Þakka KH enn og aftur fyrir skemmtilegt vídjó kveld, í þetta skiptið var það Echo Wall (erfiðasta dótaleið í heimi?) með hinum stórmerkilega Dave Macleod.
Mjög töff mynd, Claire konan hans fékk m.a. Bafta fyrir leikstjórn. Mér hefur þótt þessi kappi frekar lítið þekktur miðað við afrekin. Undirbúningurinn var m.a. sóló á 8c (erfiðasta leið sem nokkur hefur sólóað að ég held), ný XI vetrarleið (amk ein erfiðasta á Skotlandi) og fleira skemmtilegt.
Alveg æðislegt að sjá hvað gaurinn er committed og hvað aðstæðurnar eru hellaðar hjá honum, þetta er svolítið íslenskt. Löng aðkoma, endalaus rigning, stutt sumar, vinnan þvælist fyrir osfrv.
Síðan tekur kappinn þann pól í hæðina að gráða ekki Echo Wall og sjá til hvort hún fái minni umfjöllun ógráðuð. En viðurkennir að hún er erfiðari en Rhapsody E11 sem hann setti líka upp og nokkuð sem hann hefur gert áður. Þannig að erfiðasta trad leið í heimi er væntanlega enn ógráðuð. Og mér sýnist gráðuleysið klárlega hafa áhrif á umfjöllun.
Síðan hans er líka skemmtileg http://davemacleod.blogspot.com/
Mæli með myndinni og þakka Hjalta og KH fyrir mig.
Sissi