Lifibrauð ? Já, ég þarf að vinna fyrir mér eins og flestir mætir menn – þannig er lífið Karl Ingólfsson, a.m.k. hjá flestum okkar.
Hálendisganga ? Frá Hlemmi niður á Austurvöll ? Athyglisvert. Þetta er eins og með sérfæðinginn sem hélt því fram að Dettifossi yrði sökt með tilkomu Kárahnjúkavirkjunnar. En til að taka allan vafa af, Karl og félagar, þá er Hlemmur ekki á hálendinu og hvað þá síður Austurvöllur, en kannsi erfitt að ætlast til þess að menn viti það ? eða hvað ? Karl talar um verðmætasköpun. Án þess að fara að koma af stað ritdeilum við Karl Ingólfsson þá ráðlegg ég honum að kynna sér málin vel og vandlega áður en hann ræðst fram á ritvöllinn með dylgjur, fordóma og kjánalegar alhæfingar. Karl ! Það væri ekki farið af stað með þessar framkvæmdir nema að vel og vandlega athuguðu máli, vertu nú málefnalegur og kynntu þér hlutina áður en þú slærð um þig með svona bulli.
En svona þess utan, er eitthvað að frétta af ís einhverstaðar og hafa menn verið að klifra. Kær kveðja austan járntjalds, n.t.t Litlu-Moskvu, Siggi Kári