Freyr Ingi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 201 til 225 (af 252)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Tillaga að stað fyrir Ísklifurfestival #52094
    Freyr Ingi
    Participant

    Eins og Skabbi segir er stefnan sett austur á bóginn og þá helst í Berufjörð. Þar eru íslínur í tugatali og aðeins 3 þeirra bera nafn.
    Restin er ófarin til dagsins í dag.
    Varaplan væri þá að fara vestur, norður eða suður. Maður veit nefnilega aldrei sko!!

    En Einar, áttu ekki myndir frá Breiðdalsvík?

    Væri sniðugt að sjá þær og bera saman við coverið af nýjasta Alpinist, þær stöllur Ines Papert og Audrey Gariepy klifra þar Chocolat Chaud (M10) sem er væntanlega þetta svæði sem Einar segir að sé fyrir fullorðna en ekki börn.

    Spennó!

    Freysi

    in reply to: Aðstæður? #52040
    Freyr Ingi
    Participant

    Ekki FETLAUS þessi!

    (orðaleikur, orðin fetla-laus og vit-laus samsett)

    http://www.youtube.com/watch?v=Qd8bHA53wko&eurl=

    FIB

    in reply to: Aðstæður? #52039
    Freyr Ingi
    Participant

    Múlafjall bauð upp á R(ís)anda og fóru þar upp tvö teymi í dag.
    Skabbi og Bjöggi geta kannski miðlað myndum en við Tryggvi jólabarn tókum engar.

    Íste alveg að ná niður og allt í blóma, svona rétt fyrir hláku.
    Hljómar alltof kunnuglega. SIGH!

    FIB

    in reply to: Aðstæður þessa dagana #51902
    Freyr Ingi
    Participant

    Ís í þynnra lagi í Eilífsdal á sunnudag.
    Klifinn þó.
    Arnar og Berglind fóru Einfarann.
    Freyr og Ólíver hinn ódrepandi fóru eitthvað annað.

    Flottur dagur á f…

    in reply to: „klifur er ekki nógu spennandi lengur“ #51896
    Freyr Ingi
    Participant

    CLUCKING FUNNY!!

    in reply to: Axarblöð – piranha #51773
    Freyr Ingi
    Participant

    Já, Himmi Ísalp hefur nefnilega lúmskan áhuga að safna að sér „gömlum“ (best að tala varlega þar sem sumir eru enn að nota gamlar græjur) klifurtólum.

    Spurning um að taka á móti safngripum á næsta myndakvöldi klúbbsins en þar mun ætlunin vera að einblína á gamlar og nýjar myndir af ísbrölti.

    Freysi

    in reply to: Amadablam #51810
    Freyr Ingi
    Participant

    Jibbí Kóla!!

    Passa sig á vatninu, annars verður maður gulur!

    Freski

    in reply to: Allt er í heiminum hverfult… #51731
    Freyr Ingi
    Participant

    hahaha… ert ekki að djóka!!

    Þvílíkur brandari!

    Annars heyrði ég af Rússum sem á dögunum pöntuðu þyrluflug upp í Grímsvötn til að skála í afarfínuogsérinnfluttu kampavíni í djakúsí sem búið var að koma þar fyrir..það myndi líklega teljast íslandsmet í heitum potti sé keppt í hæðarmetrum.

    eða hvað?

    Freysi

    in reply to: Að sjálfsögð náið Leifur toppnum!!!! #51712
    Freyr Ingi
    Participant

    úff maður!

    spennandi dæmi allt saman, en ef satt reynist óska ég Leifi Erni hjartanlega til hamingju með að bæta fyrsta 8000m fjallinu í CV-ið.
    Vonandi fáum við í alpaklúbbnum að sníkja myndasýningu þegar heim er komið.

    p.s
    ekki hlusta á Íbba haircuttið er töff!

    Kv,
    Freysi

    in reply to: Ársrit og kynningarkvöld #51684
    Freyr Ingi
    Participant

    Takk fyrir góðar vðtökur á kynningarkvöldinu!

    Samkvæmt greiningardeild alpaklúbbsins voru um 50 manns á svæðinu þegar mest lét og þrátt fyrir mikla kaffidrykkju var lítið um pústra og árekstra.

    Sérstakar þakkir fá fyrirlesararnir sem stóðu sig með stakri prýði og voru þeir flestir innan 15 mín tímarammans sem þeim hafði verið gefinn. (2 af 4)

    Þóttu menn þá einkar uppteknir af lestri hins nýja ársrits og er það vel. Þeir sem ekki komu við í Skútuvoginum í kvöld fá það heimsent á næstu dögum.

    Og þá er bara að fara að undirbúa afmælisársritið 2007.
    Greinar og myndir óskast!

    Freyr Ingi

    in reply to: Ársrit og kynningarkvöld #51681
    Freyr Ingi
    Participant

    Dagskráin er einhvern veginn svona:

    -Glóðvolgu ársriti fleygt í félagsmenn (Það er í prentun as we speak og verður svo heftað í fyrramálið þannig að það eru góðar líkur á að það verði ennþá ylur í staflanum)

    -Olli sýnir fjallamyndir

    -Palli Sveins sýnir ísmyndir

    -Hlynur og Brynja sýna skíðamyndir

    -Hjalti Rafn sýnir klettamyndir

    -Kaffi og klifurhjal

    ofl. ofl.

    P.s
    hver myndasmiður fær max 15 mín til að klára sínar myndir þannig að þetta dragist nú ekki um of á langinn..

    Sjáumst,

    Freysi

    in reply to: NF með Ísland á vefnum #51592
    Freyr Ingi
    Participant

    Mjög fínt allt saman… raxt á þetta hérna og þótti skondið.

    http://www.thecleanestline.com/2007/03/steve_house_fja.html

    Freysi þjóðlegur „fjallgöngumaður“

    in reply to: Klifur í Kjalardal #51581
    Freyr Ingi
    Participant

    Hmnm…
    skal grafa þessar myndir upp við tækifæri og sýna þér Friðjón… já og jafnvel ykkur hinum líka.
    Fantafín leið þarna í Akrafjallinu.

    Minni svo fólk á að skrá allar leiðir hér á vefnum.
    Betra er seint en aldrei sagði einhver góður maður og tek ég undir þau orð.

    Kv,
    Freysi

    in reply to: Eyjafjallajökull #51367
    Freyr Ingi
    Participant

    Heyrði í Sveinborgu áðan og ekki vantaði lýsigarorðin yfir rennslisferð hennar og Tinnu niður Eyjó. Þær stöllur vantaði heldur ekki félagsskap þar sem þær hittu 8 aðra í svipuðum erindagjörðum í sumarblíðunni á jöklinum.

    Hverjir gerðu hvað í dag, sumardaginn besta (so far)

    Freyr

    in reply to: Skessuhornið (+ úlpa í vanskilum) #51356
    Freyr Ingi
    Participant

    Glæsó!

    Einhverjar myndir af herlegheitunum?

    Freyr Ingi

    in reply to: Ljósmyndasamkeppni #51346
    Freyr Ingi
    Participant

    Já, ekki galin hugmynd þar hjá þér Friðjón..
    Engu að síður ætlum við að halda þessarri keppni til streitu eins og við lögðum upp með en ef vel tekst til er aldrei að vita nema þessu verði haldið áfram á víðari nótum, svo sem „veturinn sem leið“ eða „sumarið sem aldrei kom“.

    Annars er enn vetur inni í Eilífsdal, var þar á mánudag í fínum ís og fíling.

    Kv,

    Freyr Ingi

    in reply to: myndir #51308
    Freyr Ingi
    Participant

    Hann gráðaði þetta einhvern veginn svona:

    „It´s difficult to grade such a route, it´s more like an alpine route than an iceclimb.“

    “ It´s all there you just have to sweep all the snow away to find protection.“

    „It´s not that difficult really..“

    „Great route, fun climb.“

    Svo mörg voru þau orð.

    in reply to: myndir #51306
    Freyr Ingi
    Participant

    Forsíða dagsins er afar smekkleg að mínu mati (Tjaldið í Eilífsdal) og í hennar anda ákvað ég setja nokkrar myndir af sömu slóðum í mínar síður.

    kv,

    Freyr Ingi

    in reply to: Steve House #51247
    Freyr Ingi
    Participant

    -Já spurningaþátturinn fór kannski ekki eins og best verður á kosið en Steve vildi sjálfur að showinu væri slúttað eftir að hann hefði lokið sínu erindi, svo gæti fólk komið upp að honum eftir á til að spjalla og spyrja. Þá var hann að hugsa til fólksins í salnum sem var búið að fá nægju sína og/eða þá sem voru tímabundnir og hefðu ekki viljað standa upp og fara til að sýnast ókurteisir. Þess vegna bað hann um að þetta yrði gert svona.

    Annars vona ég að þetta verði ekki það sem situr í mönnum eftir sýningu á borð við þessa.

    Hann er engu að síður tilbúinn að svara öllum spurningum þannig að ef spurningar gærdagsins sitja ykkur enn í fersku minni þá megið þið endilega pósta þeim á freyr_ingi@hotmail.com
    Ég tek þær síðan saman og útbý lítinn pistil.

    Góðar stundir

    in reply to: Helgarmontið aftur #51237
    Freyr Ingi
    Participant

    Himmi, Freysi og Jón Heiðar voru dregnir upp tjaldið í Eilífsdal af meistaranum í sannkölluðu óbjóðsveðri.
    Góður dagur á fjöllum!

    P.s það var ekki nálægt því að ná saman!

    in reply to: Myndasýning í kvöld #51224
    Freyr Ingi
    Participant

    Já og vel mætt, taldi 30 hausa í húsinu. Gaman að heyra sögurnar frá fyrstu hendi áður en þær koma í rock&ice og þessum magasínum og bæklingum.

    Sjáumst um helgina.

    Freysi

    in reply to: Utankjörstaðaathvæði!!!! #51112
    Freyr Ingi
    Participant

    Er ekki um að gera að hvetja menn til að skila inn atkvæði, það verður svo í höndum fundarmanna að ákveða framhaldið.

    Var það ekki „info@isalp.is“

    Forvitnilegt að sjá hversu mörg atkvæði koma þarna inn.

    pís át,
    F

    in reply to: Greitt árgjald = gilt atkvæði #51095
    Freyr Ingi
    Participant

    Skal gert!

    F.

    in reply to: Stjórn ÍSALP #51065
    Freyr Ingi
    Participant

    Rétt þetta!!

    Eru þetta ekki beisikklí þau mál sem við þurfum að skoða.

    -Festivöl

    -Ársrit

    -Árshátíð

    -Skipulagðar myndasýningar´

    -Tryggingar

    -Tópóar

    Svona í fljótu bragði séð.

    F.

    in reply to: Stjórn ÍSALP #51060
    Freyr Ingi
    Participant

    Góðir hálsar,

    Nú á síðustu misserum hafa margir góðir menn komið að máli við mig í þeim tilgangi að hvetja mig til stjórnarsetu í Íslenska alpaklúbbnum. Ég hef rætt þetta mál við fjölskyldu mína og fengið þaðan góðir undirtektir og stuðning.
    Stuðning sem hefur gert mér kleift að taka ákvörðun. Ákvörðun er varðar alla sem bera hug til fjalla.

    Ég, Freyr Ingi ætla að demba mér í formannsslaginn.

    Starfsmenn kosningaskrifstofu minnar hafa sett upp kynningarefni á mínum síðum og hvet ég ykkur fjöll til að líta þangað inn og þiggja sjónræna veislu í boði styrktaraðila minna.

    Fylgist með síðunni á næstu dögum þar sem ég mun stinga að einu kosningaloforði á hverjum degi fram að aðalfundinum.

    Takk fyrir,
    Freysi

    p.s

    kjóstu mig!

25 umræða - 201 til 225 (af 252)