flóðtungan endaði í háum keilum. Kannski ég eigi slides myndir frá 1991 túrnum. Annars er eitthvað farið að renna saman og fenna yfir eitthvað af þessu. Kannski ástæða til að reyna að vinna á hinu ógnvekjandi slides safni mínu. Ámóta scary að lenda í því eins og snjóflóði.
Kv. Slidarinn
-
HöfundurSvör