Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
0704685149Meðlimur
Ársritið barst í morgun með mjólkurbílnum hingað norður fyrir heiðar. Stórglæsilegt rit.
Þegar ársritið er sent á ,,styrktaraðila“ fer það ekki líka á aðra klúbba og ,,félagskapa“ s.s. framhaldsskóla, ferðafélög og stærri Björgunarsveitir út um land allt. Þar sem hægt er að smala mannskap í klúbbinn. Hægt að senda með ársritinu C-gíróseðli og þá er mönnum frjálst að eiga blaðið og styrkja okkur um leið. Síðan er hægt að sjá hvaða félög borguðu og senda þeim aftur ári seinna eða hringja og spyrja. Það vita ekki allir að ISALP sé til því það er ekki sagt frá ÍSALP í Bændablaðinu eða álíka blöðum.
Auðvita má útfæra þessa markaðssetningu á annan hátt.
Ég bara spyr?
Kveðja
Jón Marinó0704685149MeðlimurÉg var að fá þær fréttir rétt í þessu að það er minni snjór inn í Skíðadal en var 15. júní 2002. Þá gátum við skíðan niður lænur alveg niður að Klængshóli. En vonandi eftir helgina höfum við betri upplýsingar um snjóalög. Við ætlum að gera út a.m.k. tvo leiðangra sitthvoru megin við Eyjafjörðinn um helgina…Við leggjum okkur fram við að þjónusta ykkur…þannig tékkið aftur á sunnudagskvöldið.
0704685149MeðlimurÉg var að koma að frá Húsavík. Það er snjór í Víknafjöllunum austan megin þótt það sé ekki hvítt niður að sjó. Enginn ís í Kinninni… Telja má líklegt að það sé meiri snjór inn í Flateyjardal.
Síðan er spáð Norða-austan átt í lok vikunar…þannig að það er ekki öll nótt úti enn…Kveðja
Bassi0704685149MeðlimurSæll,
Það var hópur þarna síðustu helgi inn í Hvalvatnsfirði. Skv. þeim er ekki mikill snjór miðað við árstíma en alveg hægt að skíða þarna niður af 1400 metra háum tindum.kv.
Bassi0704685149MeðlimurTakk Eiríkur og skemmtu þér vel í Bláfjöllum.
0704685149MeðlimurJú það var einhver myndastúlka, að ég held í samfloti við þá Jökul og Eirík úr Hafnarfjarðarsveitinni. Ég er búinn að reyna að auglýsa eftir myndum en fékk aðeins viðbrögð frá Jóni Hauk, þær myndir geta menn séð á vefnum.
Síðan voru fleiri, m.a. þú.
Ég auglýsi hér með eftir myndum af Telemarkhelginni á Akureyri
Ef menn eiga myndir á tölvutæku og eru til í að senda mér, þá er það vel þegið. jmarino@simi.isOkkar myndasmiður klikkaði.
kv
BassiP.s. svo er þetta bara spurning um að hanga utan í þeim sem er áberandi mest að taka myndir…hehe
0704685149Meðlimur…Nú skulum við aðeins stoppa við. Skýringin á því að brettadúddar mæta á skíðasvæðin þegar þau eru lokuð og þramma upp brekkurnar, er sú að þeir hafa ekki hugmyndaflug að finna sér aðrar ósnortar brekkur til renna sér utan skíðasvæðanna þegar þau eru lokuð.
Við telemarkarar finnum okkur nýjar brekkur, með ósnertum hlíðum…við erum ekki alltaf að renna okkur í sama stallinum í bakgarðinum okkar…það er misjafnt hve stóran bakgarð menn eru með!!!
Þessar brekkur eru oft utan alfaraleiðar og þess vegna sést ekki til okkar…
En þið standið ykkur vel…ættuð að taka þessi erlendu ungmenni ykkur til fyrirmyndar…
http://classic.mountainzone.com/snowboarding/99/features/iceland/graphics/photo01.html
Strákar ekki henda steinum úr glerhúsi…
kv.
Bassi0704685149MeðlimurRúnar minn, það er að keyra svona svakalega hratt í brautinni og stökkva svona hátt að myndavélarnar ná bara ekki myndum af þér, mesti hraðinn sem vélin hans Jónka nær er 1 á móti 2000. Og þessar örfáu sem náðust af þér innan rammans eru allar hreyfðar.
0704685149MeðlimurVið bíðum eftir myndum frá myndasmiðunum okkar.
En svo væri frábært að þeir sem voru með myndavélar mundu setja þær á stafrænt og senda mér eða Böbba.jmarino@simi.is
og
bobbi@vordur.isVið erum að setja saman smá pistil um helgina.
Menn mega vara sig á blammeringum…þannig að fylgist með frá byrjun.kv
B&B=bössarnir0704685149MeðlimurHey, á að fara að kroppa upp gömul sár!
Er ekki best að Valli og Helgi Borg svari þessu…og þá verður fjandinn laus…hehe0704685149MeðlimurSæll
Það er nú frábært að þið hafið skemmt ykkur vel á Telemarkhátíðinni.Og vonandi ertu að lesa þér til um Akureyri…því við munum hafa spurningarkeppni um Akureyri næst.
Þið tókuð flott á því í stökkkeppninni, verið nú duglegir að æfa ykkur og breiða út boðskapinn hvað fólk missti af.
Það er einnig leitt að heyra að þú fílir ekki DJ. Grétar…okkur Böbba finnst hann bestur.
Það var greinilegt að hópurinn fílaði hann einnig því flestir voru á Amor, þannig að meirihlutinn réð…
En satt besta að segja þá tókum við ákvörðun um það að skipta okkur ekki af tónlistarvali skemmtistaðana um síðustu helgi…á svona rölti þá tvístrast hópurinn alltaf.En við söknuðum ykkar ásamt fleirum á sunnudagsmorguninn.
Sjáumst að ári og vonandi fyrr.
Með kveðju
Bassi0704685149MeðlimurÍ vorfærinu í dag, sól og steypa var keppt í ,,Hleypt Brúnum“.
Þar voru margir tilnefndir en fáir útvaldir.
Hynur fór bröttustu leiðina en það kom niður á línunni hans.
Eiríkur Gunnar Ragnars tvíbbi fór flottasta gilið en skíðaði síðan út úr því. Rúnar Óli og Jón Haukur áttu flott stökk fram af brúninni en það var Tómas G. Júl. sem átti flottustu heildar skíðunina og var sigurvegari í karlaflokki. Konurnar áttu einnig sín tilþrif, Helga Björt Möller tók á því en Brynja Magnúsdóttir bar sigur úr bítum með stuttum og snörpum beygum.
Keppnisandinn var með mesta móti og heyrðist bölv og ragn í öllum fjallasalnum þegar keppendur duttu úr bindingunum sínum eða brutu skíðastafi.Takk fyrir að mæta það var stórkostlegt að fá ykkur norður.
Það rættist heldur betur úr þessu, veðrið var stórkostlegt og færið var drauma vorfæri…bara á röngum tíma.Síðan verður Telemarkhelginni gerð nánari skil síðar á þessum vef og heimasíður Telemarkklúbbsins.
Með teleswing kveðjum
Böbbi og Bassi0704685149MeðlimurEnginn bikar í Árbæinn!
Fyrstu sæti Telemarkhelgarinnar 2003 hlutu:
Stökk-karlar
Rúnar Óli Karlsson (Ísafj.)
Kaisa Halkola (Finnland)Samhliðasvig-karlar/konur
Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi) (Ak/Ólafsfj.)
Helga Björt Möller (Akureyringur í húð og hár)Strýtusveifla-karlar/konur
Rúnar Óli Karlsson (Ísafj.)
Brynja Björk Magnúsdóttir (Reykjavík)Önnur úrslit og viðurkenningar verða birt síðar.
0704685149MeðlimurAthugið þið sem eruð enn í Reykjavík…þið þurfið að fara að leggja af stað ef þið ætlið að ná endann á stökkkeppninni…
Það er hægt að hlusta á viðtal við okkur á Rás 1, rás allra landsmanna á þessari vefslóðinni http://www.ruv.is/utras eða bara að hlusta á hann endurtekinn í kvöld kl. 19:30 á Rás 1.
…það voru blammeringar…
kv.
Bassi og Böbbi0704685149MeðlimurKeppnin stendur alveg til 21:00 og menn geta tekið þetta á sálfræðinni, stokkið sigurstökkið korterí níu. Þetta eru engir ólympíuleikar…og þó.
Hey…þú veist að þú átt rétt á tveimur veikindadögum í mánuði!!! eins og einhver auglýsti.
Leggja af stað tímalega…og keyra varlega, löglega en þó ákveðið. EKKI STOPPA Í SJOPPU Né til að létta á sér – bara vera með plastdúnk í bílnum með nógu víðugati til að spræna í.
Það er ekki nema 2 1/2 tími að keyra til Akureyrar þótt það taki í heildina 4 tíma…Því þú ert alltaf 1 1/2 tíma að koma þér út úr Reykjvík.kveðja
Bassi og Böbbi0704685149MeðlimurSnjóalög eru í góðum málum í Hlíðarfjalli. Við erum búnir að vera á fundi með starfsmönnum skíðasævðisins og við munum græja keppnirnar alveg sama hvernig sem fer. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.
En það er annað mál með vegamálin, ég hef séð í Sunnlenskafréttablaðinu að Hellisheiðin getur verið varasöm….þó held ég að það séu frekar bílstjórarnir þarna fyrir sunnan!!! Common 16 bíla árekstur…það eru nú ekki svona margir bíla í einu í gangi hér í sveitinni. Öxnadals- og Holtavörðuheiðin eru alveg draumur eins og venjulega.
kveðja Bassi og Böbbi
0704685149MeðlimurÞví get ég nú alveg trúað, að umræddur brettari sé í útlölndum við æfingar með norska telemarklandsliðinu. Hann er víst búinn að frétta að verðlaunin í ár séu mun veglegri en í fyrra.
kveðja Bassi
0704685149MeðlimurÞá sást til Bretta „dúdsins“ á Snæfellsjökli, fyrir tveimur vikum, við stífar telemarkæfingar. Viku seinna var hann einning við æfingar í Hlíðarfjalli, kynna sér brautir, snjóalög og fleira. Svona eru þessir brettarar, nota öll ráð.
En við spyrjum að leiks lokum.
kveðja Bassi
0704685149MeðlimurHvað sem það heitir á íslensku…Þá var hægt að skíða í því!
0704685149MeðlimurÞað er rétt hjá þér Rúnar Óli að það kæmi til greina að hafa stökkið á sunnudeginum út frá ofan greindu sjónarmiði.
En það eru aðrir þættir sem við horfum einnig á. Stökkkeppni er þannig að bæði keppendur og áhorfendur eru á afmörkuðu svæði þannig náum við að slá hópinn saman. Einnig er það að ef þú villt taka virkilega á því og stökkva þannig að það sé hætta á áverkum…þá minnka auðvita sigurlíkur í öðrum greinum sem eru seinna á dagskrá. Þannig að skynsemin ræður. Það slasaðist enginn alvarlega í fyrra…við verðum með ólíu fyrir liðamótin!!!
Annars var svaka flott púðurfæri í suðurdalnum í kvöld…þegar skyggnið batnaði upp úr 17:00
kveðja Bassi og Böbbi…swing
0704685149MeðlimurTelemarkhátíðin á Akureyri 2003, henni verður ekki frestað og allra síst verður hún flutt eitthvað til! Það snjóaði síðustu nótt hér fyrir norðan og einnig aðeins í dag. Það er nægur snjór í fjallinu, það var t.d. opið á Dalvík um síðustu helgi og í vikunni og þeirra skíðasvæði stendur mun lægra en skíðaaðstaða allra landsmanna í Hliðarfjalli við Akureyri. Það hefur ekki verið hægt að hafa opið í Hlíðarfjalli fyrir suðvestan roki síðustu vikur, það er enn snjór í fjallinu. Þótt snjóalög nú í febrúar séu líkari því sem maður á að venjast í byrjun maí, þ.e.a.s. blautt vorfæri í sól og sunnanvindi.
En það er hægt að hugga sig við það, að mars er snjóþyngsti mánuður ársins hér á Akureyri og sá úrkomumesti. Úrkomumælingar nærri því síðustu fimm áratugi staðfesta það. (sjá skýrslu um úrkomumælingar á skeytaveðurstöðvum á Íslandi á árunum 1945 til 1991 gefna út af Háskóla fjölritun 1993) Í þessari skýrslu sést að ööl þessi ár hefur vanalega byrjað að snjó lítið eitt síðustu vikuna í febrúar og síðan kyngt niður snjó fyrstu tvær vikurnar í mars.
Ekki örvænta heldur farið að hugsa fyrir gistingu og staðfestið þátttöku ykkar hér á síðunni, og vinsamlegast takið fram hvort þið ætlið að taka þátt í hófinum á laugardagskvöldið.
kveðja
0704685149MeðlimurÞað er samt ekki öll nótt úti enn fyrir þig að renna norður í land þótt það sé ekki til að berja ís.
Þú hefur tækifæri til að koma á Telemarkhátíðina á Akureyri, helgina 14. – 16. mars sem verður haldin í Hlíðarfjalli.
Einnig getur þú komið í Fjallaskíðakeppnina sem verður haldin um páskana í Hlíðarfjalli.Endilega skráðu þig…
kveðja Bassi
0704685149MeðlimurÞað er alveg sama hvernig þú reiknar þetta. Það borgar sig alltaf að fá sér árskort í Hlíðarfjalli því þú verðleggur ekki skemmtanagildið að koma Norður og vera á skíðum.
En endilega reiknaðu þetta út frá þínum forsendum, þú getur skoðað verskránna í Hlíðarfjalli á linkunum hér að ofna.
0704685149MeðlimurÞað er alveg sama hvernig þú reiknar þetta. Það borgar sig alltaf að fá sér árskort í Hlíðarfjalli því þú verðleggur ekki skemmtanagildið að koma Norður og vera á skíðum.
En endilega reiknaðu þetta út frá þínum forsendum, þú getur skoðað verskránna í Hlíðarfjalli á linkunum hér að ofna.
0704685149MeðlimurHeyrðu… það er e.t.v. þinn tími núna og skipta yfir á TELEMARK. Ég á Chili bindingar sem ég er tilbúinn að selja þér og aðeins þér á góðum prís. En með því skilyrði að þú farir að stunda TELEMARK-sveifluna.
Swing kveðju
Bassi -
HöfundurSvör