Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Freyr IngiParticipant
Jæja, hvernig gekk í leiðauppsetningu í dag?
Fékkstu aðstoðaruppsetjara með þér í þetta?
Freysi
Freyr IngiParticipantVel gert!
Það væri gaman að sjá myndir úr ferðinni.
Freyr IngiParticipantFrétti af regni á laugardeginum. Heyrði líka að menn hafi nýtt tímann við að hlaða batterín, bæði mannlegu- og ghettoblaster batteríin, farið svo út um sexleytið þegar stytti upp og klifrað inn í nóttina.
Freyr IngiParticipantAf hverju að hætta á besta aldri líka?
Freyr IngiParticipantÍsalpfélagarnir Ágúst Kristján, Jón Heiðar Rúnarsson og Örn Arnarson voru á ferð í Heljaregginni í dag. Þegar þeir voru að byrja á þriðju spönn losnaði grjót sem Örn hélt um og við það féll hann niður um 10 metra. Í fallinu reif hann út báðar millitryggingarnar sem hann hafði sett inn og lenti þar af leiðandi í megintryggingunni sem var sett utan um tvo stóra steina. Honum var svo slakað á syllu þar sem hægt var að nálgast hann og hlúa að honum en í fallinu fékk hann höfuðhögg og vankaðist nokkuð.
Örn var svo hífður um borð í þyrlu LHG og fluttur á slysadeild.
Áður en félagar hans höfðu náð að síga niður leiðina var Örn þegar búinn að hringja í félaga sína og láta vita af sér. Var þeim nokkur léttir að heyra svo fljótt aftur í honum.Um leið og Ísalp óskar Erni góðum og skjótum bata minnum við félagsmenn okkar á að leiða hugann reglulega að útbúnaði og kunnáttu til að bregðast við þegar eitthvað fer öðruvísi en áætlað var í fyrstu.
Freyr IngiParticipantBekri – 180 metrar, WI 4, M4/5
Leiðin er í Hrútadal í Esju og um klukkustundar gangur er upp að henni frá Eyrarfjallsvegi (460) í Miðdal.
Leiðin var klifin í fjórum spönnum.
#1 55 metrar, M4/5. Byrjað á klettum en endað á þunnum ís undir bröttu íshafti.
#2 50 metrar, WI 4. 20 metra íshaft og snjóklifur þar fyrir ofan.
#3 50 metrar, Snjóklifur með WI 3 hafti.
#4 25 metrar, snjóklifur sem endaði á hengjuklifri.FF: Freyr Ingi Björnsson, Halldór Albertsson
Sverðfiskur – 40 metrar, WI 5
Leiðin er í miðju Teitsgili við Húsafell.
Byrjunin var upp brattan kafla upp í lítinn helli og þaðan upp kerti undir höfuðveggnum. Þaðan var hliðrað til vinstri yfir að skoru milli kertis og veggs. Þar var um afar áhugaverða ísmyndun að ræða en kertið virtist ekki fastara en svo að meginhluti þess sprakk þegar klifrað var á því. Uppi á sprungnu kertinu tók við stuttur íslaus kafli sem leiddi svo upp í fúinn eldri ís og regnhlíf sem þurfti að hliðra framhjá.FF: Halldór Albertsson, Freyr Ingi Björnsson, Björgvin Hilmarsson
Snæhéri – 35 metrar, WI 4+
Leiðin er næst innsta leiðin í Teitsgili sé horft inn það.
Leiðin liggur framan á ísfláa en fer um miðbikið inn í skoru sem myndaðist í ísnum. Efstu 10 metrarnir voru illa fastir við vegginn með og gefa + gráðuna.FF: Freyr Ingi Björnsson, Björgvin Hilmarsson, Halldór Albertsson
Freyr IngiParticipantÁ sunnudag fórum við Nonni í Skarðsheiðina.
Klifum nv vegg Skessuhorns. Frekar þunnt á köflum og holrúm á milli laga í ísnum. Tók vel við öxum en broddar náðu ekki mjög góðri festu. Snjór á milli haftanna var stífur og fínn nema alveg við efsta klettahaftið. Þar hljómaði hann illa og dúaði pínu.Góður dagur.
Freyr IngiParticipantGrjóthríð, WI3, 100 metrar
Einar Rúnar Sigurðsson, Haukur Ingi Einarsson og Óskar Arason klifruðum 27. febrúarÍ Svínafelli, í hlíðinni á ská austur frá sundlauginni, vestan við Myrkahöfðingjann. Leiðirnar eru í raun beint upp af bænum Víðihlíð. Þetta er línan í miðjunni af 3 línum sem koma þarna niður og virðist vera lengsta línan. Það er styttri 3 gráðu leið falin s.s. 100 metrum vinstra megin, og álíka löng leið með brattari byrjun 50 metrum hægra megin við Grjóthríðina. Nafnið kemur til af óskemmtilegri lífsreynslu, því við fengum grjót allt í kringum okkur þegar við vorum hálfnaðir upp leiðina. Sem betur fer meiddist enginn. Þegar sólin fer að skína á lóðrétta klettavegginn fyrir ofan þessar leiðir þá fer allt sem losnar þar uppi niður þessar trektar, svo það er ástæða til að vara við að klifra þessar leiðir ef heit sól á eftir að byrja að skína þegar líður á daginn.
Svartafoss Hásætið, WI4, 15 metrar
. Einar og Óskar klifruðu hana.
Bratt kerti alveg lengst til vinstri í hvelfingunni við Svartfoss í Skaftafelli. Mjög stutt leið, en þar sem hún er vel í fangið þá held ég að ég gráði 4 gráðu.
Ég gat lamið niður 2 spectrum í mosann, og sett eina ísskrúfu í smá ísklump til að tryggja Óskar upp.Moving Heart, WI3, 15 metrar
28. febrúar þá klifraði Einar Rúnar Sigurðsson, Craig og Kelly Perkins, Leiðina . Vestan megin í gilinu sem maður gengur fram með á leiðinni upp að Svartafossi. Það sést í ísinn þarna ef maður horfir upp gilið frá efra bílastæðinu við Svartafoss. Við gengum göngustíginn upp með gilinu og löbbuðum svo niður í gilið og yfir ána á ís. Þessi leið er sennilega þriðja efsta leiðin möguleg í þessum ísbunkum en það eru margar stuttar leiðir neðan við hana.The Hernicator, WI3
Eftir moving heart fórum við upp að Svartafossi og Einar og Craig klifruðu þar aðra leið . Ég braust smá spöl upp í gegnum hríslurnar og tryggði Craig upp í birkitré aðeins fyrir ofan leiðina. Skrautleg hjón, hún var með gervihjarta, og hann með brjósklos. Stóðu sig nú samt bara vel.Freyr IngiParticipantAlveg hreint ljómandi veðurfræði fyrirlestri er nú lokið og þakkar Ísalp Hálfdáni Ágústssyni kærlega fyrir hann.
Farið var yfir allskyns veðurfyrirbæri, orsakir og afleiðingar í fyrri hálfleik en veðurspám og mismunandi þáttaspám gerð góð skil í þeim seinni.
Synd fyrir þá sem ekki mættu að láta svona fínan fyrirlestur fram hjá sér fara.
kv,
Freyr Ingi
Freyr IngiParticipantEf í austri sólir sjást
seggi fæsta gleður.
En í vestri aldrei brást
allra besta veður.Þessi ferskeytla er gömul veðurspádómsvísa um aukasólir á lofti.
Freyr IngiParticipantFjallið kjaftfullt af snjó geri ég ráð fyrir
Freyr IngiParticipantVegna veðurs undanfarna daga og veðurspár framundan er ekki boðlegt að vera að bjóða upp KKK díl um þessar mundir. Engu að síður mun félagi okkar hann Hlöðver á Björgum vafalítiið reynast reiðbúinn í slag með Ísölpurum næst þegar gerir góða ís-tíð.
Hér er að finna umfjöllun RÚV á heimsklassa ísklifursvæðinu í Kaldakinn:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497925/2010/03/08/14/
Svo er nátturlega Telemarkfestival með tilheyrandi gleði um haldið um helgina…
Freyr
Freyr IngiParticipantGlóðvolgar fréttir frá ískönnunarmanninum að austan:
Það er kominn miklu meiri ís alls staðar þannig að ég held að þetta sé í bestu málum. Grænafjallsgljúfur er fullt af ís, og Bæjargil við Hof er farið að líta vel út þó það sé kannski ekki komið í feitustu aðstæður enn.
Ég er að fara í ískönnun núna á eftir og ætla að reyna að labba að Rótarfjalli eins og ég sagði í gær. Þar held ég að geti leynst spennandi óklifrað svæði. Set myndir á http://www.oraefi.is snemma í kvöld.Spennandi tímar framundan.
Minni alla sem ætla að mæta á að skrá sig hjá Helgu, sömuleiðis að afskrá sig ef áður skráðir komast ekki.
Það er mikilvægt fyrir okkur að sjá nákvæmlega hverjir munu taka þátt í þessu með okkur.Góðar stundir,
Freyr
Freyr IngiParticipantAha Kistufellið er prýðis vettvangur fyrir þá sem vilja komast í alpafíling, mjög gott!
Við fjórmenntum í Haukadal að kveldi fimmtudags og gistum í bændagistingunni að Stóra Vatnshorni.
Morguninn eftir var dimmur, él og vindur. Skoðun úr bíl leiddi í ljós að ís var helst til fátæklegur svona almennt séð. Fundum okkur þó viðfangsefni í skálinni beint fyrir ofan bæinn Hamra. (Man ekki nafnið á skálinni)Næst var stefnan tekin á norðurlandið eða nánar tiltekið á Kinnina.
Töluverður nýr snjór var á svæðinu sem hafði áhrif á aðkomu og leiðarval. Að vísu má segja að ísmagn hafi líka haft töluvert um leiðarval að segja en flestar leiðirnar hanga uppi, eru bara í „krefjandi“ aðstæðum um þessar mundir.Gaman að þessu.
Freyr
Freyr IngiParticipantHahaahaa… Brandarakeppni Ísalp er hér með hafin.
Skemmtilegur vinkill, því miður á ég engar Nöjur sem Rúnar getur sett á undarlega staði en slíkt hefði nú verð óskandi. Held ég.En hvað varstu að gera þegar þú braust hana?
Mig grunar að þú hafir verið að bagsa við að beygja hana meira. Er það rétt??Freyr IngiParticipantGratúlera!
Óska hér með eftir myndum og efni í slædsjó fyrir hönd klúbbsins.
Haldiði áfram að vera duglegir!
Freysi
Freyr IngiParticipantÞað er rétt, skora á alla sem fara til fjalla að vetrarlagi að kíkja á þessi mál.
Klifrarar, rennslis- og fjallgöngufólk. Það þurfa allir að taka upprifjun í þessum fræðum og miðvikudagsfyrirlesturinn hjá Leifi er nátturlega tilvalinn fyrir það.Sjáumst!
Freyr IngiParticipantFlissifliss!
Strákar, mér sýndist þetta vera solid WI 4. Byggt á því að hafa verið þarna um daginn og myndinni sem þið póstuðuð hér um daginn.
Skráið leiðina, svo ef einhver skríður fram í dagsljósið með aðrar upplýsingar þá verður því bara breytt.
En það má alls ekki láta leiðir gjalda þess að halda að einhver annar hafi mögulega klifið þær áður.
Við lifum á upplýsinga og tækniöld og þetta verður allt að skjalfesta.Þessi áminning einskorðast ekki við Ólafsfjarðarmúlann.
Nýjar leiðir eða „mögulega nýjar“ leiðir skráist þá í þráðinn sem Ívar stofnaði hér á umræðusíðunni um daginn.
Freyr Ingi
Freyr IngiParticipantVó!
FLOTT!Til hamingju með titilinn Viðar!
Freyr IngiParticipantJú jú, í gær kíkti ég á þennan margumtalaða Spora ásamt Billa og Þórhildi. Verð að segja að mér fannst ísinn þar inni alveg hreint makalaust skemmtilegur. plastís sem tók svo vel við öxum og broddum að sjaldan þurfti að höggva oftar en einu sinni. Leiðin stóð líka fyrir sínu sem afbragðs afbrigði til að kynningar á sportinu. Hafa menn ekki verið að brölta upp á höftin á leiðinni upp að Spora sjálfum?
Vissulega nýmóðins reynsla hér á landi að koma að ísleiðum með axa-, brodda- og jafnvel skrúfuför sem hægt er að nýta sér. Stórgaman!En úr því ísinn var svona upp á sitt besta langaði okkur Billa að kíkja aftur daginn eftir (í dag) á eina afar formfagra og fallega leið gegnt Spora. Úr varð að þriggja spanna leið, 30m, brölt upp aflíðandi læk, 70m, 15m. Mestmegnis var um að ræða þægilegt þriðju gráðu klifur en á þremur stöðum sló hann nálægt lóðréttu.
Prýðis dagur í afbragðs ís, sem breytti þó örlítið um ham í sólinni í efri parti fossins.Freysi
Freyr IngiParticipantJá það ætti nátturlega að vera siður allra klifrara að keyra heim að bæ og biðja um, og fá leyfi til að klifra í þeirra landi.
Þessi umræða þarf svo ekkert að snúast um umgengnisrétt okkar eða nokkuð slíkt. Það er bara svo lítið mál, og sjálfsögð kurteisi, að banka upp á og segja til um hvert maður ætlar að fara þegar maður fer um land þar sem augljóslega er búið.Hvatning til allra klifrara að vera kurteisir! já og duglegir!
Freysi
Freyr IngiParticipantEnn ein kempan fallin.
Mig minnir að Jón og Himmi hafi mætt honum á ísfestivali inni í Haukadal. Þá voru þeir búnir að velja sér línu til að klifra og lagðir í hann þegar þeir mæta honum að niðurklifra. Hann var semsagt að nota leiðina þeirra til að koma sér niður á jafnsléttu eftir að hafa sólóklifrað eitthvað stærra, erfiðara.
Hér má sjá hann spjalla og klifra:
http://www.alpinist.com/doc/web07x/video_hg_ice_exclusiveFreyr IngiParticipant-gisk á pússlið-
Þeir voru bara búnir að keyra svo langt að þeim fannst ekki vera „nógu mikil“ snjóflóðahætta til að snúa við strax…
-og annað gisk-
Þeir voru allir að hugsa um snúa við en enginn vildi vera sá fyrsti til að nefna að aðstæðurnar væru í raun og veru hættulegar og héldu því bara aðeins lengra áfram…Freyr IngiParticipantTvíburagil Búahamra virðist hafa haft vinninginn um helgina, alla vega hvað ásókn varðar.
Í gær, laugardaginn ferðbjuggumst við Haukur og Gummi T og settum markið á Hvalfjörðinn. Þegar undir Múlafjall var komið var tekinn upp farsími og hringt í í liðið sem ætlaði beina leið upp í Búahamra.
Þótti okkur ástæða til þessa þar sem ís var af skornum skammti á þeim slóðum sem við vorum á og þó sínu mestur í Rísanda, og var hann þó vart nógur til klifurs.
Aðvífandi komu að okkur menn sem hugðust aka inn í Villingadal og taka þar stöðuna. Ekki heyrðist meira af þeirra ferðum þann daginn.
Úr því sem komið var, var ákveðið að taka rútuna til baka og fara út á stoppistöðinni við Tvíburagil og sameinast þeim sem þar voru komin. Það voru því sjö klifrarar að í Tvíburagilinu á laugardag og skapaðist hin prýðilegasta stemming í þessu áður óþekkta sósjal sporti.Af meiri sósjal stemmingu.
Í dag, sunnudag, var annar eins hópur að störfum í Tvíburagili og síst verri. Þar voru mættir til leiks undirritaður, Guðmundur Tómasson, Robbi, Guðmundur Helgi ásamt félaga, Viðar, Marianne og Ívar.
Ís og reyndar pínulítið af bergi var mulið og klifið fram að myrkri, en þegar hópurinn var á niðurleið birtust tveir Teymisfélagar sem fluttu þunnar fréttir úr Kjósinni en hugðust ná einhverjum klifurmetrum þennan dag, þó dagsbirtan væri nánast að þrotum komin.Búahamrar: Þunnt, en boltað og ísskyggni að myndast
Hvalfjörður: Þunnt
Eilífsdalur: ?
Villingadalur: ?
Grafarfoss: Varla
Óríon: Jafnvelkv,
Freyr
-
HöfundurSvör