- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
19. nóvember, 2009 at 22:49 #47201BjörkParticipant
Sæl
Nú er komin nokkur reynsla á vefinn.
Enn er samt verið á vinna í honum og er m.a. verið að vinna í að koma upp myndasíðu og einnig að hægt verði að setja inn vidjó á undirsíðu.
Stefnan er einnig sett á að hægt verði að skrásetja klifurleiðir.Búin er að setja inn fullt af hlekkjum undir tenglasafni (sést samt bara ef maður er innskráður).
Félagar geta einnig sett inn greinar um allt sem hugurinn girnist.
Fyrir nokkrum árum var það þannig að einungis félagar (þeir sem greitt hafa árgjaldið) gátu skrifað inná spjallið. Með tímanum varð utanumhald á þessu erfitt og það var hætt að viðhalda þessu. Nú er hugmyndin að taka slíkt fyrirkomulag upp aftur.
Það væri gaman að fá umræðu frá ykkur um hvernig ykkur finnst nýi vefurinn vera að virka og hvað er gott og hvað má vera betra.
kv. Björk
20. nóvember, 2009 at 11:14 #54753gulliParticipantHæ, mér finnst að spjallið eigi að vera opið öllum. Það væri hægt að hafa lokaðan flokk sem héti málefni ÍSALP eða eitthvað slíkt.
20. nóvember, 2009 at 12:56 #54754Páll SveinssonParticipantÉg er mikill áhugamaður um að monta mig og koma sögum, myndum og nú nýlega myndböndum á vefin.
Nú er mitt stöff á gömlu ísalp síðuni, picasa, youtube, vimo, facebook og ég veit ekki hvar og jafnvel undir mörgum notendanöfnum sem ég er jafnvel búinn að tína.
Þetta bara gengur ekki.
ÍSALP á bara einfaldlega að gera þetta allt á einfaldan og fljótlegan hátt.
kv.
Palli20. nóvember, 2009 at 13:39 #547551908803629ParticipantÞað er tvennt sem ég hef verið að bíða eftir að rati á þennan vef, og bjóst hreinlega við því að það myndi koma í beinu framhaldi af endurnýjuninni.
Annað er ekki svo spennandi en er, að mér finnst, fundamental hluti sem á að vera á síðum allra klúbba eins og okkar. Það eru upplýsingar um fjallamennsku og þau „sport“ sem við stundum. þannig geta þeir sem eru áhugasamir farið beint inn á síðuna okkar og lesið sig til um grunnatriði tengd t.d. búnaði, tækni (með fyrirvara), helstu stöðum o.fl. Ef vel að þessu staðið gæti þetta stuðlað að betri nýliðun (sem sumir vilja kannski ekki) og klárlega öryggi á fjöllum. Sjálfur er ég nýbyrjaður að fjallaskíðast (var bara í klettunum) og það hefði verið hentugt að finna grunnupplýsingar á vefnum okkar.
Hitt er held ég meira spennandi en það er samantekt á helstu leiðum/stöðum sem við sækjum í. Sú upptalning væri t.d. verið í formi topp tíu upptalningar um klettasvæði, aplafjallgöngufjöll, fjallaskíðafjöll, ísklifur etc. Inni í því væru síðan leiðarvísar fyrir þetta allt saman. Þessi samantekt gæti jafnvel verið efni í „bók“ sem allir fjallamenn landsins myndu eflaust vilja eiga.
(smá bjartsýni en það er samt möguleiki).Þetta efni sem ég kalla eftir er eingöngu háð því að koma hlutum niður á blað. Þ.e. þetta er ekki háð tæknilegum útfærslum eða öðru sem getur hægt á þessari vinnu. Margt af þessu er jafnvel fljótgert og ætti því að vera hægt að koma þessu á vefinn frekar hratt – sé vilji fyrir því.
Annars er síðan frábær eftir breytingar og ég tek ofan af fyrir þeim sem hafa unnið að þessum umbótum.
20. nóvember, 2009 at 13:52 #547560703784699MeðlimurÉg notast nær eingöngu við spjallið, kannski af því það er ekkert annað sem ég þarf eða heillar. En held að spjallið sé 90% af því sem allir nota.
Það eina sem myndi kæta mig er að laga að ég þurfi ekki að skrá mig inn í hvert skipti (sem ég nenni ekki). En vandamálið mitt er að ég notast við Safari/Apple (veit ég gæti leist það með því að ná í nýjann vafra en ég er bara ekki spenntur .f því, sætti mig frekar við að þurfa að logga mig inn)
Svo finnst mér gaman að fá póst 2-5 sinnum á ári um það sem er að gerast, en annars reynir maður að fylgjast með dagskrá (sem er hvort eð er alltaf auglýst á spjallinu í leiðinin)
kv.Himmi
20. nóvember, 2009 at 14:45 #54757SissiModeratorSpjallið og skráning leiða er aðalmálið.
Síðan er gaman að hafa einhvern pott þar sem snillingar á borð við Pál Sveins geta hent inn, það er mikið til í þessu, þetta efni er út um allar trissur og týnist og gleymist. Við félagarnir hentum miklu inn á askinn á sínum tíma en það er orðið hálf dautt t.d. og væri miklu skemmtilegra að hafa það einhversstaðar í öruggri höfn og tengt á einhvern hátt við klúbbinn. En það er kannski meira seinni tíma mál.
Tek samt aftur hattinn ofan, bæði fyrir HB.Org að nenna að gera gömlu útgáfuna sem þjónaði okkur vel í mörg ár og einnig Gulla og co. sem græjuðu þennan nýja fína vef. Þetta er miklu meiri vinna en menn átta sig á.
Sissi
20. nóvember, 2009 at 16:34 #547590808794749MeðlimurÁhugaverð umræða komin í gang sem ég fagna…
Sumir kalla eftir meira efni aðrir eftir tæknilegu útfærslunum.
Varðandi efni:
Ég er ekki alveg sammála Ágústi að það sé fljótgert að skrifa upplýsingar um t.d. hvert sport.
Ég hef þegar sest niður með það í huga að skrifa nokkur orð um skíðamennsku. Þá vaknar spurningin, fyrir hvern er ég að skrifa? Ef það er fyrir nýliðann, þá verður þetta upptalning á græjum sem verður aldrei tæmandi, tilvísanir á aðrar síður þar sem fjallar er um græjur, snjóflóð, skíðaleiðir, youtubemyndbönd með sýnikennslu í skíðamennsku og ég veit ekki hvað… Mér hefur sumsé ekki tekist að láta svona texta verða spennandi eða læsilegan og geri ráð fyrir að margir að flestir myndu leita á náðir google um upplýsingar.
Sé hinsvegar einhver þarna úti sem telur sig geta komið svona upplýsingum læsilega frá sér á blað, má sá hinn sami gefa sig fram.
Ég er alveg sammála því að nauðsynlegt er að hafa beisik upplýsingar um skíða- og klifursvæði hér á vefnum, þar sem tilheyrandi leiðarvísir væri svo að finna.
Ritfærir og staðkunnugir endilega gefa sig fram.Innan stjórnar hefur komið til tals að finna einhvern/-ja í hlutverk ritstjóra vefsins. Svona hlutir væru í verkahring þeirrar manneskju.
p.s. vil þakka þeim sem hafa sent inn uppáhalds linkana sína. ef að þeir eru ekki þegar komnir inn þá eru þeir á leiðinni.
23. nóvember, 2009 at 09:28 #547671908803629ParticipantHó hó
Ég sagði nú bara að „margt af þessu væri jafnvel fljótlegt“ og geri mér vel grein fyrir því að margt annað er mjög seingert… og gerist jafnvel aldrei. En það sakar ekki að vera jákvæður ,-)
Efnið sem ég held að sé hægt að gera ágætlega hratt er efni um sportin og svo að koma öllu efni, sem er nú þegar til, á einn stað – ísalp síðuna.
Og fyrst það er verið að kalla eftir kröftum þá bíð ég litlafingur og skal reyna að gera stuttan pistil um klettaklifur, sem gæti nýst sem efni á síðunni sem Beginners Info. Ef mér tekst það ekki á t.d. innan við mánuði þá minnist ég ekki á þetta aftur… En takist mér þetta litla verk þá tuða ég kannski um eitthvað meira.
Eru einhverjir ísklifrarar, fjallaskíðamenn, alpakellur/kallar sem vilja taka þátt og skrifa lítinn pistil um sitt sport? Þá gæti þetta verið unnið saman og allt tilbúið á einu bretti og komið á vefinn kviss, bamm, búmm.
Kv. The Optimist
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.