Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Villingadalur
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
29. október, 2006 at 22:49 #45860Siggi TommiParticipant
Ég og Skabbzmeister fórum í fína ísklifurferð í Villingadalinn í dag. Fyrir þá sem ekki vita þá er hann á norðurhluta Geldingadraga, sem liggur milli Hvalfjarðar og Skorradals. Villingadalur opnast til norðausturs inn að veginum á móti Skorradalsvatni. Það tekur ca. klukkutíma að keyra á staðinn og annað eins í labb inn dalinn.
Astæður voru svona lala eins og við var að búast. Nóg var af ís til að príla en hann var náttúrulega ekki allur eins og best verður á kosið.
Rennsli í fossunum var slatta mikið og því var bleytan með mesta móti. Eftir hláku síðustu daga hafði bindingin við klettinn víða losnað og var því ísinn oft á tíðum skrambi holur og vafasamur.
Við afrekuðum nú samt að fara þrjár góðar línur. Tvær þeirra voru vinstra megin í original Villingadalsfossinum, ca. 4 gráða 55m. Við prófuðum að fara hægra megin í honum líka en það var leiðinlega blautt og gríðarlega holt og því bökkuðum við út úr þeirri leið.
Þriðja línan var reffilegi stutti fossinn lengst til vinstri í skálinni, sennilega 5. gráða 20-25m. Hann var nokkuð holur og rennandi blautur, minnti nokkuð á sturtuna sem ég fór í heima í gærkvöldi. Leit út fyrir að vera þokkalega þurr að neðan en það var bara blekking og of seint að hætta við þegar ég komst að því. Ísinn var víða krapaður og því skrúfurnar oft ekkert spes en klifrið var skemmtilegt þótt vafasamt væri.En aðstæður að sumu leyti betri en við þorðum að vona þó bleytan hafi verið full mikil. Góðar klifurdagur s.s. Vonandi bara að hlákan endist ekki lengi svo þetta hverfi ekki allt saman…
Af veginum inn Hvalfjörð sáum við nokkrar leiðir. Óríon er ekki nógu hress, Stígandi þokkalegur en Rísandi og annað í Múlafjalli frekar þunnt, Eilífsdalurinn virtist fullur af ís: Tjaldsúlurnar og Einfarinn fínar, Þilið náði saman. Man ekki eftir fleiru í bili.
30. október, 2006 at 11:16 #50715SkabbiParticipantHæ
Já, helgin var prýðileg til klifurs. Auk ágætrar ferðar í Villingadalinn í gær fórum við Atli Jósefsson inn í Kjós, klifruðum þar í stæðilegum fossi í Kórnum fyrir ofan bæinn Fremri Háls.
Myndir gærdagsins er að finna hér:
http://www.vonlausa.org/gallery/view_album.php?set_albumName=album56
Góðar stundir.
Skabbi
30. október, 2006 at 19:58 #507162103654279MeðlimurJá þið félagarnir látið sko ekki slá ykkur af varnaglanum.
Hér er svakalega fín slóð fyrir ykkur ; )
http://www.gayoutdoors.org/page.cfm?sectionid=53&parent=153
_JF_
30. október, 2006 at 22:58 #507170309673729ParticipantÞriðjud. og miðvikud. verða sennilega bærilegir en á fimmtudag og föstudag fer sennilega það litla sem er komið – jafnvel í Eilífsdal. Það er spáð yfir 10° hita og sunnan slagviðri með mikilli rigningu. Nú er bara að taka sér frí og arka inn í Eilífsdal til að klífa tjaldsúlu eða Þilið.
kveðja
Helgi Borg -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.