0801667969

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 101 til 125 (af 306)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Bláfjöll #57133
    0801667969
    Meðlimur

    9 des. kl. 17:30

    Það er fullt tungl. Allt orðið eiturgrænt. Frábært að fara í tunglgöngu þegar svona snjór er yfir öllu. Komin smá nepja. Betra að klæða sig vel. Manni finnst bara vera komin alvöru vetur.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Bláfjöll #57132
    0801667969
    Meðlimur

    Föstudagur 9 des.

    Hér er 14 stiga frost og hægviðri. Talsvert bætti í snjóinn í gær. Skóf duglega og snjórinn því orðin pakkaðri.

    Fallegt veðrið og skyggnið glimrandi. Í norðri eru það Skjaldbreiður, Þórisjökull, glittir í Langjökul, Botnssúlur og Ármannsfellið. Maður verður aldrei leiður á að góna á þetta og láta sig dreyma.

    Á morgun lítur út fyrir að það verði komin svarta bylur um hádegi. Skv. spánni þá verður talsvert mikil úrkoma. Ekkert nema gott um það að segja en opnun ólíkleg. Reynum að sjálfsögðu.

    Sjáum til með Sunnudaginn.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Bláfjöll #57128
    0801667969
    Meðlimur

    Miðvikudagur 7. des. 2011

    Í gær gerði ágætis él í ca. 2 tíma. Þá var einnig sæmileg gjóla af austri. Girðingin upp á Fjalli safnaði því duglega í sig. Þessi litla úrkoma og smá gjóla gjörbreytir stöðunni. Almenn opnun er því ekkert útilokuð á næstunni.

    Verið er að keyra lyftur á Suðursvæðinu eins og áður sagði. Brettafélagið fékk tvo tíma á dag s.l. helgi. Mér dettur í hug Utanbrautarfélagið í þessu samhengi.

    Alveg hreint yndislegt að vera hér upp á Fjalli í stafa logni og tíu stiga gaddi þegar sólin er að koma upp. Suðurjöklarnir, Hekla, Vestmannaeyjar og Surtsey allt svo tært og í seilingarfjarlægð. Mikið væri gaman að vera á ferðalagi þarna einhvers staðar.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Bláfjöll #57118
    0801667969
    Meðlimur

    Smá update og fróðleikur úr Bláfjöllum.

    Nú er þriðji dagur sem toglyftur eru keyrðar á Suðursvæði fyrir æfingar skíðafélaganna. Þannig vill til að í sumar var klárað að girða Suðursvæðið. Í því felst að girðingar eru samfelldar og ná niður alla brekkuna. Ef ekki væri fyrir þessar breytingar þá væri ekkert opið.

    Nýr spiltroðari sem ekki spólar í brekkunum ( rótar ekki upp grjóti) og ýtir jafnmiklum snjó hvort sem farið er upp eða niður er til mikilla bóta.

    Ef búið væri að fullgirða Norðurleiðina, lífæð skíðasvæðisins, þá væri svæðið opið almenningi. Á neðri hluta hennar þar sem búið er að girða báðum megin er nægur snjór. Þar ofan við er girðing bara öðru megin sem safnar eingöngu snjó í austlægri átt.

    Ef það blæs vel úr þeirri átt ásamt einhverri úrkomu safnar þessi girðingin fáranlega miklu efni á engum tíma og leiðin dettur inn. Verði eingöngu suðvestan átt á næstunni þá verður áfram snjólaust á þessum kafla.

    Það vantar því bara nokkur hundruð metra af girðingu og svæðið er opið almenningi. Það er í kortunum að klára þetta næsta sumar. 100 m af snjógirðingu kostar rúma milljón með öllu.

    Suðurgil og Kóngsgil sem voru (fyrir tíma snjógirðinga) alltaf fyrstu brekkur til að koma inn eru nánast auðar.

    Á höfuðborgarsvæðinu býr 2/3 hluti þjóðarinnar. Akkilesarhæll Bláfjalla er að almenn opnun þýðir þúsundir manna með misgóða kunnáttu. Margir reyndar mjög litla. Aðstæður núna eru einfaldlega of varhugaverðar fyrir slíka opnun auk þess sem of lítið svæði er í boði. Utan troðinna brauta lenda menn strax í grjóti þó allt líti óskaplega vel út. Ekki neinn burður í þessum þurra lítt veðurbarna snjó.

    Almennt er kunnátta og geta skíðafólks á skíðasvæðum út á landi miklu meiri en gengur og gerist í Bláfjöllum. Auk þess sem aðsókn er á engan hátt sambærileg. Allt gerir það að verkum að hægt er að opna þessi svæði við mun verri aðstæður en ella.

    Sennilega hafa mun fleiri verið á skíðum í brekkum Bláfjalla í dag en á flestum skíðasvæðum landsins. Og það er samt „lokað“. Það er miklu bjartara yfir Bláfjöllum en margur heldur.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar #57089
    0801667969
    Meðlimur

    Sissi, eins og reyndar margir aðrir, hefur áhyggjur af aðgengismálum (í þessu tilviki er það frelsi til að ferðast um landið. Ekki frelsi til að leggja hraðbrautir um allt).

    Verð að viðurkenna að ég hef lítið eða ekkert fylgst með þessu.

    Ég furða mig hins vegar á því hvernig sumt af þessum hugmyndum um skert aðgengi hafi orðið til. Trúi varla að mönnum sé alvara með sumt sem maður hefur heyrt.

    Ég heyri og sé að mönnum er mikið niðri fyrir varðandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þar eigi ferðaþjónustuaðilar að fá einhver sérréttindi Eða er þetta bara einhver misskilningur eða móðursýki?

    Er einhver sem getur summerað stöðuna upp í stuttu máli?

    Hvað er eiginlega að gerast með ferðaþjónustuna? Er þetta orðin sjálfskipaður hópur sem ákveður hverju eigi að fórna og hverju eigi að loka?

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar #57073
    0801667969
    Meðlimur

    Gott og málefnalegt innlegg hjá Steinari. EN….

    Ég held að allir geti verið sammála um ágæti uppbyggingar í ferðaþjónustu. Uppgangur í fjalla- og einkum jöklaleiðsögn gnæfir þarna uppúr að mínu mati. En þessi uppbygging verður að vera á skynsamlegum (hófsömum) nótum og í sátt við náttúruna. Ekki á kostnað hennar.

    Hvergi er aðgengi að jökli betra en við Sólheimajökul. Og aðkoman er hrein snilld. Hlykkjóttur vegur sem fellur gjörsamlega inn í landslagið og gefur ferðamanninum stöðugt nýja sýn á svæðið.

    Stundum liggur vegurinn upp á lítt gróna jökulgarða og maður sér skyndilega yfir svæðið. Svo aftur niður bratta brekku og út á snarbratta bakka Jökulsár sem beljar þarna undir. Stundum liggur hann í lægðum á milli jökulgarða í kröppum beygjum. Þarna þarf að fara sér hægt. Og það er alltaf eitthvað nýtt að sjá bak við næsta hól eða næstu beygju. Smá spenna og eftirvænting. Og skyndilega blasir svartur jökullinn við. Ekkert annað truflar.

    Það er einmitt þetta sem flestir vilja og leita að. Hinu ósnerta og óbyggða. Og ekki sakar smá spenna (hlykkjóttur vegslóðinn).

    Maður er nýkomin af þjóðvegi eitt og dettur skyndilega inn í nokkurs konar óbyggðir.

    Eins og staðan er í dag þá er það ævintýrir fyrir flesta að keyra slóðann þarna innúr. Skyndilega blasir við stórt bílastæði og risabygging , sem rýmar illa við landslagið. Algjör „anticlimax“.

    Steinar talar um malbikaðan hlykkjóttan veg inn að jökli. Það er ekki hægt að malbika veg nema hann sé uppbyggður og skagi talsvert hátt upp úr umhverfinu. Til þess þarf mikil landspjöll og slíkur vegur fellur alls ekki inn í landslagið.

    Þingvellir standa á hrauni og vatn eða vatnsagi er þar ekki vandamál. Þar hverfa líka ýmis mannana verk inn í landslagið sem ekki gera það annars staðar. Það er því ekki hægt að bera saman vegagerð þar og á jökulurð kringum jökla landsins.

    Ef byggður verður heilsársvegur þá verður hann eins beinn og kostur er. Annað er ekki í boði. Styttir leiðina (og sparar byggingarkostnað). Vegagerðin býður ekki annað og þetta er líka helsta baráttumál ferðaþjónustunnar í dag. Allt til að moka sem mestu á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening.

    Mönnum væri í lófa lagið að berjast fyrir vegum sem falla inn í náttúruna. Ofaníburður og að hefla oftar gerir gamla „slæma“ vegi oft mjög góða. Slíkt talar hins vegar engin um.

    Þráðbein hraðbraut inn að Sólheimajökli og sjoppur inn við jökulsporð mun einfaldlega eyðileggja sjarma svæðisins. Okkur þykir sjálfum þetta lítt aðlaðandi. Og útlendingar eru ekkert öðruvísi. Þetta kemur einfaldlega niður á ferðaþjónustunni þegar til lengri tíma er litið. Og bitnar strax á blásaklausum ferðamönnum, útlendum sem innlendum.

    Að það þurfi að rústa svæðinu af því að ekki er fólksbílafært örfáa daga ef þá nokkurn dag ársins þegar túristar eru sárafáir er fráleitt mál. Það eru líka til öflugri bílar en Yaris.

    Er ekki eðlilegt að túristinn borgi fyrir það að komast þangað sem hann vill? Eða á að niðurgreiða þetta með náttúrunni og fé úr vasa almennings?

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Bláfjöll #57069
    0801667969
    Meðlimur

    Aðfaranótt mánudags koma skil upp að landinu. Í þeim gæti leynst efnið sem þarf í traustan grunn. Myndi bíða með rennsli a.m.k. þangað til.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Dagsferð á Þumalinn #57061
    0801667969
    Meðlimur

    Þurfum fleiri svona skemmtilegar sögur. Lífgar upp á síðuna. Menn ættu að vera ófeimnir við að koma ýmsu efni hér að.

    Held að það sé ekkert sem flokkist of ómerkilegt til að birtast. A.m.k eitthvað uppbyggilegra en þrefið í sumu gamalmenninu.

    Hef tvisvar ætlað mér á Þumal. Í fyrra skiptið komst ég ekki úr bænum. Í seinna skiptið treystu sporgöngumenn sér ekki upp vegna færis. Gott að geta kennt öðrum um eigin aumingjaskap.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar #57051
    0801667969
    Meðlimur

    „Bætt aðgengi“. Þetta er einmitt stóra málið. Hljómar frekar sakleysislegt. Er samt í flestum tilvikum annað orð yfir stórfelld landspjöll. Uppbyggður heilsársvegur þýðir mikið rask og verður alltaf mikið lýti í náttúrunni.

    Ívar vill slíkan veg að Sólheimajökli. Einhver annar vill veg inn að Hengifossi. Aðrir uppbyggðan veg inn í Landmannalaugar, Þórsmörk og svo framvegis. Og enginn veit hvar á að stoppa. Og vilja það kannski ekki.

    Af hverju ekki að láta túristann borga fyrir það sem hann vill eða þarf að komast? Af hverju þarf að nauðga náttúrunni með fjármunum úr vasa skattborgara? Allt til að ferðaþjónustan komist létt frá þessu?

    Ekki eru mörg ár síðan að með einni blaðagrein stöðvaði ég lagningu uppbyggs heilsársvegar inn á Þórsmörk. Meðal þess sem gera átti var risavaxið bílastæði með alls konar skúrum með þjónustu við Lónið við Gígjökul. Þetta töldu ferðaþjónustuaðilar á svæðinu (FÍ, Útivist og Kynnisferðir) alveg bráðnauðsynlegt. Þrátt fyrir að þetta bætta aðgengi sé ekki til staðar komast menn enn inn á Þórsmörk án vandkvæða. Og hafa alltaf gert.

    Að það þurfi húskofa við hvern einasta stað sem stoppað er á er einfaldlega ekki rétt.

    Það er ákveðin græðgisvæðing í ferðaþjónustunni. Og menn vilja leyfa sér allt í skjóli bágs efnahags. Ég held að menn ættu aðeins að staldra við. Draga andann og líta í kringum sig.

    Þetta er ferðaþjónustunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma litið.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar #57046
    0801667969
    Meðlimur

    Að eiga ekki „grænan eyri“ er vel þekkt máltæki.

    Ferðaþjónustan á ekki „grænan eyri“ ef marka má þau umhverfisspjöll sem hún vinnur að þessa dagana.

    Og til að kóróna dæmið þykist hún ekki hafa „grænan grun“ hver stendur að baki alls konar framkvæmdum á fjöllum.

    Kemur hreinlega „af fjöllum“.

    Hvar ætlar „græn ferðaþjónusta“ að draga mörkin?

    Dregur kannski ekki mörkin þar til hún „kann ekki (grænna) aura sinna tal“.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Síðan og spjallið #57037
    0801667969
    Meðlimur

    Ekki lengi verið að kippa hlutunum í lag á þessum bæ. Frábært drengir.

    Kv. Árni Alf. nöldurseggur

    in reply to: Síðan og spjallið #57035
    0801667969
    Meðlimur

    Umræðan byrjaði með að hér væri ekki nógu mikið líf. Þyrfi að breytast til að líkjast facebook með öllum sínum „like“um og vinsældakosningu.

    Ég hef áður bent á að fara varlega í breytingar á heimasíðum. A.m.k. á síðum sem eru sæmilega lifandi og einhver umræða á sér stað.

    Síða Landsbjargar og HSSR eru góð dæmi. Þar blómstraði oft á tíðum mjög lífleg umræða. Steindauðar síður í dag sem engin lítur á. Allt í kjölfar „fancy“ breytinga. Ekkert spjall, engin skoðanaskipti.

    Megin galli breytinganna núna er hversu fáir þræðir eru á forsíðunni. Þræðirnir hverfa þarmeð mjög fljótt út af henni. Fólk sem ekki er stöðugt á síðunni missir af umræðum (þráðum) og hún deyr sjálfkrafa út. Að þessu leyti náum við að líkjast facebook vel a.m.k. helsta galla facebook. Mikil afturför að mínu mati og þyrfti að breyta.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Hæðarmet á jeppa #56962
    0801667969
    Meðlimur

    Já fróðleg lesning Sissi. Ýmislegt sem menn finna sér til dundurs. Eitthvað kvartaði kappinn um vandræði á klakabreiðunum. Skyldi hann ekki hafa heyrt um keðjur?

    Fyrir rúmlega hálfri öld (3. Jan 1958) komust menn á Suðurpólinn í þriðja skiptið. Þar voru á ferðinni nokkrir Ferguson traktorar og voru fyrstu vélknúnu ökutækin sem þangað komust.

    Þeir voru óbreyttir að öðru leyti en því að með lítilli fyrirhöfn var hægt að henda gúmmíbeltum utan á dekkin á þeim. Þegar færi var gott voru beltin tekin af og óbreyttir keyrðu þeir um Suðurskautið en beltin sett aftur á í þyngra færi.

    Stundum var keyrt í yfir 3000 m hæð og virkuðu bæði bensín og dieselvélarnar óbreyttar býsna vel. Reyndar langt síðan ég las Hillary og Fuchs.

    Hálfri öld síðar þá hamast menn hér heima á Klakanum að breyta jeppum nánast í traktora aftur til að komast sömu leið og engin heldur vatni.

    Kv. Árni Alf. (hugsanlegur hæðarmetshafi á traktor og fólksbíl á Klakanum)

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56960
    0801667969
    Meðlimur

    Verst er að Ólafur Skúlason biskup skuli ekki hafað getað vígt Þríhnjúka ehf.

    Þetta hafa nafnar mínir Johnsen og Stefánsson lagt blessun sína yfir.

    Vonum að núverandi biskup leggi líka blessun sína yfir þetta.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Og hver á heima í svartri holu?

    in reply to: Ferð niður í Þríhnúkahelli #56943
    0801667969
    Meðlimur

    Fróðlegur þessi listi um þingsályktunartillöguna. Vissi ekki einu sinni að slíkt væri komið fram. Þingheimur hefur bersýnilega í mörgu að snúast fyrir land og þjóð þessa dagana. Ljóst að verið er að leggja línur um aðkomu hins opinbera til að tryggja framgang verksins. Gott að þjóðin skuli vera aflögufær með fjármuni þessa dagana.

    Þetta er listi hrunverja. Margt af þessu fólki gjörsamlega siðblint eins og hugmyndin sjálf.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Umhverfis og aðgengismál #56935
    0801667969
    Meðlimur

    Það þarf augljóslega að bæta aðgengi í Þríhnjúkagíginn (ehf.) ef marka má fréttaflutning þessa dagana. Ég velti því aðeins fyrir mér í því samhengi hvort ferðaþjónustunni sé ekkert heilagt.

    Veit vel að aðgengi er ekki fyrir alla en er það landsmönnum virkilega lífsnauðsynlegt að ráðast í hálfgerða Hörpu þarna á þessum tímapunkti?

    Hver gefur ákveðnum mönnum rétt til að bora þetta út og malbika? Það er viss hrunverjalykt af þessu.

    Gaman væri að heyra álit SAMÚT á þessu máli. Hvað segja fulltrúar ÍSALP?

    Gott að heyra að fjármál Reykjavíkurborgar og Kópavogs séu þannig að þessum sveitarfélögum muni ekkert um að fleygja tugum milljóna í þetta þessa dagana. Á tímum niðurskurðar þar sem t.d. rekstur eina skíðasvæðis SV hornsins er í tvísýnu. Hef á tilfinningunni að Ísland sé fyrst og fremst fyrir útlendinga og ferðaþjónustuna þessa dagana en ekki okkur landsmenn.

    Hef alltaf borið þá von í brjósti að komandi kynslóðir fengju að upplifa eitthvað af því sem ég hef upplifað hér úti í íslenskri náttúru. Þeim ævintýramöguleikum fer hins vegar ört fækkandi fái fégráðug ferðaþjónusta að leggja landið undir sig.

    Það eru ótal tækifæri í ferðaþjónustu án þess að rústa tiltölulega ósnortinni náttúru með stórvirkum vinnuvélum.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Umhverfis og aðgengismál #56934
    0801667969
    Meðlimur

    Kíkti aðeins á félagalista SAMÚT. Sérkennileg samsetning. Sýnist þetta hálfgerð ormagryfja fljótt á litið.

    Hver er munurinn á FÍ og Útivist? Er Útivist með ferðaskrifstofuleyfi? A.m.k. eru þeir ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar?

    Jeppavinir er hagsmunasmatök superjeppaeigenda í ferðaþjónustu. Hvað eru þeir að gera í SAMÚT?

    Almennt aðgengi ferðamanna er ekki vandamál í dag svo ég sjái. Frelsi til ferðalaga er nánast ótakmarkað.

    Vandamálið í mínum huga hvað snertir íslenska náttúru eru óhóflegar kröfur ferðaþjónustuaðila um sífellt betra aðgengi. Menn heimta uppbyggða vegi, varnargarða og húsbyggingar um allar koppagrundir. Slíkt eru stórfelld náttúruspjöll að mínu mati.

    Nýjasta nýtt er svokölluð lenging jeppaslóða fyrir jeppa í ferðaþjónustu. Þetta kallast reyndar á mæltu máli utanvegaakstur (þangað til bíll nr. 2 fer það skv. skilgreiningu sumra).

    Karl Ingólfsson hefur einn fárra ef ekki sá eini opinberlega lýst skoðunum sínum á vegamálum á Þórsmerkursvæðinu.( Að mér undanskildum). Uppbyggðan veg upp á Fimmvörðuháls, uppbyggðan veg inn Fljótshlíð inn að Markarfljótsglúfri (með brú yfir Fljótið) og uppbyggðan veg a.m.k. að hluta inn á Þórsmörk nefnir Karl í viðtali við Útiveru ca. 2004-5. Hann á a.m.k heiður fyrir að þora að nefna eitthvað sem verið var og er enn verið að vinna að á bak við tjöldin.

    Ég vildi gjarnan heyra hvaða skoðanir þeir sem ætla sér að taka nefndarsæti fyrir hönd ÍSALP hafa almennt á þessum málum. Eru þeir fylgjandi óheftum innflutningi ferðamanna til landsins? Er massatúrismi með tilheyrandi eyðingu öræfanna eitthvað sem er á stefnuskrá þeirra? Á að leggja uppbyggða vegi inn í Jökulheima, Kverkfjöll o.s.fr. Hvar á að stoppa?

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar? #56870
    0801667969
    Meðlimur

    Skoðaði þetta betur og ekki batnar það.

    Danger:

    „Watch out for falling ice in the ice caves“

    Mér finnst nú eiginlega að það sé verið að bjóða fólk velkomið þarna inn.

    Dæmi nú hver fyrir sig.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar? #56869
    0801667969
    Meðlimur

    Það stendur reyndar á öllum þessum skiltum:

    „Watch out for falling ice“ sem er brandari út af fyrir sig.

    „Vertu á varðbergi gagnvart íshruni“???

    Þetta eru beinlínis banvænar ráðleggingar.

    Hljómar eins og það sé í lagi að fara þarna inn ef menn eru bara á varðbergi. Þetta gerist hins vegar á 1-2 sekúndum. Skiltin eru því banvæn.

    Það þarf að koma fram að það sé lífshættulegt að koma nálægt svona íshellum a.m.k. að sumarlagi.

    Almennar upplýsingar til ferðamanna um hættuna af íshellum eru mun vænlegri forvörn en eitt og eitt skilti. Íshellarnir eru óteljandi og koma og fara flestir á stuttum tíma.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Veit ekki nákvæmlega hver ber ábyrgð á þessum skiltum en þetta er eitthvað tengt Landsbjörgu.

    in reply to: Kerlingareldur #56806
    0801667969
    Meðlimur

    Dularfull hljóð í þokunni! Minnir mig á lýsingu Palla þegar við hittum hann í Skaftafelli fyrir aldarfjórðungi.

    Hann og Guðmundur Helgi höfðu gist í tjaldi undir austanverðum Skarðatindi. Palli lýsti hinum furðulegust hljóðum utan við tjaldið um nóttina. Þegar birta tók þá kom í ljós að allt var vaðandi í snjóflóðum fyrir utan.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Palli leiðréttir mig ef eitthvað rangt er farið með.

    in reply to: Útivist er fyrir ALLA.. #56791
    0801667969
    Meðlimur

    Það þótti alltaf gott að hafa smá smjörklípu meðferðis þegar fé var heimt af Fjalli. Í dag er Smjörvastykki það sem venulega er handhægast og við hendina.

    Það þótti aldrei gott þegar fé féll úr hor. Mannfólkið fylgdi gjarnan í kjölfarið.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Nei, hef ekki séð þessa mynd.

    in reply to: Útivist er fyrir ALLA.. #56782
    0801667969
    Meðlimur

    Frábært framtak. Leifur hittir naglann á höfuðið. Menn eru allt of oft að setja fyrir sig smáatriði eins og ekki nógu góður búnaður eða að líkamlega atgervið sé ekki nógu gott eða „rétt“ sem afsökun fyrir að fara ekki á fjöll.

    Ekki fyrir svo löngu síðan var ég að pakka niður Smjörvastykki fyrir Hnjúksferð (á vegum ÍFLM). Ívar „alltofgranni“ hafði það á orði við útlendinga sem horfðu upp á þetta; „ you see, Árni has to keep his figure “ .

    Auðvitað eiga menn ekki að vera í lélegu formi en gamlir fjólubláir Skarpa skór og bumban út í loftið eiga ekki að aftra mönnum frá því að stunda útivist.

    Er mjög ánægður að sjá hvað þetta ævintýri Leifs hefur gengið vel. Seinni part vetrar benti ég á Jóa Kjartans stálskipa- og þúsundþjalasmið í sambandi þetta verkefni . Svo virðist sem Jóhann hafi leyst tæknilega hlið málsins og á miklar þakkir skyldar.

    Þess má geta að sami snillingur hannaði skíðasleðana (skíðapúlkur) sem hafa sannað sig í gönguskíðaferðum og mikil eftirspurn er eftir.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Við getum alveg tekið aðra púlkuumræðu ef Ívar er spenntur.

    in reply to: Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið? #56777
    0801667969
    Meðlimur

    Tengt þessu:

    Í kjölfar banaslyss, þegar íshellir hrundi í Hrafntinnuskeri 2006, var sett upp skilti við íshelli í Sólheimajökli. Skiltið sem var neon gult, virkaði eins og mykjuskán á mýflugur og dró alla gesti svæðisins að sér. Ekki nóg með það heldur æddu heilu rútufarmarnir þarna inn og létu mynda sig. Kannski ekki að furða enda stóð á skiltinu :

    “ Beware of falling ice“.

    Útlendingarnir skildu þetta eðlilega sem svo að óhætt væri að vera þarna inni. Fólk ætti bara að hafa augun hjá sér og hlaupa út ef eitthvað byrjaði að hrynja. Verst hvað þetta gerist hratt í raunveruleikanum.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Þríhnúkar #56770
    0801667969
    Meðlimur

    Merkilegt hvað 2007 hugsunarhátturinn og veruleikafirringin lifir góðu lífi. Þessi milljarður eða meira verður greiddur beint úr vasa skattborgara. Ekki þeirra sem svo ætla að hirða hagnaðinn sem ég reyndar efa að sé raunhæft að reikna með. 200 þús. gestir til að byrja með og svo 600. þús næsta sumar! Er mönnum ekki sjálfrátt?

    Þarna er ekkert óskaplega merkilegt að sjá. Það eina sem gerir þetta tilkomumikið er þegar farið er í spotta þarna niður. Fyrir utan fullkomlega óraunhæfar áætlanir þá eru þetta umhverfisspjöll af verstu sort.

    Ferðaþjónustan er marghausa makalaust fyrirbæri. Það sem einkennir hana þó fyrst og fremst er heimtufrekja á kostnað skattborgarana og ekki síst náttúrunnar. Árni Johnsen er einn helsti stuðningsmaður eyðileggingu ævintýrisins sem Þríhnjúkahellir er. Það segir sína sögu.

    Ég held að þessi atvinnugrein ætti að hætta að vaða í skýjaborgum og fara að vinna að því styrkja rekstargrundvöllin til að geta greitt þeim sem við þetta vinna mannsæmandi og lögleg laun.

    Kv. Árni Alf.

    in reply to: Skíðafæri við höfuðborgina? #56614
    0801667969
    Meðlimur

    Miðvikudagur 20. apríl 2011 kl: 15:00

    Snjóaði mikið í gær. Flott utanbrautarfæri þó í blautari kantinum sé. Snjóflóð fallið víða og þætti vænt að menn virtu snjóflóðaviðvaranir sunnan Kóngs. Sól og blíða milli élja. Gullfallegt veður og hugsanlega síðasti skíðadagur vetrar.

    Kv. Árni Alf.

25 umræða - 101 til 125 (af 306)